Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. febr. 1962 Samanburður á stjórn komm- únista og lýðræðissi nna í Iðju Kjósum B-listann $ í dag lýkur stjórnar- kosningu í IÐJU. Lýðræðis- sinnar hafa haft stjórn félags ins með höndum síðan 1957, en þá var félagið komið í öldudal undir stjórn Björns Bjarnasonar og kommúnista- félaga hans. 9 Launasamningar fé- lagsins voru þá verri en nokkurs verkalýðsfélags í landinu, enda hugsaði stjórn- in einungis um pólitískan á- bata kommúnista af verkum sínum, meðan hagsmunamál- in sátu ’á hakanum. • Tðnverkafólki var att út í verkföll, sem urðu beinlínis til þess að rýra kjör þess. 9 Endalok kommúnistastjórn- arinnar voru með slíkum ósköp- um, að einsdæmi eru í sögu ís- lenzkrar verkalýðshreýfingar, Þá sannaðist: 1. Að Björn Bjamason og aðrir kommúnistar, þ. á. m. gjald- kerinn, höfðu lánað sjálfum sér meirihlutann af félags- sjóði Iðju. 2. Að kommúnistar tóku þúsund- ir króna af fé Iðju og lögðu í húsakaup kommúnistaflokks ins í Tjarnargötu 20 (þar setn kosningaskrifstofa A-listans er nú). Þetta fé tapaðist alger- lega. 3. Að stjórn Björns Bjarnason- ar stóð í skuldabréfabraski með fé Iðju. 4. Að kommúnistar eyðilögðu nær allt skjalasafn Iðju. 5. Að Iðja hafði verið látin spila í happdrætti Þjóðviljans með félagssjóði sínum. ®. Að Björn Bjarnason stakk af með spjaldskrá Iðju. 7. Að margs konar önnur óreiða og óstjórn hafði átt sér stað undir stjórn Björns Bjarna- sonar. • Björn lézt saklaus, þótt sann anir lægju á borði, og höfðaði meiðyrðamál. Tapaði hann því, og er það í eina skiptið í íslenzkri réttarsögu, sem málshefjandi slíks máls tapar því. # Síðan lýðræðissinnar tóíku við stjórninni 1957 hafa marg- víslegar kjarabætur og umibætiur verið gierðar í Iðju. #6% grunnkaupshækkun fékkst 1957, meðan önnur venkalýðsfé- lög höfðust ekki að og féngu ekkert. 6% grunnkaupishækkun fékkst aftur 1958, og 1961 fékkst 16.2% grunnkaupshækikun á al- mennt kvennakaup. 9 Orlof féfekst greitt á etftir- vinnu 1957, sem var nýmæái í samningum verkalýðstfélaga. 9 Samið var um stofnun litfeyr- issjóðs 1958, og sbuldbundu ait- vinnurekendur sig til að greiða 6% ofan á kaup allra Iðjuiféla-ga í sjóðinn. Birni Bjarnasyni tókst að spilla fyrir sjóðnum af póli- tískri afbrýðisemi og öfundsýki Hefur það kostað sjóðinn hvorki mieira né minna en 12 milljónir króna á þremur árum! 9 1958 var samið um nýjan taxta fyrir konur, sem unnið hafa 4 ár eða lengur á sama vinnustað. 9 Margir launaflokkar hafa verið lagðir niður og fólkið, sem í þeim var, hækkað upp, svo að margir hafa þannig fengið mikla kauphækkun 9 1961 var samið um tvo nýja kauptaxta svo að kauphækkun eftir 24 mánaða starf verður 19,4% og eftir 36 mánaða starf 22,6%. 9 Samið var um stofnun sjúkra sjóðs árið 1961 sem iðnrekendur greiða í. Hefur ekkert verkalýðs- félag á íslandi náð hagstæðari samningum um sjúkrasjóð. 9 Samið var á árinu 1961 um lengra orlof fyrir þá, sem unnið hafa 10 ár eða lengur. 9 Þá hefur verið samið um fjöldann allan af leiðréttingum Og lagfæringum. 9 Stjórn lýðræðissinna hefur lagt áherzlu á alls konar fyrir- greiðslu fyrir Iðjufólk. Sem dæmi má nefna, að stjórnin inn- heimtir nú allt að 100 þúsund krónur á ári af vangreiddum launum, en kommúnistar gerðu aldrei neitt í því. Réttarþjónusta hefur verið tekin upp. Iðjufólk mun í dag hrinda áhlaupi kommúnista á stétt- arfélag þeirra. Árásin er ó- dulbúin, því að sjálfur línu- kommúnistinn, Björn Bjarna- son, sem hefur slíka fortíð í félaginu, er nú í formanns- framboði og skrifstofa A-list- ans er í flokkshúsi kommún- ista. — Iðjufólk! Kjósum í dag gegn kommúnistum, gegn pólitískum verkföllum, með lýðræðissinnum, með bætt- um kjörum! Jón Leifs Frakkland og Debussy Ræða Jóns Leifs tónskálds flutt á fundi i Alliance Francaise Bandarísk leiksýning í Þjóðleikhúsinu Á FIMMTUDAGSKV ÖLDIÐ sýndi leikfiokkur frá Southern Illinois University, sem nefnir sig „The Southern Players“, hinn kunna bandaríska gamanleik „Born Yesterday" (Fædd í gær) á sviði Þjóðleikhússins. Leikrit- ið er eftir Garson Kanin og var sýnt í íslenzkri þýðingu fyrir nökkrum árum í Þjóðleikhúsinu. í baindaríska leikflokknum eru aðeins stúdentar frá áðurnefnd- um háskóla, og hafa þeir allir leiklistina í hjáverkum, en munu ekki ætla. að leggja hana fyrir sig. Flokkurinn kom til lands- ins I því skym að halda sýningar fyrir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli, en Íslenzk-ameríska fé- lagið gekkst fyrir því að hann sýndi einu sinni í Reykjavík, og var sýningin á fimmtudaginn á vegum félagsins. Húsið var þétt- skipað áhorfendum og komust færri að en vildu. Sýningunni var mjög vel tek- ið og leikendur klappaðir fram Ihvað eftir annað ásamt leik- stjóranum, Archibald McLeod. Flokkurinn hafði sín eigin leik- tjöld meðferðis í tveim ferða- töskum, og höfðu þau tilætluð áhrif, þó lítið færi fyrir þeim. Leikendurnir voru ellefu talsins. Aðalhlutvcrkið, Billie Dawn, var leikið af Susan Pennington, en Alan Rothman lék brotajárns- og skransalann Harry Brock. f TILEFNI af 50 ára aftnæli AU- ianoe Francaise, sem haldið er hátíðlegt í dag, birtist hér út- dráttur úr ræðu, sem Jón Leifs hélt nýlega á skemmtifundi fé- lagsins. ★ Það er hér í kvöld í fyrsta Skipti á minni æfi, sem ég held ræðu á frönsku. Eg bið afsök- unar. Nærri helming míns lífs var ég búsettur í Mið-Evrópu, þekki líka Norðurlönd Og Stóra Bret- land, en einmitt Frakkland varð mín seinasta uppgötvun, og svo fór að ég hlaut að finna til meiri aðdáunar gagnvart þessu landi en gagnvart þeim löndum, sem ég hafði áður kynnst. Þegar maður er kominn yfir fimmtugt er það mikil ákvörðun að læra nýtt mál. Þegar ég fyrir meira en tiu árum sat fyrsta höfundaréttarfundinn í París, kunni ég ekki eitt einasta orð í frönsku. Svo tók ég um þrjátíu tíma, fór síðan að lesa franskar skáldsögur, sjá leiksýningar í París og franskar kvikmyndir, sótti marga fundi þar sem töluð var franska. Árangurinn varð sá, að fyrir mér opnaðist eins og nýr heimur, — endaþótt ég hefði ekki næði né tíma til að stunda frönskunámið á skipulagsbund- inn hátt. Eins og Þýzkaland varð mér land vinnunnar og djúptækrar menningar, þá varð nú Frakk- land fyrir mig land hjartans og andans, — hugneistanna („in- spirations“), en það var einmitt Frakkland, sem oft kveikti í sög- unni fyrstu neista, sem síðan breiddust út sem logandi leið- arvísar um allan heim. Án Frakk- lands Og baráttu Frakka fyrir hugsjónum frelsisins mundi líka ísland varla hafa orðið sjálfstætt ríki. í Norður-Frakklandi finn- um vér auk þess enn anda for- feðra vorra, sem þar settust að. Vér finnum einnig anda þeirra í byggingalist og myndlist og jafn vel daglegu lífi í Normandie. í bókmenntum Og heimspeki hefir franska þjóðin lengi verið leiðandi. í tónlist hins vegar fundu Frakkar seint sín sér- stöku einkenni. Tónrænar til- raunir í víkingastíl fyrstu mið- alda urðu að víkja fyrir ítölskum skóla og hefðbundnum Evrópu- stíl tónlistarinnar. Mér virðist að Hector Berlioz hafi fyrstur gert einhverja til- raun til að birta frönsk einkenni í tónlist, — en þau brjótast þó fyrst greinilega út í verkum tón- skáldsins Claude Debussy, sem á nú 100 ára afmæli 1962 Hann bentí á nýjar leiðir Og varð afl- gjafi nærri allra tónskálda eftir hans daga. Hann uppgötvaði greinilegar en tónskáld fyrri tíma „hið leyndardómsfulla samband milli náttúrunnar og ímyndunar- aflsins." Hann varð brautryðj- andi hinnar nýju tónlistar. Mér er mikill heiður að viðurkenna, að einnig ég á honum ýmislegt að þakka. Hlustið á tónlist hans. Fellum hina ráðlausu og dáö- lausu stjórn í Trésmiðafélagínu UNDANFARIN tvö ár hefir Tré- anförnu, en ekki minnzt einu smiðafélag Reykjavíkur átt því I orði á þau mál er varða hag og óláni að fagna að vera undir I afkomu trésmiða. stjórn kommúnista. Nú eftir tveggja ára lélega stjórn félags- ins er svo komið, að ekki má minna vera en að Þjóðviljinn taki upp sitt stærsta fyrirsagna- letur yfir þverar síður til þess að reyna að klóra í bakkann fyrir þessa menn og biðla til félags- manna um stuðning, við stjórnar- kjör nú. Hræðslan við dóm félagsmanna á stjórn T. R. undanfarin ár er svo mikil orðin, að Þjóðviljinn birtir með stóru letri blekkinga- vaðal Benedikts Davíðssonar um málefni félagsins, þar sem aðal- lega er rætt um skemmtanir þær sem haldnar hafa verið að und- Á fundinum s.l. þriðjudag var eftirtektarvert að verða áheyr- andi og áhorfandi að því hvern- ig . Jón Snorri, og hans menn, forðuðust að tala um kaup og kjarasamning þann sem gérður var s. 1. sumar, en eins og við all ir félagsmenn vitum, þá er það sá mesti hörmungar samningur, Sem við nokkurn tíma höfum fengið. Enda lýstu þeir stjórn- armenn því yfir og lögðu áherzlu á hversu lélegir þeir væru. Og hver var ástæðan? Jú, formaður inn, Jón Snorri, kenndi öllum félagsmönnum um ófarirnar. — Þeir höfðu ekki staðið nógu vel að baki stjórnar og samningar- Gt/ð- mundur fær lof Árhus, 24. febrúar. Einkaskeyti til Mbl. GUÐMUNDUR Guðjónsson stóð sig með mikilli prýði í hlutverki Alfredo í I.a Tra- viata, sem frumsýnd var í Józku óperunni í gærkvöldi. Allir frumsýningargestir voru sammála um það, að þarna væri enn einn íslenzkur söng- vari, sem mikils væri að vænta uf Guðmundur kom mjög vel fyrir á sviðinu og sýningargestir hrifust af hin- um þýða og vel skiljanlega dönskuframburði hans. Politiken sagði, að þarna væri á ferðinni tenor með mjög miklar sönggáfur, sem lofaði miklu í framtíðinná. Árhuus Stiftstidende sagði: Guðmundur Guðjónsson kom mjög á óvart. Góður söngvari o>g líka góður leikari sem mjög mikið býr í. — Andresen Stal bita úr sviðakjamma f FYRRINÓTT" hefur einhver næturhrafn orðið óskaplega svangur. Tók hann það til bragðs að brjótast inn í rruabvörugeymslu í Glaumbæ Þar var gott til fanga náði hann sér í sviðakjamma og beit í. En þá hefur lystin ver« íð farin, því hann yfirgaf stað- inn við svo búið. Spilakvöld o" bingó á Akranesi Sjálfstæðisfélag Akraness held ur spilakvöld á Hótal Alkranes í kvöld kl. 8.30. Á eftir verður dansað til kL 1. Aðgangur er ókeypis. KI. 3 í dag heldur SjáMstæðis- félagið á Akranesi ekinig bingó nefndar. Á þetta minnist Ben. Davíðs- son ekki einu orði í „Þjóðvilj- anum“ í gær. Hann minnist held ur ekki einu orði á að á fund- inum var rætt um mörg stórmál sem verið hafa á döfinni undan- farin ár, en sem núverandi stjórn hefir hreinlega svæft eða gefist. upp við að framkvæma. Til fróðleiks fyrir þá sem ekki voru á fundinum er rétt að geta þess, að fundarstörfum var þann ig hagað, að í stað þass að gefa orðið frjálst, þá tilkynnti fund- •arstjóri að næstir á mælenda- skrá væru 4 kommúnistar, og komu þeir síðan allir í pontuna í röð undir forustu Gunnars Oss- urarsonar, sem hafði það eitt fram að færa að lesa upp nöfn Ásgnmssofn í DAG lýkur sýningu þeirri ! Ásgrímssafni, sem staðið hefur undanfarnar vikur. Verður safnið lokað í hálfan mánuð, en ný sýning opnuð 11. marz og þá sýndar vatnslitamyndir. SafniS er opið í dag kl. 13.30—16, þeirra A-lista manna, en endaði sína ræðu á því að segja: „Burt með alla stjórnarandstæðinga'*. Undir þessu þokkalega kjörorðl má segja að félaginu hafi verið stjórnað s.l. 2 ár, því nú er svo komið málum, að þrátt fyrir það að árlega útskrifast fjöldi nýsveina, (45 s.l. ár), þá fer mönnum nú fækkandi í félaginu. Vegna útstrikana og brott. rekstra. Benedikt Davíðsson á ekkl nógu stór orð til þess að lofa og vegsama það sem núverandi stjórn hefir gert og er þá fyrst að nefna taxtann. Að honum hefir verið unnið í mörg ár ein* og við allir vitum. Og þó að nú só búið að ná samkomulagi um það sem búið er að fullvinna í taxt. anum, þá er rétt að hafa í huga það sem form. félagsins sagði á fundinum s.l. þriðjud., að taxtina yrði seint eða aldrei fullunn inn, vegna breyttra vinnuaðferða o. s. frv. og hann notaði líka tækifærið til þess að þakka öll um þeim sem að þessum máluna hafa starfað fyrir félagið. Þap er um að ræða menn með ólíkap Framhald á bis. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.