Morgunblaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 12
12 MOFCUNBT 4T>1Ð MiSvikudágur 25. apríl 1962 Otgeíandi: H.l. Arvakur. Reykjavik. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áPm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasðlu kr. 3.00 eintakið. BROSLEGAR BOLLALEGGINGAR t’ðlilegt er, að framboðs- ^ listi Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosning- arnar vekji meiri athygli en listar annarra flokka. Þess vegna var við því að búast, að andstöðublöð borgarstjórn armeirihlutans ræddu um framboðslista Sjálfstæðis- flokksins. Það gerðu þau öll rækilega á skírdag. Öll höfðu blöðin ítarlegar „upplýsingar" að flytja les- endum sínum um lista Sjálf- stæðisflokksins og skelfilega „ólgu hjá íhaldinu“. Það er mikið vandaverk að stilla upp borgarstjómarhsta Sjálfstæðisflokksins. Svomik ill fjöldi ágætismanna kem- ur þar til greina, að hægt er að stilla upp mörgum listum, sem ef til vill væru jafngóð- ir og sá, sem endanlega er ákveðinn, eins og Bjami Benediktsson, dómsmálaráð- herra, benti á í ræðu í full- trúaráði Sjálfstæðisfélag- anna. Þess vegna höfðu Sjálf- stæðismenn nokkum áhuga á að sjá hvað andstæðingamir helzt mundu reyna að gagn- rýna. Alþýðublaðið, Tíminn og Þjóðviljinn ræða öll sérstak- lega um hlut einnar stéttar, þ.e.a.s. kaupmanna. Málflutn ingurinn er þó broslega ósam ræmdur. Eitt blaðið segir: „Það er athyglisvert, að enginn kaupsýslumaður eða atvinnurekandi er í öruggu sæti á lista íhaldsins að þessu sinni.“ Annað blað segir: „Þeir, sem annars skipa lista íhaldsins, eru margir ný liðar þar, en það stingur sér- staklega í augu, hve kaup- menn eiga þar nú marga full trúa.“ Eitt blaðið segir: „Var mikil ólga meðal í- haldsmanna í gær út af list- anum, einkum meðal kaup- sýslumanna ....“ Annað blað talar um „auk- in áhrif heildsala og kaup- manna“. Segja má að vangavelturn- ar um kaupmennina sé mee- inuppistaðan í fregnum allra blaðanna, svo að gagnrýnin er ekki sem haldbezt. Auk þess er svo rætt um þá borg- arfulltrúa Sjálffstæðisflokks- ins, sem nú hætta, og skyndi- lega njóta þeir sannmælis á síðum andstöðublaðanna. Þau tala nú um menn, sem „kunn ugastir voru borgarmálefn- um“, borgarfulltrúa sem „naut verulegt (svo) traust“; annar er „allvinsæll maður“ og enn einn „góður fulltrúi í bæjarstjóm.“ Fyrir fjórum árum hefði það þótt saga til næsta bæj- ar, ef andstöðublöðin hefðu gefið frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins þær einkunn- ir, sem að framan getur, en þær eru góðra gjalda verð- ar, þó síðbúnar séu. 4°/o 1. JÚNÍ IT'ins og kunnugt er verður almenn 4% launahækk- un eftir rúman mánuð eða 1. júní. Er þar um að ræða raunhæfar kjarabætur, því að ekki er gert ráð fyrir hækkandi verðlagi af þessum sökum sem neinu nemi. Yfirleitt þykir gott, efkjör geta batnað um 2—3% ár- lega. 4% almenn hækkun er því áreiðanlega það mesta, sem hættandi er á, án þess að efnahagslífið fari úr skorð um. Hins vegar er talið unnt að bæta eitthvað meira kjör einstakra starfshópa, enda hefur rikisstjómin heitið því að beita áhrifum sínum til að þeir verkamenn, sem lægst hafa laun, fái eitthvað meiri hækkun. Nýlega örlaði fyrir skyn- semi í umræðum kommún- istablaðsins um kaupgjalds- mál. Þá stóð þar eftirfar- andi: „Það er rétt hjá Morgun- blaðinu, að ef um árlegar kjarabætur væri að ræða, mundu þær ekki geta numið hárri hundraðstölu hverju sinni.“ Enginn efi er á því, að Jaunþegum væri fyrir beztu að ekki yrðu gerðar tilraun- ir til að Jmýja fram almenn- ar kauphækkanir umfram þau 4%, sem fást 1. júní. Hins vegar á að fylgjast rækilega með þróun efna- hagsmála og tryggja laun- þegum frekari hækkanir, þeg ar þjóðarframleiðslan leyfir. Ætti þá að mega gera ráð fyrir árlegum hækkunum, sem næmu frá 2—4%, en meiri hækkanir þolir ekkert efnahagskerfi. Sem betur fer skilja nú orðið allir þessar augljósu staðreyndir og hin tilvitnuðu orð í kommúnistablaðinu sýna, að jafnvel kommúnist- ar treystast ekki lengur til að neita þessum staðreynd- um. Bannfærð MÁNU-DAGINiN 16. apríl sl. var lasin upp fyrir fréttamönnum og fleirum í New Orleans tilkynn- ing frá hinum rómversk ka- þólska biskupi borgarinnar, Joseph Francis Rummel þess efnis, að hann hefði ákveðið að 'beita þrjá borgara New Orleans hinni þyngstu refsingu kaþólsku kirkjunnar, — bannfæringu. Boirgararnir þrír, Leander. H. Peres, Jackson G. Ricau og frú Uara Gaillot hafa allir barizt harðlega gegn þeirri ákvörðun kaþólsku kirkjunnar að veita negrum jafnan aðgang að skól- um kaþólskra sem hvítum. Með bannfæringu er þeim ó- heimilt að sækja guðsþjónustur kaþólskra, þeim verður ekki veitt sakramenti og hljótá ekki greftrun að hætti kaþólskra. öll hafa þau lýst því yfir, að þau muni halda áfram að berjast fyrir kynþáttaaðskilnaði, — þau hafa vísað málinu til Páfa en talsmaður hans lýsti stuðningi páfastóls við ákvörðun erki- biskupsins. Rummel hefur verið erkibiskup í New Orleans í 27 ár, og er þetta í fyrsta sinn, sem hann beitir bannfæringu. Frú Gaillot hefur vakið mesta athygli þeirra þremenninga. Hún er forystukona fámenns félags í New Orleans, sem gengur und- ir nafninu „Bjargið þjóðinni". Stefnumið þess félags eru að berjast fyrir aðskilnaði kyn- þátta, berjast gegn Sameinuðu iþjóðunum og aðstoð við erlend tríki og loks að berjast gegn kommúnisma. Ekki er vitað hversu margir fylgismenn frú Gaillot eru, sumir segja 15—20, aðrir, að þeir séu fleiri. Daginn eftir bannfæringuna kom hún til biskups, varpaði sér á kné fyrir framan hann og bað hann veita sór náð, — og bað TILRAUN OFNA- SMIÐJUNNAR TTér í blaðinu var nýlega skýrt frá tilraun þeirri, sem gerð hefur verið í Ofna- smiðjunni til að tryggja starfsmönnum hærri laun og styttri vinnutíma. Er þar um að ræða kaupuppbót fyrir aukin afköst. Sl. ár varð kaup starfs- manna Ofnasmiðjunnar 29% hærra en það hefði verið með 5 klst. yfirvinnu, enhún var alveg fel'ld niður. Hér er reynd ein af þeim Jeiðum, sem Morgunblaðið hefur margbent á að í ríkari mæli þyrfti að taka upp hér- lendis, í stað hinnar úreltu verkfallastefnu, sem komm- únistar hafa barizt fyrir. Að sjálfsögðu eru fjölmörg fyrirtæki, þar sem eins væri hægt að koma við slíku vinnufyrirkomulagi eins og i Ofnasmiðjunni. Nefnd sú, sem kjörin var á Alþingi í vetur til að fjalla um kjara- bætur eftir nýjum leiðum, hlýtur að kynna sér þessa tílraun og enginn efi er á pví, að innan skamms verður slíkt fyrirkomulag tekið upp víða. Þannig munu kjörin batna, þegar skynsamlega er á mál- um haldið. þess ennfremur, að Guð fyrir- gæfi honum. Hún sagði: „Viður- kennið, yðar herradómur, að þér óskið eftir aðskilnaði kynþátta. Ég bið yður um náð. Lítið til Drottins og játið. Þér vitið að aðskilnaður ky-nþáttanna er lög- mál Guðs. Hlýðið ekki rödd Satans heldur Drottins og horfið á mig Ég krýp fyrir yður og bið fræði nam hann í Rómaborg og starfaði þar sem kapellán. Hann hefur víða starfað, sem prestur, m.a. í Harlem, en biskup varð 'hann í New Orleans í marz 1935. Lengi hefur verið vitað, að hann var andvígur hverskyns misrétti kynþátta, en hann beið þó með að opna skólana negrum þar til bandarísk lög skipuðu svo fyrir. Frú Gaillot er aftur á móti fædd í New Orleans og hefur alltaf búið þar. Hún hlaut mjög strangt uppeldi í æsku, var ein af sjö systkinum og fékk aldrei að vinna utan heimilisins meðan faðir hennar lifði, — það hæfði Meðfylgjandi mynd er af frú Gaillot þar sem hún krýpur fyrir erkibiskupi. G’uð að hafa meðaumkun með yður.“ Biskupi var í fyrstu fátt um svör en svo neitaði hann kon- unni um náð. ★ ★ Rummel, erkibiskup, sem er hálf níræður að aldri, er trúarleið- togi um það bil 550.000 manna. Það var í byrjun þessa mánaðar, sem hann ákvað að opna skóla kaþólsku kirkjunnar í Louisiana fyrir blökkum börnum jafnt sem hvítum. Rummel er fæddur í Þýzkalandi en fluttist barn að aldri til Bandaríkjanna. Guð- henni ekki — og hún var frá upphafi alin upp í þeirri trú, að Guð hefði fyrirskipað aðskilnað allra kynþátta. Þegar Una Gaill- ot var ung stúlka, var hún eitt sinn fengin til þess að þvo heigi- myndirnar í sóknarkirkju fjöl- skyldunnar, sökum þess, að hún var grönn og lipur að príla þang- að upp sem stytturnar voru. Hún þvoði myndirnar svo rækilega að öll málning fór af þeim og varð að mála þær allar að nýju. Þetta atvik hefur frú Gaillot talið tákn þess hvernig hún eigi að verja lífi sínu. Búizt við átökum í Oran Oran og Algeir borg, 24. aprW (AP-NTB) EKKERT lát er á mannsdrápum og árekstrum í Alsír. í Algeirs- borg voru að minnsta kosti 13 menn drennir í ,dag, en í Oran er franski herinm að undirbúa stórsókn gegn OAS mönnum. Þar í borg drápu Serkir í dag þrjá evrópska menn í hefndarskyni fyrir það að þeir höfðu í gær ekið á serkneskan mann og drep- ið hann. í Oran hefur Joseph Katz hers- höfðingi dregið saman um 8000 manna franskt herlið og á von á liðsauka til að brjóta niður mót- stöðu OAS manna. Tóik herinn í dag á sitt vald þrjé skýjakljúfa í borginni og hafa sett þar upp varðstöðvar. Um 200.000 menn af evrópskum ættum búa í Oran og hafa OAS samtökin þar 2000 —3000 manna herlið vel vopnum búið. Óttast Frakikar að OAS menn muni gera árás á aðalstöðv- ar franska hersins með sprengju- vörpum og ráðast síðan inn í Serkjahverfin til að egna Serki til átaka. Gæti þá svo farið að franski herinn neyddist til að beita vopnum gegn Serkjum f varnarskyni í Algeirsborg voru 14 OAS menn handteknir í dag í Bab-el« Oude hverfinu eftir að franska lögreglari hafði framikvæmt hús- leit þar. Einnig náði lögreglan miklu magni af skotfærum og ýmsum skjölum varðandi OAS hreyfinguna. Buenos Aires, 24. apríl (NTB-AP) JOSE Maria Guido forseti Argent ínu tilkynnti í dag að ógiltar hafi verið allar kosningar, sem fram hafa farið í Jandinu eftir 16. des. í fyrra. Jafnframt fyrirskipaði forsetinn að öll héruð landsins skyldu hlíta boðum ríkisstjórnar- innar í öllum mélum en ekki héraðsstjóra hvers um sig. Með þessu eru ógiltar kosning ar héraðsstjóra fré 17.—18. des. sl. og þingkosningarnar 18, marz. En í þingkösningunum unnu Per- onistar verulega á og leiddu þær til þess að herinn tók völdin f nokkrum héruðum Argentínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.