Morgunblaðið - 22.12.1966, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.12.1966, Blaðsíða 9
Fimmtuðagur 22. des. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 9 sína. Má nokkuð marka það á frásögninni af Vébirni Sygna- kappa, er kom út árið 900 og Ibraut skip sitt við Horns trand- ir, en fékk veturvist h'já Atla í Fijóti (Barðevík), þræii Geir- mundar, fyrir sig og skiipshöfn sína. Þá hefir varla verið nýlbýli S Fljóti; þar hefir verið risið upp rausnarbú, þar sem það gat bætt é sig svo mörgu vetursetufólki. Er og orðið frægt, að bústjórinn vildi ekki taka neitt fyrir þenna mikla greíða, „kvað Geirmund eigi skorta mat“. ■Guðbrandur Vigfússon telur það undarlegt hvað Vestfirðir og Strandir byggðust snemma. — IHann segir: Framan af landnám ium var svo mikil aðsókn að vest- urströnd landsins, að menn sóttu þangað meðan þar var nokkur tolettur auður. Menn mega eigi Ihalda, að þessir útskikar lands- ins hafi verið geymdir þangað til ekki var í annað hús að venda, því að víða byggðist land efðar en þar, bæði austan og norð an og það mörg miklu betri héruð. Þá telur hann-það og einkenni- legt, að Vestfirðir og Strandir toyggðust nær eingöngu af mönn- ium, sem komnir voru vestan um haf. Til þessa hljóta að liggja alveg sérstakar ástæður, og þær munu og hafa ráðið því, að þangað seildist Geirmundur til landa. Sennilegasta skýringin á þessu er sú, að norrænir menn „fyr- ir vestan haf“ hafi getað fengið þar nákvæmar upplýsingar um ísland, hvernig hinum írsku toyggðum þar var háttað, og a'ð einna mest fangs von væri vest- an lands og á Vestfjörðum. — Þegar talað er um, að engi þótti tfrægðarför meiri en að fara til íslands, þá verður að leggja þar í skilning víkinga. í þeirra aug- um var engin frægð í því að Bigla yfir haf; frægðin af slíkum tferðum miðaðist einvörðungu við |það, hve mikinn ránsfeng þeir gæti bori'ð úr býtum. ----0---- í>essi er þá sagan um landnám »h |ns göfgasta landnámsmanns é íslandi". En sögunni fylgja þó ýmsar upplýsingar, sem athygl- isverðar eru. í Geirmundarþætti segir, að hann hafi aldrei haft færri en 60 vigra karla heima á Geir- mundarstöðum. f Landnámu seg ir að hann hafi haft þar 80 frels- ingja (þ. e. frjálsa menn), og að hann hafi jatfnan haft þessa 80 men með sér, er hann ferðaðist milli búa sinna. Á þessu má sjá, að þetta hafa verið hirðmenn hans, konungsins landflótta. Hafa þeir fylgt honum á meðan hann var vestan 'hafs, og síðan farið með honum til Islands. Á sMka menn voru ekki verk lögð, eins og hiúskarla og þræla, og hefir Geirmundur því þurft að hafa með sér miklu fleiri menn. Þegar tala'ð er um bú Geir- mundar á Hornströndum, segir að búinu í Aðalvík hafi stjórnað ármaður hans (þ. e. fulltrúi). í Fljóti hafi hann sett Atla þræl fyrir búið og hafi hann haft 14 þræla undir sér. Búinu í Kjar- ansvík stjórnaði Kjaran þræll hans og hafði 12 þræla undir sér. Um búið á Almenningum segir áð því hafi stjórnað Björn þræld hans, en ekki er þess getið hve marga þræla hann hafði undir sér, og hafa þeir þó sennilega verið jafn margir og í Kjarans- vík. Ekki er þess heldur getið hve margt manna var á búi í Aðalvík, en þar hefir verið mann fleira en á hinum búunum, því að þetta hefir verið áðalibúið. ÞVí stjórnað frjálsborinn maður, fulltrúi hústoóndans, og hefir ef- laust átt að hafa umsjón með hinurti búunum. Til þess að geta rækt það starf hefir hann orðið að hafa sér til aðstoðar flokk frjálsra manna, til þess að vera við öllu búinn, ef þrælarnir skyldu gera uppreisn. Á þessum fjórum búum hafa verið um 50 iþrælar, og hefir þá ekki veitt af að hafa 20 vígra manna á bú- inu í AðalVík. Eru þá um 70 karlar á þessum fjórum búum. En varla hafa þeir verið einir. Þar hafa einnig verfð ambáttir til að sinna kvennastörfum: elda mat, þvo þvotta, hirða um mál- nytu og koma ull í fatnað, auk þjónustúbragða fyrir 70 karl- menn. Hafa varla verið færri en 8 amlbáttir á hverju búi til jafn- aðar, eða 32 alLs, og er þá rúm- lega 100 manns á þessum fjórum búum. Svo er búið í Steingrfms- firði og ætti að hafa verið þar tolutfallslega jafn margt fólk, eða 125 manns á þessum fimm toúum. Þá er enn eftir höfuðlbólið Geirmundarstaðir á Skarðs- strönd. Þar toefir þurft margt verkmanna og verkkvenna, þvi að þær jarðir, er hafa margar hlunnindaeyjar undir, hafa jafn- an verið fólksfrekar. Auk þess hefir sjór verfð stundaður þar af kappi, og stóran byrðing eða skip hefir Geirmundur þurft að toafa í ferðum mil'li búanna. Hér við bætist svo, að búið verður að sjá fyrir 80 manna hirð. Otg iþegar Geirmundur er með hirð- ina á ferðalagi milli búa sinna, þarf varnarlið heima fyrir, auk húskarla. Mun varla of í lagt að telja að karlmenn á búi hafi ver- ið eigi færri en hirðmennirnir. Ætti þá að hafa verfð þar heim- ilisfastir 160 karlmenn, þar með taldir þrælar. En nú vildu frjtás- ir menn gjarna hafa konur og Ibörn hjá sér. Og svo hefir þurft mikið kvennalið á staðnum, þern ur og amibáttir. Heimilisfólkið hefir því ekki getað verið færra en 200, og þó Mklega heldur fleira. Sé svo bætt við því fótki, sem var á hinum búunum, þá haíir allt fólk Geirmundar verið rúmlega 300 manns. Sagt er í Landnámu að Geir- mundur hafi komið út á einu skipi. Það er eflaust ranghelmi, því að tíu skip hefði hann þurft til þess að flytja hingað rúmlega 300 manns. Hvernig vilja sagnfræðingar skýra þetta? Eru nokkrar lákur til þess að Geirmundur hafi komi’ð hingað á tlíu skipum? Vilji eintover halda því fram, þé mun ástæða til að ætla, að fleiri landnámsmenn hafi komið hing- að á skipaflota og flutt með sér fjölmenni, svo að taka verði tii endurskoðunar allar ágizkanir um mannfjölda hér á landi við lok landnámsa'ldar? -----0---- Vér getum ekki rengt söguna um landnám Geirmndar og að hann hafi haft fjögur bú á Horn ströndum og líklega hið fimmta í Steingrímsfirði, auk 'höfuðtoóls- ins á Skarðsströnd. Er því auð- séð, að hann hefir þurft að leggja mikfð til bús. Landnáma segir um hann: „Hann var vell- auðugur að Iausafé og átti óf kvikfjár. Segja menn að svín hans gengi á Svínanesi, en sauð- ir á Hjarðarnesi, en hann hafði selför í Bitru". — Hjarðarnes er á milli Vatnsfjarðar og Kjálka- fjarðar, en Svínanes milli Skálm arfjarðar og Kvígindisfjarðar. Þessi nes hefir Geirmundur ekki numið, heldur lagt undir sig sem afrétt. Seinna námu þeir þessi nes Nesja-Knjúkur og Geirsteinn kjálki. Hefir Geirmundur þé verið fallinn frá, og sýnir þetta Framh. á bls. 10 á alla fjölskylduna SKÓTÍZKAN SNORRABRAUT 38 r ÁRID1966 Ómetanleg bók fyrir íslenzka baendur BÚF J ÁRFRÆÐl eftir Gunnar Bjarnason Verð kr. 1400.00 (án söluskatts) Sa'tnundur Búason: £inu sinni var Arthur Hailey: Hótcl Magnús Björnsson á Syðra-Hóli: Feðraspor og fjörusprck Ingibjörg Sigurðard.: Á blikandi vængjum Ernest Hemingway: Veisla í farángrinum Magtiea frá Kleifum; Hanna Maria Jenna og Hreiðar: Adda í menntaskóla Ármann Kr. Einarsson: Óli og Maggi mcð gullleitarmönuum UlfUlIer: Valsauga og indránaskórinn svarti FÖGUR BÓK OG FRÓÐLEG mexíkó eftir Magnús Á. Árnason, Kr. 430.00 Vifil M. Magnússon og (án sölusk.) Barböru Arnason WKETI189/ BOKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR EDINBORG IRVALJÓLAGJAFA EDIIMBORG, Laugavegi 89

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.