Morgunblaðið - 06.12.1973, Síða 14

Morgunblaðið - 06.12.1973, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1973 Sá kann á sjóinn sívaxandi undrun og ánægju. og þau orS eiga fyrst og fremst við vinnubrögð höfundarins og getu haiis sem sögumanns og rithöf- Sveinn Sæmundsson: Upp inoðSímon kjaft. Frásagnir af íslenzkum sjómönnum. Setberg prentaði — Reykjavík 1973. miklum útgjöldum, gerðí góðan vilja og bjartar vonir að engu. Sjötti og stytzti kaflinn heitir HetjudáS á haf inu. Það er ekki af tillitsleysi við þær sæhetjur. sem um getur í bókinni. að ég hef ekki getið neinna nafna. heldur skirrzt við að nefna nokkur nöfn sakir þess. að illt er að gera upp á milli þeirra. sem þar er frekast getið. En eina undantekningu tel ég mig verða að gera. 1 kaflanum Hetju- dáð á hafinu sýnir Guðmundur Egilsson loftskeytamaður svo frábæra dirfsku. förnfýsi. þraut- seigju og karlmennsku. að Ijóma ber á nafn hans flestum öðrum fremur, sem ég hef nokkru sinni heyrt um getið. I þættínum Upp I brimgarðinn er í fyrstu fjallað um brautryðjandastarf Jöhannesar Reykdals. en siðan um sjóhrakninga og dáð og dug áhafnarinnar á barkskipinu Eos. sem hlaut að lokum það hlutskipti að liðast í sundur á skerjunum við Eyrarbakka. Þá er það þátturinn Siglt úr strandinu. en þar eru það einkum tveir breiðfirzkir feðgar, sem korna eftirminnilega við sögu. ásamt einum þeirra frum- herja íslenzkra lækna. sem mátu köllun sina meira en lif sitt. Loks er I hafróti á .Norðurslóð, þar sem segir frá frækilegri björgun áhafnar á sökkvandi vélbáti í stjórsjó og ofsaveðri úti á miðum Akurnesinga. Fer þar saman afburðasjómennska og kjarkur skipstjórans á vélbátnum Njáli og áhafnar hans og þrek og dirfska skipverjanna á Birni. sem komið hefur að óstöðvandi leki. En átakanlegust verður frásögnin sakir þess. að konur áhafnanna. sem Ægir hyggðist hremma, fylgjast með því i útvarpstækjum, sem sjómönnunum á Njáli og Birni fer á milli í taltækjum sín- um, og mun ekki minna hafa reynt á þrek og tilfinningalíf kvennanna en eiginmenn þeirra. vini og kunningja. sem háðu hiIdarleikinn íhafrótinu. Eg sagði f upphafi máls mins. að ég hefði lesið þessa bók með undar. því að vissulega hefðu þeir harmleikir og þau afrek. sem frá er sagt. síður en svo orðið jafn- eftirminnileg og áhrifarík, ef Sveinn Sæmundsson hefði ekki haft til að bera þá kosti. sem til þess þarf að skrifa þannig slíka bók. sem þessa. að efnið fái notið sfn. Hann hefur gefið sér gott tóm til að afla sér rækilegra heimilda úr ýmsum áttum. og hann þekkir svo til sjómennsku frá yngri árum sinum. að hann gerir sér Ijósa grein fyrir þvi, hvers hann þarf að spyrja heimildarmanninn til að fá sem gleggsta og sannasta mynd af því. sem máli varðar um menn, skip og aðstæður. Þess vegna fær notið sin hæfileiki hans til að setja allt í samhengi svo Ijóst fyrir sjónir lesandans. að það er sem hann hafi lifað það sjálfur. Þá kann Sveinn furðuvel að fitja þannig upp á efni hvers kafla. að honum reynist hægara um vik en ella að láta koma fram eðlilega og æskilega stígandi i rás atburðanna. Loks lætur honum með ólíkindum vel að bregða upp skýrum skyndimyndum af þeim. Guðmundur G. Hagalín skrifar: Bók- menntir sem við sögu koma, og einmitt á þann hátt láta þá lýsa sér i orðum sínum og gerðum. Málið á bókinni er tilgerðar- laust og höfundurinn kemst oftast hjá því að nota sjómönnum munn- töm orð, sem landkrabbar skilja ekki. Aftur á móti býr hann stundum til orð, sem eru auð- skilin og fara vel i málinu. Málæði Sveinn Sæmundsson. Það vill svo undarlega til. að þö að Sveinn Sæmundsson hafi þegar skrifað margar bækur um sjómenn og sæfarir. efni. sem mér er mjiig hugleikið. er þetta aðeins önnur bók hans. sem mérberst i hendur. og ég hef lesið hana með sívaxandi undrun og ánægju. Ilún er rúmlega tvö hundruð blaðsíður. og efnið er eins og hér segir: „Harmleikur á Breiða- merkursandi, sem er lengsti þátt- ur bökarinnar og fjallar um Hugin og Munin. seglskipin, sem Thor Jensen keypti á styrjaldar- árunum fyrri og af varð mikil saga og um sumt ærið harmræn. þótt ekki vrði honum þar um kennt. Næsti kafiinn heitir Straumey sekkur, en Straumey var brezkur tundurduflaslæðari, sem keyptur var eftir heims- styrjöldina hingað til iands, var hér notaður til flutninga, en först brátt með sementsfarm frá Akranesi: hins vegar bjargaðist hin vaska áhöfn fyrir aðgerðir skipshafnarinnar á Sigurfaranum frá Vestmannaeyjum, sem hvorki skorti vilja né sjómennsku til björgunarstarfanna. Þriðji og fjörði kaflinn heita Róið úr Kyjum og Undir heillastjörnu. og er þar sagt af aflasæld og fágætum afrekum sjómanna i Vestmannaeyjum. Þá er næst Útgerð í kreppunni, en það er kunnara en frá þurfi að segja, hverjir erfiðleikar steðjuðu þá að íslendingum. Annars fjallar kaflinn fyrst og fremst um það framtak Eskfirðinga að sameinast um kaup og útgerð á togaranum Andra, sem var að því leyti sér- stæð. að þá er útgerðarmenn i landi gáfust upp, sameinaðist áhöfn farkostsins um að halda honum úti, og var sú ákvörðun hennar allrar viróingar verð, þó að bilun á vél skipsins, sem olli Jónas Kristjánsson: LÍF í BORG. 149 bls. Hilmir hf. 1973. Líf í borg — um það efni hefði mátt setja saman skemmtilega "g stórfróðlega b<ik. jafnvel þótt hún væri ekki reist á rannsóknum, heldur aðeins hugleiðingum manns, sem hefði tekið eftir, velt fyrir sér hlutunum og ef til vill komist að einhverjum niðurstöð- um. Þessi bók Jónasar Kristjáns- sonar er hvorki fróðleg né skemmtileg. Jónas skrifar um efnið eins og sá, sem valdið hefur, en hefur sáralitið nýtt fram að færa. Nokkuð vitnar hann i er- lend rit. sem væri út af fvrir sig ágætt, ef honum tækist að tengja það þeim íslensku aðstæðum, sem hann miðar öðrum þræði við. en það tekst honum heldur öfimlega. Hann slær um sig með alhæfing- um eins og að „sveitafólk er þægi- legra við ókunnuga en borgar- búar eru" og að ..karlmenn flytja yfirleitt til borgarinnar í leit að atvinnu" en ,,ungu stúlkurnar flytja hins vegar til borgarinnar i leit að eiginmanni, annað hvort af því að þær ganga ekki út I sveit- inni eða vilja ekki gera það." og þar fram eftir götunum. Svona lagaðar staðhæfingar kunna að þykja sniðugar. En fræðilegar eru þær ekki, ekki einu sinni skyn- samlegar. Væri ekki gaman að afgreiða félagsleg vandamál, ef þau lægju öll svona Ijóst fyrir? Um „flóttann úr sveitunum'*. sem þarna mun átt við. er skemmst frá að segja, að orsakir hans eru ekki eins einfaldar og Jónas lætur í veðri vaka. Ekki hafa þær verið rannsakaðar hér félagsfræði- lega. þó slíkt væri unnt nú orðið. Stjórnmálamönnum. sem ræða manna mest um byggðamálin, hefur þótt henta betur að halda fram sinum skýringum á þeim samkvæmt því, sem þeir álíta að kjósendum falli best að heyra á hverjum stað og tima og eru litt hrifnir af, að aðrir blandi sér i þau. Jónas litur öðrum augum á málin. Engu að síður líkjast skrif hans umræðum pólitikusa í því, að hann skoðar þau frá einhliða sjónarhornum og slær fram alls konar órökstuddum fullyrðing- um, sem jafnerfitt er að sanna og afsanna nema þá með félagsleg- um rannsóknum, sem hér eru nánast óþekkt fyrirbæri. Sumt, sem hann segir um borgarlíf erlendis, sýnist þó á rökum reist, enda við ærnar heimildir að styðjast. En þegar hann reynir að fjalla um sömu mál hér, virðist hann skorta þekking á hvoru tveggja: sögu þjóðarinnar sfðustu áratugina og þar með forsendum fyrir tilfærslu íbúanna i landinu og í öðru lagi mismunandi högum þeirra víðs vegar um landið. Fáránlegt er t.d. að halda þvi fram, að Reykjavík sé „orðin svo eindregin miðstöð flestra þátta íslenzks þjóðlifs, að halda má því fram, að allt landið sé eitt borg- riki með miðbæ í Reykjavik." Þegar á nitjándu öld var farið að segja, að Reykjavik væri „sá partur landsins sem þenkir og ályktar," og það stendur enn og með aukinni áherslu. En sem betur fer eru mörg byggðarlög landsins svo sjálfum sér nóg, að þau þurfa lítið til Reykjavíkur að sækja framar því, sem þegnar flestra menningarþjóða sækja til höfuðborga sinna, hvort sem þeir eru búsettir fjær þeim eða nær. Byggðamál eru ekki þess eðlis, að þau verði afgreidd með vigorðum, heldur eru þau margslungin og síbreytileg. Þau eru aldrei aðeins þjóðhagsleg eða aðeins mannleg, heldur ávallt hvort tveggja. Persönulegar skýringar einnar og einnar fjöl- skyldu, sem flyst úr sveitinni eða sjávarplássinu til Stór-Reykjavik- ur . . . „til að koma börnunum til mennta"......breyta til":.. og svo framvegis eru yfir heildina litið marklausar. Sama máli gegnir um útlistanir fólks sem flyst úr landi — til Svíþjóðar eða A stralíu, svo dæmi sé tekið — það grípur gjarnan til tylliástæðna, þykist það þurfa að gera öðrum grein fyrir tiltæki sínu. Minnst hygg ég þó að marka, hvað slíkt fólk segir f blaðaviðtölum. Þá segir það bara það. sem því þykir hyggilegast og þægilegasta slá fram i andar- takinu. Langt er nú liðið, síðan Gestur Pálsson flutti fyrirlestur sinn um lifið í Reykjavik. Þá var félags- fræðin tæpast komin til sögunnar og þéttbýli á islandi á algeru f rumstigi. En Gestur var skyggn á mannlegt eðli og samfélag, sá víða. hvarfiskur lá undir steini og þorði að segja upphátt það sem honum datt í hug. Líf I borg, það sem hér um ræðir, gæti verið gott. þótt ekki jafnaðist það á við fyrirlestur Gests. En samanburður er ekki aðeins fjarlægur, heldur hreint og beint óhugsandi. Jónas er svo hreinskilinn I Eftirmála að játa, að „bók þessi er aðallega skrifuð höfundinum sjálfum til gamans." Saklaust er að láta eftir sér þvílíka skemmt- un, ef við það situr. En eitt er að skrifa og annað að láta prenta skrif sin ábók. Þjóðlíf Islendinga er ekki gamanmál einber, heldur er svolítil alvara með í leiknum. Ef til vill er afsakanlegt, að alvara sem mark sé á takandi skuli ekki fljóta með í bók, sem skrifuð er „til gamans". Hins vegar hefði mátt vænta, að bók, sem þannig er til komin, gæti þá orðið öðrum til skemmtunar. En því hygg ég vart verði að heilsa í þessu dæmi. Líf f borg er hvorki fjörleg né skemmtilega rituð bók. Jónas Kristjánsson hefur ekki á valdi sínu þann töfrasprota, að hann geti gert mikið úr litlu og reifað málefni svo, að það sýnist merki- legra eftir en áður. Mál hans og still er ekki heldur til að lyfta huganum upp úr önn hversdags- ins, og er þá vissulega vægt að orði kveðið. Og undirtiti 11 sá, sem hann hefur valið bók sinni, „Félagsfræðilegir þættir", má tæpast hátíðlegri vera miðað við innihaldið. Kristján frá Djúpalæk: HVER ER RÉTTUR VOR ? Oft hafa tilefni gefist að bera fram þessa spurningu á landi voru, einkuni fyrir vissa hópa rnanna og einstaklinga, sem á ein- hvern hátt skera sig úr: Er fólk með dulargáfur réttlaust hér? Má hvaða dóni sem er gera hróp að því, væna það um svik og lygar og hafa það að háði og spotti hvenær, sem færi gefst. Aldrei hafa slikar spurningar sótt fastar að en nú undanfarnar vikur, í sambandi við útkomu bókar Guðrúnar Sigurðardóttur. Þar hefur maður gengið undir ntanns hönd að ausa þessa konu auri og hefur svo nærri verið gengið tilfinningum hennar, að mikið má vei'a að hún rísi undir því. Hið sama gegnir með það fólk, sem með henni hefur unníð. Þá verður manni spurt hvort framleiðandi gos- drykkja eða þvottaefnis hefði þurft að taka rógi um vöru sína andófslaust. eins og útgefandj þessarar bókar hefur orðið að gera? Hefur útgefandi bóka engan rétt gegn atvinnurógi? Stráksskapur binna ölíklegustu manna hefur brotist út i sam- bandi við þessa bók, og er það svo sem engin nýlunda hér. Hann hefur aðeins verið óprúttnari en fyrr og riðið fleiri húsum. Mis- notkun fjölmíðla til skítkastsins hefur einnig verið grófari en fvrr. En þolendur virðast réttlausir að verja sig. Á annan hátt snúast menningarþjóðir við dulargáfum, sem skjóta upp kolli meðal þeirra. Bæði i Bandarikjunum og þó einkum í Sovétríkjunum, er slíkt fólk tekið til rannsóknar af fær- ustu visindamönnum, leitað sam- starfs við það til að kanna dýpi og víddir mannshugans. Þar er ekki æpt að þvi, heldur hugað. Með hjálp fölks með dulrænar gáfur, hafa Sovétmenn fært út þekkingu á möguleikum mannshugans nú hin síðari ár, meir en á þúsundum ára áður. Þeir standa undrandi frammi fyrir viðfangsefninu, hlúa að sérgáfum þessum og grandskoða. Arangurinn er líka mikill og merkilegur. Meir að segja eru þetta „hagkvæm" visindi við hlið fjarskipta og rafbylgjufræða. Tímaritið Gangleri hefur m.a. fært okkur furðulegar fréttir af uppgötvun- um á sviði þessarar nýju vísinda- greinar. Hugsanaflutningur, fjar- skynjun og skyggni, hefur sannast. Þá hafa hin miklu djúp undirvitundar verið rannsökuð og furðulegir hlutir komið í ljós. Þeir myndu ekki hafa æpt að Guðrúnu. Þeir hefðu fengið hana til samstarfs við sig og kannað rækilega hæfileika hennar. Götu- strákar á íslandi hafa annan hátt á. Rithöfundar, skáld, myndlista- menn, leikarar, já, listamenn yfir- leitt, hafa mátt þola hið sama og dulræna fólkið. Launaðir „gagn- rýnendur" hafa mátt ausa mann- orð og hæfileika þeirra auri, rægja þá og spilla starfsmöguleik- um og afkomu, án þess að rönd verði við reist. Listgagnrýni er hér vart til, heldur öp og ofsóknir. Sjái þessir menn bók, er sem hinn verri maður þeirra brjótist til valda og taki við ailri stjórn. Margir þeirra hafa lært einhverja tískuform.úlu fyrir list, gert hana sér að trúaratriði, og falli verkið, sem um er fjailað, utan þessarar formúlu, er það sallað niður og svívirt. Hlutlaus kynning verka, sem fjölmiðlar kosta til, getur skyndilega snúist uppí persónulega fordöma flytjenda, og enn verður listamaðurinn að vera aðgerðarlaus þolandi. Eru kannski listamenn og dulrænt fólk svo miklu meiri aumingjar en aðrir, að það þoli allt og beri aldreí hönd fyrir högg, né leiti réttar til gagnsókna? Leikarar hafa þó riðið á vaðið og sýnt hug sinn, með afneitun heiðurslauna úr hendi fordæmenda sinna. Silfurlampinn ætti því að geta lýst okkur, þrátt fyrir allt. Umburðarlyndi er dyggð. En ofmikið umburðarlyndi, getur snúist upp i andstæðu slna — ódyggð. k.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.