Morgunblaðið - 22.12.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.1966, Blaðsíða 8
8 M0RCUN2LAÐIÐ Fimmtudagur 22. des. 1966 EFT2R - ■ ÁRMA OLA ÞiAÐ segja vitrir menn, að Geir- mundur heljarskinn hafi verið göfgastur allra landnámismanna, segir Landnáma. Framan við Sturlungu er sér- stakur þáttur um Geirmund. Þar segir áð Hálfur kanungur ’hafi verið afi hans, og þeir hafi verið tvílburar Hámundur helajrskinn og Geirmundur. Er og sagt frá því hvernig þeir hlutu viður- nefni sín. En dr. GuSbrandur Vígfússon taldi, að þetta gæti tícki verið rétt, Halfur konungur hefði verið uppi löngu fyrr, aft- ur í forneskju. Heljarskinns- nafnið taidi hann og miklu eldra, hefði það gengið í ætt- inni og þeir bræður erft það. Þá tiellur hann litlar líkur til þess, að þeir Hámundur og Geirmund- ur hafi verið tvíburar, því að Hámundur virðist miklu yngri en Geirmundur, þar sem hann hafi verfð tengdasonur Helga magra og komið nýgiftur út með honum (um 890—95) og muni varla hafa verið fæddur fyr en um 860. Á hinn bóginn beri sög- um saman um að Geirmundur hafi verið orðinn gamall, er ihann kom út (um 895); varla hafi hann þá verið yngri en fimmtugur, nokkru eldri en þeir Skal lagrím u r og Ingimundur gamili, og þó hafi hann sepni- lega verið eldri en þetta. (Safn I.). í Geirmundarlþætti segir: „Og er þeir (bræður) voru frum- vaxta, fóru þeir úr landi að herja og öfluðu brátt bæði fjár og frægðar og stýrðu lengi miklum akipstóli, að því er segir í sum- «m frásögnum". Er svo að sjá að þeir hafi ekki komið aftur til Noregs að vitja þess níkis er þeir áttu á Hör’ðalandi og Roga- landi, því að svo segir í Grettis sögu, að Geirmundur hafi verið fyrir vestan haf þegar Hafurs- fjarðarorusta var háð. En í or- ustunni voru þeir félagar Ön- undur tréfótur, Ormur hinn auðgi, Balki Blængsson af Sóta- nesi og Hallvarður súgandi. Þeir voru víkingar og börðust í móti Haraldi konungi. „Að orustu lok inni fóru þeir til móts við Geir- mund, þvi að hann var þá fræg- astur af víkingum fyrir vestan haf, og spurðu hvort hann vildi ekki leita aftur til ríkis þess, er hann átti í Noregi og huðu hon- um fylgd sína. Geirmundur kvað þá orðinn svo mikinn styrk Har- alds konungs, að honum þótti þess litil von, að þeir fengi þar sæmdir með hernáði, kvaðst eigi nenna að gerast konungsþræll og biðja þess er hann átti áður sjálfur, kvaðst heldur mundu leita sér annara forráða. Var hann þá og af æskuskeiði“. Er svo að sjá sem þeir bræður hafi þá slitið féiag sitt. Fór Há- mundur á fund Helga magra og síðan með honum til íslands. „En ég hefi það heyrt", segir höfund- ur Geirmundarþáttar, „að í þann tíma væri sem mest orð á, að engi þætti vera frægðarför meiri en fara til íslands". Geirmundur brá þá einnig til íslandsferðar og með honum fé- lagar hans, Úlfur skjálgi, Stein- olfur lági og Þrándur mjóbeinn, og er sagt áð sínu skipi hafi stýrt hver þeirra. ----0---- /' Þetta er í fám orðum það sem vér vitum um sögu Geir- mundar, áður en hann kom til fslands. Guðbrandur Vigfússon telur fráleitt að hann 'hafi verið sem útlagi fyrir vestan haf, og varla heldur sem víkingur öll þau ár sem hann var þar. Senni- lega hafi hann eignazt þar eign- ir og ríki. En þá vantar í sög,- una hvers vegna hann yfirgaf staðfestu sina þar; ef til vill hef- ir það verið vegna herferðar Haralds konungs vestur um haf. Hafi Geirmundur aftur á móti talizt sækonungur og legið úti á herskipum, þá hafa það verið langskip, en þau töldust óhæf til þess að fara á þeim yfir út- höf. Þeir hafa því orðið að flá sér kaupför eða knörru til þess að sigla á yfir haffð til íslands. „Þeir tóku Breiðafjörð og lágu við Elliðaey. Þá spurðu þeir að fjörðurinn var byggður syðra, en lítt eða ekki vestra’*. Guð- brandur Vigfússon telur að þeir hafi komið út 895, en á undan þeir voru komnir Þórolfur Mostrarskegg og Björn austræni og höfðu numið um Snæfellsnes, en Auður djúpúðga hafði num- ?ð Dali: „Fór Geirmundur þá vest ur yfir Hvammsfjörð og nam frá Fábeinsá til Klofasteina og bjó fyrst á Geirmundarstöðum undir skarði“. Klofasteinar ætla menn að séu bjá Búðardalsá. Þrándur 'mjóbeinn nam eyar á Breiðafirði vestan Bjarneyja- flóa og bjó í Flatey, en sonur hans í Hergilsey. L'klega hefir landnám Þrándar náði frá Flat- eyarlundi og þar vestur úr, því að svo virðist sem Hallsteinn goði, sonur Þórolfs Mostrarskeggs, ihafi áður numið Látralönd, Svefneyjar og Sviðnur. Steinolfur lági nam frá Klofa- steinum til Grjótvallarmúla inn- an við Holt og þar með allan Saurbæ. Sagt er að hann hafi ihaft fjölmenni og brátt þóftt Iþröngt um sig þarna. Brá hann (sér því norður í Króksfjörð og nam þar Bæjardal. í landnámi hans sunnan fjarðar hafa þó ver ið um 30 bæir og hefði það átt að nægja einni skipshöfn, Úlfur skjálgi var mágur Helga magra. Hann nam Reykjanes ailt milli Þorskafjarðar og Berufjarð Heiniilisrafslöðvar framleiða rafmagn fyrir bundruð sveifaheimila hér á landi Rafmagnsra'sir Fjarstýrð stöðvun fró íbúð Við afgreiðum vélarnar með rafmagnsrœsi öryggisstöðvunarbúnaði hljóðdeyfiþófum —• ósamt öðrum nauðsynfegum búnaði eins og mœlatöflum höfuðrofa, eldsneytisgeymum, og fjarstýrðri stöðvun frá íbúð. Við getum afgreitt 6 kw stöðvar strax upp úr áramótum Verð þéirra er um kr. 56.200.00 Lán raforkumálastjórnar er kr. 52.000.00 til tíu ára — afborgunarlaust fyrstu 2 árin S. STEFÁNSSON & CO. HF. GARÐASTRÆTI 6 - SÍMI 15579 - PÓSTHÓLF 1006 ar, bjó fyrst á Miðjanesi, en síð- an á Reykhólum. í því landnámi hafa verið 15—20 jarðir. í landnámi Geirmundar hafa verið um 20 jarðir, en auk þess Akureyjar, Rauðseyjar og Rúf- eyjar. En honum þótti þó of þröngt um sig þarna. Þess vegna brá hann sér norður á Horn- strandir og nam þar frá Aðal- vík að Straumnesi fyrir austan Horn og setti þar saman fjögup bú, eitt í Aðalvík, annað í Barðs- vík, þri'ðja í Kjaransvík og hið fjórða á Almenningum. Auk þesa er sagt að hann hafi átt bú á Géirmundarstöðum í Selárdaá inn af SteingrimsfirðL Sennilega hefir hann aukið landnám sitt og sett upp þess* bú þegar á öðru ári eftir úbkomu Til minnis fyrir þá er leita jólagjafa: Guíl og — dýrúr steínar Skartgripir okkar hafa vakið bæjarathygli. Kulturperlur — Demantar bÚRUvur v Okkar landsþekktu gerðir. Siifurplett — Eðalstál. ♦ ♦ hátíðaborðið Fagrir gripir valdir í ýmsum löndum á góðu verði. Skálar — Kertastjakar ♦ ♦ Kinverskir iistmunir Ný sending komin. Smelti — Lakk ♦ ♦ Magnor — kristall Norsk framleiðsla — skemmtileg form. ♦ ♦ Vínglös Allar stærðir * fiJr og klukkur Veljið úrin hjá okkur því við verzlum með helztu svissnesku gæðamerkin — en önnur ekki. Heimilisklukkurnar eru í nútíma formum fyrir nýju heimilin og heita Jðn liinmunílGson Ghorlpripaverzlun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.