Morgunblaðið - 22.12.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. des. 1966 Jóhann. Hjdlniarsson skrifar um BÖKMENNTIR Brynjölfur og Iðnó KABLAR EINS OG ÉG. Æviminningar Brynjólfs Jó- hannessonar leikara. Ólafur Jónsson færði í letur. Setberg 1966. ÞAÐ var ekki illa til fundið að fá einn af þekktari leikurum okkar, Brynjólf Jóhannesson, til að leysa frá skjóðunni, fræða fólk um leikhúsmál á íslandL Ólafur Jónsson hefur samvisku- samlega og af stakri vandvirkni fært æviminningar Brynjólfs í letur. Ólafur gerir ekki tilraun til að gefa listræna mynd af Brynjólfi, skapa andrúmsloft í líkingu við það sem aðrir rit- höfundar hafa tamið sér í bók- um af þessari gerð; yfirlætisleys ið er aftur á móti einkenni að- ferðar hans. Brynjólfur hefur sjálfur orðið, rabbar fram og aft- ur um hugleikin efni, lýsir bar- áttu sinni og Leikfélags Reykja- víkur, sigrum og ósigrum, fram- tíðardraumum. þeir sem þekkja og dá leikar- ann Brynjólf Jóhannesson, munu Ólafur Jónsson ekki finna í þessari bók annað en það, sem þeir hafa búist við: mynd Brynjólfs er jafn ljós og áður án þess að vera skírari. Geðþekk er lýsing hans á bernskuárum í Reykjavík og uppvexti á ísafirðL Mest gagn af bókinni hafa ungir leikarar og þeir sem fást við leiklist, hvort heldur í lerkhúsum borg- arinnar eða samkomuhúsum sveitanna. Hér er enn sögð saga hins áhugasama hæfileikamanns sem brýtur sér leið til frama, hikar elcki við að færa leiklist- inni fórnir þrátt fyrir öruggt borgaralegt starf og gott heim- ilislíf, sem honum er einkar kært. Öllum ætti að vera hollt að skyggnast inn í þann heim, sem liggur fyrir utan leiksviðið og búningana, fá að vita að hinn örláti skemmtanamaður á sér líka tilveru ekki ólíka þeirri sem gleður aðra og hrjáir. Eins og vænta mátti er lífsmynd Bryn- jólfs manneskjuleg og heilsteypt. Hann á að vísu til að gagnrýna menn og málefni, en oftast situr góðvildin og skilningurinn á brestum annarra í fyrirrúmi, styggðaryrði falla honum ekki af munni; ef honum hefur ekíki geðjast að framkomu félaga sinna gefur hann það í skyn með þeim hætti, sem ekki særir. f>að kemur glögglega í ljós við lestur bókarinnar að íslensk leik menning hefur átt því láni að fagna, að brautryðjendur henn- ar hafa verið menn, sem allt vildu á sig leggja til þess að hún mætti blómgast, og það sem mest er um vert: þeir voru líka góðum gáfum gæddir. Sá sem nú er ungur að árum saknar þess að hafa ekki notið listar þessa prýðisfólks, en huggar sig við að enn á Brynjóifur og hans árum. BrynjóKur segir að það hafi helst verið bókmenntafólk sem hreifst af sýningunni. Leik- rit Becketts vakti ekki eins •mikla athygli og Sex verur leita höfundar, skilningurinn á því var ekki meiri en hjá leikhús- gestum forðum á verki Piran- dellos. Auðvelt er að gera sér í hugar lund svipbrigði leiklhúsgesta við sýningu Sex vera. Pirandello snýr öllu við sem áður hafði þekkst, áhorfendum sýnist þeir sjálfir komnir í stað leikenda og óttast það mest að vera leiddir upp á sviðið. En það er að mörgu leyti forvitnilegt að bera saman viðhrögð áhorfenda nú á tímum og þeirra sem áður fóru í leik- hús. f>að er nefnilega staðreynd að nú verður fólk hissa ef það finnur ekki eitthvað nýstárlegt og jafnvel fáránlegt í leikritum: f>að er verið að ala upp áhorf- endahópa, sem ekkert kemur lengur á óvart nema ef vera skyldi hógvær tök á vifangsefn- inu, mynd af venjulegu fólki á góðum eða slæmum degi. Brynjólfur Jóhannesson virð- ist hinn ánægðasti með íslenska leikmenningu, hælir starfi unga fólksins í leikhúsunum, og er raunar með þeim yngstu sjálfur þótt karlarnir hafi verið hans sérgrein, og þá leiki hann best. „Iðnó stendur enn fyrir enda Tjamarinnar, hið sama hús sera áður, þó það sé breytt bæði innra og ytra“. f>að hefur kannski ver- ið stærsta hamingja þessa húss, að þar hefur Brynjólfur Jóhann esson leikið ekki færri en 159 hlutverk. Og það eitt myndi nægja til að Þjóðleikhúsið félli ekki í gleymsku, að á fjölura 'þess vann Brynjólfur eiruhvern eftirminnilegasta sigur sem ís- lenskur leikari hefur unnið. Ég á við hlutverk Jóns Hreggviðs- sonar í fslandsklukkunnL f>að verður ekki um neina fátækt að ræða í íslensku leikhúslífi með- an leikarar eins og Brynjólfur Jóhannesson veljast til forystu. Karlar eins og ég, er vönduð bók að öllurn frágangi. Gísli B. Björnsson hefur séð um útlit hennar og gert hlífðarkápu. Margar ljósmyndir úr sögu ís- lenskrar leiklistar auka enn gildi bókarinnar. Jóhann Hjálmarsson. Brynjólfur Jóhannesson líkar leið í Iðnó til að skemmta Brynjólfur segir frá merkiieg- um atburði í listalífi Reykjavík- ur haustið 1926, frumflutningi á leikriti eftir ítalska höfundinn Luigi Pirandello. Þetta leikrit Sex verur leita höfundar, vakti að vonum umtal í borginni: „f>á var ekki um annað meira deilt á Mensa academica í Austur- stræti en hvað höfundurinn eig- inlega meinti með þessu ve±ki; þar sátu þá ýmsir ungir stúdent- ar sem nú eru orðnir máttar- stólpar samfélagsins og þráttuðu um Pirandello dag út og dag inn. Ég held að svona viðbrögð við leiksýningu séu nokkurnveg inn óhugsandi nú til dags; minnsta kosti veit ég ekki hvaða fróðárundur þyrfti til að vekja aðra eins furðu og þessi leikur vakti í þá daga“. Brynjólfur seg ir frá öðru óvenjulegu leikhús- verkL sem hann tók einnig þátt í: Beðið eftir Godot, eftir Samu- el Beckett. Þetta leikrit var sýnt í mars og apríl fyrir rúmum sex Hemingway i Paris Ernest Hemingway: VEISLA f FABÁNGBINUM Halldór Laxness sneri á íslensku. Bókaforlag Odds Björnsson- ar, 1966. „Hver sem í æsku átti því lání að fagna að ílendast í París um skeið, hann mun sanna að hvar sem leiðir liggja síðan er Paris í för með honum eins og veisla í farángrinum". Þannig skrifaði Ernest Hemingway til vinar 1950. Bók Hemingways um París- arár sín er nú komin út í ís- lenskri þýðingu. Það er ánægju- legt að hitta þá aftur saman Hemingway og Laxness; enginn var betur til þess fallinn að ná anda þessa verks en Halldór Laxness, sem áður fyrr þýddi snilldarlega Vopnin kvödd. Það hefur verið mér sönn gleði að ble Feast í þýðingu Laxness, og endurnýja kynnin við A Movea- ber að óska lesendum til ham- ingju með að hann skyldi í önn- um sínum gefa sér tíma til að Ernest Hemingway. Opal er tízkusokkur 4 Opa! er v-þýzk gæðavara Opal 20 denier Opal 30 denier Opal krepsokkur * Opal er á hagstæðu verði Notið aðeins beztu fáanlega sokka Einkaumboð fyrir OPAL TEXTILWERKE G. m. b. h. REINFELD. Kr. Þorvaldsson & Co. Heildverzlun Grettisgötu 6. — Símar 24730 og 24478. sýna Hemingway ræktarsemi. Veisla í farángrinum, segir frá Hemingway og fjölskyldu hans, og fjölda rithöfunda og mynd- listarmanna, sem hann þekkti. Hemingway fæst á þessum ár- um 1.921—1926 við blaða- mennsku, en einnig sagnagerð og er kominn vel á veg með skáldsöguna The Sun Also Rises. Hann er ekki orðinn þekktur að neinu marki sera rithöfundur. Merkasti þáttur þessarar bók- ar fjallar um rithöfundinn Scott Fitzgerald, sem hafði þegar kynni þeirra Hemingways hóf- ust, lokið við söguna um Gats- by, og drýgði tekjur sínar með því að semja smásögur fyrir bandarískt tímarit. Fitzgerald býr í París ásamt konu sinni Zeldu og ungri dóttur. Zelda er afbrýðisöm gagnvart ritmennsku hans, og notar hvert tækifæri til að koma honum á fyllirí og lama þannig starfsþrek hans. Eftir þvl sem Hemingway lýsir ævi Scotts má furðulegt heita að hann hafi skrifað jafn mikið og raun ber vitni. Fitzgerald var gagntekinn af þessari konu, enda var hún tai in heillandi, og hann áttaði sig ekki fyrr en seint á að hún var haldin geðbilun. Þá áfti hann auðveldara með að einbeita sér að verkefnum sínum. Heming- way segir kátbroslega sögu frá ferð sem hann fór til Lyon með Scott til að sækja bíl þess síðar- nefnda. Scott hefur verið, eina og títt er um listamenn, ímynd- unarveikur úr hófi fram, barns- legur maður, sem ekki var hægt að ásaka fyrir uppátæki sín vegna þess að hann var mikill hæfileikamaður, og átti í erfið- leikum. Hemingway, sem ekkl var fisjað saman þótt hann end- aði líf sitt sem taugaveiklað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.