Morgunblaðið - 06.12.1973, Side 35

Morgunblaðið - 06.12.1973, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6, DESEMBER 1973 | iMHimraiIlli MORCUNBLABSIIIS Töp gegn Debuque og Augustana Frá Kristni Jörundssyni: Eftir sex daga dvöl I Luther College-háskólanum hélt íslenzka körfuknattleikslandsliðið til Deb- uque, og þar var dvalið á einka- heimilum f fyrsta skipti í ferð- inni. Bjuggu 2 eða 3 leikmenn á hverjum stað. Debuque-háskólinn er fremur lltill, telur um 600 nemendur, og áhorfendur leiksins voru því óvenjulega fáir, eða um 400 tals- ins. Leikurinn var jafn fyrstu tíu mínúturnar, eins og fyrri leikir okkar. Eftir 11 mínútur var stað- an t.d. 25-2Í fyrir Dubuque-há skólann, en eftir það fór að draga sundur með liðunum og í hálfleik var staðan orðin 58—37, þeim I vil. Seinni hálfleikinn byrjuðu Bandaríkjamennirnir síðan með miklum krafti og náðu fljótlega yfirburðastöðu 90—51, en síðasta hluta leiksins hélt íslenzka liðið í við þá, einkum vegna stórgóðs sóknarleiks Þóris Magnússonar. Leiknum lauk með sigri Debuque, 117—73. Stighæstir I íslenka lið inu voru Þórir með 28 stig og Kristinn með 16 stig. Það var eins með þetta lið og önnur, sem við höfum leikið við hér, að það hafði nokkra leik- menn, sem voru vel yfir 2 metrar á hæð, og liðið æfir auk þess alla daga vikunnar. Frá Debuque fórum við siðan til Rock Isiand, sem er 80 þúsund manna borg á bökkum Missisippi- fljótsins. I borg þessari er Aug- ustana-háskólinn, en í honum eru um 2200 nemendur. Skóli þessi er mjög virtur sem vísindastofnun innan Bandaríkjanna, sérstaklega jarðfræðideild hans. Augustana-skólinn hefur á að skipa mjög skemmtilegu körfu- knattleiksliði, I fyrra varð það í þriðja sæti I keppni minni há- skóla í Bandaríkjunum, og á heimavelli hefur Iiðið ekki tapað leik síðan í janúar 1971. Iþróttahúsið, sem leikið var í, er aðeins þriggja ára og það al- glæsilegasta, sem við höfum hing- Fáum ekki Norð- urlandamótið NORÐURLANDAMEISTARA- MÖTIÐ í handknattleik verður ekki háð hérlendis að þessu sinni. Eins og fram hefur komið, bauð HSl til móts þess, eftir að Danir, sem áttu að sjá um framkvæmd þess, gengu úr skaftinu. Hins vegar er ekki enn Ijóst, hvort mótið verður fellt niður, eða hvort það verð- ur haldið 1 Noregi eða Svíþjóð. í gær hafði Einar Mathiesen, formaður HSÍ, samband við for- ystumenn handknattleikssam- bandanna á Norðurlöndum. Sagði Einar í viðtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, að Svíar og Finnar hefðu þá gefið afsvar um að koma hingað til keppni. og mætti ljóst vera, að drægju þessi lönd sig út úr mótinu gæti ekki orðið af því. Danir vildu ekki gefa ákveðið svar I gær, en Norðmenn töldu sig hins vegar reiðubúna til þess að koma, svo og Færeyingar. — Svörin hjá sænska sam- bandinu voru þau, að þarna yrði um of kostnaðarsama og langa ferð að ræða fyrir sænska landsliðið, og sömu ástæður voru gefnar upp hjá Finnum. Bæði þessi lönd eru þó fýsandi þess, að mótið fari fram, og er nú á umræðustigi, að það verði haldið i Noregi. Munu þær lin- ur væntanlega skýrast nánar í dag. að til leikið i. Körfuknattleiksvell- irnir, sem eru tveir, eru með tart- angólfi, auk þess sem í húsinu er sundlaug og tugir sala fyrir hinar ýmsu íþróttagreinar. Húsið var troðfullt, þegar leikið var, og fyrir aftan körfuna, þar sem við hituðum upp, var stór hljómsveit með rafmagnsgitara og orgel og lék hún dynjandi rokklög við miklar undirtektir áhorfenda. Stórkostleg stemning! Leikmenn Augustana-skólans voru mjög leiknir og hittnir, og skoruðu þeir flest stig sín með langskotum, en ekki undir körf- unni, eins og hin liðin hafa öll gert. Þeir náðu fljótlega yfir- burðastöðu, í hálfleik var staðan orðin 73—39 þeim í vil. Seinni hálfleikinn léku þeir á minni hraða, og við náðum þá að halda knettinum lengur, auk þess sem leikfléttur tókust þá oft vel hjá okkur. Lokatölur leiksins urðu 122—66. Beztir i íslenzka liðinu voru þeir Gunnar Þorvarðsson og Stefánarnir Bjarkason og Hall- grímsson. Stighæstur var Krist- inn með 16 stig, Gunnar og Þórir með 14 stig. Allir landsliðsmenn eru við beztu heilsu og biðja fyrir kveðj- ur heim. Þórir Magnússon hefur staðið sig vel í Bandarikjaferðinni. Danmörk sigraði DANIR sigruðu Belgíumenn í landsleik i handknattleik, sem fram fór I Belgiu á þriðjudags- kvöldið, með 32 mörkum gegn 11. Leikurinn var liður í undan- keppni heimsmeistarakeppninnar í handknattleik. Staðan i hálfleik var 14-5, en siðustu 13 mínúturn- ar voru algjörlega i eigu danska liðsins, sem skoraði þá 11 mörk, án þess að Belgiumönnum tækist að svara fyrir sig. Mörk danska liðsins skoruðu: Flemming Hans- en 10, Irving Larsen 4, Jörgen Frandsen 3, Jörgen Vosgaad 3, Jörgen Heidemann 3, Boye Steinskjær 3, Peter Mow 3, Tom Lund 2 og Bengt Jörgensen 1. Markahæstur í liði Belgíumanna var Dirk Verhofstads, sem skor- aði 6 mörk. Staðan í liðinu er nú þessi: Luxemborg 3 3 0 0 80-33 6 Danmörk 3 3 0 0 80-33 6 Luxemburg 2 1 0 1 29-37 2 Belgía 3 0 0 3 32-71 0 Met Guðións bætt Brynjólfur Björnsson, A 1:19,3 Gunnar Gunnarsson, Æ 1:22,3 Daði Kristjánsson, UBK 1:23,0 50 metra bringusund telpna: sek. Steingrímur Davíðsson, 14 ára piltur úr Kópavogi, vakti veru- lega athygli á unglingasundmóti Ægis, sem fram fór sl. sunnudag, en þá bætti hann sveina- og drengjametið í 200 metra bringu- sundi og synti á mjög góðum tíma, 2:43,9 mín. Gamla drengjametið í þessari grein átti hinn frækni sundgarpur, Guðjón Guðmunds- son frá Akranesi og var það 2:43,0 mín. Guðjón var 16 ára, þegar hann setti met þetta, og má af þvi sjá, að ástæða er til að ætla, að Steingrímur eigi eftir að bæta sig verulega. Haldi svo fram sem horfir hjá þessum unga pilti, má búast við miklum afrekum af hans hálfu. Góður árangur náðist i fléstum keppnisgreinum á Ægismótinu og sett voru samtals 6 aldursflokka- met. Auk mets Steingríms í 200 metra bringusundi bætti hann einnig sveinametið i 100 metra flugsundi með því að synda á 1:1- 0,5 mín. 1 50 metra skriðsundi telpna setti Hrefna Rúnarsdóttir úr Ægi nýtt telpnamet með því að synda á 33,3 sek. Kristbjörn Guðmundsson úr Hafnarfirði setti nýtt sveinamet i 50 metra skriðsundi, synti á 32,3 sek., Þórunn Alfreðsdóttir úr Ægi setti telpnamet í 50 metra flugsundi, synti á 34,4 mín. og í 100 metra flugsundi, sem hún synti á 1:13,1 mín. Helztu úrslitin í einstökum keppnisgreinum á mótinu urðu annars þessi: 100 metra flugsund sveina: mín. Steingrímur Davíðsson, UBK 1:10,5 Ivar Friðriksson, Æ 1:15,4 Daði Kristjánsson, UBK 1:16,6 Gunnar Gunnarsson, Æ 1:17,4 Hermann Alfreðsson, Æ 1:19,2 50 metra skriðsund telpna: sek. Hrefna Rúnarsdóttir, Æ 33,3 Anna Sigurjónsdóttir, UBK 36,8 Ingibjörg Jensdóttir, Æ 38,5 Helga Gunnarsdóttir, Æ 38,6 Kolbrún Ólafsdóttir, SH 39,0 Regína Ólafsdóttir, KR 39,1 50 metra skriðsund sveina: sek. Kristbjörn Guðmundsson, SH 32,3 Pétur Ragnarsson, Æ 32,9 Pétur Sigurðsson, A 35,3 Grétar Jóhannsson, SH 35,8 Ásmundur Asmundsson, A 36,2 200 metra bringusund drengja: mín. Steingrímur Davíðsson, UBK 2:43,9 Guðmundur Rúnarsson, Æ 2:45,3 Sigmar Björnsson, IBK 2:51,0 Hreinn Jakobsson, A 3:01,5 Árni Eyþórsson, UBK 3:06,0 50 metra flugsund telpna: sek. Þórunn Alfreðsdóttir, Æ 34,4 Hrefna Rúnarsdóttir, Æ 37,6 Björg Halldórsdóttir, SH 42,1 Anna Sigurjónsdóttir, UBK 42,7 Ólöf Guðmundsdóttir, Æ 44,0 100 metra baksund sveina: mín. Hermann Alfreðsson, Æ 1:17,8 Bjarni Björnsson, Æ 1:17,8 MEISTARAFLOKKUR IR i körfuknattleik fór austur á Firði fyrir nokkru síðan og lék tvo leiki við úrval UlA. Tilgangurinn með þessari ferð var að gefa körfu- knattleiksmönnum á Austurlandi kost á að sjá körfuknattleik, eins og hann gerist beztur hér á landi. Einnig að fylgjast með dómgæzlu eins af okkar beztu dómurum, Kristbjörn Albertssonar, en hann var einnig með í ferðinni. Leiknir voru tveir leikir og fóru þeir báðir fram á Eskifirði, úrslit þeirra urðu þau að IR vann fyrri leikinn 100:52 og þann síðari 127:68. Stigahæstir leikmanna IR urðu Kolbeinn Kristinsson með 78 stig samanlagt, Jón Jörundsson Hrefna Rúnarsdóttir, Æ 41,0 Anna Sigurjónsdóttir, UBK 42,0 Guðbjörg Hauksdóttir, UBK 43,5 Sigrún Snorradóttir, UBK 44,2 Kolbrún Ólafsdóttir, SH 44,9 50 metra flugsund sveina: sek. Pétur Ragnarsson, Æ 37,0 Pétur Sigurðsson, Á 42,3 Karvel Hreiðarsson, UMFN 45,0 Logi Friðriksson, Æ 45,6 Jón B. Sigurðsson, A 48,0 með 38 stig og Þorsteinn Guðna- son með 36 stig. Af Austfirðing- um skoraði Sigurður Hafsteins- son mest, eða 38 stig, Björn Birgirsson var með 31 stig og Hjálmur Flosason með 24 stig. Það vakti athygli, að vítahittni Austfirðinganna var betri en IR- inga í báðum leikjunum, í fyrri leiknum 60% á móti 58% og í þeim siðari 55% á móti 43%. Dómarar I báðum leikjunum voru þeir Kristbjörn Albertsson og Ingólfur Hjaltason, en Krist- björn hélt jafnframt fjölsótt og vel heppnað dómaranámskeið á Eskifirði. BB. IR á Austfjörðum 35 Félagslíf I.O.O.F. 5= 1 551268VÍ = I O O F 1 1 .5 1 551 268Vi = I.O.G.T. Stúkan Andvari nr. 265. Fundur i kvöld kl 20 30 Templarahöllinnl, Eiríksgötu 5. Venjuleg fundarstörf. Æ.T. Skyggnilýsingarfundur Hafstemn Björnsson, miðill. heldur skyggnilýsingarfund á veg- um SRFÍ, miðvikudaginn 12. desember n.k. kl 21 OO. i Austur- bæjarbiói. Aðgöngumiðar verða afgreiddir i skrifstofu SRFÍ. að Garðastræti 8. fimmtudaginn 6 desember n k á timanum kl. 17 til 19 — Ef eitthvað kynni að verða eftir af aðgöngumiðum þá, verða þeir afgreiddir mánudaginn 10 des á sama stað og tima Stjórnin. Flladelfla, Reykjavik Almenn samkoma i kvöld kl 8.30. Ungar stúlkur vitna og syngja EyfirSingar I Reykjavik og ná- grenni. Fyrirhugaðri skemmtun aflýst. EyfirðingafélagiS. K.F.U.M. — A.D. Aðaldeildarfundur að Amtmanns- stig 2b i kvöld kl. 8.30 Séra Guðmundur Óli Ólafsson annast þátt er nefnist „Á aðventú'. Allir karlmenn velkomnir Ingólfsstræti 4. Samkoma í kvöld kl. 9. Allir vel kommr. Stefán Runólfsson. Heimatrúboðið. Almenn samkoma að Óðinsgötu 6a i kvöld kl. 20.30. Allir vel- komnir. Hér er orðsending frá Kvenna- deild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Hinn árlegi jólafundur félagsins verður i Lindarbæ, fimmtudaginn 6. desember kl. 8.30. Dagskrá verður sem hér segir: Séra Halldór Gröndal, flytur jóla- hugvekju. Börn sýna barnafatnað frá verzlun- inni Fataskápurinn. Gisli og Arnþör skemmta Að ógleymdum Ómari Ragnars- syni. Félagskonur eru hvattar til að fjöl- menna, og munið að taka eigin- mennina með. Stjórnin. Kvenfélag Kópavogs Jólafundurinn verður haldinn fimmtudagmn 6. des kl 20.30 i félagsheimilinu, uppi. Venjuleg fundarstörf Ávarp séra Gunnar Árnason. Söngur frá Tónlista- skóla Kópavogs. Upplestur ofl. Félagskonur njótið kvöldsins og mætið vel Sjórnin Sunnukonur Hafnarfirði Jólafundurinn verður haldinn fimmtudaginn 6 des kl 8 30 í Góðtemlarahúsinu. Fjölbreytt skemmtiatriði. Happdrætti og kaffi Sjórnin Hjálpræðisherinn. Fimmtudag kl 20 30: Almenn samkoma. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.