Morgunblaðið - 25.04.1962, Side 8

Morgunblaðið - 25.04.1962, Side 8
8 MORCVNBL 4Ð1Ð MiðvHcudagur 25. apríl 1962 Þórölfur einn af beztu mönnum St Mirren — en Rangers verðskuldaði fyllilega sigur Atli Steinarsson segir frd úrslitaleik skozku bikarkeppninnar S T. MIRREN hafði ekki mikið að segja gegn Glas- gow Rangers í úrslitaleik bikarkeppninnar sl. laugar- dag. Rangers hafði tögl og hagldir í leiknum og aðeins einu sinni var marki Rangers manna ógnað. Það gerði Þór- ólfur Beck með fallegu skoti, sem því miður hafnaði utan við stöng. Rangers skoraði tvívegis og sigurinn hefði getað orðið stæi-ri miðað við alian gang leiksins. — Það er oft svona í úrslit- urn urn bikarinn. Spenningurinn á undan leiknum er búinn aS eyðileggja sjálfa knattspyrnuna. Þetta gerðist núna, sagði fram- fcvæmdastjóri Glasgow Rangers í leikslok. Og þessi orð gefa glögga lýsingu á leiknum. Það var mikið barizt, einkum fram að fyrsta markinu, en með því fengust eiginlega úrslit í leiknum. Baráttan var oft tví- sýn, en miklum mun meira lá á St. Mirren. Það lá lengi í loft- inu mark Rangels áður en það loom. Leikurinn var allur hraður en fór mikið til fram á vallar- miðju og á vallarhelmingi St. Mirren. Framlína St. Mirren bom ekki mikið við sögu og þeg ar það gerðist var það meira tilraunir einstaklinga heldur en samstillt átak. Þórólfur lék v. til Þórólfs, en of nærri marki til þess að Þórólfur næði knett- inum. Næsta hættulega færið átti Þórólíur reyndar einnig, en mis- tókst illa. MeLean framvörður sendi fram og Þórólfur átti skot úr erfiðri stöðu og skaut hátt yfir. Fyrir utan eitt' skot Þórólfs til viðbótar í þessum hálfleik — skot sem var naumlega varið í liorn, eru tækifæri Mirren við m-;.rk Rangers upptalin. En lengst af var leikið á vallar- helmingi Mirren og mark þeirra var oft í hættu. Forystu náði Rangers þó ekki fyrr en 4 mín. voru til ’eikhlés og markið skoraði v. innh. Brand úrþvögu eftir að Wilson v. úth. hafði sent knöttinn fyrir markið. Síðara mark Rangeris kom eft- ir 12 mín. leik í síðari hálfleik. Það var Wilson útherji sem skoraði með snöggu skoti af stuttu færi rétt við stöng. Mark- muðurinn reiknaði með skotinu í gagnstætt horn. Boltinn sleikti stöng marksins. Margoft fyrir og eftir þetta var mark St. Mirren í bráðri hættu En það tókist að forða fleiri mörkum. Það glumdi í stöng Mirren-marksins og það var bjargað á línu, þegar öll sund virtust lokuð. Stærri sig- ur hefði því ekki verið órétt- látur, en kannski myndi 5—1 gefa bezta hugmynd um gang leiksins. Rangers er einum klassa betra lið en Mirren ef miðað er við þennan leik — og sumir segja að sá sé mismunur liðanna, sem fram kom í þessum leik. En hvað um það. Þórólfur féll vei í liðið. Hann átti beztan leik sóknarleikmanna, en sá var hængur á að allur sóknarleikur var mjög í molum. Bezti maður Mirren var að mínum dómi v. framv. McLeán, ungur piltur en bráðefnilegur og á án efa ekki langt í landsliðið. Fernie innh. átti og góðan leik. Þessir þrír ásamt Clunie miðverði voru Þórólfur skallar að marki, en........ beztu menn liðsins. Reyndi þó mest á vömina og komu þar fram alvarlegar veilur, ekki sízt þar sem h. framv. Stewart átti að vera til varnar. Lélegur ieikur hans gaf v. innherja Rangers lausan tauminn og réði það ekki hvað sízt baggamun- inn. í heild var þetta leikur fyrir Rangers, barningur með tapi fyrir Mirren. En Þórólfur Beck verður ekki sakaður um ósigur- inn. Hann skorti á við aðra Mirren-menn hörku og dug móti Rangers, þ.e.a.s. þá hörku og þann dug, sem sigri ræður. Þór- ólfur var góður fulltrúi íslands á vellinum. Hann hafði mikla yfirburði, vann vel og skipulega, en erfiði hans kom fyrir ekki. Félagar hans í framlínunni, ekki sízt Bryceland innherji og Kerri gan miðherji, voru ákaflegamis- Itækir í þessum leik. Blaupið inn á Hampden-leikvanginn Þórólfur heldur á bolta. Þórólfur og Guðrún systir hans á Renfrew-flugvellinum. „Ég er óBægSor með líiið“ — Látið Guðrúnu Beck koma fyrsta út, kallaði af- greiðslumaður Flugfélags ís- lands í Glasgow þegar Gull- faxi lenti þar á fimmtudag- inn var. Enginn í flugvélinni hafði haft hugmynd um að systir Þórólfs Beek væri með- al farþega, en þegar lent var biðu blaðamenn — og hetjan sjálf, Þórólfur Beok. — Þau heilsuðust með kossi og föðmuðust eins innilega og bróðir og systir geta bezt gert. Blaðaljósmyndararnir vildu fá ennþá innilegri faðmlög, en Þórólfur kom með þá at- hugasemd að þetta væri nú bara systir sín. Og í síðdegis- blöðunum þennan sama dag prýddi myndin af þeim syst- kinunum forsíðuna. Ég er ósköp ánægður með lífið, sagði Þórólfur Beck síð- an daginn eftir er við hitt- umst yfir kaffibolla í miðbiki Glasgowborgar. Það er gam- an að fá svona gesti að heim- an, og ég vona að ég geti gert eitthvað það í úrslitaleiknum sem gleður mitt fólk. En þetta var sagt daginn fyrir úrslitaleikinn. — Þú hefur boðið systur þinni út — og svo Halla Gísla. — Já, Guðrún systir mín býr hjá mér. Hún hefur ekki haft frið síðan hún kom fyr- ir blaðamönnum og ljósmynd urum. Hún er alveg orðin rugluð af þessum látum. Og það linnir ekki skrifunum um leikinn. Það hefur aldrei verið skrifað jafn mikið um St. Mirren og nú þessar síð- ustu vikur. Það er allt að þakka góðu gengi í bikar- keppninni. — Og hvenær kemur hinn gestur þinn, Haraldur? — Með KR-vélinni. Hlar- aldur var nú svo kurteis að heimta að borga fyrir sig sjálfur. En það get ég með engu móti samþykkt. Þetta var áheit, áheit meint í fullri alvöru og kannski vegna þessa áheits erum við St. Mirren menn komnir í úr- slitaleikinn. — Og þú ert ánægður rneð veruna í Skotlandi? — Já, fyllilega. Það hefur enginn árekstur orðið. Það er góður mórall og humor í liðinu og þá góðu stemmingu hefur velgengnin í bikar- keppninni skapað. — En fallið úr 1. deild vof ir samt yfir? — Ég held að það hljóti að ta'kast að forða því. Við eig- um að vísu að leika á mið- vikudag (í dag) við Dundee og það er nokkuð fljótt eftir úrslitaleikinn og verður erf- itt ef haldið verður upp á sigur í bikarkeppninni. En kannski kemur nú efcki til þess. — Þú ert orðinn vanur og ánægður með hörku skozku knattspyrnunnar? — Já, þetta venst. Ég er allt öðru vísi og betur þjálf- aður heldur en ég var heima. Ég er hættur að finna fyrir hörkunni, er sjálfur sneggri og fljótari en áður. — Færðu að leika með ís- landi í sumar? — Já, það er búið að veita leyfi til þess að ég lei'ki báða landsleikina við frland svo og tvo leiki fyrir KR. Það eitt er sett að skilyrði að ég sé tryggður fyrir 15 þúsund sterlingspund. — Og hlakkar þig til að leika með gömlum félögum? — Að_ sjálfsögðu Það er nú alltaf notalegast það sem íslenzkt er. — A.St. 00001*0000*1 útherja, en hafði það hlutverk að „ráfa um völlinn“, rugla mót herjann. Þetta gerði Þórólfur óspart. Hann reyndist sneggri og iéttari en við höfum þekkt hann áður og var án nokkurs oflofs einn af beztu' mönnum Mirren. Fyrsta markskot leiksins kom á 4. mínútu og það áttu Rang- ersmenn. Fyrsta hættulega upp- hlaupið átti Mirren þó og það var Þórólfur sem var driffjöð- urin. — Hann gaf fyrir frá vinstri og hljóp áfram að marki. Kerrigan, sem tók við sending- unni skildi hana vel, gaf aftur Skotar ánægðir með Þórélf Beck — Þetta hefur ekki gengið svona illa í langan tíma. Við lékum langt undir þeim styrk sem við höfum sýnt í bikar- keppninni, sagði Þórólfur Beck eftir leikinn á iaugardag. í sama streng tóku margir af forystumönnum skozkrar knatt- spyrnu, eftir því sem Björgvin Sohram form. KSÍ sagði frétta- manni Mbi. á staðnum, en Björg vin var meðal áhorfenda og sat í heiðursstúku og naut leiðbein ingar framkvæmdastjóra skozka kna'ttspyrnusambandsins, Mr. í Allen, miklum íslandsvini. Björgvin sagði. — Rangers er minnst einum klassa betra lið en Mirren. Bobby Flawell framkv.stj. St. Mirren tók í sama streng og Þórólfur. Það var of mikil spenna fyrir leikinn. Leikurinn var lakari en efni stóðu til. Rangers verðskuldaði sigur. Við því er ekkert að gera. — Eruð þið Mirrenmenn ánægðir með Þórólf? — Já, sagði Flawell. Hann er sérlega góður leikmaður og upp fyllir allar okkar vonir. En ég held að hann hafi verið of spenntur fyrir þennan leik eina og margir aðrir af okkar mönn- um. — Og þið eruð í falllhættu í deildinni? — Já, eins og er. En ég held að það bjargist. Strákarnir eru harðir þegar á reynir. Það get- ur allt skeð, en við vonum hið bezta, en eitt get ég sagt íslenzku blöðunum. Við erum ánægðir með Þórólf Beok — það meina ég í alvöru, sagði þessi góðláti maður sem heldur stjórnar- tumunum um St. Mirren.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.