Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 22
22 MORGTNn r. 4 Ðin Sunnudagur 25. febr. 1962 Nancy, dóttir söngvarans Frank Sinatra, virðist ætla að feta í fótspor föður síns. A. m. k. er hún farin að syngja ópinber- lega. Hún tók m. a. nýlega þátt í sjónvarpsþætti á Ítalíu, þar sem hún var stödd ásamt manni sín- um „rock and roll“ söngvaranum Tolly Sands og þar var þessi mynd tekin. Nancy er tvítug að aldri. Hún hefur alizt upp hjá móður sinni, síðan foreldrar henn ar skildu fyrir mörgum árum. Það er ekki alltaf sérlega geðs- legt starf að leika. Ekki virðist enska kvikmyndaleikaranum Rex Harrison finnast það, eftir svipn- um á honum á þessari mynd að dæma. Hann var líka að ljúka atriðinu í kvikmyndinni Kleo- patra, þar sem hópur manna ræðst að Cæsari og rekur í hann rýtinga sína, svo blóðið lagar nið- ur hvíta skikkju hans. Og það er Rex sem leikur Cæsar. Að vísu er þessi rauði vökvi, sem hann hefur fengið á hendur sínar og skikkju ekki ekta, en líklega ekkert geðslegur samt. —*— Jayne Mansfield hélt blaða- mannafund í sjúKrastofu sinni etfir að hún og maður hennar veltu bát sínum, er þau voru á sjóskíðum og urðu að húka heila nótt á klettum úti í hafi. Voru þau jafnvel talin af. Jayne tók á móti blaðamönnum í rúmi sínu é sjúkrahúsinu. Hún grét fögr- um tárum, þegar hún sagði frá því að hún hefði allan tímann verið að hugsa. um börnin sín þrjú og mömmu sína meðan hún var í hættu. Og þegar hún var fréttunum hefði nú ekki gengið í gegnum þetta allt til að fá góða auglýs- ingu. Jan dró náttkjólinn næstum niður fyrir hné. svo móðguð var hún. — Helduðu að ég hefði nokkurn tíma gert mömmu og fjölskyldu mína svona hrædda vegna auglýsinga. Það er ljótt að segja þetta! sagði hún. Alltaf berast utan að skemmti- legar sögur um sæluna í Rússíá. Nú hefur heyrzt að Krúsjeff sé reiðubúinn til vinsamlegs sam- bands við Vesturlönd, bara ef menn þar fáist til að viðurkenna SKULTUN A aluminium-búsáhöld eru SÆNSKAR gæðavörur sem skara framúr flestum öðrum í þeirri grein. er heimsþekkt vörumerki á vönduðustu aíumininum- vörurn. Fást í flestum búsáhalda-verzlunum. búin að jafna sig, bauðst hún til að sýna blaðamönnum hve hræði lega bitin hún væri á leggjunum og lærum eftir skorkvikindin í sandinum, þar sem skipbrots- mennirnir gátu loks lagt sig, eft- ir að þeir komust til eyjar einn- ar. Blaðamennirnir báðu hana um að lyfta náttkjólnum hærra, meðan þeir tækju myndir sín- ar og varð hún fúslega við þeirri beiðni. Einhver var svo andstyggi legur að spyrja Jayne hvort hún að Adam og Eva hafi verið Rúss- ar. Sagan segir að þetta hafi bor- ið á góma í nýafstöðnum við- ræðum þerira Harolds Macmill- ans og Adenauers kanzlara í Bonn, og að þar hafi gamli mað- urinn afgreitt málið með eftir- farandi athugasemd: — Auðvitað hafa Adam og Eva verið Rússar. Þau komu i heiminn bláfátæk, án þess að eiga spjör utan á sig Og héldu svo að þau byggju í Parádís. Píanó til sólu Gott þýzkt píanó, SCHIEDMAYER, til sölu við góðu verði. — Uppiýsingar í síma 15672 í dag. SkULTHEMíEN - AB SVEM METALLVERKEM UMBOB: ÞÓRDiR SVEIINISSON & CO. H.F. N auSungaruppboð annað og síðasta á hluta i húseigninni nr. 21 við Víðimel, hér í bænum, eign Ólafs Magnússonar, fer fram mið- Sími 18700 vikudaginn 28. febrúar 1962, kl. 3% síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.