Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBKR 1973 19 Páll V. Daníelsson: Stefnt skal að afnámi beinna skatta Skattakerfið leiðir til vinnuþrælkunar, uppgjafar og ábyrgðarleysis Launamál og skattamál eru jafnan í sviðsljósinu, og er þaS eðlilegt, þegar litið er til þess, hve snar þáttur þau eru í lifaafkomu hvers einstaklings. Mál þessi verða tæpast rædd af nokkru viti án þess að tengja þau saman, þvi að launahækkun er litils virði, sé hún tekin til baka i hækkuðum sköttum. Tillaga um afnám beinna skatta Á Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins s.l. vor bar ég fram til- lögu um afnám beinna skatta. Höfuð rökin fyrir slikri tillögu eru m.a. þau, að slík skattalagn- ing er mjög ranglát, sem skapast af þvi( hve aðstaða fólks er mjög ranglát, sem skapast af þvi, hve aðstaða fólks er mismunandi til að koma sér undan slíkri skatt- lagningu. Sumir telja e.t.v. ekki rétt fram, aðrir komast undan greiðslu skatta með þvi að vera ávallt eignalausir svo að ekkert sé hægt að taka, sumir taka sér sjálf- dæmi í þvi að ákveða sjálfum sér laun og eru t.d. alþingismenn i þeim hópi o.s.frv. Þá er sami persónufrádráttur fyrir alla ein- hver sá ranglátasti nefskattur, sem upp hefur verið fundinn og ýmiskonar mismunun er varðandi aðra frádráttarliði. Þá má ekki gleyma því, að við framkvæmd skattalaga er réttleysi þegnanna svo fyrir borð borið, að skattyfir- völdin geta beitt og beita einhliða úrskurðarvaldi, þegar skatt- borgarinn þarf að ganga langa leið í gegnum dómstig til að ná rétti sínum, eru þannig þver- brotnar á honum allar lýðræðis- reglur. Og sfðast en ekki sízt leiðir skattkerfið til vinnuþrælkunar, uppgjafar og ábyrgðarleysis. Nú er tækifærið Tillögu minni var vfsað til mið- stjórnar, enda um að ræða viða j mikið mál og margt sem grípur inn í jafnróttækar breytingar. Mér er það hinsvegar fagnaðrarefni, hve mjög er nú við ýmis tækifæri lýst andstöðu við beinu skattana og brýn þörf talin á gjörbreytingu i því efni. En ég er ennþá þeirrar skoðunar, að beinu skattana eigi að afnema með öllu, þótt e.t.v. verði að gera það í áföngum. En það er einmitt nú, sem tæ-kifæri er til að stfga stórt skref í þvf máli. og það er í sambandi við þá launasamninga, sem fram undan eru. Miðstjórnarvaldið Fólki stendur ógn af hinni | gífurlegu skattlagningu, sem við búum við og er það engin furða. Á undanförnum árum og áratugum hefur Alþingi unnið að þvi vit- andi eða óafvitandi að draga til sin meiri og meiri völd og byggja upp harðsvirað miðstjórnarvalds- kerfi. Slík kerfi verða ávallt mjög dýr i rekstri og kalla á meiri skattlagningu á almenning. Einnig verður kerfið mjög óarð- bært og stendur starfsemi einka- aðila fyrir þrifum, þar sem ákvarðanataka um flesta hluti flyst til örfárra manna, sem engin tök hafa á að þekkja málin af eigin raun og stjórnunin verður því reglugerðar- og fyrirmæla- stjórnun, þ.e. ólifræn stjórnun eins og fólk er farið að kynnast i mjög ríkum mæli. Kerfið sjálfvirkt eyðileggingarafl En þetta er ekki nóg. Efna- hagslífið allt er orðið gegnsýrt af kerfisbundnum flækjum upp- byggðum af Alþingi. Og nú er svo komið. að hvorki ríkisstjórn né Alþingi ráða við vandann. Þótt æ ofan í æ sé reynt að leita úrræða til að leysa úr aðsteðjandi ^fna- hagsöngþveiti á hverjum tíma verða úrbæturnar að engu. Kerfið eyðileggur þær sjálfkrafa og sjálf- virkt. Kerfi þetta hefur nú þegar gengið sér til húðar og úpp á það verðurekki lappað lengur. Það er því engin önnur leið til, sem raunhæf getur talizt en að kollvarpa kerfinu. dreifa valdinu. byggja úpp að nýju lýðræðislega stjórnun og lýðræðislegan hugsanagang. Það mundi draga úr hinum óhófiega milliliðakostn- aði i opinberri stjórnun og verða þannig til raunverulegrar skatta- lækkunar og meiri árangur mundi nást i sókninni til auk- innar velferðar. Verðbólgan og vísitalan Einn veigamesti fram- leiðsluþátturinn í hverju þjóðfélagi er vinnuaflið. Hér á landi hefur þáttur þessi verið gerður mjög verðbólgumyndandi með þvf að láta hækkanir, sem verða á einhveju sviði hafa bein * áhrif á hann með kaupgreiðslu- vísitölu. Það er að vísu mjög eðli- legt, að launþegasamtök hafi verið hörð á þvi að viðhalda vísi- tölugreiðslum á laun, þar sem það hefur verið eina vörn þeirra gegn sívaxandi skattpíningu stjórn- valda. Með lækkun skattheimtu í heild og afnámi beinna skatta er hægt að gera breytingu hér á. Leggja þarf niður núverandi vísi- tölikerfi í sambandi við launa- samninga. Samsetning þess veldur því, að stjórnvöld, sem með alls konar taflmennsku reyna að halda vísitölunni í skefj- um, ráða ekki við að gera þjóð- hagslega hagkvæma hluti vegna áhrifa þeirra á vísitöluna. Hún er því orðin til tjóns og það tjón kemur niður á launþegum sjálf- um ekki sfður en á öðrum. Kaup- gjaldsvísitala þarf að miðast að mestu við afköst þjóðarbúsins og viðskiptakjör. Þá mundi meira jafnvægi skapast. Skattlagning og launasamningar Launasamningar þeir sem fram undan eru hljóta að tengjast mjög hinni beinu skattlagningu. Og þá auk þess sem að framan er sagt með tilliti til þess. að sá hugsunar- háttur er rikjandi hér á landi. að launajöfnuður eigi að vera sem mestur. Þetta er eðlilegt. Hinsvegar segir ekki alltaf mis- munur á launaupphæð fyrir timann eða mánuðinn alla sögu. Það eru ýmsir þættir sem gripa þar inn í eins og t.d. ákvæðis- vinna, hve mörg ár þarf til að búa sig undir starfsævina, hve fljótt fólk verður að láta af störfum vegna aldurs í starfsgrein sinni o.fl. Og þá má ekki gelyma einum höfuðþættinum, sem áhrif hefur haft í þessu efní, en það er launa- jöfnun með hinni gífurlegu beinu skattlagningu. Mistök síðustu kjarasamninga I sfðustu kjarasamningum opin- berra starfsmanna var gerð til- raun til að auka launamismun og hækka þá mest efstu launaflokk- ana. Það ævintýri er búið að vera þjóðinni dýrt og opinberum starfs ! mönnum til lítils framdráttar ef frá eru taldir alþingismenn. sem möguleika höfðu á að ráða launum sinum sjálfir. Og ráð- herrar komust i þá aðstöðu að fá að taka tvenn Iaun fyrir störf sin. En láglaunafólkið fór illa út úr samningunum og þá ekki sízt hve lágt voru metin mörg störf. sem konur vinna. Þrjár milljónir á þingmann Og sannarlega óttast ég, að ekki fari vel i þessum efnum nú. Með nýrri löggjöf klofnaði samnings- aðild opinberra starfsmanna í tvær höfuðgreinar í stað þess að ná betri samvinnu innan heildar- samtaka um rammasamninga. Að minnsta kosti var óheppilegt að kljúfa samningsréttinn eftir menntunargráðu, það hefði verið skynsamlegra að gera það eftir stofnunum. Ef fölk á mismunandi menntunarstigi getur ekki unnið sameiginlega að kjaramálum verður það til að auka á tor- tryggni og stéttabaráttu en ekki til farsældar. Og svo er það þriðji aðilinn. alþingismenn, sem enn á ný setja löggjöf um kjaramál opinberra starfsmanna. löggjöf, sem þeir undanþiggja sjálfa sig að þurfa að lúta, sem sýnir ve! að ekki telja þeir sinuni hag vel borgið undir miðstjórnarveldinu. sem þeir hafa komið á fót í launa- málum opinberra starfsmanna og skal enginn lá þeim það. Énda sizt sé litið á fjárlagafrumvarpið fyrir 1974 að skattborgarar þurfa að greiða Alþingiskostnað sem nemut' nær 3 millj. kr. á hvern þingmann. Heilbrigðari launa- samningar án miðstýringar E.t.v. er skynsamlegt að gera rammasamninga á bréiðum grundvelli. en síðan er nauðsyn- legt; að samningar um röðun i launaflokka og margskonar önnur kjaraatriði verði látin ganga burt frá miðstjórnarveldi ráðuneytis og bandalagsstjórna til forstiiðu- manna viðkomandi stofnana og starfsmannafélaga. Mundi það skapa miklu nieira réttlæti. starfsfrið, starfsánægju, styrkari stjórnun og betra samstarf milli starfsfölks og stjörnenda. Aðeins með sliku frjálsu samstarfi skap- ast möguleikar til aukinna af- kasta og lægri tilkostnaðar. Akvarðanatakan verður þá þar sem þekkingin á verkefnunum er fyrir hendi. Vilji fölk líta raun- sætt á málin held ég að þá sé hverjum manni augljóst. að utan að komandi fyrirmælastjórnun geri ótrúlega mikið tjön. Hins- vegar getur verið gagnlegt. að starfandi séu ráðgefandi sam- vinnunefndir á niilli stofnana og starfsmannafélaga i þessum efnunt. Þar gætu komið fram ýmsar nytsamar upplýsingar. Tekjuskattar hækki um 40%, skattvísitalan aðeins um 20% Grundvöllurinn til að hefja kjarasamninga á nú er ekki glæsi- legur sé litið til skattamálanna. Það er tæplega hægt að búast við farsælum árangri. í fjárlögum fyrir árið 1974 er áætlað að tekiu- Framhald á bls. 25. Ævar R. Kvaran: FÖRUMENN Merkilegt ritverk um útlagana í íslenzku þjóðlífi Elfnborg Lárusdóttir. Nýlega er komið út síðara bindi hins mikla ritverks Elinborgar Lárusdóttur um íslenzka föru- menn. I heild er þetta rit 629 bls. að stærð, svo hér er feiknamikinn fróðleik að finna um þetta efni. Önnur útgáfa svo umfangsmikils verks ber vott um það, að íslenzk- ir lesendur kunna að taka góðum bókum og vel skrifuðum. Með þessu ritverki er forðað frá gleymsku geysimiklum fróðleik um þessa undarlegu útlaga mann- lifsins, sem margir hverjir voru þó miklum og merkilegum hæfi- leikum búnir, en fengu að kenna á þvi, eins og Grettir, að sitt er hvað gæfa og gjörvuleiki. Breytir hér engu um, þótt þetta sé skáld- verk, þvi það er byggt á köldum raunveruleikanum, og i þvi liggur einmitt menningargildi þess meðal annars. Þeim, sem þekkja frú Elín- borgu, kemur ekki á óvart, þótt einmitt hún verði til þess að skrifa af samúð og skilningi um þessa ólánsmenn. Hún hefur alltaf verið málsvari smælingjanna. Með þessum bók- um hefur Elínborg tryggt það, að ævi sumra þessara manna, sem af ýmsum voru fyrirlitnir í Iifanda lífi, mun geymast ókomnum kyn- slóðum lengur en orð og athafnir margra þeirra, sem upp yfir þá þóttust hafnir. Tilurð þessa ritverks er gott dæmi þess, hvernig verkefni getur vaxið i meðferð höfundar langt fram yfir það, sem ætlað er í fyrstu. Það var nefnilega alls ekki ætlun höfundarins upphaflega að skrifa slíkt verk. Hins vegar sótti á hana sterk löngun til þess að skrifa um einn gamlan mann, sem hún kynntist i æsku. í skáldverkinu heitir hann Andrés malari. t viðtali við Mbl. um Förumenn, sem birtist þ. 27. nóv. sl. greinir hún frá því, hvernig hún kynntist þessum gamla manni, sem varð henni svo minnisstæður, svo það verður ekki endurtekið hér. Nægir að geta þess, að höfundi varð ljóst, að þetta gat ekki orðið nein smásaga um Andrés malara einan. Þetta hlaut að verða að miklu leyti þjóðlífssaga 19. aldar. Íslenzkir lesendur fögnuðu þessu ritverki svo vel, að það seldist upp á skömmum tíma. Og ekki tóku gagnrýnendur henni ver, þvi sum- ir þeirra líktu höfundi við mestu skáldsagnahöfunda meðal kvenna á Norðurlöndum. i þvi sambandi voru nefnd ekki ómerkilegri nöfn en Selma Lagerlöf og Sigrid Unset. En rit þessara skörunga bókmenntanna voru þá ókunn Elinborgu með öllu. Fyrir tuttugu árum var ein smásaga Elinborgar valin úr 100,000 sögum frá ýmsum löndum heims i smásagnasafn, þar sem 41 saga var valin til birtingar. Þetta var í smásagnasamkeppni, sem ameríska stórblaðið New York Herald Tribune stofnaði til. Það var sagan Astin er hégómi. Þessi saga hefur siðan verið þýdd á sex erlend tungumál. Þetta bendir til þess, að framannefnd ummæli gagnrýnenda um Förumenn Elin- borgar þurfi ekki að vera neitt ofmat á hæfileikum hennar. Það var fyrir hvatningu skálds- ins Einars H. Kvarans, að Elin- borg lagði i það stórræði að gefa út sina fyrstu bök, Sögur, 1935. Einar bauðst jafnvel til þe^s að skrifa formála. Þar kemst hann m.a. svo að orði: „Það er auðvelt fyrir mig að láta þess getið, að ég hef lesið þessar sögur með alveg sérstakri ánægju. Mér finnst það ekki geta dulist, að hér er verulegt skáld á ferðinni. Það er ekki eingöngu, að þessar yfirlætislausu sögur eru sagðar af snilld listamannsins. Þær eru fullar af samúð og skilningi kærleiksríkrar sálar. Og myndirnar, sem dregnar eru upp fyrir lesandanum með fáum drátt- um, eru heillandi og verða ógleymanlegar.“ Með 30 bókum, sem síðan hafa komið út eftir Elinborgu Lárusdóttur, hefur hún staðfest þessa skoðun skáldsins. Svo ein- kennilega hefur viljað til, að Elin- borg hefur einmitt lagt ómetan- legan skerf til þeirra bókmennta, sem fjalla um hin dularfullu innri öfl i manninum og benda til lífs að þessu loknu. Um þessi efni hefur Elínborg skrifað sjö bækur, og enn ein ókomin út, Leit að framlífi. Með þessum bókum hef- ur hún ríkulega endurgoldið hina fallegu umsögn í formálanum að fyrstu bökinni; þvf skáldinu Ein- ari H. Kvaran var þetta „rnikil- vægasta málið í heimi". Þessar fyrnefndu sjö bækur verða merkilegt rannsöknarefni í framtiðinni fyrir dulsálar- fræðina, sem nú er að halda innreið sina í Háskólann með lektorsstöðu dr. Erlends Haralds- sonar. Má geta þess i þessu sam- bandi, að í hinni fyrstu skýrslu, sem borizt hefur frá Bandaríkjun- um, um rannsöknir á hinum sjald- gæfu hæfileikum Hafsteins Björnssonar miðils. er einmitt vitnað i tvær bækur Elínborgar sem heimildarrit. Afköst Elinborgar á sviði bók- mennta eru með ólíkindum, þegar þess er gætt, að hún hefur unnið allt þetta mikla starf einungis í tómstundum frá húsfreyjustörf- um á stóru, mannmörgu heimili. Ævi hennar er þegar orðið islenzkt ævintýri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.