Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 8
8 MORCUNnTAÐIÐ Miðvik'udagfur 15^ jörií 1960 I ævintýrasktígum Hans og Grétu j Vignir Guðmundsson blaða- ímaður segir frá undirbúningi \ | hestamannaméts í Þýzkalandi í HUGA þeirra, sem þekkja ævintýri Grimmsbræðranna, er að líkindum efst ævintýrið um Hans og Grétu. Það er skemmtileg tilviljun þegar við fimm íslendingar erum viðstaddir fyrsta mótið, sem haldið er á erlendri grund, og eingöngu íslenzkir hestar eru þátttakendur í, að það skuli fara fram í Kinzigdalnum, þar sem Grimmsbræðurnir eru fæddir og uppaldir. Hér í skógunum gengu þau Hans og Gréta og muldu brauðmolana í slóðina sína, sem fuglarnir tíndu upp, svo þau fundu ekki leiðina heim aftur. Og einhvers staðar hér hefur sætabrauðshús galdra- nornarinnar staðið. Þessa dagana er verið að æfa hestana, sem eiga að taka þátt í mótinu um næstu helgi. Og eitt af æfingaratriðunum er að ríða fram og aftur um þéttan skóginn. Fyrir okkur, sem aldrei höfum riðið um skóg, sem því nafni mætti nefna á meginlandsmæli- kvarða, er auðskilið að Hans litli og Greta skyldu ekki rata heim til sín. Hér virðist létt að villast. Palli duglegur að rata Við lærum þó brátt að þekkja einstakar leiðir og Palli í Varma- hlíð er gleggstur og fljótastur að læra að rata. Hins vegar lend- ir fyrirliði okkar og hrossarækt- arráðunautur í hverju skógar- ævintýrinu eftir annað. Eftir fjögurra daga fjarveru er ferða- félagi okkar Búi Petersen kom- inn í samfélag okkar á ný. Við erum nú orðnir fimm fulltrúar íslands á fyrsta íslandshestamót- inu utan heimalandsins. Og verkefni okkar reynist nægilegt. Við erum spurðir spjörunum úr um alla skapaða hluti varðandi Verðlaunahornið góða, sem nefna mætti íslandshornið. Það er farandgripur gefinn Ponyklúbbnum af land- búnaðarráðuneytinu íslenzka og skal veitt fyrir bezta tölt- hestinn hverju sinni. hestana og meðferðina á þeim hvort heldur er til gangs eða gjafar. Það einkennir alla hest- ana, sem þarna eru, að þeir eru í góðum holdum og sýnilega á- kaflega vel með farnir. Okkur virðist jafnvel að of mikið sé við Iþá dekrað, þeir séu of lítið brúk- aðir og ekki haldið nægilega til þegar komið er á bak. Mörg skemmtileg dæmi fengupr við að heyra um samskipti hestanna við hina nýju eigendur þeirra. Viðureign einkaritarans og Stjarna Fyrir um hálfu öðru ári kom hingað til Þýzkalands rauð- stjörnóttur hestur og keypti hann kona í Suður-Þýzkalandi. Hún var dugleg að fást við klárinn, en hann reyndist er til kom mein- hrekkjóttur. Þraukaði hún nú með Stjarna og valt að minnsta kosti 15 sinnum af baki. Loks meiddist hún talsvert í einni bylt Fyrir utan hús iðjuhöldsins Werkmeisters, þar sem börn og hestar eiga griðland í garðinum. sem verðlaun fyrir bezta töltar- unni og þá vildi hún selja ann á þessum mótum hér á meg- Stjarna. Hún hafði samband við J inlandinu. Páll og Höskuldur í ævintýraskógum Hans og Gretu. frú Ursulu Bruns í Bonn og spurði hana ráða. Það varð úr að einkaritari frú Ursulu keypti gripinn. Frúin Múller er rúm- lega tvítug að aldri og ekki hesta mannsleg að sjá, grönn og veik- byggð. Samskipti hennar og Stjarna hófust með því að hún flaug af baki. Hún kunni ekkert til reiðlags og hesturinn var ekk- ert nema ósvífnin. En sú litla var ekki á því að gefast upp. Hún hafði eignazt hest, og hún vildi ekki láta hann frá sér fara. Hún hélt áfram að rúlla af baki 10 sinnum, 15 sinnum og fyrir kom að hún þarfnaðist nokkurra daga rúmlegu vegna meiðsla. Oft var hún marin, blá, rifin og tætt er skemmtireiðinni lauk Flaug 30 sinnum af baki Og þráinn í henni var ódrep- andi. Hún skyldi aldrei láta und- an. Og hún lærði á Stjarna sinn. Hérumbil 30 sinnum flaug hún af baki, sjaldnar og sjaldnar, eftir því sem leið á og loks nú er Stjarni orðinn hinn prúðasti hestur. Við riðum honum hér á mótinu og líkaði vel. Stjarni var brokkhlunkur til að byrja með en með þokkalegan vilja. Frú Múller lærði ekki aðeins að tolla á baki, hún kenndi Stjarna með góðri hjálp húsmóður sinnar að tölta. Kannske á Stjarni, eftir allt og allt, það fyrir sér í fram- tíðinni að bera verðlaunahafa íslandshornsins, en það er fagur- lega gerður gripur, gefinn af ís- lenzka landbúnaðarráðuneytinu Fótaveikur á pörupilti Okkur fannst einkennandi fyr- ir Þjóðverjana hve kjarkmiklir þeir voru við hestana. Hr. Werk- meister, iðjuhöldurinn, sem hafði skipulagningu mótsins með höndum, er maður mjög sjúkur í fótum og getur sáralítið gengið, haltrar aðeins um. Hann á bles- óttann hest, sem við Páll Sig- urðsson fengum báðir að koma á bak. Blesi sýndi okkur alls konar vitleysu vár bæði óþjáll og rokugjarn. En eigandinn var harðánægður með hann. Hann lét hann bara rjúka ef því var að skipta og væri, vegna hættu, nauðsyn að nema staðar, kastaði hann sér fram á hálsinn á klárn- um og af baki. Þá stoppaði Blesi. Átök við hestinn eru Werkmeist- er ómöguleg vegna þess að hann hefir engan spyrnukraft í fótun- um. Og hann segir að Blesi hafi gert sér lífið allt annað. Áður gat hann ekkert farið nema í bíl eftir vegunum. Nú þeysir hann frjáls um skógana. Gleðigjafi Þannig varð Blesi, þótt dint- óttur sé, gleðigjafi þessum bækl- aða manni. Werkmeister á einnig rauðstjörnótta hryssu, afburða gangljúfa og meðfærilega. Hösk- uldur þekkti þar gamlan vin, enda merin frá honum og tamin af honum. En núverandi eigandi hefir sáralítinn áhuga fyrir að koma henni á bak. Þeir Blesi og hann hafa samið frið að mestu, þótt fyrir komi að eigandinn velti stundum við vondar aðstæð ur. Þess vegna vill Werkmeister hann og engan annan. Þau hjón eiga glæsilegt heimili með stór- um og fallegum garði í kring. í garðinum er sandkassi fyrir börnin og bithagi fyrir hestana. Svona mun það víða Vera að hestarnir teljast til fjölskyldunn- ar. Skugga ber á Þótt sólskin og blíða sé hvern einasta dag ber í upphafi móts- ins mikinn skugga á. Nokkrir hestanna, er hingað eru komnir, hafa fengið svonefnda drúsa. Það er farandveiki mjög smitandi, sem geisar hér um megin- landið. Einn daginn biður Werk- meister okkur Pál Sigurðsson að hjálpa til við flutning á drúsa- veikum hestum. Hann var frekar liðfár til þessa starfs, enda ekki gert ráð fyrir að til þess kæmi. Margir voru einnig óvanir að flytja hesta, vissu ekki hvað til bragðs skyldi taka, ef koma ætti hesti upp í flutningavagn. Við héldum nú af stað út í sveit, þar sem hestarnir voru. Mér var falið að flytja aðstoðarmenn í einum af bílum Werkmeisters, en sjálf- ur ók hann flutnigavagninum. Allt gekk þetta bæði fljótt og vel, en ekki var það skemmtileg sjón að sjá blessaða klárana. Það vellur gröftur úr nösum þeirra og einnig koma sár í kverkina og þar vellur út vilsa. I nösum þeirra snörlar og þeim er sýni- lega mjög þungt um andardrátt. Ekkert er hægt að gera fyrir hestana á þessu stigi nema reyna að láta þá hafa sem beztan haga og til er að einhvers konar bakstr ar eru einnig notaðir. Algengf á meginlandinu Hér á meginlandinu er þessi sjúkdómur algengur. Hann drep- ur mjög sjaldan hestana og bezta vörnin gegn honum er sú að hestarnir séu vel fyrir kallaðir, bæði hvað hold og notkun snert- ir. Ég reyndi að grafast fyrir um það hjá dýralækni þeim, er þessa hesta skoðaði, hver hætta mundi á því að þessi sjúkdómur gæti borizt til íslands. Læknirinn kvað ekkert hægt um það að full yrða, en taldi þó fremur litlar líkur til, þar sem loftslagið hjá okkur væri yfirleitt svo kalt. Drúsaveikin varð einnig til þess að færri komu með hesta sína til mótsins en ella. Þó voru þar saman komnir milli 50 og 60 hestar og reyndist það allt nokk- uð. Svo mörg atriði voru beir látnir sýna. Erfið járnun En svo langt er ekki enn kom- ig sögu okkar að tímabært sé að skýra frá gangi mótsins. Við fylgjumst með öllum undirbún- ingi og hjálpum til þegar þess er kostur. Einn daginn lendum við Páll í því ævintýri að járna grað hestinn Njál. Svo var mál með vexti að Sander nokkur kom með hann ásamt brúnni meri og hafði hvorugt járnað, enda kvað hann þess ekki þörf heima fyrir. Hann bað okkur að ríða hestinum fyr- ir mótið og sitja hann fyrir sig á sýningunni. Allt kváðum við þetta sjálfsagt aðeins ef hestur- inn væri járnaður, enda vegirnir hér í Schlúchtern ekki fyrir járnlausa hesta. Við höldum nú af stað til járnsmiðs í næsta þorpi, en það eru aðeins þeir, sem járningar framkvæma. Dag- inn áður höfðum við verið við járningu á graðhestinum Sörla og um leið hafði verið tyllt und- ir einn fót á Hélu frú Ursulu Framh. á bls. 14 Það er gjarna siður að eigandinn haldi sjálfur fæti á hesti sínum við járningu. Hér sést skáldkonan frú Ursula Bruns, halda fæti á einum hesta sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.