Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. febr. 1962 DKW Junior de Luxe. Ljóm. Mbl. Ol. K. M. efni, létta afbragðsflík. Þessi léttu skjólföt úr vind- heldu efni eru til okkar kom- in frá norskum skíðamönnum og síðar tókum við úlpumar með áföstu hettunum upp eftir amerísku hermönnunum. Nú er sagt, að Vilhjálmur Stefánsson hafi vepið ráðu- nautur hersins um klæðnað á norðurslóðum. Hettuúlpan er örðin þjóðbúningur hér á landi, enda er hún góð flík og notuð í tíma og ótíma. Það er hálfhlálegt að sjá menn I þeim i sumarveðri, eins og það var og er að sjá menn í hnéháum gúmmístígvélum við heyþurk á harðvelli í brak andi sumarhita. Þetta minnir mig líka á pokabrækurnar, sem einu sinni voru í tízku, og stúlkurnar, sem stigu út úr langferðabílum fyrir utai» gluggana mína, iklæddar poka buxum úr þykku Gefjunar- vaðmáli og á hælaháum skóm. Nú eru komin á markaðinn allskonar fataefni, sem hrinda frá sér vatni og halda réttum brotum, hverju sem viðrar. Mergurinn málsins er þetta: Yzt fata á að hafa vindheldar og vatnsheldar skjólflíkur, innan undir föt úr prjónlesi eða önnur slík, sem halda vel í sér lofti, því að loftið er bezta einangrun gegn kulda. Búa þarf um samskeyti á hálsi og kviði, svö að ekki næði, og vera vel búinn að vettlingum og sokkum. Þá á enginn að þurfa að krókna- • Kuldinn herðir og stælir Þetta er þó afstætt, eins og flest annað. Ef börnin eru frá byrjun vanjn því að vera dúðuð um of, verða þau að kveifum, sem ekki þola kulda, eins og krákan, þessi vetrar- fugl, sem höfð var í búri f hlýju núsi um veturinn og króknaði á löppunum, þegar hún slapp út úr því snemma vors. Það er hægt að herða líkamann gegn kulda og nú er jafnvel farið að nota köld böft við liðag’gt. Sumir hafa farið í sjó allan veturinn og orðið gott af. Kuldinn herðir og stæl ir líkamann. örvar starf húð- arinnar og ýmissa innrennslia kirtla, svo sem nýrnahettanna. Áður íyrr var algengt að hafa ekki nema 10—15 hita í hús- um inni og svo tíðkast enn á Englandi. í minni æsku var talað um kveifarskap þeirra kaupstaðarbúa, sem sætu i 18—20 hita. Nú finnst mörg- um það ekki nóg á þessum hitaveitutimum. En líkami manns er útbúinn frá náttúr- unnar hendi með sína eigin hitaveitu, sem þarf að hafa í lagi, svo að hrúðurkarlar stífli ekki allar æðar og kran- arnir séu óvirkir, þegar á reynir. Ekki hæfir lingerð þjóð landi hörðu. P. V. G. Kolka. Litla undrið Nýr bíll frá Daimler Benz S.L. fimmtudag auglýsti Ræsir h.f. í Morgunblaðinu nýja bif- reiðategund, sem er lítt þekkt hér á landi. Er þetta bifreiðin DKW Junior frá Auto tlnion verksmiðjun.um í Vestur Þýzka- landi. Þótt bifreið þessi sé svo til óþekkt hér á hún sér langa sögu erlendis, og nægir að benda á það að nafnið er skammstöfun á Ðampf Kraft Wagen, eða gufu- orku bifreið En í augum Þjóð- verja er þetta ekki lengur rétta þýðingin á skammstöfuninni. Þeir segja nú að DKW þýði „Das Kleine Wunder“ eða litla undrið. Autö Uninon verksmiðjurnar voru fyrir síðustu heimsstyrjöld samsteypa nokkurra smærri bif- reiðaframleíðenda og smíðuðu m. a. DKW, Alder og Horch bif- reiðir. Þær síðastnefndu voru velþekktar á kappakstursbraut- um þeirra tíma Og skæðir keppi- nautar Mercades-Benz. DKW var þá almenningsbifreiðin þýzka áður en Volkswagen kom til sög- unnar, og seldist vel um alla Evrópu. Eftir stríð og eftir skipt- ingu Þýzkalands voru nokkrar verksmiðjanna í Austur Þýzka- landi og aðrar fyrir vestan. Verk smiðjurnar í Vestur Þýzkalandi hafa frá stríðslokum aðallega smíðað DKW og Auto Union 1000, en verksmiðjurnar fyrir austan Horch vörubifreiðir og Wartburg. Framleiðendur Mercedes-Benz, Daimler Benz verksmiðjurnar í Vestur Þýzkalandi, fengu fyrir nokkrum árum áhuga á smíði smærri bifreiða og keyptu þá 40% af hlutr'bréfum Auto Union. Og 1959 urðu Daimler Benz einka eigendur verksmiðjanna. Fyrsta afleiðingin af kaupunum er nú komin í ijós, þ. e. DKW Junior, sem er til sýnis hér hjá Ræsi h.f. við Skúlagötu. TVÍGENGISVÉL „Litla undrið" eða DKW Juniór er að ýmsu leyti frábrugðin öðr- tun bifreiðum. sérstaklega hreyf- illinn, sem er þriggja strokka tvígengisvél og brennir olíu- blönduðu benzíni. Fréttamaður Mbl. átti þess kost að reyna þessa bifreið s.l. föstudag og sannprófa kosti hennar og galla. Það sem fyrst vekur athygli áhorfendans er stílhreint og fagurt útlit og að hátt virðist vera undir bifreiðina og hún því hentug fyrir íslenzka vegi. Bifreiðin er tveggja dyra og mjög greiður aðgangur að öku mannssæti. Sætin eru afar þægi- leg, stýrið vel staðsett og auðvelt að lesa á mælaborðið. ÓVART 1 FYRSTA „Litla uncirið“ er framhjóls- drifið og viðbragðsfljótt. Það er svo með flesta ökumenn að þeir þurfa að venjast bifreiðum og eins var með fréttamann Mbl. í þetta skipti. Ekið var af stað í fyrsta gír, skipt í annan og síð- an óvart aftur í fyrsta. En þetta kom ekki a3 sök því gírkassi er „al-synkróniseraður“. Eftir þetta gekk ferðin betur. Ekið var um götur bæjarins og um óheflaður malargötur. Vegna laganna um há markshraða skal ekki um það sagt á prenti hve hratt var ekið, en fréttamaðurinn sannfærðist um það að bifreiðin fer afar vel á vegi og vegleysum. Hún iiggur vel í beygjum þótt krappar séu og fjörðunin er prýðileg. Prófun- in var ÖU hin ánægjulegasta og einu gallarnir, ef galla skyldi kalla, voru tvö atriði, sem koma upp í vana. Annað er staðsetn- ing gangskiptistangarinnar undir stýri. Stöngin er ekki lárétt held- ur vísar hún aðeins upp í ,hlut- lausu“. Hitt er stefnuljósin, sem ekki slökkna sjálfkrafa eftir að beygja hefur verið tekin. Framhald á bls. 23. • „Vegna veðurs“ Nýlega fékk ég bréf frá hlýju landi, Suður-Karolínu í Bandaríkjunum. íslenzk kona sem þar er skrifaði mér að yfir hinn milda og stutta vet- ur, sæist varla krakki á göt- unni, mæðurnar héldu þeim inni „vegna veðurs“, en bæru ekki við að klæða þau í skjól- góðar flíkur, svo þau gætu verið úti. Jafnvel kennararnir ættu það til að hleypa ekki minni itrökkunum út í frímín- útur, ef ekki væri hlýtt. En hvernig er nú þetta hjá okk- ur? Vitum við hvernig við eigum að mæta vetri? Páll Kolka, fyrrv. héraðslæknir, hefur fallizt á að svara þess- ari spurningu fyrir mig í dag. Hann segir: • Hvernig á að mæta vetri? Kæri Velvakandi: Þú spyrð mig að því, hvernig maður eigi að mæta vetri. Ég þykist vita, að þú eigir ekki við þau gamal- kunnu búhyggindi að nota sem bezt bjargræðistímann að sumrinu, svo að maður drepi ekki skjáturnar sínar úr hor í vetrarharðindum, eða að maður eigi að safna sér ein- hverjum sumarforða af fjár- munum, reynslu og mannviti, til þess að gripa til, þegar syrtir að í lífinu, starfsorkan fer að bila, ellin að hrímga hárin á kollinum á manni eða breyta honum í nokkurskon- ar Öræfajökul. Allt þetta get‘ ur verið og hefur reyndar ver ið heldur torræð lexía okkur frændum, niðjum Hrafna- Flóka. Þú munt blátt áfram eiga við það, hvernig maður eigi að komast hjá því að krókna úr kulda, og skal reynt að svara því í stuttu máli. ©PI8 COPENMSfN viðri heima að búa Fáir kunna sig í góðviðri heima að búa, segir máltækið, og margur hefur orðið úti á þessu landi, uppi um heiðar, á milli bæja eða jafnvel milli fjárhúsa og bæjar, af því að hann hefur gleymt þessu, því að hér er jafnan allra veðra von. Stundum hefur örbrigð- in hamlað og fátæklingurinn króknað, sem ekki átti klæð- in góð. Annars er það undar- legt, hvergu íslendingar hafa illa kunnað að verjast kulda, miðað við eskimóa og aðrar heimskautaþjóðir, einkum vegna þess, að við höfum ekki kunnað að hagnýta skinnin til að verjast næðingi og bleytu. Hér er þó ein undantekning, sjóklæðm gömlu, sem notuð voru fram á byrjun þessarar aldar, sjóhatturinn, stakkur- inn, brókin og sjóskórnir, sem margir gamlir menn muna og hafa jafnvel notað. Getur nokkur fornvís maður frætt mig á því, hvort þau hafa ver- ið fundin upp af íslending- um eða notkun þeirra verið aðflutt frá Noregi, þar sem minna var um búpening og færra um skinn nema hjá þeim, sem höfðu ráð á að færa sér í nyt finnskattinn? Sveitamenn gengu víst sum ir í eltiskinnsbrókum, sem hafa verið ágæt flík yzt klæða, en annars var varla nema tun skinnsokka að ræða, bundna með þvengjum fast að legg neðan hnés. Þannig þótti sjálfsagt að búa út ganga- manninn heima, en af Kolku- mýrum voru vikugöngur á Auðkúluheiði. í mínu ung- dæmi voru líka farin að tíð- kast oliuborin hlífðarföt, sem gangnamenn höfðu með sér og sömuleiðis við, seon fórum haust og vor milli Norður- lands og Suðurlands, ríðandi til og frá skóla, og veitti stund um ekki af á Holtavörðuheiði. Á einn hátt kunnu forfeður okkar að hagnýta skinnin öðrum fremur. Þeir skrifuðu á þau sögur og hetjukvæði. Lof sé þeim fyrir það. Á læknisferðum mínum að vetri til reyndi ég framan af að fylgja þeim gamla sið að klæða af mér kuldann með ullarfötum. Bezta flíikin af bessu tagi var samt Mývatns- hettan, sem móðir mín prjón- aði mér. Hún var blind síð- ustu 30 ár ævi sinnar, blessuð gamla konan, en prjónaði allskonar fínt prjón Og út- prjón. Hettan hennar var eins og flóki, náði út á axlir og nið- ur á bak og brjóst, en aðeins op fyrir bláandlitið. Þetta er afbragðs flík í miklum frost- um, en annars of heit. Ég hafði hana alltaf með mér í hnakktöskunni í löngum ferð- um, þótt lagt væri af stað í sæmilegu veðri. Annars voru þessar ullar- dúður óþægilegar. Maður var stirður ti! gangs og komst varla hjálparlaust á hestbak. Ég félck mér því milliföt úr dúnheldu lérefti, fysléttu, stakik, sem var dregin saman um háls og úlnliði, og brækur án klaufar, því að alltaf vildi næða mn um ullarfötin ella, þegar riðið var á móti veðri. Dúnhelda léreftið sparaði ull- ardúðui og því gat maður ver- ið miklu íéttklæddari, en auð- vitað þarf vindhelda flíkin að vera yzt íata, ef hún á að gera sitt fulla gagn. Ég fékk mér því punnan reiðjakka úr einhverskonar gljábornu silki- • Fáir kunna sig í góð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.