Morgunblaðið - 22.12.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.1966, Blaðsíða 16
16 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. des. 1966 Athugasemdir um prestakall amálið ÉG ritaði litla grein, sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skömmu, um frv. til laga um skipun presta kalla o. fl. Hún virðist hafa kom- ið við kaunin, því að tveir af meiri háttar mönnum úr stór- skotaliði Sjálfst.flolkksins hafa bomið fram á vígvöllinn og veitzt að mér. Það er Fáll Kolka i Morgunblaðinu 10. des. og rit- stjóri Vísis í leiðara 3. des. Vísir bregður mér um, að ég sé skiln- ingssljór og P. K. að ég sé ekki eins vitur og Njáll. Ég hef nú yfirleitt talið mig heldur iitinn karl, svo að ég tel mér eiklki þessi ummæli nærri. Og kannske er það af sljóleika, að ég er á ann- arri skoðun en Vísir og P. K. En það ríikir nú ennþá skoðanafrelsi í landL P. K. virðist hafa haft frétta- ritara á héraðsfundi Rang., og þó mun ekki rétt hermt. Prófastur lagði prestakallamálið fyrir fund inn. Ég sagði þarna aðeins fá orð og meinlaus. Ég hafði gert málinu skil á prestastefnu og taldi ekki þörf að ræða það ýtar- lega á héraðsfundi, enda virtust fundarmenn vera málinu kunn- ugir og búnir að mynda sér skoð- un. Ég minnist þess ekki að hafa talið upp nötfn þeirra manna, er ákipuðu prestakallanefnd, enda algjört aukaatriði, hverjir sátu í nefndinni. Annað er svo verk þeirra. Ég man ekki, hvort kristnisjóður svonefndur var nefndur á nafn á fund- inúm. Ég talaði ekki um hann, enda virðist hann vera til að slá ryki í augu manna. (Sjá síðar). í framsöguerindi mínu á síð- ustu prestastefmi eða í grein minni í Mbl. sagði ég ekki, að nefndin hefði látið bera fé á sig. Mútur. Það er stórt orð og ljótt. En þegar menn eru skipaðir í nefnd til að vinna að sérstöku máli og á sésstakan hátt, hljóta þeir að taka laun fyrir og eiga það skilið, hver sem árangur startfs þeirra er. En með þessari miklu fækkun prestakalla og pmfastsdœma, taldi ég, að þei* hefðu vel unnið fyrir kaupi sínu, að því er rikissjóð snerti. Hins- vegar neita ég ekki, að mér fannst kostnaðinum við nefndina hefði verið betur varið til þarf- ari hluta. — Augljóst er á til— lögum nefndarinnar að nokkn* hafi ráðið sparnaðarviðleitni, og held því fram, unz afisannað verður, að slikiur hafi verið til- gangurinn að töluverðu leyti. Það tekur þvi varla að gera athugasemd við það, sem P. K. segir um ávítur þær, sem ég á að hafa fengið á prestastefnu. Ég átaldi þar fonmann prestakalla- netfndar fyrir það, að hann hefðlí ekki heimsótt mig á yfirreiíi' sinni um Suðurland. Skýrði þaS' þannig, að við mig hefði ekk® þurtft að tala, þar sem leggja ættií niður prestakall mitt. Taldi, á® þetta hefði verið að hatfa iílt huga. Einn emibættisbróðir minnJ sálusorgari fonmannsins, tóloí svari hins mæta manns, sem ekkjj var viðstaddur. Mér fannst þettaj bara eðlilegt og drengilegt og tók^ þessu með jafnaðargeði, rétt ein» og P. K. mundi hatfa gert. EBm eftir stendur þó, að fonm. lét efckll svo lítið að koma að Bergþórs-j hvoli og lita augum hinar blóm*J legu framtíðarsveitir Landeyjavi sem nú átti að svipta prestl kannske um aldur og ævi. ( Þá kem ég að aðalatriði þessa máls. Atfstaða min til frv. unoa, skipim prestakalla og krist nisjó® mótast af því, að ég er „prinsipi»j elt“ andvígur frekari fækkun prestakalla í landiniu. Þegaw kirkjan hefur þurft á einbverrij hagræðingu að halda, hefur slíktii ekki fengizt, nema með þvi a® kaupa það með fækfcun presta- kalla. Ég tel, að þessa þróun eigl að stöðva að mestu. Þetta var aðalatriðið í tframsöguerindl mínu á prestastefnunni, og ég er ekkert að leyna-því, að ég fékilá þakkir margra synonus-prest* fyrir. j Það er alltaf verið að gyRa ákvæðin um kristnisjóð. Er þar ékki beitt einhverj um falsrök- um? Hver á að bera uppi kristni- sjóð? Það er kirkjan. Og hvem- ig? Með því að fæfcka starfs- mönnum sínum í dreifbýlinu* þar sem sízt má við því, að starfandi mönnum fækki Hini* dreifðu sötfnuðir landsins, þó a3 sumir séu íámennir, er.u þó lif- andi fólk, sem á sinn rétt. Hva* er nú jafnvægið í byggð lands- ins? — Etf prestalköll eru prests- laus, ætti ríkið að vera ánægt t bili. Þvi sparast fé. En þeir tím- ar geta komið að sótt verði uim þessi prestaköll. Og sízt ætti að leggja niður þau prestalböll, sem líkur eru til að sótt verði um. —- Kristnisjóður er stotfnaður með fórnum dreiflbýlisins og kirkj- unnar sem heildar. Auðvitað þarf æskulýðsprest, sjúkrahúsprest o. fl. o. fl. En þá á að auka starfsfé kirkjunnar. Rikinu ber samkvæmt stjórnarskrénni að styðja ísl. þjóðkirkju. Hvers- vegna er kirkjan eina stafnunin, sem haldið er í við? Allar aðrar stotfnanir fá með hveju ári aukið rekstursfé, og er eðlilegt á þess- um verðbólgutimum. Það hljóta margir, sam annt er um kirkjuna, að finna, að þetta er ekki við- eigandi. Og þetta vil ég undir- strika. Svo má bregða mér um sljóleika og vizfcuskort. Siffurður S Haukdal. Alasundi, 19. desember NTB Norskir selfangarar höfðu heim með sér á þessu ari selskinn að verðmæti 30.2 millj. norskra kr. Heildar- fjöldi skinnanna er 240.000 og af þeim fengust 170.000 á veiði stöðvunum við Nýfundna- land. IRHDIZADAD Veitið jólagleði inn á sérhvert DvnUHIlAII heimili--Vetrarhjálpin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.