Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.1962, Blaðsíða 20
20 Sunnudagur 25. febr. 1962 M O RCVTS BL AÐ1Ð og feig inmæði og stökk upp þegar ég heyrði í dyrabjöilunni. Ekki gat það verið Rory, því að hann hafði sjálfur lykil. Það hlaut að vera Leó og þá hefði hann ekki fundið Kory. En það var heldur ekki Leó heldur Tony. Við litum hvort annað fjandsamlegum augum. Ég var- rétt áðan að reyna að hringja í þig, sagði ég. Og ég hef líka verið að reyna að ná í þig. Ég ætlaði að aðvara þig .... Og ég ætla að aðvara þig, bjáninn þinn, sem ert með nefið ofan í öllu, sem þig varðar ekik- ert um. Hann greip í úlnliðinn á mér ©g ýtti mér aftur inn í forstof- una og lokaði á eftir sér. Daphne Blount hringdi til mín strax þegar þú varst farin frá henni. Ef þú ekki hættir þessu snuðri, skal ég sjá svo um, að þú iðrist þess. Augun voru tinnuhörð og röddin ógnandi. Það varst þú, sem hringdir í mig í nótt sem leið, bölvuð lydd- an! Ég reyndi að slíta mig lausa, en hann herti bara á takinu. Ég hef enga hugmynd um, hvað þú ert að tala um. Lofaðu mér því, að þú hættir þessu snuðri. Vitanlega hætti ég því nú, þeg- ar ég veit, að þú myrtir hana, sagði ég ögrandi. Þú ert meiri erkiglópurinn. Hann hvæsti út úr sér orðunum. Þú ert óþarflega fljót á þér að áiykta. Ég fékk þessa skamm- byssu hjó Daphne, skal ég játa, en ég gaf Crystal hana, og hún drap sig svo með henni. Geturðu skilið það? Hún framdi sjálfs- morð! Slepptu mér. Þú meiðir mig á úlnliðnum. Ég gaf Crystal byssuna. Hún framdi sjálfsmorð! endurtók hann með miklum ofsa. Til hvers ertu að eyða tíma í það að sannfæra mig? Þér væri nær að sannfæra lögregluna. Lögregluna. Ertu strax búin að vera þar, kannske? Nei ekki ég. Hún kom sjálf. Ég mætti vini okkar, Wood lög- reglufulltrúa á leið hans til Ðaphne. Það gat varla verið nein tilviljun. Mig furðar mest á, að Daphne skyldi ekki hringja í þig aftur og aðvara þig um, að lög- reglan væri á leiðinni til þin. Kannske hefur hún líka gert það. Ég var farinn út. Hann hafði sleppt af mér tak- inu og svipurinn var ekki leng- Ur ógnandi, heldur var hann gugginn og eins og utan við sig. Ég býst við, að lögreglan sé að leita þín núna Væri ekki betra fyrir þig að reyna að komast undan — komast burt úr landinu eða eitthvað þessháttar. Hann hló kuldalega. Þú hefur fengið þetta allt öfugt í háisinn, Rosaleen. Ég verð að finna Lísu. Mundu, að ég gaf Crystal byss- una og það ætti að vera nægileg skýring. Hann sneri sér snöggt við og var farinn. Rory og Leó komu stundar- — Ég slétti úr öllum krumpuðu peningaseðlunum, sem ég 't fann í veskinu þínu — og tek þá með mér. fjórðungi síðar. Ég varð vör við einhverja spennu milli þeirra. Jæja, mér tókst að ná í hann, sagði Leó. Andlitið á Rory var tekið — það var sorgargríman og enga vitund að sjá af gamanleikaran- um. Hvað hefur komið fyrir? spurði hann. Tony Wingrove skaut Crystal, sagði ég. Það var eins og hann yrði ekk- ert hissa að heyra þetta. Af hverju heldurðu það? spurði hann, fullkomlega rólega. And- litið á Leó breytti ekki svip. Ég sagði honum frá rannsókn- um mínum, sem lauk með heim- sókninni til Daphne Blount. Ég sagði honum, að Wood hefði líka verið á leið til hennar. Tony gat orðið tekinn fastur á hverri stundu. Ég sagði þeim frá þessari dularfullu símahringingu um nóttina, og heimsókn Tonys rétt áður. Hann ógnaði mér. Hann reyndi að hræða mig, sagði ég. Það var líka óðs manns æði að fara að reyna að rannsaka morð- mál upp á eigin spýtur. Maður, sem er búinn að fremja eitt morð hikar ekki við að fremja annað. Hversvegna sagðirðu mér ekki, hvað þú hefðir fyrir stafni? sagði Rory í ströngum tón. Hvernig gat ég það. Það var kominn múrveggur á milli okkar. Þú treystir mér ekki lengur og lézt þér jafnvel detta í hug, að ég hefðÞ-myrt hana. Játaði Tony glæpinn á sig? spurði Leó. Alls ekki. Hann reyndi að telja mér trú um, að hann hefði gefið Crystal byssuna — og þannig væri það sjálfsmorð. Það gæti alveg verið satt. Nei. Nú finnst mér þetta liggja ljóst fyrir. Tony hlýtur að hafa elt ykkur Crystal á þriðjudaginn var, sagði ég við Rory. Hann hlýtur að hafa séð þig koma hingað eftir hádegisverðinn og því næst skilja Crystal eftir í íbúðinni. Þegar þú svo varst far- inn, hefur hann hringt dyrabjöll- unni, Crystal hleypt honum inn og hann skotið hana og látið svo líta út sem það væri sjálfsmorð. Þetta var sniðugt og illgirnislegt, þar sem hann kom því viljandi svo fyrir, að þú virtist hafa fram- ið morðið, og reyndi þannig að leiða gruninn frá sjálfum sér. Þetta er ótrúlegt, en kannske gæti það verið aðeins hugsanlegt, sagði Rory drærnt. Vitanlega er það meir en mögu legt. Hann var að því kominn að fara, þegar ég kom og fékk rétt tíma til að fela sig i skápnum frammi í forstofunni. Meðan ég var úti í eldhúsinu, tókst honum að sleppa út, en það hefur held- ur ekki munað nema hársbreidd. Vitanlega hefur honum verið for- vitni að vita, hvað eg mundi gera. Þessvegna hefur hann beðið einhversstaðar úti fyrir húsinu, og siðan elt mig alla leið út í Charing Cross götu og þar látist rekast á mig af tilviljun. Hann hefur viljað komast að því, hvort ég hefði kallað á lögregluna. En svo sagði ég honúm, að ég hefði ekki einu sinni komið í íbúðina. Auðvitað hefur hann gert þetta vegna arfs Lísu, sagði Leó. Hann hefur vitað af þessari arfsvon hennar. Vitanlega. Crystal sagði honum af henni og þessvegna kynntist hann Lísu — og þessvegna giftist hann henni, hvað sem hann kann að segja um, að hann elski hana. Eg hefði nú getað svarið, að hann elskaði hana, sagði Rory. Hann reifst við Crystal, og hún sagði honum. að ef hann langaði í þessa aura, væri honum ráð- legra að nálgast Lísu í Nors- hester, þar sem hún mundi bráð- legra að lálgast Lísu í Norc- Bráðlega? Já, hún sagði honum af þess- um banvæna sjúkdómi sínum. Það sagði hún líka Dominic Lowe. Það var leyndarmál, sem hún virðist hafa trúað öllum karlmönnum fyrir, sem hún var í kunningsskap við, og þú hélzt, að þú værir sá eini, sem vissi um það. Eg talaði kuldalega en röddin skalf og tárin voru í aug- unum á mér. Rory leit út eins og hann tryði þessu ekki en jafn framt var hann eins og móðgað- ur og skömmustulegur. Bíðið andartak, sagði Leó. Ef hann hefur vitað um þetta, hef- ur hann ekki haft ástæðu til að myrða hana, þar sem hann vissi að hún yrði dauð eftir nokkra mánuði, og þá mundi Lísa erfa eignirnar. Nema því aðeins — Leó dró við sig orðin — nema því aðeins að Chrystal hafi alls ekki verið með þennan sjúkdóm. Tókstu eftir því að Wood varð hissa þegar Rory sagði honum það á sunnudaginn? Hann hefði átt að vera búinn að frétta það hjá lækninum hennar. Þú átt við, að hún hafi bara haldið það? Hann Ippti öxlum- Vafalaust hefur eitthvað gengið að henni, en hún síðan blásið það upp. Hún getur vel hafa gengið með þá ímyndun, að hún væri hættu lega veik og að dauða komin. Hún getur vel hafa reiknað dæm- ið þannig, að þetta gæti verið góð aðferð til að vekja samúð Og vináttu Rorys. Áttu við, að hún hafi verið lygari og ég auðtrúa bjáni? sagði Rory. Við getum öll verið bjánar ef því er að skipta. En þetta er nú eins og hver önnur ágizkun og þú getur vel verið að gera henni rangt til. Kann að vera. En setjum nú svo, að þegar Tony kom aftur frá Norchester, giftur Lísu, hafi hann hitt Crystal. Hún verður hissa á þessari giftingu, sem hún færi nærri um ástæðuna fyrir og gæti ekki trúað að tilgang- ur Tonys hefði verið neinn ann- ar an peningarnir. Þá hefði henni getað verið það ánægja að segja honum, að hún hefði bara verið að gabba hann, að hún væri ekk- ert í þann veginn að deyja en vonaðist að lifa til góðrar ellL Og þá hefði Tony orðið vondur Og ákveðið p.ð myrða hana. Það getur náttúrlega hugsazt, sagði ég. Rory reis á fætur. gHUtvarpiö Sunnudagur 25. febrúar 8:30 Létt morg lög. — 9:00 fréttir. —9:10 Veöurfregnir. 9:20 - .orgunhugleiðing um músdk: — * * * GEISLI GEIMFARI X- X- X- &UBA PRE6TON, W/POW OF SC/ENT/ST ALEXANPER PFESTON, NA6 BEEN OPPEPED E/VE M/U/ON POLLAPC EOP TNE P/&NTS TO NEP LATE NOSBANP'S NEfV METAL ALLOV, Oi/PAB/LL/NM... /E TNE ALLOV CHECKS OUT WELL /• " Láru Preston, ekkju vísindamannsins Alexanders Prestons, hafa verið boðnir 5 millj. dalir fyrir einkaleyfi á málm- blöndunni durabillium, sem maður hennar fann upp, ef blandan stenzt prófun. — Meiri peningar en mig dreymdi um að eignast er ég giftist Alex. Og nú er ég frjáls. Ó, flýttu þér heim, Vandal. Ég get ekki beðið eftir að fá að sjá framan j Hig er ég segi þér frá tilboðinu! „Hrynur og tónbil“ eftir Cari Nielsen (Árni Kristjánsson). 9:35 Morguntónleikar: a) Sónata í a-moll etftir Schu- bert (Sviatoslav Richter leik- ur). b) Nan Merriman syngur spænsk lög; Gerald Moore leiikur und ir). c) Fiðlukonsert nr. 3 í h-moH, op. 61 eftir Saint-Saéns — (Zino Francescatti fiðluleikari og Filharmoniska sinfóníu- hljómsveitin í New York. Dimitri Mitropoulos stj.). 11:00 Messa í Hallgrímskirkju (Prest ur: Séra Sigurjón t». Árnason. — Org^nleikari: Páll Halldórsson), 12:15 Hádegisútvarp. 13:10 Erindi: Purpuraklæðið, þyrnikór ónan og reyrstafurinn (Séra Jakob Jónsson). 14:00 Miðdegistónleikar: Frá Enescu-tónlistarhátíðinni i Rúmeníu í sept. s.l. a) Svíta nr. 1 í C-dúr op. 9 eft ir George Enescu (Rúmenska Ríkishljómsveitin leikur. —i George Georgescu stj.). b) Arta Florescu, Nicolae Her- lae, Ladislau Mraz, Zenaida Pally og Dimitar Uzunov syngja óperuaríur. (Útvarps- hljómsveitin rúmenska leik- ur; Emanoil Elenescu stj.). c) Konsert fyrir píanó og hljóm sveit eftir Valentin Gheorghiu (Höfundurinn og Rúmenska ríkishljómsveitin leika, — George Georgescu stj.). 15:30 Kaffitíminn: — (16:00 Veðurfr.), a) Jan Moravek leikur á harm oniku. b) I>ýzk hljómsveit leikur lög eftir Hans Freivogel. 16:15 Endurtekið efni: a) Gunnar Matthíasson les úr bréfi til systur sinnar (Áður útv. 11. okt. s.l. haust). b) Jón R. Kjartansson kynnir óperuna ,,Farinelli“ eftior Emil Reesen, flutta af dönskum listamönnum (Áður útv. 3« þ.m.) c) Guðmundur M. T>orláksson kennari segir frá Ingimundl gamla (Útv. 27. okt. s.l. i þætt inum ,,t»á riðu hetjur um hér uð“). 17:30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur): a) Framhaldssagan , .Doktor Dýr* goð“; II. (Flosi Ólafsson). b) Nýtt framhaldsleikrit: „Ra« mus, Pontus og Jóker*' eftir Astrid Lindgren; I. þáttur. Leikstjóri: Jón Sigurbjörns- son. c) Úr sögum Milnchausens bar- óns (Karl Guðmundsson). 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 „t rökkur ró hún sefur": Gömlu lögin. 19:10 Tilkynningar. —- 19:30 Fréttir og íþróttaspjall. 20:00 „Hefnd“, smásaga eftir Rósberg G. Snædal (Höfundur les). 20:20 Gestur í útvarpssal: Georg Vas arhelyi leikur píanólög eftir þrjú ungversk tónskáld, Kodály, Bartók og Liszt. 20:55 Spurt og spjallað I útvarpssal. — Þátttakendur: Benedikt Gröndal formaður útvarpsráðs, Guðmund ur G. Hagalín rithöfundur, Njáll Símonarson fulltrúi og Sveinit Ásgeirsson hagfræðingu*r. Siguríf ur Magnússon fulltrúi stýrir um ræðum. 22:00 Fréttir og veðunfr. — 22:10 Dan* lög. — 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 26. febrúar 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra f»or- steinn Björnsson. — 8:05 Morgun leikfimi: Valdimar Örnólfsson stjómar og Magnús Pétursson leikur undir. — 8:15 Tónleikar. 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleiikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.), 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Búnaðarþáttur: Frá getningu búnaðarþings. 13:45 „Við vinnuna": Tónlelkar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tiMc. — Tónleikar — 16:00 Veðurfjr, Tónleikar —. 17:00 Fré-ttir). 17:05 ,,í dúr og moll"; sígild tónlist fyrir ungt fóik. — (Reynlr Ax. elsson). 18:00 í góðu tómi: Erna Aradóttir talar við unga hlustendur. 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Pingfrétt ir. — Tónleikar. 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjami Einarssoti cand. mag.). 20:06 Um daginn og veginn (Sverrir Hermannsson viðskiptafræðing- ur). 20:25 Einsöngur: Elsa Sigfúss syngur; Valborg Einarsdóttir leikur und lr á píanó. a) Tvö lög eftir Pál Ísólíseon: „t dag skein sól" og „Vögguvísa'* b) ,,I>egar vetrar þokan grá“ ed5t ir Elsu Sigfúss. c) Þrjú lög eftir Sigfús Einars- son og hið fjórða í útsetningu hans: „Nú er glatt í borg og bæ“, Ofan gefur snjó á snjó‘\ „Við leiði ungrar stúlku" og „Móðir mín í kvl, kví*. d) „Vetur" eftir Sveimbjöm Sveinbjörnsson. e) „Kirkjuhvoll" eftir Árna Thorsteinsson. son fil. kand). 21:05 „Gúlliver" — hljómsveitarsvít* eftir Serge Nigg (Útvarpsihljóm* sveitin í Nizza; Serge Baudo stj.) 21:30 Útvarpssagan: ,3eiður Satúrnua ar“ eftir J. B. Priestley; XVI. (Guðjón Guðjónseon). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22:10 Passíusálmar (7). 22:20 Hljómplötusafnið (Gunmar Guö mundsson). > 23:10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.