Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 10
10 MORCTJNBL AÐIÐ Sunnudagur 25. febr. 1962 FAGURT og áhrifamikið er, að sýningin „íslenzk list að fornu og nýju“, sem nýbúið er að opna almenningi til sýnis í Louisiana, skuli hefjast með úrvali alþýðu listar, einkum frá 17. og 18. öld. Þessar aldir voru landinu á mörgum sviðum tímabil hrörn- unar, en engu að síður reis einmitt á þessu tímabili upp al- þýðulist, sem vann bæði frum- lega og af miklu ímyndunarafli úr eldri skrautformum. Á sýn- ingunni eru einfaldir og per- sónulegir búshlutir skornir í tré, ofin teppi, útsaumur með marg- litu ullargarni, silfurskartgripir af íslenzka þjóðbúningnum og sýnishorn af fagurlega skreytt- um, málmslegnum söðlum. Þessi hluti sýningarinnar er fenginn að láni frá þjóðminjasöfnunum í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Hér skal aðeins drepið á, að álykta má af brotum skreytinga, kirkjulegra muna og skartgripa, að hið raunverulega blómaskeið hinnar gömlu islenzku listar hafi verið þegar á miðöldum. Úr Louisiana-safninu Listin og eldurinn: „Islenzk list að fornu og nýju“ á Lousiana er bezfa íslenzka sýningin sem lengi hefur sézt í Danmörku Eftir Jan Zibrandtzen listdómara Berlingske Tidende SÍÐASTL. mánudag birti Berlingske Tidende, sem er stærsta og útbreiddasta blað Danmerkur, ítarlega grein eftir hinn kunna Iistdómara, Jan Zibrandtzen, um íslenzku listsýninguna, sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn. — Fylgja greininni myndir af listaverkum eftir Jón Stefánsson, Jóhannes Sv. Kjar- val, Ólöfu Pálsdóttur, Svafar Guðnason og Ásgrím Jónsson. Fer hún hér á eftjr í heild í íslenzkri þýð- ingu: Myndlistin á sér þannig langa hefð á íslandi og það er næsta eðlilegt ,að skoða íslenzka nú- tímalist, sem er aðalhluti þess- arar sýningar, með þetta í huga. f lok nítjándu aldar, þegar þjóðernistilfinningin fer að hafa aukin áhrif á mörgum sviðum, tóku málaramir að fá meiri á- huga á hinni stórbrotnu náttúru fslands og landslagsmálun. ís- lenzk málaralist er þó ekki orð- in fullþroskuð fyrr en á þessari öld. Hinir eiginlegu frumherjar hennar eru Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes Kjarval. Allir hlutu þeir mennt- un sína á listaskólum í Kaup- mannahöfn, en innblástur sinn hafa þeir sótt til íslenzkrar nátt úru. Ásgrímur Jónsson, sem dó 1958, varð á sínum yngri árum fjrrir sterkum áhrifum frá frönsku impressjónistunum og Cézanne. Menn hefði langað til að nokkrar af minni olíumynd- unum og frábærum vatnslitá- myndum frá æskuátunum hefðu verið með á Louisiana-sýning- tmni. Litameðferð hans varð með árunum ástríðufyllri og rík ari að tjáningu. Ást hans á ólg- andi rauðum litum í samhljómi við postulínsblá blæbrigði og hæfileiki hans til að töfra fram gullna birtu landslagsins koma vel fram í hinni stóru lands- lagsmynd „Við Mývatn" frá 1953. Myndin er fengin að láni frá húsi Ásgríms Jónssonar i Reykjavík, sem hefur verið gert að safnhúsi undir verk hans, samkvæmt erfðaskrá hans. Sennilega þekkjum við Danir Jón Stefánsson bezt íslenzkra málara. Hann hefur nefnilega árum saman sýnt í „Grönning- en“. Hann varð á unga aldri nemandi á skóla Zahrtmanns, og nam síðar á skóla Henri Matisse í Frakklandi. Einnig rannsakaði hann verk Cézannes gaumgæfilega og lærði af skýr- leika og sjálfsaga hins franska meistara. Hann hefur lýst tígu- lega litadýrð og stórfenglegri mynd hins íslenzka landslags með litameðferð, sem ljómar af eins og „emalje.“ í náttúruskynjun Jóns Stef- ánssonar er leyndardómsfullur hiti og glóð. Myndir hans af hestunum í glitrandi Ijósi sum- arsins og snæviþöktu og hnípnu vetrarlandslagi má telja tákn- rænar fyrir ísland. Hvílíkur sindrandi myndrænn kraftur er ekki í hinu græna litrófi, sem ræður ríkjum í mynd hans „Brimgarður við Stokkseyri". Djúpstæðar mannlýsingar er að finna í andlitsmyndum hans, stórum í sniðum og heilsteypt- um. íslenzk sveitakona og mynd in af Halldóri Laxness eru frá- bær dæmi. Jóhannes Kjarval hefur lýst einmanaleik og ljóðrænu hinnar hrikalegu íslenzku náttúru ræki- legar en nokkur annar. í mál- verkum sínum er hann skáld og draumóramaður. Með fullkom- inni leikni breytir hann sjónar- hól sínum og skilningi eftir því listræna verkefni, sem hann er að fást við á hverjum tíma. Einn af hinum stóru sölum Louisiana er helgaður myndum Kjarvals. Hugarástand hans og list hans um leið er jafnbreyti- legt og -leikur ljóssins, eins og við þekkjum hann yfir láði og legi í stormi eða skúraleiðing- um. Hann er snillingur íslenzkr- ar nútímamálaralistar. Breidd skapgerðar hans má lesa úr landslagsmyndum hans. Hann hefur skynjað hinn yfirþyrm- andi breytileika hrjóstrugra, grýttra fjallahlíða og mosa- grænna hraundranga, sem hann oft málar nærmyndir af og taka á sig mannlega mynd í ímynd- Un hans. Hin gráfjólubláa og grænleita mynd, sem er máluð svipað og mósaík, „Úti og inni“ 1943 minnir að blæbrigðaauðgi á landslagsmyndir eftir Hercules Seghers. Yfir mynd hans „Hvassárgil" er nærri táknrænn flótti og ljóðræna, þar sem undur vors- ins lyftist alveg upp að augum okkar í mynd blómabreiðu, og sama má segja um „Flugþrá“. Og hversu furðulegur og per- sónulegur er Kjarval ekki sem mannamyndamálari: „Bóndinn á Þingvöllum“ og „Prófessorinn", mynd af málfræðingnum dr. Jóni Stefánssyni, sem búsettur var í London, eru málaðar af snillingshendi. Sýningin „íslenzk list að fórnu og nýju“ er sett upp af Louisi- ana í samvinnu við Dansk-Is- landsk Samfund, en formaður þess, prófessor E. Meulengracht, átti hugmyndina að sýningunni. Sýningin hefur hlotið stuðning íslenzka ríkisins og danska menntamálaráðuneytisins. Eng- inn vafi getur leikið á, að sýn- ingin veitir dýrmæta fræðslu um menningu og list íslendinga. Þetta er bezta sýningin á ís- lenzkri myndlist, sem lengi hef- ur verið haldin í Danmörku. En það er ekki sama og að segja, að reynt hafi verið að gefa fullkomið yfirlit yfir alla lifandi listastarfsemi á íslandi í dag, en hún er aðdáunarverð. Menn þurfa heldur ekki að hugsa skýrslufræðilega og minn ast íbúafjöldans. Þessi sýning átti að sýna úrval, nokkra mik- ilvæga listamenn og ákveðna hæfileikamikla og einkennandi fulltrúa hinna breytilegu tíma- bila í íslenzkri list, allt til síð- ustu ára. Meðal eldri kyn/silóðarinnar tekur maður eftir hinum mildu landslagsmyndum eftir Jón Þor Ieifsson, sem hefur orðið fyrir áhrifum frá Cézanne. Þarna eru fallega hnýtt teppi eftir Júlíönu Sveinsdóttur, sem bera einkenni hins lifandi skreytinga- og lita ímyndarafls þessarar listakonu. Hinar stóru og kröftugt teikn- uðu fiskimannamyndir Gunn- laugs Schevings sýna varla allar hans fyrirmyndir. Góður kurín- ingi frá sýningu, sem „Kam- eraterne" hafa haldið, er Jón Engilberts, sem hefur farið fram úr sjálfum sér m'''" myndinni „Fiskimenn bíða t____• b?t“. Sú mynd sýnir fyllilega hinar ex- pressjónistisku tilfinningar. Eng ilberts. Maður horfir einnig full ur áhuga á hið fínlega litaskyn Jóhanns Briem, „Skip hjá Skaga strönd“ eftir Snorra Arinbjarn- ar, hina gráu sýn „í gilinu“ eft- ir Steinþór Sigurðsson og hinar djúpskynjuðu litasamsetningar Nínu Tryggvadóttur' í breitt stroknum uppstillingum hennar. Þungamiðja nútímadeildarinn- ar eru verk Svafars Guðnason- ar. Hann er einn af brautryðj- endum hinnar „spontant-ab- ströktu" listar á Norðurlöndum. Á sínum yngri árum vann hann í náinni samvinnu við hina leit- andi dönsku abstrakt-list. í björtu litasamræmi þvingar Svafar Guðnason fram tjáning- armátt litanna. í þessum mynd- um finnur maður algleymisþrá listamannasálarinnar, en einnig þrána eftir heiðríkju. Þorvald- ur Skúlason hefur einnig unnið í Kaupmamíahöfn. Hann hefur lært af Richard Mortensen, en er einnig bundinn af því. í hinu lifandi „tachistiska“ litaskyni Karls Kvaran má sjá samband við ameríska nútímalist. Svip- aðra áhrifa gætir í hinni stóru mynd Kristjáns Davíðssonar, en hann hefur einnig orðið fyrir áhrifum hinnar litríku íslenzku jarðar. Maður gleðst við hinar einföldu, rólegu og háttbundnu mósaíkmyndir Yaltýs Pétursson- ar. — Sigurjón Ólafsson sýnir mörg sýnishorn höggmynda sinna, bæði hinar tröllauknu og sam- anþjöppuðu abstraktmyndir úr steini, tilraunir með tré og málm og raðir nýrra járn- mynda, sem eiga áhrif sín aðal- lega undir skreytingakenndri meðhöndlan flata, sem minnir á skuggamyndir. Ásmundur Sveins son, sem er meðal mest áber- andi myndhöggvara íslendinga, sýnir abstraktmyndir úr eir og járni. Bronzstytta Ólafar Páls- dóttur „Sonur“ er dýrmætt nat- uralistiskt verk, sem lýsir vel og fagurlega mannlegu eðli og lát- lausri reisn ungs manns. Loks er ástæða til að nefna abstrakt- höggmyndir Jóhanns K. Eyfells úr alúminíum og eir eða steini. Þar er sem maður þekki aft- ur hraunmyndir íslands og grátt, veðrað hraunið. Aftur og aftur er sem maður finni í verkum íslenzkra lista- manna, hvernig hugmyndaflug- ið og hin listræna meðvitund nærast við hugsunina um hina ótrúlega margbreytilegu nátt- úru, þar sem jarðeldurinn, er aldrei deyr, skín í gegn. Sendisveinn Röskur piltur óskast til sendiferða Lggert Kristjánsson & Co. hf. Nauðungaruppboð annað og síðasta á húseigninni Ásbúð við Suðurlands- braut, hér í bænum, eign Sveins Sveinssonar, fer fram miðvikudaginn 28. februar 1962, kl. 2Vz síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. . hrinounum. S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.