Morgunblaðið - 06.12.1973, Síða 4

Morgunblaðið - 06.12.1973, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1973 Fa IIII. I l.l.ll. I > AiAit: 22-0-22* RAUÐARÁRSTIG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL TS 21190 21188 Itel 14444 • 25555 muffm |BILAŒIGA_car_ren™. (c* BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL «‘24460 í HVERJUM BÍL PIOIMŒGJR ÚTVARP OG STEREO Kasettutæki (Hverfisgotu 18 SENDUM 86060 SKODA EYÐ1R MINNA. Shobh LEIGAH AUÐBREKKU 44-46. SiMI 42600. HOPFERÐIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—50 far- þega bílar. KJARTAN INGIMARSSON. sími 86155 og 32716. FERÐABlLAR hf. Bílaleiga - Sími 81260. Fimm manna Citroen G S stat- lon Fimm manna Citroen G S 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m brlstjórum). HVER ER SINNAR ÆFU SMIDUR ^ SAMVINNUBANKINH Lagaprófessorinn og lögin Tíminn birtir nú daglega á baksfðu áskorun til manna um að gerast áskrifendur að hlaðinu. Hefur blaðið efnt til happdrættis, þannig að áskrift að hlaðinu gildir sem happ- drættismiði. Þar sem Morgun- hlaðið er þess fullvisst, að laga- prófessorinn Ölafur Jóhannes- son, sem er formaður blað- stjórnar Tímans, hefur áhuga á, að farið sé að landslögum, jafnvel þótt mikið ríði nú á að auka sölu Tímans, bendum við honum á 14. gr. laga rir. 84 frá 1933 um varnir gegn órétt- mætum verzlunarháttum. en greinin er svohljóðandi: „Bannað er að gefa með ver/.lunarvörum kaupbætis- miða. happdrættismiða, vöru- gjafir eða annað, sem dregið getur kaupendur til að kaupa þá vörutegund vegna terðma-tis í því. er henni fvlg- ir. — Sömuleiðis eru hannaðar atiglýsingar um þessháttar kaupha'ti. — Brol á þessu varða sektum allt að 5000 kr.“ Fáfræði” og „blygðunarleysi” Eins og fram hefur komið hér í blaðinu áður birtist ath.vglisverð forystugrein í Tímanum sl. laugardag, þar sem segir, að ógerlegt sé að láta herinn fara á kjörtfmabilinu. nema til komi uppsögn varnar- samningsins, og síðan er því lýst yfir, að Framsóknar- flokkurinn leggi áherzlu á. að endurskoðun á samningnum náist fram, þ.e. að samningnum verði ekki sagt upp einhliða. Undir þessari forystugrein eru stafir Tómasar Karlssonar rit- stjóra. Það er augljóst mál. að forvstugrein þessi er rituð með fullum vilja og samþvkki Ólafs Jóhannessonar forsætisráð- herra og Einar Agústssonar utanríkisráðherra enda stað- festist það f viðtölum við hlutaðeigandi f Vísi s.l. þriðju- dag. Það gat hver maður séð strax, að þessi leiðari hafði ekki inni að halda persónuleg- ar skoðanir Tómasar Karlsson- ar, heldur skoðanir forsætisráð- herra og utanrfkisráðherra. Meira að segja Magnúsi Kjartanssyni mátti vera þetta fullljóst og verður því að skoða yfirlýsingar hans í Þjóðviljan- um sl. þriðjudag sem árásir á þessa ráðmenn Framsóknar- flokksins og samráðherra sfna. Hér fara á eftir glefsur úr viðtali Þjóðviljans við Magnús Kjartansson. „Eg hef ekki nokkra hug- mynd um hvað þessi forustu- grein Tómasar Karlssonar táknar. Eg hef að undanförnu veitt athygli afar einkennileg- um skrifum hans f Tímanum, m.a. forustugrein, þar sem hann líkti verulegum hluta af miðstjórn Framsóknarflokks- ins, flokksmönnum og kjósendum, við illgresi sem þyrfti að uppræta. f þessari nýju forustugrein gengur hann að þvf leyti feti framar, að hún er ódulbúin árás á Ólaf Jó- hannesson forsætisráðherra og Einar Agústsson utanríkisráð- herra.“ „Einnig þessi túlkun er til marks um algera fáfræði eða blygðunarleysi, nema hvort tveggja sé. Þegar herinn kom hingað að þjóðinni fornspurðri 1951 og hinn svonefndi varnar samningur var gerður, var þvf heitið hátfðlega af hálfu ráðamanna, að herinn færi fljótlega aftur. Hins vegar var gert ráð fyrir þvf, að varnar- samningurinn svokallaði gilti áfram þótt herinn færi, og í þvf tilviki áttu fslendingar að gæta tækja og mannvirkja. Á þetta hefur hins vegar aldrei reynt, vegna þess að herinn hefur nú setið hér í nær aldarfjórðung þvert ofan í alla svardaga. Þegar hins vegar er búið að segja samningunum upp og hann er fallinn úr gildi, eru þessi ákvæði hans horfin eins og öll önnur: þar gildir engin grein annarri lengur. Ég held að samningamönnum Banda- ríkjamanna hafi ekki einu sinni dottið í hug að bera á borð þessar firrur Tómasar Karls- sonar — en kannski læra þeir af honum.“ Það eru venjulegu vinnu- brögðin, sem hér eru á ferð. Það er „algjör fáfræði“ og “blygðurnarleysi“ að vera annarrar skoðunar en meistar- inn sjálfur. Það, sem hér vekur athygli, er, að þessi orð beinast að samráðherrunum í ríkis- stjórninni, þó að dulbúin séu sem árás á Tómas Karlsson. spurt og svarad I Lesendaþjcnusta MORGUNBLAÐSINS Q Hver ber ábyrgðina? Aðalheiður Ólafsdóttir, Hofteigi 8, Reykjavík, spyr: „1. Væri hægt að fá úr því skorið. hvaöa aðili það er. sein ber ábyrgð á lcstri siigunnar „Biirnintaka tilsinna ráða“sem lesin er f Morgunstund barn- anna um þessar mundir? 2. Þar sem mikil mótmæli hafa komið fram vegna þessa lestrar. er þá ekki von til þess, aðlesturinn verði stöðvaður?" Ifjörtur Pálsson. dagskrár- stjóri, svarar: „1. Eins og frani hefur komið, hafa Baldur Pálmason og Silja Aðalsteinsdóttir valið þær sög- ur, sem lesnar hafa verið í Morgunstund barnanna undan- farið. og tók Silja við í október. Þau starfa undir mínni stjórn, og ég er áb.vrgur gagn- vart útvarpsráði. 2. Það fer eftir ákvörðun út- varpsráðs, en ég mun ekki leggja það til. enda einungis eftir fjórir lestrar af sögunni, eftir því sem ég veit bezt." □ Gangstéttar- lagning í Fossvogshverfi Ólafur Sölvason, Gautlandi 5, sp.vr: í sumar var gengið frá götum og gangstéttum við Gautland. Gert var ráð fyrir, að 30 sm hæðarmunur yrði frá gangstétt upp í útidyrnar við húsin. Ein- hvern veginn tókst svo til, að þetta snerist alveg við, þannig að menn, sem ætla inn i húsin þurfa að stíga niður af gang- stéttinni inn í húsin. Hver ber ábyrgð á svona vinnubrögðum? Már Gunnarsson, skrifstofu- stjóri borgarverkfræðings, svarar: Hæð götunnar og gangstéttar- innar er í samræmi við upp- gefna kvóta, nerna kafli á móts við Hörgsland er örlítið hærri en uppgefnir kvótar. Sam- kvæmt þessu hefur verið rétt að þessu staðið af hálfu borgar- innar og virðist því ekki vera um neina bótaskyldu borgar- innar að ræða í þessu tilviki. F Haflidi Jónsson 99 Jóladót 99 Síðast liðinn sunnudag hófst jólafasta, og börnin eru farin að telja dagana til jóla. Tilhlökkun er einnig farin að segja til sín hjá öllum þeim, er verzlun stunda. og jafnvel þingmenn- irnir okkar eru komnir í áber- andi jölaskap, en samkvæmt fornri siðvenju mega allir búast við einhverjum glaðningi um það leyti, sem jólasveinarnir hefja sína för til byggða, en það er eins og alþjöð veit, niu dögum fyrir jól. Það brást aldrei, þó vant væri að skammta naumt hversdagslega, að eitt kvöld á jólaföstu væri af örlæti í askana látið allt það bezta, er í búri var til og ríflegt af floti og sméri. Þessi gamli þjóðarsiður mun nú hvarvetna niður lagður eða eins og Jónas frá Hrafnagili segir á einum stað: „Það er eins og allt það inn- lenda og þjóðlega sé dæmt til dauðaog fullrar gleymsku fyrir ýmsu útlendu, mest dönsku hé- gómatildri, sem hefur stnogið inn i kaupstaðina og síðan borizt þaðan út um sveitirnar og átt þar öþarfan þátt í því að sópa öllu þjóðlegu burt úr þjóð- lífi voru.“ (Isl. þjöðhættir, bls 245). Tilefni þessara hugleiðinga er upphringing frá Guðmundi, sem sagðist vera 12 ára Kópa- vogsbúi og fyrir fáeinum dög- um hafa farið ásamt fleiri skólabörnum í skoðunarferð í Arbæjarsafn. Þar væri margt fróðlegt að sjá, en þó hefði hann ekki fundið neitt gamalt „jóladót“ eins og hann orðaði það. Nú spyr hann, hvernig „jóladót" hafi verið i gamla daga. Þetta viðtal gaf vissulega ástæðu til að ætla, að fleiri börn en Guðmundur hefðu áhuga á að endurvekja og koma í tízku gömlum, islenzkum jólasiðum, eða alla vega að gera okkar jólasiði eins þjóðlega og verða má. Vissulega væri slíkt skemmti- legt og gagnlegt og gæti eflaust sparað talsverð útgjöld á mörg- um heimilum. Mögulegt var að fræða Guð- mund um, að i Arbæjarsafni er til jólatré eins og afi hans og amma áttu. Smíði þess er ekki mjög vandasöm og sjálfsagt munu allir smíðakennarar í barnaskólum geta leiðbeint við smíði þess. Heimasmíðuð jóla- tré voru algeng á mörgum heimilum fram til 1935 eða lengur, en úr þvi var farið að flytja inn frá öðrum löndum lifandi rauðgrenitré eða jólatré úr lituðum hampi, sem bundinn var saman með vlr, þannig að eftirliking fékkst af grenitré. Á mörgum heimilum munu ennþá við lýði þessar eftirlíkingar af trjám, og á seinustu árum hafa komið á markaðinn mjög góðar eftirlíkingar, gerðar úr plast- efni. Víða voru húsakynni svo þröng í tíð afa og ömmu og jafnvel líka pabba og mömmu, að erfitt var að finna stað fyrir jólatré. Þá var stundum reynt að bjarga jólagleðinni með jóla- stjörnu. er þjónaði sama hlut- verki og jólatré. Jólastjörnur voru gerðar þannig, að þrjár mjóar og þunnar fjalir voru negldar í þríhyrninga, en síðan voru þríhyrningarnir tengdir saman með grönnum vír, þannig að þeir héngu hver niður af öðrum og voru þannig festir í baðstofuloft, þar sem minnst hætta var á, að þær væru í gangvegi fólks. Gott millibil var á milli þri'hyrning- anna, sem oft voru skreyttir með lyngi og ætíð kertum og jólasælgætispokum, en af þessu skrauti ákvarðast millibil milli : þríhyrninganna. Algengast var að nota sortu- lyng til skreytinga, en viða varð þó að notast við bóluþang, sem var þurrkað og síðan silfur- bronsað. Nánar um þjóðlegt jólaskraut ínæstaþætti. ^ jpr'o.ío't*''"j* ir*. í 1 i » \ -1- 1 l'.A' i 1 1 I Í y/írÞriSur-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.