Morgunblaðið - 22.12.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1966, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ nmmtudagur 22. des. 1966 Lauf og stjðrnur Snorrl Hjartarson: LAUF OG STJÖRNUR, ljúð, 89 bls. Heimskringla 1966. Fá íslenzk ljóðskáld eiga sér glæsilegri skáldferil en Snorri Hjartarson, og enn færri ef tekið er tillit til þess, hversu fá ljóð hann hefur í rauninni sent frá eér. Með tveimur fyrri ljóða- bókum sínum hafði hann þegar sungið sig inn í hug og hjarta allra íslenzkra ljóðunnenda. Fyrsta Ijóðabók Snorra Hjart- arsonar, Kvæffi (1944), kom út er hann var fullþroska maður 88 ára að aldri, lítið kver með aðeins 21 ljóði. Þar kemur Snorri einnig fram sem fullþroska mað ur; lesandinn verður hvergi var við hina skimandi leit byrjand- ans í ljóðagerð. Sumir kunna ef til vill að sakna þessarar byrj- andaglímu skáldsins við sjálft sig í verkum Snorra. En við því verður ekki gert. Snorri hefur kosið að birtast ekki lesendum sínum fyrr en hann hafði fullt vald á yrkisefnum sínum og tján ingafórmi. Eina „æskusynd“ Snorra Hjartarsonar er skáld- sagan, er hann skrifaði á norsku, Höit flyver ravnen (1984), raun- ar ekki eins mikil dauðsynd og hann vill sjálfur vera láta. Myndlistarnám Snorra Hjart- arsonar í Noregi setti mjöig svip sinn á fyrstu ljóðabók hans. Náttúrulýrík hans einkenndist framar ölhi af næmri skynj- un á litbrigðum landslagBÍns og heitri ættjarðarást. Hin persónulegri kvæði hans bera svip saknaðar og trega, en um- fram allt framtíðarþrá þjóðar- innar, sem einmitt þetta sama ár hafði loks að fullu endudheimt frelsi sitt. Það vakti einnig at- hygli margra, hve hildarleikur heimsstyrjaldarinnar var fjarri í Ijóðurn Snorra. í næstu ljóðabók Snorra Hjar- arsonar, Á Gnitaheiði (1962), kvað nokkuð við annan tón. Enn sem fyrr bér mikið á náttúru- ljóðum, en þau höfðu nú fengið nokkuð breyttan svip, lýstu ekki aðeins fögnuði listamannsins yfir fegurð litannan, heldur varð nátt úran útrás fyrir hugsun skálds- ins. En breytingin varð miklu meiri á öðru sviði. Nú höfðu heimsviðburðirnir teygt arrna sína inn í ljóðheim Snorra Hjart- arssonar. Þráin eftir hlýrri og bjartari dögum hafði ekki rætzt. Vera kann, að sumum þyki kyn- legt að eiftirstríðsárin skuli hafa meiri áhrif á ljóðagerð Snorra en stríðið sjálft. En það heigast trúlega af landi hans og þjóð. Eins og kunnugt er, hefur ís- land komið meira við sögu kalda stríðsins, en hins raunverulega. Hér eru það hinar andstæðu fylkingar austurs og vesturs, sem segja til sín, en umfram allt hin erlenda herseta og allt, sem henni fylgir. Engu að síður má Snorri Hjartarson segja, að Á Gnitaheiði einkenn- ist af bjartsýni, þrátt fyrir hinn dökka skugga, sem að nokkru grúfir sig yfir mörg ljóðanna. Skáldið trúir því, að allt muni breytast til batnaðar, og er lítill vafi á því að Snorri setur þá traust sitt á sósíalismann og mátt hans til að breyta heiminum. Eftir þetta ljóðasafn þagnaði Snorri Hjartarson í 14 ár, og var sú þögn einungis rofin af sam- eiginlegri endurútgáfu ljóðabók- anna beggja, undir titlinum Kvæffi 1940-52 (1960) og stöku ljóði í támaritum. Þetta er löng þögn, jafnvel hjá Snorra Hjartarsyni, en þeim mun meiri viðburður þegar hann sendir frá sér nýja bók. Sjálfum var mér kunnugt um þetta nýja ljóðasafn á síðastliðnum vetri og hef hlakkað til þess síðan. Og ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Lauf og stjörnur er miklu stærra ljóðsafn en hin fyrri, birt- ir raunar jafnmörg ljóð og hinar bækurnar báðar. Og enn kveður við nýjan tón, þótt margt sé vita- skuld sameiginlegt fyrri bókum Snorra. Enn sem fyrr kýs skáld- ið að flokka ekki Ijóð sín eftir yrkisefnum í afmarkaða kafla. Þetta hefur bæði kosti og galla. Lesandinn á erfiðara með að fá yfirsýn yfir yrkisefnin þegar hann les ljóðin 1 réttri röð, en hins vegar fær hann jafnharðan tiMinningu fyrir fjölbreytileik yrkisefnanna. Þegar ég hóf að lesa bókina datt mér í hug, það sem Hannes Pétursson hafði sagt í ágætri grein um Snorra Hjartarson í 17. félagsbréfi AB, að formsnilld hans sé svo mikil að hún kunni að slá ofbirtu í augu sumra les- enda og koma I veg fyrir að þeir lesi ljóðin niður 1 kjölinn. Þetta sýnir kannski betur en nokkuð annað yfirburði Snorra Hjartar- sonar, að það skuli þurfa að vara fólk við að láta ekki eitt ágæti skyggja á annað. EÆ litið er fyrst til náttúru- ljóðanna í Lauifi og stjörnum, þá skipa þau enn sem fyrr öndvegi. Og enn sem fyrr dregur Snorri ljóðmynd sína skýrum dráttum af öryggi hine þrautþjáMaða mál- ara: Ljósið snýr báki við litum fjallsins, líf dagsins seytlar milli steina, hverfur mjúklátt til myrkurs og þagnar í mold djúpt undir hrjúfu grjóti. (í náttstað). j i Skáldið getur með þvi að bregða upp smámyndum töfrað fram landslag af slíkum áhrMamætti, að lesandinn ekki einasta sér það fyrir sér, heldur beinlínis upp- Ufir það: Á bakikanum er sóley og blágresi og víðir í litbrigðaleik við blæinn og ljósið á fljótinu. Hólminn siglir laufsegli fram löðurhvítt fljótið og í bergi sem slútir yfir strauminn ríður kónguló net sitt. Á lygnu við hraunið á himni fljótsins er hrafnsönd með unga milli hvítra skýja. (Úr þögn og nótt). En það er ekki alltaf svona bjart yfir ljóðunum í hinu nýja ljóða- safni Snorra Hjartarsonar. Ein* og í Á Gnitaheiði verður náttúr- an einnig hér tilefni til ein- ræðna hugarins. En svarið verð- ur annað og myrkara en áður. Hér er fátt um þá bjartsýni, ec svo oft varð niðurstaða ljóðanna í Á Gnitaheiði. Þess í stað er komin spurning sem ekkert svar fær. Sem dæmi má taka ljóðið um flótta Maríu og Jóseps til Egyptalands, er skírskotar beint til samtíðarinnar, en þar er» m. a. þessi erindi: Og ég sagði: þið eruð þá enn sem fyr á veginum flóttamannsveginum, uocun uinnun uoGuninpnn IHIIPPDRIEUI SlBS ER ERCU Hfl IHPH Kannski finnst einhverjum það djörf fullyrðing, en staðreyndin ef sú, að öllum ágóða af happdrættinu er varið til að hjálpa sjúkum og bágstöddum á braut til betra lífs. Þegar þér kaupið miða í happdrætti SÍBS hjálpið þér öðrum, en um leið eigið þér ætíð von um góða vinninga — vinninga, sem geta gjörbreytt lífi yðar. Vinningaskráin í ár er óvenju glæsileg: 1 vinningur á 1.000.000,00 kr. 1.000.000,00 1 — 500.000,00 — 500.000,00 1 — 200.000,00 — 200.000,00 10 vinningar - 250.000,00 — 2.500.000,00 13 — 100.000,00 — 1.300.000,00 478 — 10.000,00 — 4.780.000,00 1000 — 5.000,00 — 5.000.000,00 14776 — 1.500,00 — 22.164.000,00 16280 — ltr. 37.444.000,00 CREIÐUm KR.37.444.0DD.00 iii 16280 yinmncsHRFH HUERIIRUERÐn ÞEIR HEPPHU I flR ? (aðeins þeir sem eiga miða.) en hvar er nú friðland hvar fáið þið leynzt með von ykkar von okkar allraT Þau horfðu á mig þögul og hurfu mér sýn inn í nóttina myrkrið og nóttina. (Ég heyrði þau nálgast). Er það hugsjón skáldsins sjálfs, sem flýr þannig án athvarfs?, hvað sem um það verður sagt, er ljóst að lausn er engin nema myrkrið og nóttin án enda. Hið villta mannsbarn get-ur ekki leng ur „fylgt laeknum leiðina heimu eins og áður. Þessi neikvæða niðurstaða er nýtt fyrirbæri í ljóðagerð Snorra Hjartarsonar og hlýtur að spegla hugarsýn hans síðustu fjórtáa árin. Þetta myrkur og úrræða- leysi er skammtar huga skálda- ins sýn ljær skáldskap hans nýj- an og óvæntan svip, minnir stundum á fánýtishyggju Steina Steinars: Dimim og köld er þokan Ég veit ekki hvar ég er veit ekki hvert ég fer en þó held ég áfram. (Myrkvi)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.