Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. febr. 1962 Dtgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: A.rni Garðar Krisíinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. STUÐNINGUR VIÐ ÍBÚÐAB YGGINGAR T> íkisstjórnin hefur nýlega lagt fram' á Alþingi tvö frumvörp, sem miða að mjög auknum opinberum stuðn- ingi við íbúðabyggingar í landinu. Leggur stjórnin til að lán húsnæðismálastofn- unarinnar hækki úr 100 þús. kr. í 150 þús. kr. Jafnframt er Landsbankanum heimilað að gefa út bankavaxtabréf að upphæð 150 millj. kr. ár- lega í stað 100 millj. kr. Þá er það og nýmæli í frumvarpinu, að ríkissjóður er skyldaður til þess að leggja fram jafnháa fjárhæð til útrýmingar heilsuspill- andi húsnæði og sveitarfé- lögin. Nú er framlag ríkis- sjóðs í þessu skyni takmark- að við 4 millj. kr. á ári. Þá leggur ríkisstjórnin til, að Byggingarsjóður verka manna verði stórefldur. Er gert ráð fyrir að lágmarks- framlag sveitarfélaga til sjóðsins hækki úr 24 kr. á íbúa í 40 kr. og hámarkið úr 36 kr. í 60 krónur. En ríkis- sjóður leggur síðan fram sama krónufjölda og sveitar- félögin. Er gert ráð fyrir að árstekjur sjóðsins af fram- lögum verði minnst 10,4 millj. kr. og geti komizt allt upp í 15,6 millj. kr. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir að lánsupphæð megi verða allt að 90% af kostn- aðarverði íbúðar, eins og áð- ur var, þó ekki yfir 300 þús. krónur. Þessum frumvörpum ríkis- stjómarinnar mun verða mjög fagnað af öllum al- menningi. Þörfin fyrir bætt íbúðarhúsnæði er brýn um land allt. Nauðsynlegt er að byggja á ári hverju hundruð íbúða til þess að fullnægja húsnæðisþörfinni vegna eðli- legrar fólksfjölgunar. Með bættum efnahag landsmanna skapast einnig kröfur um rýmra og fullkomnara hús- næði. Góð og heilsusamleg húsakynni eru frumskilyrði vellíðunar fólksins og eðli- legs og farsæls heimilislífs. Það er Sjálfstæðismönnum sérstakt gleðiefni að hafa haft aðstöðu til þess að stuðla að stórauknum stuðn- ingi hins opinbera við íbúð- arbyggingar almennings á undanförnum árum. Tak- mark Sjálfstæðismanna er að hver einstaklingur geti eignazt sína eigin íbúð. Hin fyrirhugaða hækkun lána Jrá húsnæðismálastofnuninni og efling Byggingarsjóðs -verkamanna, sem x*kisstjórn- in beitir sér nú fyrir, er myndarlegt spor í þá átt. ÓHÁÐ VERKA- LÝÐSFÉLÖG í fundi, sem nýlega var **• haldinn í Trésmiðafélagi Reykjavíkur, fluttu fulltrúar lýðræðissinna tillögu, þar sem því var lýst yfir, að verkalýðsfélögum bæri að vera óháð og ópólitísk. Þar ættu menn úr öllum stjórn- málaflokkum að sameinast um þau mál, sem sérstak- lega snerta heill og hags- muni stéttar þeirra. Þessi tillaga lýðræðissinna í Trésmiðafélaginu var sam- þykkt. Kommúnistar tóku hinsvegar þá afstöðu að sitja hjá við afgreiðslu hennar. Þarf sú afstaða þeirra ekki að koma neinum á óvart. — Kommúnistar hafa á undan- förnum árum lagt kapp á að misnota verkalýðsfélögin í pólitíska þágu flokks síns. Þeir hafa látið hagsmunamál fólksins innan hinna ein- stöku stéttarfélaga sér í léttu rúmi liggja, en þess í stað beitt samtökunum fyrir stríðsvagn hins alþjóðlega kommúnisma. Vaxandi skilningur ríkir á því innan verkalýðsfélag- anna að þetta sé óhæfa, sem kommúnistum eigi ekki að líð ast lengur. Verkalýðssamtök- in eru byggð upp til þess að vera fyrst og fremst hags- munasamtök fólksins, sem í þeim er. Enginn stjórnmála- flokkur á að geta einokað þau og beitt þeim í þágu pólitískra einkahagsmuna. Eitt gleggsta dæmið um misnotkun kommúnista á verkalýðsfélagi gat að líta í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík. Formaður þess var um langt skeið harðsoð- inn Moskvukommúnisti, sem hafði áhuga á því einu að styrkja aðstöðu hins alþjóð- lega kommúnisma á íslandi. Hann gerði ekkert til þess að bæta kjör verksmiðjufólks- ins í Reykjavík. Á því hafði hann engan áhuga. Félagið grotnaði bókstaflega niður í höndum hans. Sukk og fjár- málaóreiða mótaði alla stjórn kommúnista í Iðju. Síðan lýðræðissinnar tóku við stjórn þessa stóra verka- lýðsfélags hefur gagngerð breyting á orðið. Félagið hef- ur fyrst og fremst unnið að framgangi hagsmunamála UTAN UR HEIMI Andmæli við kenningu dr Mayani um þýðingu leturs Etrúska Etrúsk mynd FYRIR nokkru var frá því skýrt hér í Morgunblaðinu, að ítalskur fræðimaður, dr. Mayani, hefði talið sig á góðri leið með að ráða letur Etrúska, sem málvísinda- menn hafa glímt við öldum saman. Hafði hann haft hlið- sjón af máli, sem hann nefndi „forn-albönsku“. Það var Arthaud-forlagið franska, sem gaf út bók dr. Mayanis, þar sem hann skýrði frá athugunum sínum. Vakti sú bók mikla athygli. Ekki þótti síður athyglisverð skýrsla, sem hann sendi vísinda- og menn- ingarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna — UNESCO. Fregnin breiddist út eins og eldur í sinu, því að margir höfðu reynt að ráða þessa gátu og orðið að gefast upp. • Fyrsta röddin andmælir Til þessa hefur lítt heyrzt frá fræðimönnum um þetta mál. En nú hefur danka blaðið Aktu- elt birt umsögn ítalska prófess- orsins Massimo Pallottino, sem er víðkunnur „etrúskolog". Blað ið sneri sér til ítalska sendiráðs- ins og bað það leita álits pró- fessorsins, sem svaraði með ítar- legri greinargerð. Kemur þá í ljós, að hann er síður en svo sammála kenningum dr. Mayan- is og gerir heldur lítið úr rann- sóknaraðferðum hans í þessu máli. Prófessor Pallotino heldur því fram að gáta etrúska letursins sé ekki eins torráðin og almennt sé álitið. Þótt vitað sé, að unnt sé að lesa letrið og þýða þó nokkur orð, hafi menn almennt grópað óhagganlega í vitund sína, að etrúskan sé alger leynd- ardómur. Þetta megi meðal ann ars þakka ýmsum rithöfundum, t. d. Aldous Huxley, sem hafi ýtt undir goðsögnina um líf Etrúsk- anna, sem hulið sé leyndardóms- hjúpi. Pallottino segist vita, að bók dr. Mayanis hafi vakið mikla eftirtekt og stuggað við mörg- um í Frakklandi, þar sem hún var gefin út og er hann hrædd- ur um, að hið sama yrði uppi á teningnum á Ítalíu, ef ein- hver sendi bókina á markað — útgefandi, sem hugsaði meira um það, sem kæmi inn í kassann en um framgang vísinda og menn- ingar. • Fyrirfram ákveðið samband Pallottino ræðir lítillega um dr. Mayani og segir hann aðlað- andi mann, sem hafi tilfinningu fyrir kímni og dulúð. Hann hafi varið doktorsritgerð við Sor- bonne-háskólann og skrifað margt um semítísk trúarbrögð. Síðan segir prófessorinn: — Þegar Mayani datt í hug, að samband væri milli etrúsku og fornalbönsku var það ekki af- frá 480 f. Kr. leiðing langvarandi athugana, heldur sökum þess, að hann hafði frá því fyrsta ákveðið, að slíkt samband hlyti að vera til. Dr. Mayani lýsir því yfir, heldur prófessorinn áfram, að hann hafi fundið á sér, að lausn in fælist í sambandinu milli etrúsku og fornalbönska — og þótt einhver hefði staðhæft við hann, að lausnin lægi í saman- burði við eitthvert annað mál, hefði ekkert getað fengið hann til að hvika af sinni braut — heldur hefði hann þá hætt að rannsaka letur etrúska. — Þetta Framhald á bls. 9. verksmiðjufólks og náð þar mijög miklum árangri. Lýð- ræðissinnar hafa lagt áherzlu á raunhæfar kjarabætur til handa fólkinu í Iðju, án þess að kasta því út í langvar- andi verkföll og illindi. Verksmiðjufólkinu í Reykja- vík er þessi stefna miklu geðþekkari en verkfalla- stefna og Moskvudýrkun kommúnista. Þess vegna hef- ur fylgi lýðræðissinna í fé- laginu stöðugt verið að auk- ast en fylgi kommúnista að uverra. í Trésmiðafélaginu eru lýðræðissinnar einnig í sókn. Kommúnistar eru þar á greinilegu undanhaldi. Sést sað m.a. á samþykkt tillögu peirrar, er getið var hér að ofan. Mikill meirihluti tré- smiða er því mótfallinn að félagssamtök þeirra séu mis- notuð í þágu hins alþjóðlega kommúnisma. Þeir vilja að samtökin séu frjáls og óháð og vinni fyrst og fremst að framgangi hagsmunamála fólksins, sem í þeim er. TILKYNNINGAR- SKYLDA yrir rúmum þremur árum ritaði Helgi Hallvarðsson, stýrimaður, grein hér í blað- ið um öryggismál sjómanna og landhelgisgæzluna. Komst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „Á vetrarvertíð á hver ver- stöð að hafa talstöð og mann á verði allan sólarhringinn. Hver bátur sem á sjó fer, hvaða veiðar sem hann stundar, á að gefa sig fram við viðkomandi talstöð, er hann leggur af stað á miðin og segja hvert hann ætlar. Er báturinn leggur, á hann einnig að tilkynna sig og staðinn. Eftir að báturinn er búinn að draga, á hann að tilkynna það stöðinni í landi og jafnframt áætlaðan komu tíma, og svo loks þegar hann er kominn í örugga höfn. Ef eitthvað breytist á hann þegar í stað að til- kynna það til stöðvarinnar í landi“. Fyllsta ástæða er til þo^s að taka undir þessa tillögu Helga Hallvarðssonar. Slík tilkynningaskylda gæti áreið- anlega haft í för með sér aukið öryggi og gert auð- veldara um vik við eftirlit með fiskiskipaflotanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.