Morgunblaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 24
Fietiasimar M b 1 — eftir lokun — Erlentlar fréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 íþróttir Sjá bls. 8 og 22 93. tbl. — Miðvikudagur 25. apríl 1962 Flensan kostaði milliomr í FRÉTTABRÉFI frá sjávar- afurðadeild SÍS er m.a. fjalll íað um það tjón, er hlauzt aff infiúenzufaraldrinum. Segir þar m.a.: I»að hefði vel borgað sig fyrir samtök útgerðarmanna og fiskverkenda að kosta nokkra lækna til starfa, ef þeim hefði getað tekizt að finna sýkilinn og framleiða bóluefni. í verstöðvum hefir veikin valdið milljóna króna tjóni, þvi viða hafa bátar legið við bryggjur vegna veikinda skipshafna, og i landi hefir verið unnið m«eð hálfum afköstum. í einni ver stöð austanlands er áœtlað að tapast hafi 250—300 tonna afli, og er því viðbúið, að beint tjón á þeim eina stað sé hátt á aðra milljón króna. Slíkt má ekki endurtaka sig. Telpur fluttar frá Drottningunni A Ð kvöldi annars páskadags var lögreglunni tilkynnt um að ungar telpur væru um borð í Dronning Alexandrine í Reykja- víkurhöfn. Fór lögreglan um borð í skipið, tók þrjár telpur undir 16 ára aldri og flutti þær heim til foreldra þeirra. lilli Um 160 manns fóru í Öræfi um páskana. Á myndinni sést hluti af bílalestinni fara yfir Sandgigjukvísl. Haukur Hall- grímsson stendur eins og umferðarlögregluþjónn á hrygg í ánni, til að beina bílunum nákvæmlega rétt yfir hana milli tveggja djúpra ála. (Sjá frétt á bls. 13). Vetrarsíldveiðin yfir 1 millj. tunnur SÍLD VEIÐ ARN AR sunnanlands og vestan hófust 14. okt. sl. haust, og fram til áramóta varð heildar aflinn 719.733 uppm. tunnur. Heildaraflinn frá vertíðarbyrjun til laugardagsins 21. apríl varð 1.005.635 uppm. tunnur. Hæstu veiðistöðvamar eru þess ar: Uppm. Vestmannaeyjar tunnur. 115.690 Umfangsmiklar dýpt- ar og strandmælingar INNAN skamms munu hér hefj- ast allumfangsmiklar dýptar- og strandmælingar, en þær ann- ast bandarískir sérfræðingar f samvinnu við íslenzku sjómæl- ingamar. Tilgangurinn með mælingum þessum er að gera nákvæmari uppdrætti af strandlengjunni og auka þannig öryggi sjófarenda umhverfis landið. Mælingar þessar munu taka Strauk af sjúkrahúsinu A FIMMTUDAG var lýst eftir niu ára gömlum dreng, sem strokið hafði á náttfötunum af sjúkrahúsinu Sólheimum, þar scm hann var sjúklingur. Leit- aði lögreglan hans, en tveimur klukkustundum síðar var hringt írá sjúkrahúsinu og tilkynnt að arengurinn væri kominn fram. Fannst hann inn við Póla. Lélegur afli Þingeyn. 24. apríl HÉR hefur verið lélegt fiskirí hjá netabátur.uim að undanförnu. — Einn bátur er hér á línu og hefur aflað hörmuiega, allt niður í 40—50 steinbíta í róðri. — Við erum alveg einangraðir enn, þótt þiðnað hafi anzi mikið þessa dag ana. Svo á að heita, að búið sé að moka kringum fjörðinn, en vegurinn er þó varla fær nema jeppum. — Magnús. 3 til 4 mánuði, en fyrst verður mæld gervöll strandlengja Faxaflóa. Gert er ráð fyrir að þetta verk hefjist á næstunni. Verður þá ákveðið um stað- setningu nákvæmra miðunar- stöðva í nánd við Malarrif, Arn arstapa og Hraunsnes. Gert er rág fyrir að tvö mælingaskip í bandaríska flotanum taki þátt í þessu starfi, en við mælingarnar verða annars notuð mjög ná- kvæm radíómiðunartæki af nýj- u/stu gerð. Allar niðurstöður mælinganna verða látnar í té hverjum þeim, sem hér hafa hagsmuna að gæta og not hafa fyrir slíkar upplýs- ingar. (Frá utanrikisráðuneyt- inu) — Keflavik............... 155.824 Hafnartfjörður ........ 121.473 Reykjavík ............. 313.465 Akraness .............. 170.864 Til áramóta tólku alls 108 sikip ,þátt í veiðunum en fór svo fækk- andi og einungis 8 skip hafa stundað síldveiðar að staðaldri frá því í haust. Núna er vitað um 12 skip, sem þeséar veiðar stunda, og fer hér á eftir skrá ytfir þau, sem aflað hafa 20 þúsund tunnur eða meira frá upphafi síldrveið- anna í haust: Bergvík, Keflavík .... 23.145 Bjarnarey, Vopnafirði .. 24.304 Eldlborg, Hafnarfirði .... 20.940 Guðm. Þórðarson Rvík. 29.603 Haraldur, Akranesi .... 23.057 Höfrungur II., Akranesi 34.758 Jón Trausti, Rauifarhötfn 23.734 Víðir II., Garði ......... 40.039 (Frá Fiskitfélagi ísl.). Stálhús fyrir SR frá Englandi TIL landsins eru nú komnar tvær stálbyggingar frá Englandi en þær skal nota yfir Síldar- verksmiðjur ríkisins á Seyðis- firði og Reyðarfirði. Hús þessi voru smíðuð í Englandi og verða þau sett saman á staðnum. Það var fyrirtækið Coseley Buildings Ltd. í Englandi, sem smíðaði hús þessi, en félag þetta er eitt hið stærsta sinnar teg- undar í heimi, og hefur flutt slík hús út til meira en 100 landa. Svo sem kunnugt er hafa Síldarverksmiðjur ríkisins keypt síldarverksmiðjuna á Seyðisfirði og eru að reisa verksmiðju á Reyðarfirði. Vantaði SR hús yfir vélarnar fyrir sumarið og leit- uðu til Gisla Halldórssonar, verkfræðings, sem hefur umboð fyrir Ooseley Buildings hér á landi. Var pöntunin gerð 1 febr- úar, og fjórum vikum síðar voru húsin tilbúin til afhendinga í Englandi. Komu þau hingað upp með ms. Laxá. Hús pessi eru gerð úr stál- grindum og klædd aluminium, sem þolir saltvatnsáhrif. Koma húsin að öllu leyti fullgerð með gluggum og hurðum, en steypa þarf undir þau grunn. Eru þau síðan skrúfuð saman og reist með krana. Samanlagður gólí- flötur þessara tveggj a húsa er TÚml. 25.000 fet. jÁrshátíð SJálf- stæðisfél. i Hafnarfirði HAFNARFIRÐI — Sjálfstæð- isfélögin halda árshátið sina i Góðtemplarahúsinu næstkom- andi laugardag. Verður að vanda mjög vel til hennar vandað og þá meðal annars minnzt 25 ára afmælis Sjálf- stæðiskvennafélagsins Vor- boðans. — Síðar verður nán- ara tilkynnt um tilliögun árs- háttíðarinnar. Vörusklptajöfnuðurinn hagstæður um 192 millj. kr. VÖRU SKIPT A J ÖFNUÐURINN hefur aldrei verið hagstæðari en nú, þrjá fyrstu mánuði þessa árs, er hann var hagstæður um 191.870 þús. kr. samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu is- lands. Á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 81.356 þús. kr., en 1960 óhagstæður um 197.560 þús. kr. Útflutningur nam alls 853.219 þús. kr. þrjá fyrstu mánuði Þrennt slasast í i gærkvöi LAUST fvrir klukkan tíu í gær- kvöldi varð mjög harður árekst- ur við Þoroddsstaði við Reykja- nesbraut, við mót Litluhlíðar. Rákust þar saman Chevrolet Bezfi ofladogurinn í Eyjum VESTMANNAEYJUM, 24. apríl. — Laugardaginn fyrir páska var mesti afladagurinn í Eyjum og bárust þá á land rúmlega 1000 lestir af fiski. Þrátt fyrir góðan heildarafla var aflinn ákaflega misjfan hjá bátunum, allt frá 40 lestum niður í 4—5. Þegar róið var aftur á öðrum degi páska brá hinsvegar svo við að aflinn varð sama og eng- inn, eða samtals um 150 lestir. í nótt var versta veður hér, aust- an rok og slagviðri, og hefur því verið landlega hjá Eyjabátum að mestu í dag. Það sem af er vertíðarinnar eru eftirtaldir bátar aflahæstir: Eyjaborg 776 lestir, Gullborg 750, Halkion 744, Björg SU 725, Gull- ver 670, Ágústa 666, Kristbjörg 658, Leo 645, Stígandi 627, Dala- röst 627 og Kap 607 lestir. — Fréttaritari. Börn fyrir bíla í GÆRMORGUN varð það slys á Bókhiöðustíg að barn hljóp út úr húsasundi í veg fyrir bíl. Varð barnið fyrir bílnum og hlaut hotfuðhógg og skrámur. í gærmorgun varð einnig 10 ára telpa á njóh fyrir bíl á Skúla- götunni. Hlaut hún höfuðihögg og skrámur Loks varð drengur á skellinöðru tyrir bíl á Laugavegi og skrámaðist nokkuð. „station" bíll og Volkswagen, og slasaðist þrennt í síðarnefnda bílnum. Málavextir voru þeir að Volks- wagenibíllinn Ö 594 kom norður Reykjanesbrautina og ætlaði öku maður að beygja inn á Litlulhlíð. í þann mund bar að Cthevrolet „station“-bílinn R 8107, sem ekið var suður götuna. Síkullu bílarn- ir saman að framaraverðu af miklu afli. Eftirtalið fólk slasaðist í Volks wagenbílnum: Þuríður Ágústs- dóttir sem meiddist á fæti, Ágúst Þorgrknur Guðmundsson, sem •hlaut slæman skurð á hötfði og Svarahvít Þorgrímsdóttir, sem handleggsbrotnaði. Var fólkið flutt í Slysavarðstofuna. Auk þeirra, sem að framan eru talin, voru í bílnum tvö börn. Sluppu þau ómeidd ásamt ökumannin- um. Báðir bfiarmr eru stórskemmd- ir og gekk t. d. framrúðan úr Völkswagerabílnum. Varð að flytja báða af staðnum. — Meiðsli urðu ekki á fólki í Clhevrolet- bílnum. þessa árs en á sama tíma í fyrra 690.047 þús. kr. Inn voru fluttar vörur fyrir 661.349 þús. kr. á sama tíma í ár, cn í fyrra fyrir 608.691 þús kr. í marz var flutt út fyrir 318.« 137 þús. kr. í ár, en fyrir 217.« 059 þús. kr. í fyrra. Inn var flutt í ár fyrir 254.884 þús. kr. en fyrir 233.177 þús. í fyrra. — Þannig var vöruskiptajöfnuður« inn nú hagstæður í marzmánuði um 63.253 þús. kr., en óhagstæð- ur í fyrra um 16.058 þús. kr. Gunnar Thoroddsea Hvatar- fundur í kvöld HVÖT, Sjálfstæðiskvennafélagiðy heldur fund í Sjálfstæðishúsinu i kvöld kl. 8.30. Gunnar Thorodd- sen, f jármálanáðherra, taAar þav um skattamálin, en á eftir verSa frjálsara umræður. — Kvikmynd verður sýnd og kaffi dwdckið. Sjálfstæðiskonur, fjöbnennið og mætið stundvlslega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.