Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 3
Sunnudagur 25. febr. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 3 HIN fagra dóttir hins feita Hermanns Görings, Edda, sem er 23 ára gömul, vill fá skírn- argjöf sína frá Köln aftur. Er þar um að ræða geysi- verðmætt málverk „Madonna með barnið“ eftir stórmeist- arann Luras Cranach eldra (1472—1553). Árið 1938 var það metið á nærri 600 þúsund í loftvarnabyrgi Görings við Königsee fundust óteljandi listaverk víðsvegar úr Evrópu, þar á meðal skírnargjöf dóttur hans, sem var madonnumynd eftir Cranach. Dóttir Görings krefst skírnargjafar sinnar Edda Görinig — Fær hún skírnargjöf sína aftur? krónur. Málverkið var eitt þeirra óteljandi skírnargjafa, sem „ríkismarskálkurinn" (hann tók inn eitur í Núrnberg 1946) hvatti til að dótur sinni yrðu gefnar. Sagt er nú í Köln, að málverkið hafi verið gefið á fölskum försendum. Það er nú geymt í listasafni. Edda býr í Munehen ásamt móður sinni, Emmy Sonne- mann fyrrverandi óperusöng- konu, sem giftist Göring með mikilli viðhöfn árið 1935; hann var þá prússneskur forsætis- ráðherra. Edda er nýbyrjuð á laganáini. Málaferlin hafa staðið síð- an 1949 og á næstunni verður kveðinn upp dómur í því af yfirdómstó! Vestur-Þýzka- lands. En þó Köln vinni mál- ið gegn Eddu Göring, heldur baráttan um málverkið áfram, því Bayern krefst einnig eign- aréttar yfir madonnu-mynd Cranachs. Þegar Köln gaf Eddu málverkið fyrir orð „rík ismarskálksins", var það geymt í Múnchen, og Bayerns búar telja það hafa verið í eigu Sinni þá, Og Köln því gef- ið dóttir Görings skírnargjöf sem þeir áttu ekki hætishót í.‘ ☆ %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% Hvítt: E. Geller. Svart W. Uhlmann. Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 d6 5. Rf3 O—O 6. O—O Rc6 V. Rc3 e5 8. d5 Re7 9. e4 Re8 10. b4 f5 11. Rg5 h6 12. Re6 Bxe6 13. dxe6 c6 Geller hefur valið afar skarpa og skemmtilega leið, sem er þó að mörgu leyti rökrétt, því svartur hefur þegar veikt peða- stöðu sína á kóngsvæng. Hvítur gefur peð inn stundarsakir til þess að opna miðborðið. Með því móti á hann greiðari að- gang að veikleikunum í svörtu stöðunni. 14. c5! Stefnir að aukinni opnun S stöðunni. Ef 14. — dxc5 þá gæti komið t.d. 15. bxc5 Dxdl (15. — Da5. 16. Db3). 16. Hxdl, Hf6. 17. Bfl, Kf8. 18. Bc4, Hc8. 19. Hd7, Hc7. 20. Ba3 og hvítur hefur yfirhöndina. Einnig eftir 18. — b5. 19. cxb6 f.h. 19. — axb6. 20. Hd6 hefur hvítur fal- lega stöðu. 14. — Hf« r 15. Ba3 Hxe6 16. Db3 Dc8 17. b5 Kh7 18. Hacl fxe4 19. cxd6 Ekki 19. Rxe4?, d5! 19. — Rxd6 20. Bxd6(!) Með þessu móti virðist hvítur viðhalda þrýstingnum á c-lín- unni, auk þess sem Rc3 verður mjög virkur. 20. — Hxd6 21. Rxe4 Hd4 ABCDEFGH ABCDEFGH Staðan eftir 21. — Hd4 Svartur hefur peðið fram yfir, en mjög erfitt er fyrir hann að aðhafast nokkuð, sem gerir hon- um kleift að færa sér liðsyfir- burði sína í nyt. 22. Rc5 a5 Uhlmann er furðulega hjálpar- vana. Rétt til athugunar er flóttatilraunin 22. — Dg8. Nú er ekki augljóst hvað er bezta leiðin fyrir hvítan. 1) 23. Rxb7, Dxb3. 24. axb3, cxb5. 25. Hc7, He8. 26. Rc5, a5 og sigurvonir hvíts virðast afar takmarkaðar. 2) 23. bxc6!, bxc6 (23. — Dxb3. 24. Rxb3!) 24. Db7, He8. 25. Rb3) 1) 25. - - Ha4. 26. Hc2 ásamt Hdl með varanlegtim stöðuyfirburðum. 2) 25. — Hd6. 26. Dxa7 sömuleiðis með vinningslíkum. 23. bxa6 f.h. bxa6 24. Hfel Rd5 25. Df3 Hd2 26. He2 Hxe2 27. Dxe2 *a5 28. h4 Kh8 29. Be4 Re7 30. Hdl De8 31. Dc2 Df7 Það er örðugt að finna fram- bærilega vörn fyrir svartan, vegria þess að Bg7 er einungis ,,statisti“ í stöðunni. 32. Hd6 Rf5 33. Hd7 Df6 34. Dc4 Rd6 35. De2 Rxe4 36. Rxe4 De6 37. Hd6 Df5 38. Hxc6 Hb8 Að lokum er Ha8 farinn að tala, en það er einungis hjal! 39. Dc2 g5 40. hxg5 hxg5 41. De2 Hblt 42. Kg2 g4 43. Rd6 Dh5 44. Hc8f Bf8 45. Dxe5f Dxe5 46. Rf7f Kg7 47. Rxe5 Hb2 48. Hb7f! Kg8 49. Rxg4 Bb4 Ef 49. — Hxa2. 50. Rf6f, Kh8. 51. Hh7. 50. a4 Ha2 51. Rf6f Kf8 52. Hc4 Hxa4 53. Rd5 Kf7 54. He4 Kg6 55. Re7t! Kg5 56. Rc6 Gefið Hvítur drepur einfaldlega á a5 í næsta leik. Sr. Jónas Gislason Þarfnast þú Guðs 2. sunnudagur í níuviknaföstu „En mikill mannfjölUi var sam ankominn og þeir fóru út til hans úr hverri borg, sagði hann í dæmi sögu: Sáðmaður fór út að sá sæði sínu. Og er hann var að sá, féll sumt sæðið við götuna og varð fótum troðið, og fuglar himins átu það upp. Og annað féll á klöpp, og er það óx upp, skrælnaði það, af því að það hafði ekki vökva. Og annað féll meðal þyrna, og þyrn ar uxu upp með og kæfðu það. Og annað féll í góða jörð, og það óx upp og bar hundraðfaldan ávöxt. Um leið og hann sagði þetta, kall aði hann hátt: Hver, sem eyru hef ur að heyra, hann heyrir". Lúk. 8, 4 — 8. I. Einu sinni var lítil stúlika með móður sinni í sporvagni í erlendri stórborg. Þær óku frarn hjá verzlun, þar sem hcpur fólks stóð í biðröð fyrir utan. Þá hnippti stúlikan í móður sína og sagði: „Mammia, svona stendiur fólk víst í biðröð til þess að komast inn í himin Guðs, er það ekki?“ Það er langt síðan ég fyrst Jas þessa örstu'ttu sögu, en hún hef ur o<ft rifjazt upp fyrir mér síð- an. Er það ekiki undarlegt, að við skulum ekki öll standa í biðröð til að reyna að komast inn í him in Guðis? Biblían veitir okkur þekkingu á Guði. Allt starf kristinnar kirkju á að miða að því að skapa og viðhalda í hjörtum mann- anna. Okkur er sagt fró þeim kærleika, sem Guð hiefur auðsýnt okkur í Jesú Kristi. Okkur er sagt frá því, að Guð hefur sjólf ur frelsað Okkur undan valdi hins illa. Og 911 náð Guðs stendur okk ur til boða án endurgjaldis af okk ar hálfu. Hið eina skilyrði er það, að náð Guðs veitist aðeins fyrir trúna á J'esúm Krist. Það mætti því ætla, að enginn annar boðskapur, sem fluttur hef ur verið á þessari jörð, megnaði að vekja jafnmikinn fögnuð í mannlegum hjörtum.. En er það svo? II. Á hérvís.tardögum Jesú kom oft mi'kill mannfjöldi til að hlusta á hann og fylgjast með honum á ferðum hans. Þannig er einnig sagt frá í guðspjalli dags ins. Menn komu til háns úr hverri ’borg. Við skyldum því ætlla, að Jesús hafi ætíð verið glaður og talið, að allt væri í ágætu lagi. Hann hafi átt öruggt fylgi fjöldans. En við vitum, að svo var ekki. Þrátt fyrir hinn mikla mann- fjölda, voru þeir aft svo sorg- lega fáir, sem opnuðu hjarta sitt Skátaskemmtun á Akranesi Akranesi, 23. febr. — Skátaiskemmtun, kölluð foreldra kvöid, var haldin hér í Bíóhöll- inni í gærkvöldi. Sbemimtunin hófst mieð ávarpi Páls Gíslasön ar læknis. Þá var sýnd skáta- vígsla, leikþáttur, sem hét Bófa leikurinn, leikendur Kjartan T. Sigurðsson Og Svavar Sigurðs- son. Þá var fræðslusýning í þrem ur atriðum,/til undirbúnings fyr ir landsmót skáta á Þingvöllum í sumar. Þá var sýndur dans og sungið Alíkúna. Síðan var sýnd ur Rakarinn, leikþáttur, sögð og sýnd saga Skátahreyfingarinn ar ó Akranesi. Lohs voru sýndar myndir af ská.tafuMtrúum 30 landa, klæddir þjóðbúningum. orðs ? fyrir þeim boðskap, sem hann flutti. Og þeir voru ekki margin sem fylgdu honum, er hann a4 lokum var handtekinn og dæmd ur til dauða. Þá flýðu jafnvel nánustu vinir hans burt frá hon um. Þeir misstu kjarkinn. Þeir héldu, að allt væri úti. Og guðspjallið sýnir okkur, að Jesús var ætíð raunsær í m-ati sínu á mönnunum. Hann vissi það fyrir, að svona mundi fara Hann þekkti leyndustu hugsanir og tilfinningar mannssálarinnar. Þess vegna segir hann mann- fjöldanum þessa dæmisögu. Svo misjafnlega bregðast menn við boðskap hans. Það er svo margt annað, sem fyllir hugann og rým ir burt hugsuninni um Guð. Það er svo margt annað, sem okkur finnst snerta okur meira og kæf ir orð Guðs. Þessi var reynsla Jesús sjálfs af mönnunum. Enn í dag er okkur mönnun-um farið á sama veg. Þeir eru marg ir nútímamennirnir, sem hugsa lítið um Guðis orð og þann boð skap, sem það flytur. Það virðist meira að segja svo, að þeir séu aðei-ns lítill minnihluti, sem taka boðskap Jesú Krists alvarlega og vilja helga honum Mf sitt. Eða hvað er langt síðan þú síðast bomst í Guðs hús til að hlusta á Guðis orð? Eða síðan þú tókst fram Biblíuna þína ög last í henni? in. Hv-ers vegna erum við svo sinnulausir gagnvart orði Guðs? Eg held, að ástæðan sé fyrst og fremst sú, að okkur mönnun-um er ekki eiginlegt að snúa otokur til G-uðs og trúa á hann. Boðskapur Jesú Krists um náð Guðs, sem stendur okfeur til boða fyrir trúna á han-n, felur nefnilega í sér dóm yfir okkur mönnunum. Hann sagðist vera bominn til að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir okkur. Hann var komi-nn til að leita að hinu týnda og frel-sa það. Hann var bomnn til að leysa af okkur fjötra syndar og dauða. Hverjir þarfnast slíks boð- skapar? Ekki þeir, sem telja sig frjálsa í eigin mætti og telja sig geta séð sér að fu-llu farboða án ut- anaðkomandi aðstoðar. Ekfki þeir, sem eru svo góðir og fúllkomnir að eigin dómi, að þeir telja sig fullboðlega Guði eins og þeir eru. Þa-nnig voru farísearnir. Þeir fundu ekki þörf sína á náð Guðis. Þeir töl-du sig sjá-lfa' hafa unnið fyrir sáluhjálp sinni. Þeir eiga m-arga skoðanabræð ur m-eðal ofckar í dag, einnig með þei-m þjóðum, sem bera kristið nafn. Slíkir menn trúa í ra-um og veru á sjá-lf-a sig, eigin getu og fullkomleika. Þeir líkjast landnámsmönnunum fornu, sem trúðu á m-átt sinn og m-egin. Okkur mönn-unum finnst auð- mýking og niðurlæging fólgin í því að játa eigin vanmátt og getu leysi til guðssamfélags og þiggja náð Guðs óverðskuldað. En þannig er það samt. Og Jes- ús sagði að sá, sem. upphefur s-jálf an sig, mun niðurlægjast, en só sem niðurlægir sig, hans vegna og fagnaðarerindisins, mun upp- hafinn verða. Sá einn, sem finnur sig ófrjáls- an, gerir sér ljósa þörtf sína á frelsara. Sá einn, sem finnur til ófullkomleika síins og sér sig dæmdan í ljósi Guðs orðs, finn- ur þörf sína á fyrirgefning-u Guðs og þiggur hana með íö-gnuði og gleði. Þarfnast þú Guðs orðs? Jónas Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.