Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ MiðviTíudagur 15. júní 1960 Þrátt fyrir „járntjaldið" er það kunnugt, að rússneskir læknar eru margir mjög fær- ir og læknavísindin standa þar yfirleitt á háu stigi. — Eitt af því, sem rússneskir vísinda- menn hafa gert miklar tilraun- ir með og sennilega öðrum fremur, er að flytja lifandi hjarta milli einstaklinga. Hafa hundar einkium verið notaðir við tilraunir þessar, og hefir tekizt að græða aukahjarta í hunda oftar en einu sinni — og hafa þeir Iifað góðu Iífi og eðlilegu með tvö hjörtu í brjósti sínu. Hér fylgja með nokkr^r myndir, sem teknar hafa ver- # e/mf brjósti ið í sambandi við slíkar til- raunir. — Hundurinn efst til vinstri hefir tvö hjörtu slá- andi í brjóstholi sínu. Mynd- in er tekin skömmu eftir upp- skurðinn, en seppi virðist hinn hressasti. — Læknirin á mynd inni fyrir miðju að ofan held- ur á lifandi hjarta, sem slær i lófa hans. Það er rétt búið að taka það frá „eiganda" sín- um — og brátt mun það slá í nýju brjósti. — Lengst til hægri að ofan er teikning til skýringar því, hvernig tengja má tvö hjörtu við æðarkerfi manns. Ekki er kunnugt um, að slíkar tilraunir hafi samt enn verið gerðar á fólki. — Á myndinni næst fyrir neðan sést, þegar Iæknir er að leggja síðustu hönd á að tengja auka hjartað við æðakerfi „móttak- andans“. — Loks má svo á myndinni í horninu neðst til vinstri sjá tvö hjartarit hunds- ins á myndinni fyrir ofan. — Efra ritið sýnir slátt hins „með fædda“ hjarta hundsins. — Neðra ritið er aftur á móti tekið eftir að hann fékk sitt nýja hjarta, og sýnir það „sam slátt“ hjartnanna í brjósti hans. veikleika svarts á drottningar- væng. 18. Bg3, De7; 18. — f5 strandar á 19. Ðc4, vegna hótun- arinnar Rb6. 19. Rac5 Kh8 Undir býr f5. 20. Hel, Rb6 21. Hacl, f5; Gagnslaust væri 21. — Bh6 vegna f4. 22. Dd2, Df7; 23. exf5, gxf5; 24. Rd3. Rýmir fyrir Rb3 og tryggir f4 fyrir væntanlegri framrás f-peðsins. 24. — Rd5; Eftir 24. — Rc4; 25. Dc2, b5; 26. Rbc5, Bh6; 27. Hcdl, f4; 28. Bh4, Dh5. 29. b3. Þá virðist sem hvítur hafi Síðasta vonin. 36. Dd5 Ekki 36. Bxf4 vegna Dbl og e4f 36 — He8. 37. Bxf4, Helt; 38. Kg2, Dd3; 39. Kh3, Dg6; 40. Hd7, h5; 41. Kg2, h5; 42. Hd6, Skemmtileg og hörð skák. Ingi R. Jóh. Skó«;rækt í landi Hafnarfjarðar Tvö hjörtu ÞAÐ ER á allra vitorði, hve ákafiega stórstígar framfarir hafa orðið á flestum sviðum tækni og vísinda á undanförn um árum og áratugum. Þar eru læknavísindin engin und- antekning — síður en svo. En læknar eru yfirleitt ekki að básúna afrek sín á almennum vettvangi, og því hefir e. t. v. verið öliu hijóðara um hina hröðu þróun í þeim fræðum en á ýmsum öðrum sviðum, en í rauninni hafa framfarirn ar kannski hvergi verið stor- kostlegri. FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari, sendi þættinum yfrir skömmu, allar skákir fró stórmótinu í Mar del Plata. Ég hef nú kynnt mér þessar skákir eftir föngum, og þá aðallega einbeitt mér að skákum þeirra fjórmenninganna Spassky, Fischer Bronstein og Friðriks. Ég hef komizt að raun um að sigur Spasskys og Fischer er vel fenginn, þó að þeir væru óneit- anlega nokkuð lánsamir að bera sigurorð af Friðrik Ólafssyni. Þó má enginn skilja orð mín þannig að Friðrik hafi átt virki- lega afgerandi leið gegn öðrum hvorum, en jafnteflið virtist vera á næsta leiti í skák hans við Fischer. Tap Friðriks til Letelier frá Chile var grátleg reynsla fyrir landa okkar, því óhætt er að segja að án þess að hægt sé að saka mig um ýkjur, að Frið- rik gat unnið á eina tíu vegu að minnsta kosti á löngum kafla miðtaflsins! Margir af þátttak- endunum voru mjög veikir, enda rúlluðu stórmeistararnir þeim upp eftir öllum kúnstarinnar reglum, án alls erfiðis. Það er álit mitt að við ís- lendingar getum boðið heim þessum flokki sem gisti Mar del Plata, og útkoma á slíku alþjoða- Friörik í Mar móti hér yrði ekki lakari, en frammistaða Argentínumanna. Ég hef hugsað mér að byrja á skákum Friðriks við þá Spassky og Fischer. Síðan reyni ég að koma skák þeirra Friðriks og Eliskases á framfæri. Hvítt: R. Fischer Svart: F. Ólafsson Sikileyjarleikur 1. e4, c5; 2. Rf3, d6; 3. Bb5f Tiltölulega meinlaus leikur, sem gerir svörtum ekki sérlega _erfitt fyrir með að létta stöðuna. 3. — Bd7. Einfaldast. 4. Bxd7t, Dxd7; 5. 0-0, Rc6; 6. De2, g6; Önn ur leið er hér 6. — e5 ásamt Rf6, Be7, en sú leið er meira í líkingu við spánska leikinn og þar af leiðandi hentar hún betur fyrir Fischer. 7. c3, Bg7; 8. Hdl, e5; Leikið til þess að halda valdi á d4 í lengstu lög. 9. Ra3, Rge7; 10. d4!? Óneitanlega djarfur leik- ur, sem heppnas't þó mæta vel. Þess ber þó að gæta, að ef hvítur leikur 10. Rc4, þá er 8. Hdl ekki réttur leikur. 10___cxd4; 11. cxd4 exd4? Að sjálfsögðu var réttara að leika 11. — Rxd4! -t. d. 12. Rxd4, exd4; 13. Rb5, Rc6; 14. Bf4, Be5; 15. Ðh6, a6; 16. Ra3, 0-0-0; 17. Rc4, Kb8; 18. f4, Bf6; Og þó að staðan sé flókin, þá hefur Friðrik peði meira og þó að hann hafi tvípeð á d-iínunni, þá eru þau aðeins til þess að styrkja stöðu hans. 19. e5 svarar svartur bezt með 19. — Hhe8; 20. Rb6, Plata betur, þó erfitt sé að fullyrða nokkuð. 25. Bd6, Hg8; 26. *Ra5, Rxa5; 27. Hxe8, Hxe8? Að mínum dómi missir Friðrik hér af bezta möguleikanum. 27. — Dxe8!; 28. Dxa5, Ðe4; 29. Hel (Ekki 29. Rc5, Dg4! og hótar b6 og Hdl.) 29. — Re3! hótar máti 30. fxe3,„ Dxd3; og þessari stöðu er aldrei hægt að tapa, ef til vill getur Friðrik reynt að vinna. Að vísu eru margir aðrir möguleikar 1 I i 5 KAK i I i De6; 12. Rb5, 0-0; 13. Rfxd4, d5; 14. Rb3, a6; 15. Rc3, d4; 16. Ra4, Hae8; 17. Bf4, Rd5; Stöðubajrátt- an er nú í algleymi. Möguleik- arnir vega nokkuð jafnt, en þó virðist Fischer hafa heldur betra tafl vegna peðameirihluta á kóngsvæng, auk þess sem Ra4 og b3 eru skemmtilega virkir vegna fyrir hvítt eftir 28. — De4, en enginn þeirra virðist sérlega góð ur. Rétt er þó að benda á 29 f3, De6! ásamt Re3. 28. Dxa5, h6; 29. g3, Kh7; 30. Rf4, Rxf4; 31. Bxf4, De6; 32. Bd2 Nú er aðeins tímaspursmál hvenær svarta taflið hrynur. — He8; 33. Hel, i Df7?; 34. He7!, Dg6; 35., Hxb7, f4; HAFNARFIRÐI. — Skógræktar- félagið hélt aðalfund sinn 24. maí sl. formaður félagsins, séra Garð ar Þorsteinsson, gat þess m.a. í skýrslu sinni, að á sl. ári hefðu verið gróðursettar um 14 þúsund trjáplöntur í hina nýju skógrækt argirðingu félagsins í Undirhlíð- um og var það verk unnið af drengjum úr unglingavinnunni í Krýsuvík. Einnig var unnið mik- ið að landgræðslu í Hvaleyrar- vatnsgirðingunni, og gróðursett- ar þar um 6 þúsund plötur. Þá voru hafnar framkvæmdir við að koma upp reit ofan Hvaleyr- arvatns, sem helgaður verður minningu systkinanna Ingibjarg- ar Kristmundsdóttur, Gunnlaugs Kristmundssonar, sandgræðslu- stjóra og Guðmundar Kristmunds sonar, en þau gáfu félaginu tölu- vert fé eftir sinn dag, til skóg- og landgræðslu. Formaður gat þess, að stæð- ist sú áætlun, sem gerð hefði verið um gróðursetningu í sum- ar, þá þyrfti félagið enn að færa út kvíarnar og fá meira land til skógræktar. Úr stjórn Skógræktarfél. Hafn- arfjarðar áttu að ganga Jón Magnússon og Ólafur Vilhjálms- son og voru þeir báðir endur- kjörnir. Aðrir í stjórn eru: Garð- ar Þorsteinsson formaður, Ingvar Gunnarsson, Pinnbogi Jónsson, Haukur Helgason og Páll V. Daníelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.