Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 15. júní 1960 MOncnNnr 4 ðið 11 Hulda Stefánsdóttir heiðruð á Blönduósi Örkin hans Nóa reyndist grjóthrúga HINN 28. þ. m. var húsmæðra- skólanum á Blönduósi slitið, þá lauk áttatugsafmæli hans. Skól- var fullskipaður sem jafnan hefir verið síðustú árin. Nú þegar hafa komið fleiri umsóknir um skóla- vist næsta starfsár en skólinn getur rúmað. Við þessi skólaslit kvaddi frú Ingibjörg Bergmann Stóru-Giljá sér hljóðs, og afhenti að lokinni ræðu, skólanum vandaða eir- steypumynd eftir Ríkarð Jónsson, af frú Huldu Stefánsdóttur, for- stöðukofiu skólans, sem gjöf frá nemendum frú Huldu á árunum 1932—1937. Var þessi gjöf færð í tilefni af því, að frú Hulda átti sextugsafmæii, en sem raunar er fyrir nokkru liðið. Formaður skólanefndar veitti þessari smekk legu og góðu gjöf móttöku fyrir hönd skólans, og þakkaði hana með nokkrum orðum. Þessi gjöf sýndi berlega að hin- ir mörgu gömlu nemendur frú Huldu, forstöðukonu telja sig eiga henni mikið gott upp að unna fyrir handleiðslu hennar frábæra kennslu þá vetur sem þær dvöldust á skólanum, og um leið sýndi gjöfin hlýhug, sem ekki hefir fölskvazt frá þessum mörgu vel metnu konum til gamla skólans þeirra. Slíkt er ánægjulegt. Frú Lára Böðvarsdóttir frá Laugarvatni mun hafa haft aðal- forgöngu fyrir þessari góðu gjöf til skólans, og færi ég henni sér stakar þakkir frá skólanum fyrir það. Frú Hulda Stefánsdóttir er landskunn fyrir sín miklu og heillaríku afskipti af skólamál- um,, húsmæðraskólanna fyrst og fremst, svo hana er óþarft að kynna lesendum. Hún er dóttir Stefáns Stefánssonar frá Möðru- völlum, sem annars var Skag- firðingur að ætt, síðar skóla- meistari á Akureyri, og frú Stein unnar Frímannsdóttur frá Helga vatni í Vatnsdal. Uppeldi frú Huldu var því ánægjulegt Undir handleiðslu mikilhæfra foreldra, og í hópi glaðværrar skólaæsku. Hún hlaut hina beztu menntun sem völ er á, bæði innanlands og utan. Og snemma mun rafa borið á miklu áhuga og hæfni hjá henni viðvíkjandi uppeldi ungra stúlkna, og það átti hún hægast með gegnum s'kólana. Frú Hulda hefir verið forstöðu kona, fyrst Kvennaskólans á Blönduósi árin 1932—1937 og síð ar Húsmæðraskólans á sama stað 1953—1960 og svo áfram, ég vona mörg ár enn, eða samtals 12 ár, og hefir engin forstöðukona leng ur verið, nema frú Elín Briem, eji þeim tveimur konum tel ég að Blönduósskólinn eigi mest upp að unna, þótt ýmsar aðrar hafi verið ágætar, t. d. Kristjana Pét- u-sdóttir frá Gautlöndum og frú Eóiveig Benediktsdóttir Sövik á Blönduósi, o. fl. Þau þrettán ár sem liðu á milli að frú Hulda veitti Blönduósskólanum for- stöðu bjó hún sumpart búi sínu heima á Þingeyrum, eða veitti hinum nýstofnaða Húsmæðra- skóla Reykjavíkur forstöðu. Svo sem kunnugt er, þá tók hún ung- ar stúlkur heim til sín til náms, þau árin sem hún bjó heima á Þingeyrum. Blönduósskólinn var orðinn á eftir með allan húsakost og bún- að árið 1952, og sá skólanefnd og sýslunefnd að við svo búið mátti ekki standa. Var þá leitað til frú Huldu Stefánsdóttur um að taka að sér forstöðu skólans á ný. Þetta var ekki álitlegt fyrir frú Huldu, að hverfa frá hennar góðu stöðu við vel búinn og vel sótt- an skóla í Reykjavík, og taka að gér Blönduósskólann, þar sem flesta hluti skorti. En frú Hulda varð við kallinu, og held ég að þar hafi ráðið miklu hennar mikla trú og velvild til sveita- lífsins. Og nú hefir það skeð, að Blönduósskólinn getur verið upp litsdjarfur hvað snertir húsakost og allan aðbúnað. Ég færi öllum þeim mörgu, sem að þessu hafa stuðlað beztu þakkir skóians. En stærstan þáttinn í endutreisnar- starfinu tel ég að frú Hulda Stefánsdóttir eigi, og því þakka ég henni mest. Ég hef verið talsverður sam- starfsmaður frú Huldu síðan hún tók við forstöðu Blönduósskólans í síðasta skiptið — verið for- maður skólanefndarinnai- — og mér er það ánægja að segja, að þetta samstarf hefir verið mér ánægjulegt. Háttprýði forstöðu- konunnar og hinn mikli áhugi hennar á öllu þjóðlegu og þá ekki síst heimilisiðnaðinum hefir gengið sem rauður þráður gegn- fL 0 0' 0. m gt 0 .0* 0 .* 0 1 um allt hennar starf við skól- ann, og sem einna ljósast hefir komið fram í skólaslitaræðum hennar, sem margar eru frábær- ar, og fer þar saman efni og flutn ingur. Frú Hulda Stefánsdóttir er gift Jóni S. Pálmasyni, sem um ára- tugi hefir verið aðsópsmikill bóndi á stórbýlinu Þingeyrum, þau eiga eina dóttur barna, Guð- rúnu, sem dvelst erlendis við há- skólanám. Kornsá 1. júní 1960 Runólfur Björnsson. ANKARA í Tyrklandi, 9. júní. (Reuter): — Sex bandariskir vís-- indamenn sneru í dag heimleið- is eftir leiðangur til fjallsins Ararat. Þeir höfðu sannprófað að hin svonefnda „Nóaörk“ skammt frá fjallinu var aðeins grjóthrúga. I leiðangrinum voru fornleifa- fræðingár og var för þeirra kost- uð af íélagi áhugamanna um forn leifafræði í Bandaríkjunum. Til- efni þessa var að tyrkneskur flug maður kvaðst hafa séð undanlegt hrúgald skammt frá Araratfjalli, sem líktist helzt örkinni hans Nóa sem Gamla Testamentið seg- ir frá. Voru Ijósmyndir teknar af hrúgunni, sem var í 2000 metra hæð og þótti sérkennilegt skips- lag á henni. Leiðangursmenn komu til Tyrk lands í vor og klifu fjöllin unz þeir komu að hrúgalöinu. En þeir urðu fyrir vonbrigðum. Þetta var aðeins grjóthrúga, sem hafði losn að í skriðufalli. Til þess að ganga örugglega úr skugga um þetta sprengdu leiðangursmenn no'kkr- ar dýnamítsprengjrr í hrúgunni og komust að því að hún var eingöngu samsett úr hraungrjóti og leir. Tyrkneski herian véitti leiðangrinum aðstoð og lánaði honum 20 hesta. ntng I Fljótsdal SRIÐUKLAUSTRI, 9. júní; — Ungmennafélag Fljótsdæla sýndi í vor sjónleikinn „Hreppstjórinn á Hraunhamri" í Végarði. — Er það talsverðum erfiðleikum bund ið í strjálbýli að koma slíkum leik á svið. Má segja að vel tæk- ist um þá sýningu. Sérstakíega má geta leiks Jóns Halissonar á Sturluflöt í hlutverki vinnu- pilts, sem er einfaldur náungi og hálfgerður aumingi. Var hann sýndur þarna af Jóni af furðu- legri festu og ekki „yfirdrifinn", sem viðvaningum hættir þó til með slíkar persónur. —J. P.: Dr. Bjarni Helgason: FLESTAR eða kannski allar tilraunir, sem gerðar hafa ver ið á íslenzkum jarðvegi, hafa til þessa beinzt að einfaldri notkun áburðar og því upp- skerumagni, sem fengizt hefur með vaxandi áburði. Mörgum þessara tilrauna hefur verið of þröngur stakk- ur skorinn, því að af illri nauðsyn hafa þær miðazt við að fulinægja óþolinmóðum röddum og þörfinni fyrir ein- hverjar niðurstöður. Af þeim sökum verður oft erfitt um gagnrýni, þótt staðreynd sé, að margt megi betur fara í þeim efnum. Og almennt má segja, að tilraunir okkar á þessu sviði séu ófullnægjandi fyrst og fremst vegna skorts á góðum starfsskilyrðum. En það er annað atriði, sem ekki síður er frumskilyrði fram- fara i ræktun, og er það eðlis- ástand og eðliseiginleikar jarð vegsins, sem er nær alveg ó- rannsakað atriði hér á landi enn sem komið er. Eðliseiginleikar jarðvegsirfs, Eðlisástand jarðvegsins það er hvort hann er þéttur eða laus í sér, blautur eða þurr, fínkornóttur eða gróf- korna, hefur alveg geysilega þýðingu fyrir allan gróður, ræktun og jafnvel það, að — hve miklu leyíi einhverjum tilteknum jarðvegi er hætta búin af hugsanlegum eyðing- aröflum náttúrunnar. Þetta á ekki síður við hér á landi en annars staðar, því að í eðii sínu er flest okkar þurrlendis- mold fokgjörn, og mýrarnar síga saman við framræslu og þéttast, — hve mikið veit eng- inn, — samtímis því sem skurðirnir smáfyllast af gróðri og mold og hætta þá að gegna hlutverki sinu. Eðlis- eiginleikarnir segja alltaf til sín og verða sérstaklega áber- andi, þegar þeirra hefur ekki verið gætt sem skyldi, áður en ráðizt hefur verið í fram- kvæmdir. Má í þessu sam- bandi benda á nokkur orð úr Vasahandbók bænda um við- hald vélgrafinna skurða, en Þurrkun mýra og ræktun nýrra túna krefst mikillar tækní, en jafnframt mikillar þekkingar, ef j vel á að takast. Rétt eðlisástand jarðvegsins er eitt af frumskilyrðum fullkominnar ræktunar, og ] þurrkun landsins er einn liður í nútímaræktun landsmanna. leiðingarnar sjást líka fljótt á gróðrinum og eru mörgum kunnar: dauðar skellur í tún- um og á grasblettum, annað hvort eða ýmist vegna venju- legs svellkals, holkiaka eða myglu, og er það eitt af mestu vandamálum íslenzkrar gras- ræktar í dag.. Þetta má segja, að se eitt- hvert einfaldasta og augljós- asta dæmið um mikilvægi eðl- isástands jarðvegsins fyrir gróðurinn. Jafnframt sýnir það ljóslega, að efnasamsetn- ing og áburður er ekki nema hluti af frjósemi jarðvegsins. Það kannast allir við, hve hægt götuslóðar í graslendi gróa og hve erfitt er að fá venjuleg túngrös til að dafna þar, sem moldin er íiörð og þétt. Þau lifna betur, ef mold- in er losuð fyrst, því að þá hefur eðlisástandinu verið breytt, væntanlega til hins betra. Vatnið safnast ekki lengur í polla, heldur sígur það niður, loft leikur nú um og moldin hitnar meira en áð- ur var. Áburðurinn nýtist bet- ur og gróðurskilyrðin hafa öll verið bætt, svo áð gras getur gróið og dafnað óhindrað. (framhald). þar segir svo: „Sumir skurðir hafa haldizt í fullkomnu lagi, aðrir eru því sem næst fullir af framburði og gróðri eða hvoru tveggja, en ástand meg— inþorra skurða er sem stendur bil beggja." Svo mörg eru þau orð, en því má bæta við, að orsök ófaranna er venjuleg sú, sem að ofan getur: að eðlis- eiginleikarnir segja alltaf til sín og verða sérstaklega áber- andi, þegar ekki hefur verið tekið það tillit til þeirra sem vera ber. Þkð er staðreynd, sem ekki verður sniðgengin, að hvorki kemur áburður að fullu gagni né fá grös notið sín, nema við rétt eðlisástand jarðvegsins hverju sinni. Eru líka fjöl- mörg dæmi þess, að óheppi- legir eðliseiginleikar og eðiis- ástand hafi hindrað fulla nýt- ingu tilbúins áburðar og þess vegna valdið minni uppskeru en ella. í þessu sambandi þarf ekki annað en að benda á grasbletti, þar sem mikið er traðkað á eða sem menn ganga daglega um, svo að troðning- ur myndast. Grasið sparkast upp eins og það er kallað og eftir verður flag, en í raun og veru er það ekki grasið sjálft, sem hefur sparkast upp, held- ur er það moldin, sem hefur sparkast niðui'. Moldin hefur sem sé orðið of þétt, til að grasræturnar fái notið nauð- synlegs lofts og vatns innan hæfilegra mai'ka. Jafnvel kemur fyrir, að moldin verð- ur beinlínis of þétt og hörð fyrir grasræturnar að komast í gegnum en þegar svo er kom ið, geta í miklum rigningum myndast pollar á jarðvegsyfir borðinu. Og þá verður moldin eða jarðvegurinn enn þá þétt- ari, því að vatnið skolar minnstu jarðvegsögnunum nið ur á við, og fylla þær þannig smám saman allar smáholur jarðvegsins, er áður innihéldu loft og vatn og sem plönturn- ar gátu auðveldlega leitað um. Áhrifin eða öllu heldur af-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.