Morgunblaðið - 06.12.1973, Page 17

Morgunblaðið - 06.12.1973, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1973 17 HLERUÐU BILA SÍMA SOVÉZKRA EMBÆTTISMANNA Washington, 5. des., AP. BANDARISKA dagblaðið Wash- ington Post skýrði frá því í dag, að bandarfska leyniþjónustan hefði um nokkurra ára skeið hler- að radíó-simana f bifreiðum hátt- settra sovézkra leiðtoga. Þessum aðgerðum, sem gengu undir dul- nefninu „Gamma Guppy“, var hætt 1971 eftir að dálkahöfundur- inn Jack Anderson skýrði frá þeim. í brúð- kaupsferð Brúðhjónin ungu, Anna Breta- prinsessa og IVlark Philipps, sjást hér á þilfari brezka kon- ungsskipsins Britannica, hvar það er statt f Panama. Hjónin eru á brúðkaupsferð, eins og allir vita, og er ekki vitað með vissu hvert skipið stefnir næst. Vinstri menn unnu sigur í kosningunum á Grænlandi Julianeháb, 5. desember, frá fréttaritara Morgunblaðsins Henrik Lund. ÓVÆNT úrslit urðu í þjöðþings kosningunum á Grænlandi. Græn- landi er skipt f tvö kjördæmi. Skipti Breta og Sovétmanna aukin Moskvu, 5. des. NTB. BRETAR og Sovétmenn hafaorð- ið sammála um að efla samskipti landanna á sem flestum sviðum, segir í opinberri tilkynningu, sem var gefin út f Moskvu f lok heimsóknar Sir Alec Douglas Home, utanrfkisráðherra Breta, til Sovétríkjanna. Sprenging í strætisvagni Tel Aviv, Kairó, Beirut, 5. des. AP. TVEIR ísraelskir hermenn létust og fimm aðrir særðust í átökum við Súezvfglfnuna og f Tel Aviv sprakk sprengja í almennings- vagni og slösuðust 15 óbreyttir borgarar, sumir mjög alvarlega. Egyptar sögðu frá því í dag, að þeir hefðu skotið niður ísraelska Phantomkönnunarvél yfir Súez í dag. Ekki var minnzt á hver hefðu orðið afdrif flugmannanna tveggja, og þessi frétt hefur ekki verið staðfest í Tel Aviv. Tilkynnt var, að EdwardHeath forsætisráðherra færi í heimsókn til Sovétríkjanna á árinu 1974, og að líkindum kemur Andrei Gro- myko, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, i heimsókn til Bret- lands. I tilkynningunni segir, að brezka stjórnin hafi „sýnt skiln- ing“ á erfiðleikum þeim, sem stjórnvöld eigi i vegna flutnings Gyðinga úr landi, svo og ýmsum hugmyndaskiptum, en stjórnin hafi þó ekki gefið upp alla von um, að vestur og austur fá skilið hvort annað betur. Ágreiningur er mikill um af- stöðuna til deilunnar í Miðjarðar- hafslöndum, eftir tilkynningunni að dæma. Manntjón í veður- hörkum í Albaníu Tirana, Albaniu, 5. des. AP. VONZKUVEÐUR f Albanfu sfðustu fjóra daga, þar sem skipzt hafa á hrfðarbyljir og gffurlegar rigningar með þrumum og eldingum, hafa orðið til þess, að 13 manns að minnsta kosti hafa látið lífið og samgöngur eru afar erfiðrar til ýmissa héraða landsins. Er óttazt, að vöruskortur sé farinn að gera vart við sig vfða og geti það haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Snjóskriður hafa fallið á bæi og þorp og vitað er um einn fjárhirði, sem varð fyrir eldingu og lézt. AP-fréttastofan segir, að albanska stjórnin háfi kom- ið saman til aukafundar á hverjum degi upp á sfðkast- ið og reyni eftir föngum að leysa úr þeim erfiðleikum, sem að steðja. Michael O’Shea látinn Dallas, Texas, 5. des. AP. BANDARtSKI leikarinn Michael O’Shea var jarðsunginn í dag, en hann lézt sl. þriðjudag 67 ára að aldri. Hann lék i fjölmörgum kvikmyndum, einkum á árunum milli 1940 — 1950, en varð þekkt- astur fyrir hlutverk sitt í mynd- inní ,,Ævi Jack Londons". Hann var einnig allgóður hljómlistar- maður og hóf feril sinn með leik i dans- og söngvamyndum. A síðari árum kom hann fram i leikhúsum og sjónvarpi. Hann var kvæntur leikkonunni Virgino Mayo. norður og suður. I norðurkjör- dæminu beið Knud Hertling, Grænlandsmálaráðherra, ósigur fyrir 26 ára gömlum kennara, Lars Emil Johansen sem á sæti á landsþinginu. Johansen vann með um 700 atkvæða mcirihluta. Hins vegar tókst ungu sjórnmála- mönnunum ekki að vinna aftur þingsæti Moses Olsen. I útvarpsræðu fyrir kosningarn- ar, sakaði Knud Hertling keppi- naut sinn um barnaskap og varaði kjósendur við því, að ef Lars Emil Johansen yrði . kjörinn myndi varamaður hans, sem er komm- únisti, fá sæti í landsráðinu. Taldi hann það mjög hættulegt fyrir Grænland. Ekki virðast kjósend- ur hafa verið eins hræddir. . Hinn nýi þingmaður nýtur vin- sælda. Hann lýsti þvf yfir i viðtali við grænlenzka útvarpið, að hann ætlaði ekki að vera björgunar- hringur fyrir neina danska rikis- stjórn, en kvaðst myndu verða vinsamiegur í garð vinstri sinn- aðra flokka. Danir höfðu áhrif I syðra kjördæminu sóttu ungu stjórnmálamennirnir töluvert á, en ekki nóg til þess að ná aftur þingsætum, sem Moses Olsen tap- aði til Nikolajs Rosing. Rosing sigraði með um 200 atkvæða mun. Það verður að segjast eins og er, að það voru dönsku atkvæðin, sem björguðu Rosing. 1 höfuð- staðnum, Godtháb, þar sem eru alveg jafn margir danskir kjós- endur og græn'enzkir, vann Ros- ing yfirburðasigur. Það gerði hann einnig á veðurstöðvum og flugvöllum, þar sem eru nær eingöngu Danir. Anker Jörgensen, fráfarandi forsætisráðherra Dana, ræðir við blaðamenn, eftir að hann kom af fundi Margrétar drottningar og hafði þar lagt fram afsagnarbeiðni slna' og stjórnar sinnar. Washington Post kveðst hafa fengið upplýsingar sinar frá fyrr- verandi starfsmönnum leyniþjón- ustunnar, sem þekktu til þessara njósna. Meðal þeirra, sem hlustað var á, voru Leonid Brezhnev, Al- exei Kosygin og Nikolai Pod- gorny. Mögulegt var að hlera sim- ana vegna þess að „truflunar- tæki“ þeirra voru ekki nógu góð. Fjarskiptatæki, sem notuð eru til að koma til skila leynilegum upp- lýsingum eða samtölum eru jafn- an búin truflurum, sem gera ut- anaðkomandi ókleift að heyra orðaskil. Washington Post segir, að það hafi verið bandariska leyniþjón ustan CIA sem sá um þessar njósnir, í samvinnu við öryggis- málastofnunina. Af hverju deyr fólk úr hræðslu? Moskvu, 5. desember. AP. HÖPUR rússneskra skfða- manna og vísindamanna eru að undirbúa skíðaferð til Norðurpólsins, til þess meðal annars að reyna að komast að þvf, hversvegna sumt fólk de.vr úr hræðslu. Þá verða einnig gerðar rannsóknir á ýmsum matvælum og rykmengun á þessum slóðum. Hópur lækna mun fylgjast með viðbrögðum leiðangurs- mannanna við hættu, en verið er að reyna að finna orsök þess að fólk sem verður skipreika á úthöfunum deyr oft eftir þrjá daga og þá frekar úr hræðslu en vegna skorts á vatni og mat. Þá verða einnig framkvæmd- ar rannsóknir á ýmsum mat- vælum, aðallega niðursoðnum. Þær rannsóknir voru ákveðnar eftir að fundist höfðu niður- soðin matvæli sem rússneskur leiðangur hafði skilið eftir á Norðurskautinu árið 1900. Innihald dósanna var rannsak- að og reyndist það vel ætt. í þeim var kjöt, kálsúpa, súkku- laði og svart brauð. Þessi 73 ára gamli kostur bragðaðist ágætlega. VERKFOLL París 5. des. NTB. Á NÆSTU dögum mun koma til umfangsmikilla verkfalla í Frakk landi, Bretlandi og Italiu og er búizt við, að vandræðaástand skapist af þeim sökum. Verkalýðs samtök i þessum löndum hafa fyrirskipað yfirvinnubann og dagsverkfall öðru hverju nú á næstunni og verður að likindum mjög almenn þátttaka. NIXON OG CEAUSESCU FAGURMÆLTIR Washington 5. des. AP. I YFIRLÝSINGU, sem Nix- on Bandarikjaforseti og Ceausescu, forseti Rúmeníu gáfu út í dag eftir viðræður í Washing- ton, er lögð áherzla á mikilvægi þess, að góð samvinna verði áfram milli landanna tveggja og bent á, að nauðsynlegt sé að virða i einu og öllu stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna. Fram kemur, að viðskipti munu aukast og menningartengsl verða treyst og báðir heita leiðtogarnir því að beita sér fyrir því, að mannúð og friður ríki í heimin- um, svo og telja þeir nauðsynlegt, að fullveldi hvers ríkis sé virt I hvívetna. Fjórða alþjóðaráðstefna kommúnista haldin 1974? Moskva, 5. des., AP, NTB. SOVEZKI kommúnistaflokkur- inn hefur lagt fram tillögu um að kvödd verði saman alþjóðleg kommúnistaráðstefna á næsta ári. Ilöfðu heimildir innan sov- ézka kommúnistaflokksins þetta fyrir satt og fylgdi það sögunni, að þegar hefðu verið sendar fyrir- spurnir til fulltrúa flestra komm- únistaflokka um vfða veröld. Mikilvægasti tilgangur þessarar ráðstefnu mun eiga að vera að herða á kröfu sovézkra kommún- ista um pólitíska forystu I þriðja heiminum og koma í veg fyrir, að Kínverjum verði ágengt í þeirri sömu fyrirætlan. Fundur æðstu manna kommún- istaríkja og háttsettra fulltrúa mun að öllum líkindum sam- þykkja drög að samkomulagi um, hvernig leiða skuli til lykta hin ýmsu alþjóðamál með það fyrir augum að draga úr spennu í Evrópu, svo og milli Moskvu og Washington. Komizt þessi ráðstefna í kring verður þetta fjórða alþjóðlega kommúnistaráðstefnan siðan heimsstyrjöldinni síðari lauk. Þær fyrri voru haldnar árin 1957, 1960 og 1969. Búizt er við, að viðbrögð verði á ýmsa lund, sér- staklega ef það er eitt aðalmark- mið Sovétríkjanna að útiloka kín- verska kommúnista frá störfum i alþjóða kommúnistahreyfingunni og fordæma leiðtogana í Peking fyrir að vera striðsæsingamenn og reyna að skapa sundrungu. Samkvæmt þessum heimildum mun sovézka tillagan lögð fyrir forystumenn kommúnistaflokka i Vestur-Evrópu alveg á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.