Morgunblaðið - 22.12.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fiirnntudagur 22. des. 1966 Sveinn Benediktsson: Kastað í flóanum Skemmfileg og fróðleg bók ASGEIR Jakobsson írá Bol- ungavík hefur ritað bók um upphaf togveiða við Island, sem hann nefnir: „Kastað í Flóan- um“. Frásögn Ásgeirs er mjög lip- ur og læsileg. Er auðséð, að sá heldur á penna, sem sjálfur hef- ur lengi verið sjómaður og er einnig sýnt um ritmennsku. Asgeir mun hafa hætt sjó- mennsku fyrir tveimur til þrem- ur árum vegna meiðsla, sem hann hlaut við störf sín á sjón- um. Hefur Asgeir þegar ritað tvær bækur um sjómennsku og sjáv- arútveg, hina fyrri með Torfa skipstjóra Halldórssyni, en er einn um seinni bókina. í henni dregur Ásgeir fram úr fyrnsku og gleymsku marga frásagnaverða viðburði um leið og hann bregður upp svip- myndum af mörgum þjóðkunn- um mönnum, sjómönnum og athafnamönnum, sem fáir minn ast nú, þótt þeir væru alkunn- ir fyrr á árum. Á bændafundinum, sem hald- Inn var á Austurvelli 1905 til þess að mótmæla lagningu sím- ans um Islandsbyggðir, flutti þjóðkunnur prestur og alþingis- maður ræðu á þá leið, að allar þær plágur, sem yfir Island hefðu gengið frá landnámstíð: Stórabóla, Svartidauði og Móðu- harðindin, myndu fölna og blikna í samanburði við þá bölv un, sem síminn myndi leiða yf- ir land og þjóð. bessi ummæli hafa verið talin íslandsmet í sleggjudómum og misskilinni þjóðhollustu. En nú hefur Ásgeir Jakobs- son grafið úr gleymsku ummæli úr þingtíðindum frá árinu 1889, sem eru enn fáránlegri. Borizt hafði fregn af þýzku gufuskipi, 113 smálestir að stærð, sem gert hafði tilraun til botnvörpuveiða í Faxaflóa. Stjónarvöldin bregða skjótt við og flutt er stjómar- frumvarp um bann á botnvörpu veiðum í landhelgi. Grímur Thomsen, skáldið á Bessastöðum, segir í Alþingi í þessu tilefni botnvörpuna vera „hina ógurlegu botnsköfu — við- urstyggð eyðileggingarinnar — gereyðingartæki, sem drepur hverja murtu, skefur upp botn- inn og eyðir öllu lífi, mannlega svívirðingu og menningarfjand- samlegt tæki, djöfulsins útspek- úleraða spilverk, veiðarfæri, Fulltrúi Opinber skrifstofa óskar að ráða fulltrúa til starfa frá næstu áramótum. Laun sam- kvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist afgr. blaðsins fyrir 28. des. merkt: „Full- trúi 1967 — 8131“. Ásgeir Jakobsson með bók sína sem leggur íslenzka byggð í auðn . . . .“. í dag telja fiskifræðingar botnvörpuna ekki skaðlegri fiskistofninum en önnur veið- arfæri. Meðal íslenzku þjóðarinnar eimir þó enn alltof mikið eftir af fordómum skáldsins á Bessa- stöðum um botnvörpuna, sem á þessari öld hefur átt svo giftu- ríkan þátt í því að breyta lífs- kjörum þjóðarinnar til hins betra. Asgeir Jakobsson skýrir á ■ skemmtilegan hátt frá því, að Einar Benediktsson reyndist í þessu efni sem öðrum fram- sýnni en skáldbróðir hans á Besssastöðum, sem mest leit til fortíðarinnar og orti mörg ágæt kvæði um forna viðburði og afreksmenn. Mjög margir innlendir sem út- lendir koma við sögu í bók Ás- geirs og hana prýða nokkrar góðar myndir. Málfar gæti á stöku stað ver- ið betra og ekki er ég höfundi sammála um það, að skáldgáfan hafi ráðið að mestu um gerðir Einars Benediktssonar, heldur tók hann hina dásamlegu skáld- gáfu, sem honum var í blóð j borin, í þjónustu hugsjóna sinna, sem hafa nú rætzt hver af ann- arri. Bókin er hin eigulegasta. Útgefandi er Ægisútgáfan í Reykjavík. MEÐ FLAUELSMJÚKA ODDINUM Nýi PARKER 65 penninn er jafnvel enn glæsilegri en hinir eldri PARKER pennar. Fullkomið jafnvægi .... skapaður tii að liggja mjúklega í hönd yðar þegar þér skrif- ið. Ritoddurinn er ótrúlega mjúkur og gerð ur úr plathenium og auðveldar, rithönd yðar að njóta sín til fulls. Hinn nýji PARKER 65 er einmitt fyrir yður. — Kaupið PARKER 65, þá eignist þér það bezta. 65 CUSTOM M/GUULHETTU, KRÓNUR 1.258,00. 65 CLASSIC M/STÁLHETTU KRÓNUR 850,00. cj^> The Parker Pen Company makers of the world’s most ivanted pens hinn nýi parker 65 Oilwpiveftir eítir Árna Ólafsson „ÖRLAGAVEFUR“ heitir ný skáldsaga eftir Árna Ólafsson í útgáfu Sögusafns heimilanna. Þetta er sjöunda bók Árna Ól- afssonar, en áður hafa komið út Æskuminningar smaladirengs, Glófaxi, Fóstursonurinn, Hús- freyjan á Fossá, Draumadísin og í fyrra — Hjónin í Litluhlíð. Árni Ólafsson á marga trygga lesendur nú orðið. Þessi nýja bók, Örlagayefur, geriist í höfuð- staðnum. En þræðirnir liggja allar til sveitarinniar, hins hug- stæða söguefnis Árna Ólafsson- ar. Grimmúðleg örlög hafa að- skilið unga elskendur. En það er aðeins upphafið. Æfinfýri Dnnar — ný barnabók MBL. hefur borizt nýútkomin barnabók eftir Eggert E. Laxdal og nefnist hún Æfintýri Unnar. Höfxmdurinn hefur áður gefið út barnabókina Æfintýri Péturs litla, sem á vegum Bókaútgáfu Æskunnar árið 1965 og ljóða- bókina Pireygðar stjörnur 1965. Bókin er 42 bls. að stærð og mynd á hverri síðu, sem höfund- ur hefur gert, en hann er einnig listmálari. Fjallar sagan um litla telpu, Unni, sem lendir í ýmsum æfintýrum. Bókina tileinkar Eggert dóttur sinni, Lísu Lax- dal. IWAGNÚS ASMUNDSSON Úra- og skartgripaverzlun Ingólfsstræti 3 Sími 17884 IMDRATAFLAN „MALO“ - JÓLAGJÖF BARNSIIMS MALO teiknitaflan er furðuverk nútímans. Með fingurnögl einni saman er hægt að gera fullkomna litmynd, sem síðan má þurrka út með fáeinum handtökum og endurtaka ótal sinnum. Smitar ekki og því sérlega hentug fyrir rúmliggjandi börn. Gjöf, sem bæði gleður og þroskar. — Skoðið Malo-töfluna, áður en þér ákveðið jólagjöfina. — Fæst í Fáfni og Tómst undabúðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.