Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 25. febr. 1962 Sá sem brennir sig fari strax undir kait vatn Abstaða til slíks þyrfti oð vera á vinnustödum ÓFEIGUR J. Ófeigsson, læknir hefur sem kunnugt er unnið í fjölmörg ár að tilraunum varð- andi lækningu á bruna, einkum með þeirri aðferð að kæla hina brunnu bletti undir eins með vatni. Á undanförnum árum hef- nr hann öðru hverju dvalið í Glasgow, þar sem hann hefur haft aðstöðu til beinna rann- SÓkna við háskólann og hafa greinar um þessar tilraunir hans, er birzt hafa í erlendum Og innlendum læknatímaritum, yakið almenna athygli. Nú í vik unni höfðum við samband við Ófeig, til að fá fregnir af þess- um tilraunum og spyrja hvaða árangur hefði orðið af þeim. — Ég held að ég sé þaðlangt kominn að mér sé óhætt að mæla með þessari aðferð fram yfir allar aðrar, sem fyrstu hjálp við bruna, sagði hann. Ef um djúpan bruna og mikinn er að ræða, þá dugar kæling ekki ein og eftirmeðferð er auð- Vitað nauðsynleg. En ég held að mér sé óhætt að segja að við minni háttar bruna dugi þetta. kæling er fólgin, svo maður viti hvað ber að gera ef einhver brennir sig. — Hún er í því fólgin að baða blettinn strax upp úr einhverj- um köldum, skaðlausum vökva og þá er vatn oftast tiltækast, eða láta vatnið renna á blett- inn. í grein í síðasta hefti af Heilbrigt líf setti ég fram viss- ar reglur að fara eftir, ef ein- hver brennir sig. (Þær birtast í ramma hér á síðunni). — Hve lengi á að kæla bruna blettinn? — Það er um að gera að hafa kælinguna nógu langa. Hætta aldrei að kæa vefinn fyrr en all ur sviði er horfinn fyrir fullt og allt. Kuldinn dregur úr til- finningu og það er mikilvægt þegar þannig stendur á. Sá sem brennir sig illa, verður frá sér af ótta og sársauka og fer að rifa í brunablettinn og þá er hætta á að sýking komist í sár- in. Eg hefi t. d. séð á sjúkra- húsunum í Glasgow og víðar þegar komið er með námumenn er lent hafa í bruna, hve illa farnir þeir eru oft af skemmd- um, sem orðið hafa á bruna- blettunum á leiðinni til læknis. Kælingunni má ekki hætta of fljótt, því það tekur langan tíma fyrir frumurnar, sem eru meira og minna skemmdar, að ná sér eftir svona áfall. Það verður Ófeigur J. Ófeigsson að hjálpa þeim til þess. Því færri frumur sem skemmast og deyja, þeim mun minna tjón af völdum brunans. Aðstaða til „fyrstu brunahjálpar“. 1 sambandi við þetta kemur Ófeigur með þá tillögu að á vinnustöðum, þar sem unnið er með eldfim efni, verði komið upp aðstöðu til „fyrstu bruna- hjálpar“ í samræmi við þetta. Ef menn t. d. gætu rokið beint á einhvern ákveðinn stað ef þeir brenna sig og með einu hand- taki steypt yfir sig köldu vatni, þá gætu þeir kannski þar með bjargað sér frá meiri háttar brunasárum. Slíkur útbúnaður þyrfti einn- ig að vera í eldfimum samkomu húsum og á öðrum stöðum, þar sem margt fólk kemur sam- an. Læknafélagið og Verkfræð- ingafélagið ættu að geta fundið hentugt form á þetta. Ófeigur tekur fram, að hér höfum við aðeins rætt um „fyrstu hjálp.“ Sá sem brenn- ist illa þurfi auðvitað að fá læknishjálp á eftir. Og einnig, að sá brenndi sé ekki alltaf í upphafi fær um að meta hve mikil brunasár verða. Það getur orðið meira úr tiltölulega grunn um brunasárum, einkum ef þau eru útbreidd, en í fyrstu virð- ist. T. d. er maður í mjög mik- illi lífshættu ef meira en 50% af líkama hans brennist, jafn- jafnvel þó bruninn sé ekki djúpur. Að lokum spyrjum við Ófeig hvort ekki verði framhald á þessum rannsóknum hans á bruna. Hann kveður verkefnið óendanlegt. Nú í vor fer hann enn utan til að vinna að rann- sóknum hjá Department of Pathology, Royal Infirma-ry I Glasgow. Æskilegt hefur verið talið að víkka þessar bruna- rannsóknir, þar eð þær snerta svo margar aðrar greinar lækn- isfræðinnar, og munu sérfræð- ingar í hinum ýmsu greinum því hafa nokkurt samstarf um þær. E. Pá Byggrt á gömlu húsráði — Ég hefi heyrt að þetta sé gamalt íslenzkt húsráð, en minn ist þess jafnframt að mér var alltaf harðbannað að setja brenndan fingur undir kalda vatnsbunu. — Já, þetta er gamalt ráð. Eins og þér vitið, þá kemur þetta fyrir strax í fornsögunum, Kári Sölmundarson hljóp t. d. i tjöm úr Njálsbrennu. Fjöl- mörg dæmi má finna um þetta í íslenzkum annálum. Og móðir mín, sem ólst upp í Húnavatns- sýslu, sagði fyrir 70—80 árum, að þar hafi verið algengt að fara svona að. Ég brenndi mig eins og aðrir í æ'sku og var þá kennt að kæla brennda blettinn með vatni. Þetta húsráð hefur einnig verið notað eitthvað áður fyrr af almenningi í Þýzkalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. En seinna var farið að skrifa í læknablöð um að þessi aðferð væri óæskileg og meira að segja hættuleg. Þar við bættist sú til- hneiging eða það tízkufyrir- brígði að nota alltaf gerviefni, eitthvað fínt í staðinn fyrir það sem ódýrt er og auðvelt að fá. En nú á síðustu árum eru lækn- ar famir að hallast að kæling- araðferðinni. — Og ástæðan skilst mér að sé þær rannsóknir, sem þér haf- ið gert? — Ja-jú, ég þykist frá rann- sóknarlegu sjónarmiði hafa unn ið verk, sem sannar að þetta sé byggt á rökum. Annars væri ég ekki að þessu. — Þér hafið unnið að þessu í áratugi? — Ég byrjaði 1928. En það var ekki fyrr en 1954 sem ég byrjaði beinar rannsóknir í Glasgow. Þetta er nú orðið miklu víðtækara en í upphafi. Smám saman vex skilningur á verkinu, eftir því sem því mið- ar áfram. Nú er svo komið að ég hefi fengið betri aðstæður til rannsókna og samstarfsmenn í Glasgow. Því reyni ég að nota allar st ; ;dir hér heima til að vinna undirbúningsstörf og búa í hf jinn, og komast svo utan til hinna beinu rannsókna á miiii. Minnkar sýkingarhættuna — Kannski þér vilduð segja mér í stuttu máli í hverju þessi Hvað á að gera ef einhver brennist HÉR FARA á eftir reglur þær í sambandi við vatnskælingu á bruna, sem Ófeigur J. Ófeigsson læknir setur fram fyrir almenning að fara eftir þegar einhver brennir sig. Ef hár eða föt loga, slökkv- ið eldinn tafarlaust með hverju, sem hendi er næst — flíkum, rúmfötum, vatni eða hvaða öðrum skaðlausum, óeldfimum vökva (sjó, mjólk, o. s. frv.), eða snjó. Minniháttar bruni 1. Setjið brunann undir kaldan vatnskrana, í mjólk, mysu, sjó, snjó, gosdrykki o. s. frv. Athugið, að þó maður grípi tii hvaða skaðlausrar kælingar, sem hendi er næst fyrst i stað. á að halda áfram að kæla brunann í hreinu, hálfköldu vatni. Varast skal að nota hrá egg, allar olíur, fitu og smyrsl, þ. á. m. bruna- smyrsl. Ef kælt er með renn- andi vatni (kranavatni, bruna slöngum o. þ. h.), verður að forðast of mikinn þrýsting, sem getur skemmt húðina. Hafið vatnið það kalt, að svið anum sé haldið í skefjum og hættið aldrei kælingunni fyrr en allur sviði er að fullu horf- inn. 2. Ef blöðrur myndast, forð- ist að opna þær svo lengi sem unnt er. 3. Notið ekki umbúðir um brunann, nema óhjákvæmi- legt sé. Þær draga úr kælingu húðarinnar og auka á vanlíð- an sjúklingsins. Auk þess gróa sár án umbúða betur, en með umbúðum. Bruni af völdum eiturlyfja 1. Skolið brennda svæðið með hálfvolgu vatni. Gætið varúðar að meiða ekki sjúkl- inginn. 2. Náið í lækni eða sendið sjúklinginn til læknis, slysa- stofu eða spitala og skýrið um leið frá hvað hefur skeð og hvað hefur verið gert. Meiriháttar bruni Ef eldur er í hári eða föt- um, slökkvið eldinn viðstöðu- laust (sjá að framan). 2. Látið sjúklinginn leggj- ast út af, helzt á hlýjum stað, til að draga úr ofkælingu og kuldalosti . 3. Heilið (hálf-)köldu vatni .eða öðrum skaðlausum legi á brennda svæðið og rennbleyt- ið brennandi föt. sem hylja brunann, með dýfingu í bað- ker, bala, fötu, þvottaskál, með hellingu úr krukku, fötu, flöskum o. s. frv., með renn- andi vatni frá vatnskrana, sturtu, vatnsslöngu, bruna- slöngu o. s. frv., með endur- teknum dýfingum eða votum, köldum bökstrum (fyrir and- lit, háls, búk). 4. Þegar fötin eru orðin nægilega köld til að hægt se að handleika þau, á að klippa þau strax af sjúklingnum nr.eð gætni, svo að húðin skemmist ekki og lyfta hverju stykki frá líkamanum. Forðist að draga föt af brenndum líkama (sokka ,vettlinga buxur o. s. frv.). Hirðið ekki um fötin, hirðið um húð þess slasaða. Sprengið ekki blöðrur. Ef föt eru föst í brunasári, rífið þau ekki af, heldur klippið í burt öll föt umhverfis svæðið og skiljið pjötluna eftir. 5. Þegar búið er að kæla húðina og klippa í burtu heit föt, skyldu menn gefa ser tima til að hugsa hvernig haga skuli meðferðinni. a) Brennda svæðið verður að kæla stöðugt, langhelzt með hreinu vatni. b) Sá brenndi verður að vera hlýr og líða eins Þolan- lega og unnt er. Ef höfuð, hals eða bolurinn eru órennd, skulu brenndu svæðin sifellt kæld með mjúkum, hreinum, ólituðum stykkjum, lauslega undnum úr köldu vatni. Skipta þarf stöðugt um stykki. Hreinar, þurrar flíkur eiga að hylja hina óbrenndu hluta lík amans ,til að halda sjúklingn- um þægilega hlýjum, en forð- ast skal að hann svitni. Ef sjúklingurinn er með rænu og biður um að gefa sér að drekka, þá má hann fá það, en ekki mikið í senn, né mjög kalt og aldrei áfengi eða önnur örvandi lyf! Látið sjúkl inginn ákveða hve kalt kæli- vatnið á að vera, nema þegar hrollur er í honum, eða ef bruninn er mjög útbreiddur, þá að nota volgt vatn, allt upp í 30°. Ef hrollur er í sjúklingn um, gefið honum heitan drvkk (ekki kaffi), eða þunna súpu, bætið fötum á heilbrigða hluta líkamans (ekki hitabrúsa) og nuddið þá, t. d. iljarnar o. s. frv., ef þær eru kaldar. Ef bruninn er mjög útbreiddur, jafnvel þó hann sé mjög grunn ur, á kælivatnið að vera volgt, 25—30°. Því hlýrra sem kæli vatnið er, því minna dregur það úr sársauka. Halda verð- ur áfram kælingunni þar til allur sviði og sársauki er horfinn, e. t. v. allt upp í 5 klst. eða lengur. 6. Snertið ekki brenndu svæðin með fingrunum. 7. Ef nauðsynlegt er að setja umbúðir á brunann', verð ur að þvo sér vandlega með sápu og vatni, helzt undir rennandi krana. 8. Hringið til læknis og biðj ið hann að koma. Sjúkli'ng ætti ekki að flytja á spítala fyrr en læknir hefur séð hann, og undir öllum kringumstæð- um ætti að kæla brunann áð- ur en tekinn er tími til að hringja í lækni, slysavarð- stofu eða spítala. 9. Notið ekki nein smyrsl. 10. Ef ómögulegt er að ná til læknis, spítala eða hjúkr- unarkonu, verður að reyna að láta sjúklingnum líða eins vel og unnt er, telja í hann kjark og fylgjast vel með líðan bans fyrstu 3—4 sóiarhringana, a. m. k. 11. Þegar kælingin er afstað- in og sjúklingurinn tiltölulega laus við sársauka, er bezt að hafa brenndu svæðin ber án nokkurra umbúða. Ef það er ógerlegt, verður að hylja sár- in með sótthreinsuðum um- búðum, eða hreinu, mjúku, nýþvegnu lérefti. Munið að láta bómull aldrei næst sári, hún festist í sárinu . 12. Við allan meiriháttar og útbreiddan bruna, jafnvel þó bruninn virðist yfirborðsleg- ur, má búast við hinu hættu- lega brunalosti. Helztu einkenni hitalosts Sjúklingurinn er hræddur, órólegur, og fölur. Húðin er köld og þvöl, andardráttur hraður, grunnur og óregluleg- ur: Meðferð: a) Látið sjúklinglnn llggja útaf með höfuðið lægra en fætur. þ) Losið um föt hans. c) Hyljið hann léttum fatn- aði til að balda honum heit- um, en ekki svo að hann svitni. d) Leysið upp eina teskeið af matarsalti og hálfa teskeið af bökunarsóda í einum lítra vatns, og gefið honum smá- sopa með eins stuttu millibill og unnt er, án þess að honum verði óglatt. Hættið að gefa upplausnina ef sjúklingurinn kastar upp. e) Umfrpm allt reynið að láta sjúklingnum líða eins vel og hægt er. dragið úr ótta hans og haldið honum róleg- um. f) Gefið honum róandi og verkjaeyðandi lyf eftir því sem hann þarf með. Að endingv, skal það tekið fram, að því betur og sam- vizkusamlegar sem þessum ráðum er hlýtt 1 einu og öllu, því meiri líkur eru fyrir bata.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.