Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1973 31 MAIGRET OG SKIPSTJÓRINN Framhaldssagan eftir Georges Simenon Johanna Kristjönsdóttir þýddi — Þetta var eina afþreyingin hans ... stamaði hún. — Að hlusta á útvarp ... og svo náttúrlega bát- urinn hans, sem hann fór út á hvert einasta kvöld á sumrin og reri eftir Amsterdiep. Hann var ákaflega atorkusamur maður... Hver getur hafa gert þetta? Og þegar Maigret sagði ekkert, roðnaði hún og bætti við eins og hún hefði þegar komizt að ein- hverri niðurstöðu: — Eg ásaka engan... Ég veit ekki... Ég get ekki trúað því, skilj- ið þér. Það er lögreglan, sem lét sér detta í hug að gruna Duclos prófessor, af því að hann kom fram með skammbyssuna í hend- inni... Sjálf veit ég ekkert... Þetta er allt svo skelfilegt. En einhver hefur myrt Conrad! Og hvers vegna? Hvers vegna einmitt hann?... Ekki var það til að ræna hann... Og hver getur ástæðan verið? — Hafið þér talað við lögregl- una um það, sem þér sáuð frá glugganum? Hún roðnaði aftur. HUn stóð enn við borðið og studdi sig við það. — Ég vissi ekki, hvort það væri nauðsynlegt... Ég held ekki, að Beetje hafi gert neitt ... ég sá þetta bara svona tilsýndar... En mér hefur verið sagt, að hvert smáatriði kunni að skipta máli við rannsóknir... Eg leitaði álits prestsins og hann sagði, að ég ætti að skýra frá þessu... Beetje er góð stúlka... Ég veit sannarlega ekki, hver gæti hafa gert þetta! Það hlýtur að hafa verið einhver, sem betur væri kominn á geðveikra- spitala... HUn þurfti ekki að leita að orð- um. HUn talaði ákaflega góða frönsku og örlaði varla á erlend- um hreim. — Any segir mér, að þér hafið komið frá París ... vegna dauða Conrads. Erþað satt? HUn hafði róazt. Systir hennar stóð enn úti i horninu og bærði ekki á sér. Maigret sá hana í speglinum. — Þér viljið sjálfsagt skoða húsið? HUn sætti sig við það, en and- varpáði um leið: — Viljið þér koma með ... Any? Svartur kjóll straukst framhjá Maigret. Hann fór á eftir upp stiga, sem var lagður nýju teppi. HUsið, sem naumast var tíu ára gamalt, var byggt úr léttum múr- steini og furu. Allt tréverk innan- húss var málað í smekklegum og fallegum litum, svo að heildar- svipurinn var mjög notalegur. Fyrst sýndi hún Maigret bað- herbergið. LUgan lá yfir baðkar- inu, Maigret hallaði sér Ut um gluggann, horfði i áttina til hjólaskúrsins, virti fyrir sér vel- hirtan matjurtagarðinn og hand- an akranna var bærinn Delfzijl, þar sem flest húsin voru einnar hæðarog ekkert þriggja. Any stóð i dyrunum og beið. — Mér er tjáð, að þér séuð að rannsaka málið upp á eigin spýt- ur, sagði Maigret við hana. Það fór einhvers konar hrollur um hana, hún svaraði ekki, en flýtti sér að opna dyrnar inn í herbergi prófessorsins. Þar var rimlarUm, klæða- skápur og dúkur á gólfinu. — Hver hefur þetta herbergi? HUn varð að beita sig hörku til að geta svarað: — Það var mitt hér áður — þegarégkom hingað... — Komið þér oft i heimsókn? — Já...ég... HUn var dauðfeimin. Hann greindi varla orðin og augnaráð hennar var flöktandi. — En þegar Cuclos prófessor kom, þá hafið þér sofið inni í vinnuherbergi mágs yðar, ef ég man þetta rétt? HUn kinkaði kolli og opnaði dyrnar þangað. Stórt herbergi, tveir veggir bókum þaktir, mörg bindi um sjómennsku og á einum vegg voru myndir af Conrad Pop- inga, teknar i Afríku og Asiu, ýmist í stýrimanns- eða skip- stjórabúningi. A einum veggnum héngu frum- stæð vopn og á hillu stóðu smá- hlutir frá Japan. Þama var lika áttaviti, sem Popinga hafði verið að dunda við að lagfæra. Legubekkur með bláu áklæði. — Og herbergi systur yðar? — Næsta herbergi. Ur vinnuherberginu var innan- gengt bæði inn i herbergi prófess- orsins og í svefnherb. Popinga- hjónanna, sem var smekklega búið húsgögnum. Á gólfinu var persneskt teppi og hjónarúmið var úr mahogni. — Þér voruð sem sagt inni i vinnuherberginu? spurði Maigret eins og annars hugar. HUn kinkaði kolli. — Og þaðan komuzt þér ekki, nema fara annaðhvort i gegnum herbergi prófessorsins eða s>'stur yðar. HUn kinkaði aftur kolli. — Prófessorinn var í sinu her- bergi og systir yðar í sinu her- bergi.... HUn glennti upp augun i undrun. — Haldið þér...? Hann rölti um herbergið og síðan inn í hin tvö og tautaði: — Ég held ekki neitt! Ég er að leita! Eg er að útiloka! Og enn sem komið er þá eruð þér sú eina, sem hægt er að útiloka, ef rök- réttri hugsun er beitt, nema því aðeins að þér hafið haft einhvern i vitorði með yður, annaðhvort pröfessorinn eða frú Popinga.... — Þér....þér... En hann hélt áfram eins og hann væri að tala við sjálfan sig: — Það er hverjum heilvita manni ljóst, að Duclos hefði getað skotið annaðhvort frá sínu herbergi eða úr baðherberginu... Og frú Pop- inga hefði sem hægast getað farið yfir í baðherbergið... En prófess- orinn, sem fór þangað, strax og hann hafði heyrt skothvellinn, sá hana ekki. Einmitt þvert á móti! Hann sá hana koma úr sínu her- bergi fáeinum sekúndum siðar... Svo virtist sem feimnin væri aðeins að fara af henni og hún för að fá áhuga á máli hans og hvern- ig hann lagði þetta niður fyrir sér. — Það hefði verið hægt að skjóta af neðri hæðinni, sagði hún. Augnaráðið varð hvassara og hún rétti Ur mögrum líkamanum. — Læknirinn segir... — En sámt er það byssan, sem varð mági yðar að bana, sem prófessorinn tekur I baðherberg- inu. Þá hefðí morðinginn sem sagt orðið að kasta byssunni inn um gluggann. — Já, því ekki það? — Það er öidungis rétt hjá yður... Því ekki? Hann gekk niður stigann, sem virtist vera alltof mjór fyrir þennan þrekvaxna mann og það brakaði f þrepunum undan þunga hans. FrU Popinga stóð inni í stof- unni. Helzt leit út fyrir, að hún hefði ekki bært á sér, síðan hann fór með Any. Any kom rétt á hæla honum. — Var Cornelius tíður gestur hér? — J á, hann kom því sem næst upp á hvern dag. Hann var f auka- tímum þrisvar í viku ... þriðju- daga, fimmtudaga og laugardaga ... en hann kom líka hina dagana. Foreldrar hans búa í Austur- Indíum ... og það er ekki nema mánuður síðan honum barst sU fregn, að móðir hansværi látin .... og hún hafði meira að segja ver- ið jörðuð, þá loksins bréfið kom, svo að ... VELVAKANDI Valvakandi svarar I sfma 10- 100 kl. 10.30—11.30. fri mánudaflt til föstudags.___ 0 Hungursneyð og hjálparstarfsemi „Einn saddur“ skrifar: ,,Ég sit pakksaddur við sjón- varpstækið, en er samt að maula eitthvað góðgæti. án þess að mig langi þó nokkuð í það. Magnvana óp — hunguróp — berst Ur sjónvarpinu inn f stofuna til mín. Þar er sýnt hvar börn eru komin til þess að deyja — þau deyja þarna um þúsund á dag. Það er álíka fjöldi og er i tveimur eða þremur barnaskölum hér heima. Litil, hugstola, magnvana og hungurmorða börn liggja eins og hráviði i heitri Afrfkusólinni. Á vegum Stroeinuðu þjððanna er unnið að þ’ í að koma upp matvæla-„banku“ til að afstýra hörmungum sem þessum. A nteðan þessum málum hefur ekki verið komið í lag getum við. þú og é^hjálpað. Um leið og ég fer með þetta bréf í póst mun ég leggja inn á gíróreikning Hjálparstofnunar kirkjunnar nr. 20000 upphæð, sem fer eftir efnum og ástæðum. Lesandi. þú getur einnig hjálpað. ÞU hefur áreiðanlega betri lyst á jólasteikinni, ef þú leggur málinu lið. „Einn saddur". Þetta var þörf hugvekja. Bréf- ritari á hér sjálfsagt við þátt um hungursneyð i Etíópíu. sem nýlega var sýndur í sjónvarpinu. Nú er áf sú tið, þegar fólk hér uppi á íslandi he.vrði stundum um hungursneyð. sem geisaði einhvers staðar úti í heimi, og hugsaði með sér. hvað þetta væri nú hræðilegt — eða hvaða ansans vandræði fyrir aumingja fólkið. Fjölmiðlun nú á tímum er með svo allt öðrum hætti en áður var. að nú eru hörmungar liðandi stundar komnar inn á hvers rnanns stofugólf; þannig komast fæstir hjá því að taka beina afstöðu til mála ei.ns og þess. sem hér um ræðir. Víða erlendis eru starfandi stofnanir. sem gefa fólki kost á þvi að taka að sér „fósturbarn" í fjarlægu landi. Viðkomandi greiðir þá annað hvort hluta af þvi, sem barnið þarfnast til lífs- viðurværis ellegar þá allt. Dæmi eru Iíka um það, að starfshópar hafa tekið sig saman um slíkar greiðslur. og fer þá upphæðin að sjálfsögðu eftir getu hvers og eins. Viðkomandi fá þá upplýsingar um börnin, sem í hlut eiga. og geta fylgzt með þeim. _Það getur verið að einhverjum finnist svona starfsemi bera einhvern keim af sýndarmennsku, þ.e.a.s. að vel- megandi fólk sé að reyna að svæfa samvizku sína á einhvern hátt. Það má vel vera að svo sé í einhverjum tilvikum, en því má ekki gleyma. að með þessum hætti er fjölda barna bjarg- að frá þvi að verða hungur- vofunni að bráð. Þannig fá þau tækifæri til að lifa, enda þött þeirra bíði í fæstum tilvikum blómum stráð braut, a.m.k. ekki á okkar mælikvarða. % Kveöja til Elínar Pálmadóttur frá Hugrúnu skáldkonu „Mér lánnst göður þáttur þinn, þyrfti senn að koma meira. Égvarð ung í annað sinn, af þvf bara að sjá og he.vra." 0 Um „sveita- varginn“ og minnimáttar- kenndina Rögnvaldur Steinsson, Hrauni skrifar: „Velvakandi góður. Bergljót Þórðardóttir. Völvu- felli 24, skrifar 17. nóvember um sveitabörn og borgarbörn. Hún telur. að við, sveitavarg- urinn, eins og við oftlega erum nefnd. séunt haldin minnimáttar- kennd gagnvart Reykvikingum. Mér finnst nú nafnið að tarna ekki benda til þess, þó ekki sé annað. Ég heyri engan mann hlæja að heimsku Reykjavikur- barna. Eg held, að það séu ekki önnur börn en þau, sent eru milli vita. sem ekki vita hvaðan mjólkin kemur. Að þeirn er oft hlegið. bæði i sveit og í Revkjavík, og þá ekki fyrir heimsku heldur skringileg orðasambönd og náttúrlega fáfræði sem eðlilegt er. En er ekki eðlilegt, að ekki viti öll börn á skólaaldri hvaðan mjólkin kemur? Vil ég þar fremur kenna um foreldrum sem hafa ekki frætt börnin betur. Um skilvindu og stöðumæla finnst mér gegna nokkuð öðru máli. svo að maður nefni ekki untferða- götukálfinn, sem hvorki Velvak- andi né ég vitum hvað er. Þó held ég nú, að allmörg sveitabörn viti hvað stöðumælir er. enda oft um þá rætt í útvarpi og annarsstaðar. Ég held. áð það sé Bergljöt Þórðardóttir. sem haldin ’ er minnimáttarkennd gagnvart sveitavarginum. Ég. sem þetta skrifa. hef haft Reykjavíkurbörn í sumardvöl i tugi ára. Þau hafa verið rnjög siðleg og vel uppalin. Þessa heimsku. sem frúin talar unt. kannast ég ekki við hjá þeim öðrum börnum fremur. Ég get verið Berljötu að niörgu leyti sammála um það. sem hún segir unt útvarp og sjönvarp. Þó vil ég ómögulega meira af rausinu úrhenni Súrmjölkur-Olgu. Rögnvaldur Steinsson." Þessi skrif eru bara farin að rninna á allra skemmtilegasta hrepparig eins og hann tíðkaðist hér áður fvrr. Vinsæiu bækurnar. frá Guðjðn 0. Ástarsögurnar vin sælu Aðalsmærin og járn- smiðurinn Hefnd jarlsfrúarinnar Herragarðurinn og prestssetrið Hneyksli Sonur járnbrauta- kóngsins Sorrell og sonur ★ í huliðsblæ og fleiri sögur eftir Nóbelsverðlauna- höfundinn Pearl S. Buck ★ Bækur Guðmundar Danielssonar um vötn og veiðislóðir: Elliðaárnar, Paradís Reykjavíkur,Dunar á eyrum, Ölfusá og Sogið, Vötn og veiði- menn, uppár Árnes- sýslu. ★ Ævisögur: Bók Hannesar Jóns- sonar: Hið guðdómtega sjónarspil Bók Steinþórs Þórðar- sonar á Hala: IMú-IMú, bókin sem aldrei var skrifuð Sigfús Einarsson tónskáld eftir Sigrúnu Gísla- dóttur ★ Bækur Stefáns Jóns sonar fréttamanns: Roðskinna Ljós í róunni Líklega verður róið dag Með flugu i höfðinu ★ Bækur Maríu Skagan: Að hurðarbaki, spít- talasaga í meist- arans höndum ★ Svikahrappar og hrekkjalómar eftir Svein Asgeirsson ★ Á heljarslóð eftir Björn J. Blöndal Spítalasaga ★ Áfengisvarnir eftir Jónas Guðmundsson ★ Bridgebækurnar: Contract bridge Vínarkerfið ★ Ritsafn Dr. Helga Pjeturs;Nýall I — y Ritsafn Jóns Trausta I — VIII Velkomin á Langholtsveg 1 1 1 BÓKAÚTGÁFA GUÐJONS Ó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.