Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 13
Sunnudagur 25. febr. 1962 MORCinSBLAÐlÐ 13 Ellefu farast Enn ihafa 11 vaskir drengir týnt Hfinu undan ströndum lands ins, er þeir voru að sækja björg í ibú Ekki þarf að f jölyrða um sam úð allra landsmanna með aðstand endum hinna Játnu né hryggð yfir örlögum þeirra. Þegar við íslendingar missum sjómenn okkar verður okkur eins innan- Ibrjósts og öðrum þjóðum þegar jþær missa syni sína við að verja land sitt. Svo er að sjá sem drukknun þessara manna hafi borið að með svo snöggum hætti, að af annarra hálfu hefði ekkert verið hægt að gera þeim til bjargar. Þess vegna eru engin sár ýfð, þó að sagt sé það, sem flestir hugsuðu þegar þeir heyrðu að slysið hefði orðið aðfaranótt sunnudags en bátsins eigi saknað fyrr en .á miðvikudag, að hér væri einhverju ájiátt. Menn hljóta að spyrja, hvort oftar geti liðið svo langt frá því að slys verður þangað til við er Ibrugðið. Allir aðilar þurfa að gæta þess, að sUkt geti ekki að Við Reykjavíkurtjöm. REYKJAVIKURBREF Laugard. 24. íebr. _ ( höndum borið, m.a. með nógu öruggri útgerðarstjórn í landi. Veðrahamur vísindaafrek Minni manna er oft ótrútt. Það lýsir sér m.a. í því, að saman- burður á veðurfari fyrr og síðar er stundum býsna hæpinn. Naum ast er þó um rangminni að ræða, þegar mönnum kemur saman um, að þeir hafi ekki lifað annað eins misviðri og verið hefur síðustu vikurnar. Sífelldár slysfarir segja og sína sögu. Óveðrin hafa ekki einungis geisað hér. A Norður- sjónum var mesta stórviðri, sem komið hefur þar á þessari öld. og suður á Floridaskaga var veður- lag slíkt, að Bandaríkjamenn urðu aftur og aftur að fresta geimskoti sínu. Fréttirn- ar um hinar sífelldu frest- anir voru farnar að þreyta flesta, svo að margir spurðu. af hveriu mennirnir væru með bess ar sífelldu tilkynningar um fyr- irætlanir, er ekkert yrði úr. En stvrkleikinn litrgur einmítt í ^ví að láta alla fylgjast með, dylja ekki fremur það, sem illa tekst, en hitt, sem fer vel. f því lýsir sér munurinn á frjálsu þjóðfélagi og innilokuðu. Ekki má á milli siá. hverjir eru fremri, Bandaríkjamenn eða Rússar, í þeirri einu grein, sem ftússar hafa sett stolt sitt í og einbeitt kröftum sínum að, að verða hinir fremstu. Geimskotin eru einn angi herbúnaðarkapp- hlaupsins. Því fremur er þess óskandi, að forráðamenn beggja þjóða beri gæfu til að taka upp samvinnu um könnun himin- geimsins. Sumir segja, að menn hafi öðru þarfara að sinna, svo margt sé ógert hér á jörðu niðri, að geimferðir eigi að bíða betri tíma. Ef ætíð hefði einungis ver- Ið hugsað um að leysa úr vanda líðandi stundar, hefðu framíarir orðið harla litlar í heiminum. Með því að kanna óhræddir alla möguleika bafa orðið þær fram- farir, sem gerbreytt hafa lífi mannkynsins til hins betra. Nýstárlegur atvinnuvegur Menn læra einnig af því að misstíga sig. Ef hvergi hefði ver- ið reynt að framkvæma kommún- ismann, væri enn hægt að hampa honuin sem fagurri framtíðar- hilling. Nú hefur reynslan skorið úr og sannað, að hann er ein- ungis ævafornt einræði og harð- stjórn í nýrri mynd. Fátt er svo með öllu illt að ekki fylgi nokkuð gott. Auðvitað hafa ýmsar fram- farir orðið í Sovétríkjunum eins og í öðrum löndum á þessari öld. Þar hafa þær hins vegar kostað fólkið meira og orðið því til sár- ari þvingunar en með frjálsum þjóðum þekkist. Þeir brestir, sem einkanlega átti að forðast, hafa magnazt meira í kommúnísku skipulagi en annars staðar. Frá skoplegu dæmi þessa var fyrir skemmstu sagt i málgangi ungra kommún- ista í Moskvu. Sovétyfirvöldin hafa nýlega afhjúpað stofnun, sem tekið hafði að sér það nýstár lega verkefni að útvega unga menn til að taka inntökupróf í skóla fyrir afkomendur ríkra foreldra ! ðjo prot í fimm skólum Vandi hinna ríku foreldra var sá, hvernig börn þeirra ættu að ná inntökuprófi í mikilsmetna skóla, bæði í Moskvu og Len- ingrad og eru sérstaklega til- nefndir læknaskólar tækniskólar og iðnskólar. f þessu skyni aflaði stofnunin sérstakra prófmanna, sem hvorki voru áberandi í út- liti né of duglegir við að leysa verkefnin. Þeir urðs sem sé að geta náð prófi án þess að draga að sér nokkra sérstaka athygli. Sagt er frá einum pilti, sem hafði tekið sjö próf í fimm skólum fyr- ir aðra. Fyrir þetta fékk hann hjá stofnuninni föst daglaun, meðan á prófunum stóð, að við- bættri sérstakri aukagreiðslu að afstöðnu velheppnuðu prófi! For- eldrarnir urðu hins vegar að greiða stofnuninni allt upp í 750 þúsund krónur fyrir að koma ungviðinu inn í hinn eftirsótta skóla. SMk starfræksla þætti hvar- vetna einkennileg, en er því athyglisverðari þar sem hún átti sér stað í þjóðfélagi, sem þykist í senn hafa eytt „borgara- legri spillingu" og auðsöfnun forrétt.indamanna. En fáir munu trúa því, að allir í Sovét-Rúss- landi séu svo ríkir, að þeir geti greitt 3/4 úr milljón fyrir slíka hjálpsemi við að svindla á prófi né, að 'hinn gamli Adam sé með öllu dauður, þar sem efnt er til þvílíks atvinnurekstrar. Eyðing þjóðernis- slefnunnar Bezt fer á því að játa, að menn hafa ekki enn fundið það þjóð- skipulag, sem skapi himnaríki á jörðu. Þeir, sem það hafa reynt, hafa því miður alltof oft endað sem örgustu harðstjórar. Hið óskiljanlega er. að í frjálsum löndum, t.d. hér á landi, skuli enn finnast greindir menn, sem trúa í blindni á tilraunina í Rúss- landi. Vegna þessarar oftrúar leiðast þeir í meiri og meiri ógöngur. Málflutningur þeirra einkennist af vaxandi óhrein- skilni og tvöfeldni. Kommúnistar hérlendis þykjast t. d. hin síðari ár vera öðrum íslendinugm meiri þjóðernissinnar. Sannleikurinn er þó sá, að eitt af aðalboðorðum kommúnista er, að innan þeirra eigin endimarka beri að eyða þjóðernisstefnunni. Glöggt vitni þessa eru ummæli pólska ein- ræðisherrans, Gomulka, sem hann nýlega viðhafði í samtali við franska blaðið „Le Monde“. Þá sagði Gomulka orðrétt á þessa leið: „Augljóst er, að það tekur lang an tíma að uppræta þjóðernis- stefnuna. Öll stefna okkar fer engu að síður í þá átt. Erfitt er að segja í dag, hversu mörg ár þurfi enn til að ná þessu tak- marki, en með núverandi aðstæð um mun ekki þurfa mörg fleiri til þess að landamerki milli ríkja hætti að vera það, sem þau voru áður. Sá tími er nærri, þegar hægt verður á gagnkvæmnis- grundvelli að tryggja mönnum frjálsar ferðir um allt landsvæði sósíalisku landanna frá Sovét- samveldinu til Póllands, til Þýzkalands og annarra landa. Viss söguleg skilyrði sköpuðu landamærin, önnur söguleg skil- yrði munu eyða þeim. Eins og sakir standa er það enn ekki mögulegt, en sá tími kemur.“ Einlæg yfirlýsing Gomulka er umdeildur maður, einnig á meðal kommúnista. Sovétherrarnir í Moskvu hafa eirt völdum hans einungis vegna þess að þeir óttuðust, að án hans mundi Pólverjar rísa upp til örvæntingarfullrar frelsisbaráttu eins og Ungverjar 1956. Innan hins kommúníska heims er Go- mulka því ímynd þjóðernisbar- áttu Pólverja. Það er þess vegna virðingarverð hreinskilni, þegar hann segir berum orðum, að'þjóð ernisstefnuna verði að uppræta. Öll viðleitni núverandi valda- manna í Póllandi gangi í þá átt. Ekki er kunnugt, hvort Gomulka heldur hinu sama fram í heima- landi sínu, þar sem fólkið enn trúir því, að hann sé bezta vörn- in gegn yfirgangi Rússa. Hann neyðist til þess, að leika tveim skjöldum og Pólverjar eiga ekki annan betri kost en beita Go- mulka fyrir sig. Tvöfeldni komm únista hér á landi hlýtur aftur á móti að gera þá enn sekari í augum alls almennings. Þetta finna þeir sjálfir og þess vegna reyna þeir nú enn einu sinni að finna nýja dulu til að skýla sínu sanna eðli. „Vinstri menn á íslandi \ þekkjast veF4 Það hefur lengi verið vitað, að kommúnistar mundu reyna fyrir næstu kosningar að stofna til nýs félagsskapar, þar sem þeir gætu falið sig. Alþýðubandalagið er orðið úrelt. Hinir svokölluðu Al- þýðubandalagsmenn eiga sjálfir sáralitlu fylgi að fagna. Þeir eru og vonsviknir menn, ekki ein- ungis vegna síns eigin fylgisleys- is, heldur af því, að sú fyrirætl- an þeirra að losa um línuna frá Moskvu hefur gersamlega mis- heppnazt. Þá skortir þó kjark til þess að hrista af sér böndin. Kommúnistar meta þá lítils en vilja samt ekki missa þá, vegna þess að þá stæðu þeir sjálfir berstrípaðir eftir. En þeir þurfa að fá sér stærri og haldbetri hulu, m.a. í því skyni var efnt til samtaka „hernámsandstæðinga“. Með þeim og ritjum Þjóðvarnar- flokksins átti að mynda þjóð- fylkinguna fyrir næstu kosning- ar. Jafnframt átti að herja inn í raðir Framsóknar og reyna að fá hana til bandalags, a. m. k. fram yfir kosningarnar, hvað sem þá tæki við. En eins og Þjóðviljinn segir í gær: „Vinstri menn á íslandi þekkj- ast vel------“. Það er meinið. Þeir þekkjast svo vel, að þeir trúa með engu móti hver öðrum. Þess vegna geta þeir aldrei efnt til heilshugar samstarfs. „Lúðvík læðist eins og refur46 Þó að mjög skorti á heilindin hjá hinum, skortir mest á þau hjá kommúnistum. Engir þurfa þó fremur á yfirborðssamstarfi að halda til að bjarga sér úr bráðri neyð. Þess vegna skrifar Þjóð- viljinn nú hverja greinina eftir aðra til að hvetja hina til sam- starfs, en því örvæntingarfyllri sem fleiri eru skrifaðir. Lúðvík Jósefsson er m. a. s. farinn að skrifa undir nafni deilugreinar gegn Ejnari í Mýnesi, og lét Þjóðviljinn samt til skamms tíma svo sem Einar þessi væri of „skoplegur" til þess að eyði- andi væri á hann orðum. Ekki voru jx> margar línur skrifaðar þangað til Þjóðviljinn viður- kenndi, að horfurnar fyrir vinstra samstarf væri „ömurleg- ar“. Daginn eftir skauzt Lúðvík svo úr greni sínu til þess að ráð- ast gegn Einari í Mýnesi, en áður hafði Einar lýst Lúðvík og öðrum félaga hans að austan svo: „Hann og Lúðvík hafa læðzt í kringum mig eins og refir nú í seinni tíð------“ (Leturbreyt- ingin er Einars). „Svívirtur fyrir stuðning í aldarfjórðung66 Hvernig stendur á því, að Lúðvík skuli nú leggja til orustu við þessa skoplegu mannsmynd í allra augsýn? Það er vegna þess, að Einar er <jinn þeirra vinstri manna, sem þekkir þá hina eins og Þjóðviljinn hefur orð á. Sjálfur segir Einar: „Það sem fólk getur ásakað mig fyrir er, hvað ég er búinn að láta honum og Lúðvík hald- ast lengi uppi við að svívirða mig fyrir stuðning við þá í aldar- fjórðung, og nú upp á síðkastið fara með okkur hér og aðra minni staði sem þeir kalla, eins og hverja aðra nýlendu." Og reynsla þessa gamla ný- lenduþræls Lúðvíks af aldarfjórð ungs fylgi er þessi, að hans eigin sögn: „Stefna Sósíalistaflokksins er bundin hinum aliþjóðlega komm- únisma, sem átti að afskrifa með stofnun hans 1938. Gömlu kommúnistarnir hafa ætíð haft harðsnúinn kjarna, sem meir og meir hefur náð tökum á flokkn- um, í flokksstjórn og flokksfélög um hans.“ Og enn: „Sósíalistaflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafa borizt á banaspjót. Annar hefur sótt til hægri, hinn hefur viljað við- 'halda línu kommúnista og korna þeirri kenningu að, að Sósíalista- flokkur geti ekki starfað á fs- landi, nema hafa tengsl við fram- andi stórveldi, og bíða þess að að því komi, að heimsbyltingin færi þeim völdin á íslandi. Því er það ekki aðalatriði fyrir þeim að flokkurinn sé stór, heldur að kjarnirin, sem á að ráða flokkn- um, geti ævinlega haft öll ráð flokksins í hendi sér. Nafnaskipt- in 1938 og 1956 var herbragð kommúnista til að tryggja séT sterkari aðstöðu í bæði skiptin, vegnt þess að þá voru þeir í öldu- dal.“ Skiljanlegt er, að maður kveði upp sleggjudóma um þá, sem hann þekkir ekki. En írafár Þjóðviljans siðustu dagana kem- ur af því, að þarna lýsir komm- únistum einn þeirra, sem af aldar fjórðungs trúrri fylgd þekkir þá til hlítar. Fær írnn lón ú Norðurlöndum? Bonn, 23 febr. — NTB —• Reuter AIi Amini, forsætisráðherra ír- ans, gaf til kynna í dag, að Norð urlönd myndu ef til vili veita íran lán til framkvæmda þriðju sjö ára áætlunar ríkisins. Hann sagði, að stjórn írans vonaðist til að geta fengið alls 800 millj. Bandaríikjadala að láni til þessara framkvæmda og myndi sú aðstoð einkum koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, ftalíu, Frakklandi, V- Þýakalandi og Norðurlöndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.