Morgunblaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 13
Miðvilcudagur 25. apríl 1962 MORcrNur: 4ðið 13 Um áburðarverð 1962 STJÓRN Áburðarverksmiðj unn- ar M., hefur nú, að fengnu sam- þykki landbúnaðarráðherra, á* kveðið útsöluverð á tilbúnum óburði fyrir árið 1962. Heild- söluverðið er ákveðið sem hér segir (útsöluverð 1961 og hækk- un frá fyrra ári sýnd í hundr- aðshlutum í svigum): tilfærslum á hvorki að verða hagnaður né tap fyrir Áburðar- verksmiðj una. Verðjöfnun var kr. 306.23 í fyrra á hvert tonn af þrífosfati, en verður nú aðeins kr. 163.65. Þessi mikla niðurfærsla á verðinu í fyrra var fengin að mestu með 2 milljón króna fram Verð pr. tn. Þrífosfat 2.700.00 Kalí 50%, klórsúrt 1.860.00 Kalí 50%, brst. súrt 2.780.00 Bl. garðáburður .. 2.980.00 Kjarni 2.600.00 Ammon. sulfat nitrat 26% 2 020.00 Tröllamjöl 3.960.00 Áburðasala ríkisins keypti inn erlendan áburð í fyrra og seldi hann. Áburðarverksmiðj an hf. tekur nú í fyrsta sinn við rekstri Áburðarsölunnar og þyk- ir stjórn verksmiðjunnar þvi rétr. að gefa skýringar á verð- ákvörðunum og gera samanburð við verðið í fyrra. Dei'lur hafa risið um þá ráðstöfun landbún- aðarráðherra að fela Áburðar- verksmiðjunni hf. rekstur Áburð ersölunnar og verður þvi ekki hjá því komizt að skýra þessi mál nokkuð. Eftirfarandi yfirlit skýrir verðákvörðun verksmiðjustjórn- ar: Verð pr. sk. Verð 1961 %hækkun 135.00 (2.320.00) (16.38) 93.00 ,(1.600.00) (16.25) 139.00 (2.350.00) (18.3 ) 149.00 (2.500.00) (19.2 ) 130.00 (2.500.00) ( 4% ) 101.00 198.00 (3.340.00) (18.5 ) lagi frá Áburðarverksmiðjunni cg nam lækkunin tæpum 300.00 krónum á hverja smálest þrí- fosfats. Verð á Kjarna hefur nú verið ákveðið kr.' 2.600 á smálest, en Áburðarverksmiðjan greiðir nið- ur verð á innfluttum köfnunar- efnisáburði í ár, og nemur sú niðurgreiðsla sem næst 1 millj. króna. Áburðarverksmiðjan lækkar útsöluverð í fyrsta lagi um 100 kr. á hvert tonn af þrifosfáti, kalí og blönduðum áburði, eins og boðað var upphaflega og í öðru lagi njóta kaupendur enn frekari iækkana, m. a. vegna 53 rH s 3 :o > «a S* dSfl ■s-s . u ,S tí 2 C iá 3 § ® 4? " 2 Sf 1. Þrífosfat a ® í 5 1-1 w ‘C g “ a ►> S S « *S .3 ‘S » « ^ C > hrt jQa *2:1Í . 4) L S K c« 5 Æ » ■°i .a J J*2 s A >, tm '53 u c *© *§ u > >■ ‘«í F.o.b.-verð 2.466.98 2.787.69 Fragt 475.00 536.75 Vátr., bankakostn. etc. og álagning 142.41 164.73 \ 3.084.39 3.489.17 3.321.81 niðurgr. ríkissjóðs 458.18 458.16 2.626.23 3.031.01 2.863.65 Verðjöfnun -f- 306.23 -f- 163.65 -f- 163.65 Utsöluverð 2.320.00 2.867 36 2.700.00 Verðmismunur — lækkun Aburðarverksmiðjunnar M. 168.00 2. Kali — klórsúrt 50% F.o.b.-verð 1.305.06 1.474.81 Fragt ; 479.80 542.12 Vátr., bankakostn. etc. og álagning 88.18 .101.93 1.873.04 2.118.86 1.992.86 Niðurgr. ríkissjóðs 242.85 242.85 242.85 1.630.19 1.876.01 1.750.01 Verðjöfnun -f- 30.19 + 109.99 + 109.99 1.600.00 1.986.00 1.860.00 Verðmismunur — lækkun Aburðai-verksmiðjunnar M. 126.00 Af þessum tveim dæmum um verðútreikning á þrífosfati og ikalí, en það er mestur hluti hins innflutta áburðar, sést, að verðið er 168.00 kr. lægra á þrí- fosfati og 126.00 kr. Iægra á kaií heldur en verið hefði, ef Áburða sala ríkisins hefði séð um inn- flutninginn og keypt inn á sama verði og hún gerði í fyrra og verðlagt á sama hátt. Niðurgreiðslur ríkissjóðs hafa r>ú verið ákveðnar hin sama krónutala á hvert tonn eins og var í fyrra. Er þetta sýmt á verðreikningunum. Þetta atriði hefur því engin áhrif á saman- burð á verði rwi og þá. Verðjöfnun á milli tegunda er talin æskileg. Hún er fram- Jovæmd á þann hátt, að það, sem th lækkunar kemur á sum- tegundunum, er fært til hækkunar á öðrum. Af þessum hagstæðra innkaupa og nemur sú lækkun 68 kr. á hvert tonn af þrífosfati og 26 kr. á hvert tonn af kalí. Verðlækkunin er því kr. 168.- 00 á hverja smálest þrífosfats og kr. 126.00 á hverja smálest af balí. (Frá Áburðarverksmiðj- unni M.) Féll af hestbaki Á PÁSKADAGSKVÖLD varð það slys við Selfoss að Kristinn Helgason, bóndi að Halakoti í Hraungerðisthreppi, fél)l af hest- baki Skamrnt frá bænum Hraun- gerði og meididiist á öxil. Hrasaði hesturinn með Kri9tin, og við fallið mun hafa slitnað vöðvi í öxl hans. Kristinn var fluttur í sjúkraihúsið á Selfossi. Iranskeisari og drottning hans voru nýlega á ferð í Washington j boði Kennedys Bandaríkja- forseta. Á myndinni hér að ofan. sem tekin var í boði hjá sendiherra Irans í Washington sjást íslenzku sendiherrahjónin, Thor Thors og frú Ágústa kona hans heilsa keisarahjónunum. 160 manns bílum í ÞRÁTT fyrir óhagstætt veður um páiskahelgina var mikill straumur langferðafólks út á landsbyggðina og til fjalla. Um 160 manns fóru t. d. í Öræfa- sveitina í 11 öflugum fjallabíl- um, 75 manns með Guðmundi Jónassyni, um 40 með Úlfari Jacobsen, 20 manns komu ofan úr Borgarfirði og auk þess voru einstaklingar, sem fengu að vera með yfir hin erfiðu vötn í Skaftafellssýslunni. Þá höfum við fregnað, að 27 manns frá Ferðafélagi íslands hafi verið í skála félagsins í Þórsmörk í skínandi veðri á föstudag og sunnudag, en nokk- urri rigningu aðra daga. Þá fóru ferðamenn á tveimur jeppum og ætluðu að vera í skálanum í Landmannalaugum, en komust ekki fyrir snjó, og dvöldust í sæluhúsinu í Áfangagili í góðu veðri og skíðafæri. I Tindafjöll- unum voru 13 Fjallamenn í efri skálanum og annar hópur í neðri skálanum og fengu kafald nema á sunnudag. Þá var gott veður. Gekk vel yfir árnar Hjá öræfaförum gekk allt vel, þrátt fyrir rigningar að undan- förnu. Ekið var austur að Kirkju bæjarklaustri á fimmtudag, og lagt af stað snemma morguns á föstudag austur yfir sanda, til að fara jökulárnar snemma dags, áður en mikið færi að bráðna úr jöklinum. Núpsvötnin, Sand- — Rússneskir Framh. af bls. 23. Þá vakti bæði furðu og fögnuð dans Albina Bayeva, sem ásamt Varsyev dansaði gamlan ósetisk- an dans. Leið Bayeva um sviðið, stundum hægt en stundum hratt, — en haggaðist aldrei. Var engu líkara en að hún stæði á færibandi! Var henni ákaft klappað lof í lófa. — Fleiri lista- menn komu þama fram svo sem Murat Konukov úr Ríkisdans- flokki Norður-Kákasus, er dans- aði ,,Karakkerdans“ mjög vel, Boris Jegorov, harmonikuleikari, sem lék af mikilli tækni tvö lög, rússneskt þjóðlag og spænskan dans úr „Svanavatninu“ eftir Tschaikovsky. Þetta var mjög ánægjuleg kvöldstund og listamennimir allir prýðilega færir, hver í tsinni grein, enda þótt ungir séu. S.Gr. á 11 fjalla- Öræfin gigjukvísl og Skeiðará geta ver- ið erfiður farartálmi í Öræfa- sveitina og ekki fær nema að vorinu. Birgðaflutingabílar lentu iþar í erfiðleikum aðeins 3 dög- um áður. Guðmundur Jónasson hafði nýjan kraftmikinn herbíl frtá Mercedes-Benz undir far- angur og til að beita í vötnin á undan lestinni og röskir menn frá honum og Ulfari óðu og könnuðu þau. Síðan sigu bíl- arnir tíu örugglega með fanþeg- ana yfir, og þurfti aðeins nokkr- um sinnum spil á bíl í landi að kippa í þá sem festust. Komið var að sprungunni á skriðjökuls- brún Skeiðarárjökuls og í Bæj- arstaðaskógi og haldið að Hofi, þar sem hóparnir gistu í skóla- húsinu, á lofti í einum bænum og í tjöldum. Rigndi þá svo mik- ið um nóttina að raddir voru uppi um að snúa þyrfti við hið snarasta, til að komast út yfir vötnin, en fararstjórar tóku á- kvörðun um að bíða og var á laugardag ekið áfram austur að Fjallsá, sem stöðvaði för lengra austur, en hana á að brúa í sum- air og er búið að flytja brúar- efni þangað. Sólskin og blíða Á sunnudag var komið sól- skin og blíða. Hvannadalshnjúk- ur. gnæfði tignarlegur við himin, skriðjöklarnir sáust vel, þar sem þeir teygja sig niður á milli egg- hvassra fjallatinda og í Öræfa- sveitinni, í skjóli móti sólu, var sumarhiti. Gleymdu ferðamen-n þá rigningunni og voru í sjö- unda himni með ferðina. Var ek'ki til skaða mikið í ánum á leiðinni vestur yfir. Stanzað var að Skaftafelli og Núpsstað og víðar, og gist aftur á Kirkju- bæjarklaustri. Gistu stærstu hóp arnir í skólahúsi á Klaustri og þar slegið upp skemmtun una kvöldið, eins og gert hafði verið í skólahúsinu á Hofi í Öræfum. Var almenn ánægja með ferðina og engi-n óhöpp. Fimm samsöngvar Pólý- fónkórsins í Kristkirkju Messa eftir ungt, íslenzkt tónskdld, frumfluit PÓLÝFÓNKÓRINN heldur fimm sainsö' jva í Kristkirkjunni nú í viikunni fyrir styrktarfélaga og almenning. Verður fyrsti sam- söngurinn í kvöld, miðvikudag ki. 9 og laugardag ki. 5. Efnisskráin er með svipuðu sniði og á fyrri samsöngvum kórsins og flutt bæði gömul verk og ný. Verða flutt verk eftir Oirlando di Lasso og William Byrd, (sem báðir voru uppi á síðari hluta 16. aldar) og Johann Baeh. Einnig verður frumflutt Messa fyrir blandaðan kór og einsöngvara eftir ungt, íslenzkt tónskáld, Gunnar Reyni Sveins- son, sem samin er í minningu systkina tónskáldsins, Stellu Grétu og Korts Sævars Ein- söngvarar eru Guðfinna D. Ól- áfsdóttir og Halldór Vilhelms- son. ★ .» Gunnar Reynir Sveinsson hef- ur numið við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk burtfarar- prófi þaðan í fyrra með tón- fræði og tónsmíði sem sérgrein. Messan var lokaverkefni hans í skólanum og er önnur messan, sem samið hefur verið hér á Islandi á síðari öldum, svo vitað sé. Sagði kennari hans, Jón Þór- arinsson, tónskáld, á fundi með blaðamönnuna í gær, að verkið væri vel unnið og fyllilega þess virði að fólk gefi frumflutningi 'þess gaum. Ingólfur Guðbrandsson, stjórn andi Pólýfónkórsins, sagði að verkið væri mjög vandasamt í flutingi og því miður hefði orðið að sleppa tveim köflum úr þvi að sinni. En kórinn hefði haft ánægju að glíma við það, sér- staklega eftir því sem leið á æfingar og hann náði betri tök- um á viðfangsefninu. Ingólfur Guðbrandsson sagði að lokum, að Pólýfónkórinn hefði fengið tvö boð á alþjóðleg söngmót til Frakklands, en því miður væru ekki horfur á að kórinn geti þekkzt boðið að þessu sinni. Vejrir ófærir Grundaifirði, 24. apríl SAKIR aurbieytu eru allir veg- ir að og frá Grundarfirði ófær- ir. Hér hefur hvert stórviðrið rek ið annað yfir hátíðarnar, verið sunnan- og suðvestan rok og rign ing, en er þó hægjandi. — EM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.