Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. júní 1960 MORCVNBLÁÐIb 3 * 0 m 0* m-m .0' *-*~0''0 0 0 0 * ★ ÞAÐ er almenn skoðun að vls- indin muni ráða bót á öllum mannlegum meinum og leiða manninn í allan sannieika um tilveruna og sjálfan sig. Þessa skoðun mætti nefna trúarjátn- ingu nútímans. Sú gamla á ekki lengur þau ítök meðal manna, sem hún átti í tíð afa okkar og ömmu, þegar vegir guðs voru án efa órannsakan- legir. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og margt skol azt með, sem um aldaraðir taldist til sáluhjálpar hrjáðum hörnum þessa heims. Ekki þannig að skilja að mann- skepnan sé nú loksins orðin hvítþvegin, hrein af allri synd Vísindamennirnir þrír, Áskell, Magnús og Þorkell. Smíðuðu geiger-mæla og hafin yfir hjátrú. *Trúin á vísindin — efnishyggjuna — er ef til vill mesta hjátrú, sem sögur fara af. Frægur vísinda- maður lét eitt sinn þau orð falla, (að vísu ekki samkvæmt þyngdarlögmáli Newtons), að maðurinn væri eins og ormur í kassa, þekkti lengd og breidd kassans en ekkert þar fyrir utan, þekking hans á óendan- leika sköpunarverksins næði blátt áfram ekki lengra. Mörg- um finnst þetta að sjálfsögðu stór kassi og tilkomumikill með vetrarbrautina svífandi yfir höfðinu, en það finnst orminum líka sjálfsagt líka um sinn kassa, sína veröld. skýrt í blaðinu. Kannski hugsa þessir upprennandi vísinda- menn karlinum í tunglinu þegjandi þörfina, ef þeir . . . Jæja, þeir um það. Einstein komst lengra með hugsun sinni en nokkur annar vís- idamaður og sagði að leiðar lokum: — Tilvera er lgyndar- dómur guðs. En nú er tunglið næsti áfangastaðurinn, segja menn, og svo koll af kolli. Rússar hafa þegar sent karlinum í tunglinu kveðju frá Gregory. Þessum gleiðgosalega karli, sem dregur annað augað í pung á kvöldin ,þegar elskend ur leiðast eftir götunum og sjá óendanleika sköpunar- verksins í augum hvors ann- ars. Sá gamli veit að þetta endar í kassanum með einu, tveimur, þremur, fjórum, fimm og hver veit hvað mörg- um grenjandi krakkagrísling- um. Þetta var útúrdúr — kannski frá upphfi — meining in er að ná tali af menntaskóla nemum, sem að tilhlutan Kjarnfræðinefndar íslands smíðuðu nýlega geigerteljara, en frá því hefur áður verið Það var ekkert áhlaupaverk að hafa upp á þessum ungu vís indamönnum. Einn var að vísu á réttum stað: Rannsókn- arstofnun Háskólans, þar sem hann vinnur að ýmsum tækni- legum viðfangsefnum. Hann heitir Þorkell Helgason. Með víðtækri eftirgrennslan tókst svo að hafa upp á öðrum tveim ur: Áskeli Kjerúlf og Magnúsi Jóhannssyni. Annar var dreg- inn upp úr skurði, þar sem hamaðist við að hrista heila- frumurnar — vinnur við loft- bor — og hinn upp úr tjöru á Suðurlandsbrautinni — vinn ur við gatnagerð bæjarins. Þeir eru allir nemendur við Menntaskólann í Reykjavík. Þorkell og Helgi eru bekkjar- bræður — fjórðubekkingar — en Áskell er í þriðja bekk. voru allir komnir saman á einn stað. — Þetta var enginn vandi, segir Þorkell, við höf- um teikningarnar til að fara eftir. — Maður verður auð- vitað að skilja teikningarnar, segir Magnús, en það var held ur enginn vandi. — Þetta er ósköp svipað og útvarpstæki, segir Áskell, kassi með víra- drasli. — Hafið þið smíðað út- varpstæki? — Við Magnús höf um smíðað geiger-teljara áður, segir Þorkell, og við smíðuðum þennan í vetur líka saman. — Það voru flestir tveir um teljarann, segir As- kell, annars hefði þetta orðið svo dýrt. — Hvað kostaði efni í teijarann? — Fjórtán hundr- uð þrjátíu og sjÖ- og fimmtiu, fyrir utan skrúfur. —Það stóð til að ljúka við þá fyrir jól, segir Þorkell, en við lentum í miðju gengisbreytingarfrum- varpi ríkisstjórnarinnar, og og það tafði verkið um nokkr- ar vikur og gerði það dýrara. — Jæja, hvernig gekk að smíða geiger-teljarana? spurði blaðamaðurinn, þegar þeir — Annars voru geigerteljar- arnir ekki nema annar hluti viðfangsefnis, segir Magnús, hinn hlutinn var að skrifa rit- gerð um efni sem við mældum í geislavirknina — eða teljar- ana sjálfa, það var ekkert fast ákveðið. — Mælduð þið geisla virkni andrúmslosins? — Já. — Var hún lífshættuleg? — Nei, segir Þorkell, við gátum sofið þess vegna. — Við mæld- um aðallega geislavirkni ým- iss konar efna, sem voru fyrir lögð af Kjarnfræðinefnd ís- lands, segir Magnús. — Það er auðvitað ekki sama hvar mæl- irinn er staðsettur, þegar geislavirkni andrúmsloftsins er mælt, segir Þorkell. það er ekki sama hvort hann er stað- settur í timburhúsi, hvort hann er úti eða inni. — Hafið þið áhuga fyrir kjarnvísind- um. — Já, ætli það ekki. — Haldið þið að þið gætuð búið til kjarnorkusprengju? — Hvað ætlarðu að gera við hana, segir Magnús? — Ekk- ert. — Það er líka bezt, segir Þorkell, ég myndi ekki búa hana til, þó ég gæti það. — Ég myndi búa hana til, segir Askell. — Hvað ætlarðu að gera við hana? — Sprengja hana auðvitað. — Til hvers? — Að gamni mínu. — Ætli hann sé ekki heldur að segja þetta að gamni sínu, segir Magnús. — Jú, auðvitað, segir Áskell, en ég ætla að fara til tunglsins, þó ég væri orðinn sköllóttur. — Ekki ég, segir Þorkell, til þess er ég of væru- kær. — Ég veit ekki, segir Magnús, en mennirnir eiga áreiðanlega eftir að komast þangað, úr því sem komið er. Þið eruð ákveðnir í að verða vísindamenn — eða hvað? — Já, einhvers konar vísinda- menn. — Eruð þið efnishyggju menn? — Já, svona í aðra röndina, segir Áskell. — Trúið þið ekki á guð? — Ekki nema af nafninu til, segir Magnús. — Það er hvorki hægt að sanna eða afsanna tilvist hans, segir Þorkell, að minnsta kosti ekki með mælitækjum. — Ekki heldur með geiger- teljara? — Nei, ekki einu sinni með geiger-teljara. — Hafið þið smíðað eitthvað fleira? — Já, við höfum smákompu, þar sem við . . . En Áskell gefur honum merki með fingrunum um að þegja, svo blaðamaður- inn varð að láta sér nægja að vera forvitinn. — Segðu að við séum þakklátir Kjarnffæði- nefnd íslands, segir Þorkell, fyrir að veita okkur og öðrum menntaskólanemum tækifæri itl að smíða þessa geiger-telj- ara. Það er ekki of mikið að því gert að hvetja til slíkra viðfangsefna. — Já, það eru heldur byggðir skíðaskálar en rannsóknarstofur, segir As- kell. — Þetta á vonandi fyrir sér að breytas, segir Magríús að lokum. Það er án efa nauðsynlegt hverri menningarþjóð að eiga sem flestum og'færustum vís- indamönnum á að skipa til að fylgjast með tímanum og auka þekkingu mannsins á um- hverfi sínu og aðstæðum — þó svo leyndardómur tilverunnar, eðli hennar og tilgangur verði ekki opinberaður eftir þeim leiðum — eða nokkrum öðr- um? i.e.s. Nokkrir Geiger-mælar, smíðaðir af menntaskóla- nemum. > landinu. Frönsk fyrirr íynd Tíminn birtir i gær forysttt- grein um frönsku verkföllin. Kemst blaðið þar meðal annara að orði á þessa leið? .Síðastliðinn föstudag var eng- inn póstur afgreiddur i Frakk- landi, engin tollafgreiðsla og vegabréfaskoðun átti sér stað, allir opinberir skólar voru lok- aðir, engar borgarlegar hjóna vígsiur fóru fram, engar jarðar- farir og yfirleitt engin þjónusta á vegum hins opiiibera innt af höndum. Ástæðan var sú, aff meira en milljón opinberra starfs manna höfðu ákveðið að leggja niður vinnu í 24 klst., þrátt fyrir mótmæli ríkisstjórnarinnar, til þess að mótmæla þeirri efnahags- málastefnu, sem nú er fylgt og heimta kauphækkun vegna þeirr- ar kjaraskerðingar, sem hefur orðið af völdum hennar. Taliff er að 90% opinberra starfsmanna hafi tekið þátt í verkfallinu". Verkföll sjálfsögð! Síðar í þessari forystugrtm kemst Tíminn þannig að orði aff efnahagsráðstafanir þær, sem stjórn De Gaulle gerði fyrir nokkrum misserum séu um margt líkar þeim, sem nú er ver- ið að framkvæma hér á landi, em gangi þó að ýmsu leyti ekki eins langt í kjaraskerðingu. Auðséð er, hvert Tíminn er aff fara. I Frakklandi gera menn verkföll til þess aff mótmæla og brjóta niður ráðstafanir rikis- stjórnarinnar í efnahagsmálum. Hvers vegna skyldu menn ekki gera hið sama á íslandi? Þetta er kjarninn í þessari for- ystugrein Tímans. Kemur engum á óvart Þessi hvatning aðalmál- gagns Framsóknarflokksins til almennra verkfalla á ís- landi þarf ekki aff koma neinum á óvart. Leifftogar Framsóknar- flokksins hafa fyrir löngu tekiff sér stöðu viff hlið kommúnista undir kjörorðinu: Rífa verður niður efnahagskerfi núverandi ríkisstjórnar. V-stjórnin fór meff völd á ís- landi í hálft þriðja ár. Hún fékk fullkomið tækifæri til þess aff sýna alþjóð úrræði sín og stefn- ur í efnahagsmálum landsmanna. Hún gafst sjálf upp á fram- kvæmd þeirrar stefnu þegar svo var komiff að við vorum aff „ganga fram af brúninni“. Glórulaust ofstæki Nú telja Framsóknarmenn Kommúnistar sér þaff lífsnauð- synlegt að hindra það aff núver- andi ríkisstjórn fái tækifæri til þess að framkvæma stefnu sina, sýna möguleika sina til þess aff ráffa niðurlögum vandamálanna. Það þarf ekki að fara mörgum orffum um það, hversu þjóðholl og ábyrg slík stjórnarandstaða er. OHum almenningi er ljóst aff andstaða Kommúnista og Fram- sóknarmanna við viðreisnarráð- stafanir ríkisstjórnarinnar mót- ast fyrst og fremst af glórulausu ofstæki og pólitísku hatri. Það er hvorki trúnaður við þjóðarhag né hagsmunir einstakra stétta, sem er grunntónn hinnar trylltu baráttu stjórnarandstöðunnar gegn viðreisnarstefnunni. Að á- liti stjórnarandstöðunnar má þaff ekki henda að núverandi stjórn takist það sem V-stjórninni mis- tókst, að skapa jafnvægi í Ls- j lenzkum efnahagsmáium og byggja traustan grundvöll fram- i fara og heilbrigðrar þróunar í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.