Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 30
r' s 30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1973 Þútur í skóginum Eftir Kenneth Graheme 5. kafli ÆVINTÝRI FROSKS Þá féll froskur á hnén í kolabingnum, spennti greipar og horfði bænaraugum á vélstjórann. „Æ, bjargið mér, kæri vélstjóri. Ég skal játa allt. Ég er ekki sú þvottakona, sem ég sýnist vera. Heima bíða mín engin börn, hvorki sakleysingjar né ekki sak- leysingjar. Ég er froskur, hinn þekkti og vinsæli froskur, óðalseigandi. Fyrir ráðkænsku mína og áræðni tókst mér að flýja úr viðurstyggilegri dýflissu, sem óvinir mínir höfðu varpað mér í. Ef Úti að sigla SÍKKa. Óli ok Slína pru úli a<5 si^la á litlu tjörninni. En þaS eru fleiri bátar á myndinni. Nú skuluS þiS revna aS finna 3 litla báta. seni eru faldiivSvo á eftir setiS þiS litaS mindina falk'Ka. þessir náungar, sem eru að elta okkur, ná mér, þá verð ég hnepptur í fjötra og settur á vatn og brauð og hálmdýnu á ný.“ Vélstjórinn leit íhugandi á hann og sagði: „Segðu nú satt: Fyrir hvað var þér varpað í dýflissu?" „Það var hreint lítilræði,“ sagði vesalings froskur og roðnaði. „Ég fékk bara lánaðan bíl á meðan eigendurnir fóru að fá sér að borða og þurfti ekki á honum að halda. Ég ætlaði alls ekki aðstela honum. En fólk — og ekki sízt þeir, sem með dómsvald fara, dæma allt of hart svona fljótfærnisverk unnin í hita augnabliksins.“ Vélstjórinn varð alvarlegur á svip og sagði: „Ég er hræddur um, að þú hafir hagað þér ósæmilega, froskur, og með réttu ætti ég að afhenda þig yfir- völdunum. En vandræði þín eru mikil, svo ég mun ekki svíkja þig. I fyrsta lagi vegna þess, að ég er mótfallinn bílum. í öðru lagi kæri ég mig ekki um að lúta skipunum lögreglumanna, þegar ég stend hér við mína eigin eimreið. Og í þriðja lagi verð ég alltaf snortinn, þegar ég sé dýr tárfella. Svo þú skalt herða upp hugann, froskur. Ég skal gera mitt bezta og má vera, að við komumst undan.“ Þeir hjálpuðust að við að moka á eldinn svo ketillinn varð rauðglóandi og neistaflugið stóð hátt til lofts. Þó styttist bilið á milli lestanna. Vélstjórinn þurrkaði af sér svitann með tvist-stúf og sagði: „Ég er hræddur um, að þetta dugi ekki til fröken, froskur. Þeir eru hraðskreiðari og eru léttari í vöfum. Nú er aðeins eitt til ráða og hlustaðu nú vel á. FEROIMAINIO //bS9 oJVonni ogcTVIanni eftir Jón Sveinsson Töfraflautnn Þegar þessi saga gerðist. var ég ellefu ára drengur heima í föðurlnisnm á Akureyri, fallega bænum við Eyjafjörð á Norðurlandi. Þá var það einn dag, að gest bar að garði. Sá bét Arngrímur. Hann var eitthvað skyldur okkur, og var honum tekið tveim höndum. Þessi gestkoma var ekki neinn stóryiðburður, en þó fór svo, að hún hafði miklar afleiðingar í för með sér fyrir alla framtíð mína. Þegar Arngrímur liafði þegið góðgerðir, spurði hann, hvort hann ætti ekki að leika á flautuna sína fyrir okkur. „Jú“, svöruðu allir einum rómi. Ég varð heldur en ekki forvitinn. Slíkt hljóðfæri hafði ég aldrei áður séð. Arngrímur tók nú upp leðurhylki eitt skrautlegt, lagði það hátíðlega á hné sér og opnaði það. í því var flautan, fögur á að líta og svartgljáandi. Hún var í mörgu lagi. og varð að byrja á því að setja hana saman. Þegar því var lokið, brá hann þessu furðuverki á munn sér, vætti varirnar og byrjaði að leika. Ég varð hrifinn. Fagrir tónarnir heilluðu mig alveg. Ekkert hafði ég áður heyrt, sem jafnaðist á við þetta. Arngrímur lék líka meistaralega vel. Hann sagðist aldrei skilja við sig flautuna á ferða- lögum. Hann lék á hana, hvenær sem færi gafst. A undan hverju lagi skýrði liann efni þess. Við fengum að heyra tnörg og ólík lög, sum þýzk, önnur dönsk, frönsk eða ensk. Sum af þessum lögum höfðu svo djúp áhrif á mig. að ég gleymdi þeim aldrei aftur. ÍTIc&tnorgunkoífinu — Halló. — t guðanna bænum, Jón- as, mér er alveg sama þó að þú sért sköllóttur. .. Þurrkaðu af fótunum. .. ---- Því miður get ég ekki komið I kvöld. . .konan mín fékk lánaðan hílinn, dóttirin hjólið og sonurinn hefur tekið skóna... ■ •■l* ••»• t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.