Morgunblaðið - 25.04.1962, Síða 15

Morgunblaðið - 25.04.1962, Síða 15
MiSvík'ucfágúr 25. apríl 1962 M n » fZ P /V B L 4 Ð I» 15 Salan handtekinn SÚ FREON, sem einna mesta athygli vakti um páskahelg- ina, var handtaka Raoul Sal- ans, hershöfðingjans fyrrver- andi, sem undanfarna mánuði hefur verið yfirmaður leyni- félagsins OAS, samtaka, sem staðið hafa fyrir hryðjuverka- öldunni í Alsír. Það var á föstudaginn langa, sem fransk- ir hermenn tóku Salan hönd- um, mótspyrnulaust, í íbúð hans við Rue des Fontaines, í miðhluta Algeirsborgar. Salan var þá nýkominn til borgarinn ar, frá lcynilegum dvalarstað. og hugðist dveljast með konu sinni og dóttur, yfir páskahelg ina. Þær voru báðar handtekn ar með honum, auk Jean Ferr- and, fyrrverandi hershöfðingja í franska hernum. Samdægurs var flogið með fangana til Parísar, og þeim varpað þar i fangelsi. DUL.BÚINN, MEÐ FALSKT VEGABRÉF Hermenn og lögregla um- kringdu Saint-Saens íbúðar- hverfið, í miðborg Algeirsborg ar, skömmu eftir hádegi á föstudag. Var síðan hafin skipuleg leit í hverju ihiúsi, og er lögreglan kom á fyrstu hæð hússins nr. 23 við Rue des Fontaínes, komu þeir að eldri manni, kiæddum bláum föt- um, hvitri skyrtu, á támjó- um ítölskum skóm. Virtist hér í fyrstu vera um að ræða rík- isstarfsmann á eftirlaunum, sem byggi þar með fjölskyldu sinni. Vegabréf það, er hann bar, var falsað og lýsti honum sem verzlunarmanni frá Frakk- landi, Luuis Carriére er væri í Algeirsborg, um stundarsak- = ir. Kona hans, fyrrverandi ’hjúkrunarkona, og 15 ára dótt ir þeirra hjónanna, Dominique báru cinnig fölsuð vegabréf. Eiginkona Salans situr nú í Fresnes fangelsi, í útjaðri Par ísar, og mun hún sæta ákæru fyrir að bera röng skilríki. Einnig er talið að til greina komi, að hún verði kærð fyr- ir stuðning sinn við OAS sam- tökin. Salan hafði breytt útliti sínu látið sér vaxa yfirskegg, og litað hár sitt dökkt. Engu að síður töldu hermennirnir sig vissa, að hér væri um yfir- mann OAS að ræða, enda höfðu náðst af honum myndir, í hinu nýja gervi sínu. Salan neitaði að viðurkenna hver hann væri, og var hann þá þegar i stað fluttur í bæki- stöðvar hersins, við Reghaia, um tuttugu mílur utan Algeirs borgar. Þar hitti hann fyrir yfirmann franska hersins í Alsír, Charles Ailleret. Ailler- et var á sinum tíma undirmað- ur Salans, og bar þegar á hann kennsl. Handtakan átti sér stað urn Raoul Salan kl. 2, síðdegis, á föstudag, en um tíu-leytið, sama kvöld, var Salan kominn í Santé fangels- ið í Paris. Þar situr fyrir Ed- mond Jouhaud, einn af aðal- forsprökkum OAS-samtak- anna, sem handtekinn var fyr- ir mánuði, og hefur nú verið dæmdur til dauða. Talið er víst, að yfirvöld- unum hafi verið gert aðvart um dvalarstað Salans, og hafi einn af fyrrverandi samstarfs- mönnum hans, sem nú er í haldi í París, sagt til hans. Jean Ferrandi, er handtek- inn var með Salan, var einnig fluttur til sama fengelsis, og er búizt við að mál þeirra verði tekið fyrir, er vika er af maí. MISKUNNARLAUS OG ÓHEMJU METORÐAGJARN Þannig hefur Raoul Sa.ían verið iýst af fyrrverandi sam- starfsmönnum sínum. „Na part jamis sans bisquit“ — hann fer aldrei frá borði, nema að taka með sér bita af kökunni, — sagði Jean de Lattre de Tassigny, um Salan, þegar Tassigny var yfirmaður franska herstyrkSins í Indó- kína. Er hann féll frá, var Sal- an látinn taka við yfirstjórn- inni þar, árið 1952. Eins og margir, sem tekið hafa þatt í andspyrnunni gegn DeGaulle, hefur Salan dvalizt mestan hluta ævi sinnar utan Frakklands. Hann barðist í nýlendum Frakka, og fylgdist síðan með, er Fra'kkar misstu tökin á nýlendum sinum, vegna breyttra stjórnmálavið- horfa, scm Salan skildi ekki. Þekking Salans á Frakklandi sjálfu, stjórn þess og íbúum er takmöi'kuð, enda hefur hann ekki haft aðstæður til þess að fylgjast með þróun mála heima fyrir, vegna lang- varandi dvalar í Afríku og Asíu. SÉRFRÆÐINGUR Á SVIBI LEYNIÞJÓNUSTU Fyrst fór Salan að geta sér orðs, uir. 1935, er hann skipu- lagði og stjórnaði víðtæku leyniþjónustukerfi í Austur- löndum. Þá tók hann að reykja ópíum og safna fágætum stein um. Hermenn hans gáfu hon- um nafnið „Kínverski hers- höfðinginn", eða „Mandarín- inn“, og hann varð þekktur fyrir að vera slægvitur, á austunenzka vísu. Salan hélt sig alltaf vel og hvert sem hann kom, vakti hann athygli fyrir framkomu sína. Hann hlaut margvíslega viðurkr-nningu fyrir störf sín, og varð síðar sá franskra hermanna, sem bar flest heið- ursmerki. Hann er álitinn kurteis, en innhvertur, og var aldrei vin- sæll, fyrr en hann öðlaðist vin sældir meðal stuðningsmanna OAS, á síðasta ári. Innan hers- ins átt.i hann fáa vini, og flest- ir umgengust hann af varúð. YFIRMAÐUR í ALSÍR 1957 1957 var Salan gerður yfir- maður franska heráflans í Als- ír, af þá verandi stjórn vinstri manna, undir forystu Guy Mollet. Þá var Salan talinn vinstri maður, og naut lítilla vinsæída meðal öfgamanna til hægri — svo lítilla — að þeir reyndu að myrða hann í janú- ar, það ár, er skotið var af rakettubyssu inn á skrifstofu hans. Salan slapp þó ómeidd- ur. Er herinn í Alsír gerði upp- reisn 1953, var Salan enn tal- inn hlynntur stjóminni. En talið er, að tilræðið, sem hon- um var sýnt, hafi átt nokkurn þátt í þvi. að hann fór að gefa gaum að röddum þeirra, sem vildu að Alsir yrði áfram franskt. Svo fór, að síðla árs 1958 tók Salan að gagnrýna opinberlega stefnu DeGaulle. Þá var hann látinn segja af sér starfi sínu í Alsír. ÚTLEGÐ Á SPÁNI— ÞÁTTTAKA I BYLTINGU HERSINS — YFIRSTJÓRN OAS Salan kaus þá að fara til Spánar og þar dvaldist hann í útlegð. þar til í fyrra, að herinn gerði uppreisn sína, 22. apríl. Herahöfðingjarnir 3, sem mestan þátt áttu í uppreisn- inni, Maunce Challe, Andre Zeller og Edmond Jouhaud, höfðu ekki leitað stuðnings Salans, er þeir gerðu uppreisn ina. Hins vegar lagði Salan leið sína til Alsír, er uppreisn in hófst, og endaði sem yíir- maður OAS. Challe og Zell- er hafa báðir verið handtekn- ir, og verið dæmdir til 15 ára fengelsis Jouhaud var hand- tekinn fyrir nokkrum vikum, og síðan dæmdur til dauða, og nú hefur Salan verið tek- inn, síðastur fjórmenninganna, sem DeGaulle hefur álitið mestan þátt eiga í uppreisn- inni og andspyrnunni í Alsír. BARÁTTUNNI HALDD ÁFRAM — GARDY TEKUR VIÐ STJÓRNINNI Handtaka Salans er mikið áfall fyrir stuðningsmenn OAS samtakanna, og samtökm - sjálf. Það er álit þeirra, sem til þekkja, að Salan hafi sam- einað starfsemi samtakanna þannig, að fáir kunni að geta leikið það eftir honum. Vitað er, að talsverðs skoðanamun- ar hefur gætt innan hreyfing- arinnar, og stangast þar eink- um á skoðanir fyrrverandi hermanna, og borgara úr hópi Bvrópumanna, sem starfa inn an vébanda hennar. Framh. á bls. 23 RENAIJLT er bifreiðin sem öll Evrópa hefir þekkt um áraraðir fyrir gæði. • Renault Dauphine er 5 manna • Renault Dauphme er 4ra clyra og með sérstök- um öryggislæsmgum á afturhurðum. • Renault Dauphine er sparneytinn 5,9 1. pr. 100 km. • Renault Dauphine er með öflugri vatnsmiðstöð. • Renault Dauphine er ryðvarinn • Renault Dauphine kostar aðeins 117 þúsund. • Renault Dauphine er fyririiggjandi. • Renault Dauphine varahlutir eru ódýrir: svo sem frambretti kr: 552.— framhurðir kr: 1065.— framstuðari compl. kr. 1250,— • Renault Dauphine varahlutir eru fyrirliggjandi. Columbus h.f. Brautarholti 20 — Símar 22116 — 22118 26 ÍBÚDIR 33 BIFREIDAR 1141 HÚSBÚNADUR Heildarverðmæti vinninga kr. 18.720.000.oo (60% af veltu) Vinningar skattfrjálsir Söluverð miðans kr. 40.00 Endurnýjunarverð kr. 40.00 Ársmiðinn kr. 480.00 Dregið 3. dag hvers mánaðar, nema janúar, þá 8« Endurnýjun hefst 18. hvers mánaðar og stendur til mánaðarmóta. (jWvÁxíl/ e>v íy

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.