Morgunblaðið - 22.12.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.12.1966, Blaðsíða 13
Fimmtudagar 22. <?es. 1968 MDRGUtlBLAQlÐ 13 Halldór Laxness. »kar, umbar þennan vin sinn og reyndi að hjálpa honum. En það kemur líka á daginn «ð ýmsa listamenn þoldi Hem- ingway ekki, og hann er ómyrk- *ir í máli þegar hann er að lýsa göllum þeirrá, Ijótleika eða til- litsleysi. Um Wyndham Lewis, segir Hemingway: „Andlitið á hcnum minnti mig á frosk, þó ekki endilega æpifrosk, heldur hvaða frosk sem vera skal, og París var of stór seftjörn fyrir hann“. Og ennfremur: „Ég reyndi að brjóta andlitið á honum í smátt og Xýsa því í pörtum, en náði ekki taki nema á augun- um. Þegar ég sá þau fyrst skima Undan svörtum hatti voru þetta augun í nauðgara sem hafði mis tekist“. Það er engu líkara en sérfræðingur í persónuníði hafi búið um sig á síðum bókarinnar, og ekki gerir Halldór Laxness mikið til þess að mýkja orðalag Hemingways, nema síður sé. i Lýsingin á hinu föðurlega skáldi Ezra Pound er aftur á móti fögur: „Ezra Found var vinur vina sinna og reiðubúinn að brjóta sig í mola fyrir fólk“. Hemingway sýnir fram á um- hyggj u Pounds fyrir T.S. Eliot, hvernig Pound bjó verk hans undir prentun, Ieiðbeindi banka- manninum unga frá Lundúnum og gekkst fyrir fjársöfnun til þess að koma honum úr bankan- um svo hann gæti sinnt skáld- skap eingöngu. Sem l>etur fór kom lafði ein til hjálpar að sögn Hemingways, stofnaði tímaritið The Criterion til þess að Eliot gæti látið ljós sitt skína, og l>ók hans The Waste Land aflaði hon- um verðlauna. Eliot var borgið, en Hemingway sem hafði verið einhver duglegasti safnarinn fyrir hann, notaði peningana til að veðja á „stökfchesta sem voru hafðir til veðhlaupa undir áhrif- um af fjörgandi meðulum". Þetta hefur ábyggilega verið Heming- way mikil nautn því hann var alla tíð vitlaus í sport. Af öðrum sem Hemingway fjallar ítarlega um í þessari l)ók er Gertrude Stein, hin sérvisku- fulla gáfnakerling, sem fræddi hann um margt í veraldlegum efnum, og vildi ráða hvað hann læsi og helst hvernig hann hugs- «ði. Um Stein segir Hemingway: „Hún bar slíka persónu að ef hún gerði sér far um að vinna einhvern á sitt band þá' stóðst enginn fyrir henni, og ritdómar- ar sem hittu hana og sáu myndir hjá henni treystu að óreyndu ekrifum hennar sem þeir botn- nðu ekki í vegna þess að þeir voru hrifnir af persónunni og reiddu sig á dómgreind hennar. Hún hafði líka uppgötvað marg- *>n sannleik um hrynjandi stíls og notkun endurtekninga, sem allt var á rökum reist og merki legt, enda var hún sleip að tala menn upp“. Veisla í farangrinum, er Bkemmtilestur. Þar er komið víða við. Sumt er heldur veigá- Mtið, og hefði ek'ki gildi ef það væri ekki til að skýra myndina af Hemingway sjálfum. Þannig er kaflinn um skíðaferðir í Aust- Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu urríki hálfgerður útúrdúr frá sögunni um París. Kaffihúsa- lífinu er aftur á móti gerð góð skil, enda er París óhugsandi án þess, og hlutur sonarins Mr. Bumbys, sem kötturinn F. Puss sat yfir meðan pabbinn skrifaði á kaffistofu yfir bolla af café créme og mamman stundaði píanóið, er eftirminnilegur þótt drengurinn hafi lítið að leggja til málanna, sem vanlegt er, ekki nema fáeinna mánaða. Lítil at- riði, smávægileg atvik verða fyrir íþrótt Hemingways ómiss- andi Veislunni. Hemingway hefur ekki ætlað sér að gefa tæmandi lýsingu á Parísarárum sínum eins og í ljós kemur við lestur formála hans: „Af orsökum sem höfund- inn varða einan var ekki á bók þessari hirt að segja af ýmsum stöðum og frá ýmsu fólki, at- hugunum og áhrifum". Hann nefnir staði og menn, sem ekki er talað um í bókinni, og segir: „Það hefði verið gaman ef allt þetta hefði líka verið í bókinni en við verðum að láta það bíða að sinni“. Og nú er komin út forvitnileg bók um kynni blaða- ' mannsins og rithöfundarins _A. E. Hotchners af Hemingway. Ég er viiss um að lesendur Veislunnar yrðu þakklátir, ef einhver sneri bók Hotchners á íslensku. Flestir vilja fá að vita sem mest um Ernest Hemingway. Hann á sér trygga lesendur á fslandi eins og annars staðar. Ætli það sé ekki m.a. vegna þess hve hann er sjaldan leiðinlegur og hvað hann er fjandi töff. „Ég var úngur og ekki þúngur og alla tíð var eitthvað undarlegt og slcrýtið að gerast, eins þó komið væri í óvænt efni“, segir Hem- ingway í Veislu í farángrinum. Það er mergurinn málsins. Veisla í farángrinum, er snyrti lega gefin út af Bókaforlagi Odds Björnssonar. Myndir af Heming- ®------------------------------- way, konu hans og Scott Fitzge« ald ásamt fjölskyldu eru prenéa aðar í bókinni. Þessar myndi* lýsa vel þem tíma, sem sagan gerist á. Auðsýnilega hefur efti* megni verið reynt að gera ból»- ina eigulega, og það hefur sanan arlega tekist. Jóhann Hjálmarsson. Verzlunin PERSÍA Gólfteppi og mottur í mörgum stærðum og gerðum nýkomið. Wilton teppadreglar 366 cm. breiðir. Teppalagnir eitir máli. Sænsk ryja teppi. — Mynztrin og litaval gert af hinni þekktu listakonu Marianne Richter. Manilla húsgögn fara vel með öðrum húsgögn- um eða ein sér. Nýkomið: stólar, borð, blaða grindur, ruggustólar og kollar. Verzlunin PERSÍA Laugavegi 31 — Síxni 11822. HEMINGWAY LAXNESS SÍÐASTA VERK NÖBELSVERÐLAUNASKÁLDSINS Ernest HEMING WAY r r I ÞYÐINGU NOBELSVERÐLAUNASKALDSINS Halldórs LAXNESS Það vakti alheims athygli þegar kunnugt varð, eftir ancll.it Nóbeis-skáldsins Emests Heming- ways, að hann hafði látið eftir sig handrít að endurminningum sínum frá Parísar-ámnum,. 1922—1926. Bókin var gefin út f Bandarikjun-. um árið 1964' og var metsolubók í meira en heilt ár, enda er hún frábærlega skemmtileg aflestrar. Það mun ekki teljast til minni tíð- inda hér á landi, að Nóbels-skáidið Halldór Laxness hefur nú snúið bókinni á ísíenzku af sinni alkunnu snilld, og er ósennilegt að annar merkarí bókmenntaviðburður verði hér á landi árið .1966 en útkoma bókarinnar VEISLA f FARÁNGRINUM. Þessa óviðjafnanlegu bók þurfa allir bókelskir ísiendingar að eignast og lesa sér til óblandinnar ánægju. Bókin er til- valin vinargjöf. Verð kr. 370 00 (án söluskatts) snsR BOKAFORLAG ODDS BJORNSSONAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.