Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1973 Mynd þessi var tekin þegar Karl prins var í heimsókn í Alhambra á Spáni um næst síöustu helgi. Aftast á mynd- inni, til hægri, sést lafði Jane Wellsley. Næsta drottning Bretlands ÞAÐ hlaut að koma að því. Nú þegar Anna prinsessa er hamingusamlega gift, velta menn því fyrir sér i vaxandi mæli, hver verði brúður bróður hennar, Karls erfðaprins. Karl prins, sem er eftirsóknar- verðasti piparsveinn Bretlands, er nú orðinn 25 ára, og það er spennandi að velta því fyrir sér, hver verði væntanleg drottning Karls konungs III. Eins og er, snúast getgáturnar aðallega að lafði Jane Wellsley, 23 ára dóttur hertogans af Wellington. Hafa þau Karl oft sézt saman á opin- berum stöðum undanfarin tvö ár. Þegar svo lafði Jane og Karl prins hittust á Spáni skömmu eftir brúðkaup Önnu, fðru að heyrast sögur um, að ef til vill væri annað konunglegt brúð- kaup á næsta leiti. Lafði Jane og Karl prins hafa hvað eftir annað neitað því, að nokkurt ástarsamband sé í uppsiglingu þeirra í milli, en erfitt er að kveða niður sögurnar og spárnar um, að lafði Jane verði ofarlega í huga erfðaprinsins, þegar hann fer til Austurlanda i janúar til að gegna herþjónustu um borð í freigátunni Jupiter, (sem kom við sögu í nýafstöðnu þorska- striði). Lafði Jane hefur margt sér til ágætis, og ekki sakar það, að bræður hennar fjórir eru allir nánir vinir prinsins. Ur því Karl prins er nú orðinn 25 ára, þarf hann ekki lengur samþykki móður sinnar til að kvænast sinni útvöldu. Lögum samkvæmt verður hann þó að tilkynna leyndarráðinu fyrirætlanir sínar með árs fyrirvara, en siðan getur hann kvænzt ef ekki komi til mót- mæli frá annarri hvorri deiid þingsins. Liklegt er talið, að Karl prins velji ekki þá leiðina að kvænast erlendri prinsessu, þótt í ljós komi að spárnar um lafði Jane reynist ekki réttar, enda eru reglurnar um, að konungsborið fólk verði að kjósa sér maka af konungsættum orðnar úreltar. Brezku prinsessurnar — Margaret, Alexandra og nú siðasta Anna — hafa allar gifzt mönnum, sem ekki voru tigin- bornir. Óheppilegt er fyrir Karl prins, að lögin frá 1701 útiloka, að hann geti kvænzt einhverri þeirra þriggja prinsessa, sem annars gætu vel komið til greina. Samkvæmt þessum lög- um má hann ekki kvænast kaþólskri konu, svo verði þeim lögum ekki breytt eru prins- essurnar þrjár úr leik, en þær eru: Caroline prinsessa af Monaco, sem nú er 16 ára, Maria. Christine prinsessa af forum world features Eftir Ian Brown Belgíu (22 ára), og Astrid prinsessa af Luxembourg (21 árs). Sennilega er Margarita prins- essa, dóttir Michaels fyrrum konungs Rúmeníu, eina prins- essan, sem kemur til greina. Hún sturvdaði nám í Englandi og er nú 24 ára. Hittust þau Karl prins í brúðkaupi Konstantins Grikkjakonungs, og fór vel á með þeim. Áður en lafði Jane Wellsley kom til sögunnar umgekkst Karl prins mikið Rosie Clifton, sem er 21 árs og starfar við fasteignasölu í London. Hún er dóttir fyrrum ofursta i hernum, og nú síðast í októbermánuði dvöldust þau saman yfir helgi i Balmoral-höll. Frönsk blöð hafa mjög spáð í það, að Georgiana Russell verði næsta drottning Bretlands. Hún er 25 ára, dóttir brezka sendiherrans á Spáni, og var oft í fylgd með Karli prinsi árið 1972. Móðir hennar var eitt sinn ungfrú Grikkland. Georgiana talar sjö tungumál og leikur prýðisvel á gítar. Bettina Lindsay hefur oft verið gestur Karls prins bæði í Balmoral og Windsor. Hún er 22 ára, og afi hennr er jarlinn af Crawford og Balcarres, tignasti jarl Skotlands. Hún býr í London, og hefur Karl oft verið gestur hennar þar. Lucinda Buxton er einnig gamalll vinur prinsins. Hún er einnig 22 ára, dóttir Aubrey Buxton forstjóra Anglia Tele- vision sem er vinur Filipusar prins, föður Karls. Var hún oft i fylgd prinsins á skólaárum hans í Cambridge. Ef fjölskyldutengsl hafa eitt- hvað að segja, ætti lafði Rose Nevill að koma vel til greina. Hún er dóttir markgreifans af Abergavenny, en markgreifa hjónin hafa náin tengsl við foreldra prinsins. Lafði Rose er 23 ára. Frænka hennar, Angela Nevill, er 25 ára og hefur einn- ig tengsl við konungsfjöl- skylduna. Af öðrum, sem nefndar hafa verið, má hérgeta þriggja hertogadætra, en þær eru: lafði Leonora Grosvenor, 24 ára dóttir hertogans af West- minster, lafði Victoria Percy, 24 ára dóttir hertogans af Northumberland og lafði Charlotte Manners, 27 ára dóttir hertogans af Rutland. Listinn er svo til endalaus, og ótalmargar ungar konur koma til greina sem hugsanlegar drottningar Bretlands. Ef til vill fæst úrskurður strax á næsta ári. 7 GÓÐU SAMBORGARAR Okkur vantar ibúð sem fyrst. Erum með eitt barn Sími 85792 eftir kl 5. BROTAMÁLMAR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði Staðgreiðsla Nóatúni 27, simi 25891 BLÖNDUNARTÆKI Til sölu eru notuð Danfoss blönd- unartæki Hótel Holt, sími 2101 1. HÚSEIGENDUR Glersetnmg. tvöföldum opnanleg fög og jarnum Setjum upp þak- rennur og önnumst allskyns lag- færingar Upplýsingar i simum 40083 og 71044 TILSÖLU Zefyr 1966 Upptekin vél Góður híll. Upplýsingar í síma 84537 eftir kl 7 e.h. RANGÆINGAR — BREIÐFIRD INGAR Munið spilakvöldið í Lmdarbæ föstudaginn 7 des kl 8 30 Dans á eftir Skemmtmefndm ÍBÚÐTILLEIGU 3ja herbergja í'oúð með húsgögn- um til leigu nú þegar til 1 maí 1974 Bílskúr til leigu á sama stað Tilboð merkt Vesturbær 808 sendist afgr. Mbl TILSÖLU Cortina árg 1970 Keyrð 48 000 krm, Græn að lit. i' mjög góðu standi Uppl i sima 16957 eftir kl 6 18ÁRA STÚLKU vantar herb eða herb og eldhús. sem fyrst. Algjör reglusemi og góðri umgengm heitið Tilboð sendist Mbl. merkt: Góð um- . gengni — 4836 ANTIK HÚSGÖGN Borðstofusett. sófasett. stakir stól- ar og skápar Svefnsófi og skatt- hol. Selst á sanngjörnu verði. Upplýsingar i sima 1 4839 STÓR WESTINGHOUSE tauþurrkari til sölu Upplýsingar í síma 1 06 1 6 kl 7 e.h. BÍLAVÉLAVIRKI. Óskum eftir að ráða bifvélavirkja eða mann vanan bifreiðaviðgerð- um Bifreiðastöð Steindórs sf., sími 11 588. NOTAÐAR VÉLAR Höfum notaðar. ódýrar vélar, gír- kassa, hásingar, felgur i flest allar gerðir eldri bíla Bilapartasalan, Höfðatúni 1 0, simi 11397. \£ZÍ& Basar Basar Borgfirðingafélagsins verður í Lindarbæ, sunnu- daginn 9. des. kl. 2. Ógrynni fallegra muna, prjónavörur, barnafatnaður, hannyrðir, ýmsar jólavörur, kökur, lukkupokar, ofl. BOKAUNNENDUR TAKIÐ EFTIR kj>JÓDSÖGUR Enn ein bók i rit safn Jóns Árna sonar. ísafoldar bók er góð bók. jrÆvintýri r\ rra bmd L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.