Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1973 11 Frá furulundinum á Þingvöllum Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar. Axels Einarssonar, Aðalstræti 6, III. hæð. Þ€IR RUKR UlflSKIPTin SEH1 IVSR I RUGL\ íbúð vlð smáragðtu Stór íbúð á hæð, ásamt herbergjum í kjallara (íbúð) og bílskúr, ertil sölu. íbúðin ervið Smáragötu. Upplýsingar i síma 10271 i allan dag og eftir kl. 19 næstu daga. Sigurður Árnason MATVÖRUMARKAÐUR VESTURRÆJAR hreppurinn Skógrækt ríkisins báðar þessar jarðir. Þar hafa litl- ar framkvæmdir orðið enn vegna fjárskorts. Túngirðingum hefur þó verið haldið við og nokkur hundruð plöntur verið gróður- settar innan túns í Sarpi. Næsta sumar stendur til að gera samning við ábúanda Efra- Hrepps og ætlunin er að girða þar væna spildu til skógræktar. Agúst Árnason skógarvörður er sá, sem mestan veg og vanda hefur af starfi skóræktarinnar í Skorradal, og við innum hann frétta: „Ég hóf starf hjá skógræktinni hér í Skorradal árið 1959 og framan af höfðum við 10—12 manna vinnuflokk á sumrin, en síðari árin um 8 manns. Starfið fer aðallega fram á sumrin og er fólgið í plöntun á vorin, uppsetningu girðinga og viðhaldi á þeim eldri, áburðar- dreifingu og hirðingu. A veturna vinna tveir menn úr sveitinni i akkorði við grisjun. Og núna liggur fyrir að fara í jólatréshögg. Til jólatréssölu fellum við um 1000 stk. af rauðgreni í ár, sem eru frá 0,70—3 m á hæð. Þau fara flest f Borgarnes og sveitir Borg- arfjarðar. Auk þess er höggvið um 1 tonn af stafafurugreinum, sem fólk setur i stóra vasa og notar sem jólaskraut og stundum sem jólatré. Stafafurugreinarnar njóta vaxandi v'insælda, enda eru þær bæði ódýrari og standa miklu lengur en aðrar. Brúttótekjur af jólatréssölunni eru um 400 þús- und krónur. Hvaða tegundir sýnast ykkur beztartil nytja? Til nytja má segja, að stafafura og sitkagreni frá Alaska og rauð- greni frá Nóregi lofi mestu. Rauð- grenið og stafafuran vaxa jafnt á hverju ári og þær tegundir eru lausar við áföll og hafa náð hér 4—5 m hæð. Sitkagrenið vex líka vel, hefur náð rúmlega 6 metrum, en því er heldur hættara við áföll- um. öspin er þó hæst trjáa hér, eða hátt á sjöunda metra. Auk þessa eru gerðar tilraunir með fjölda tegunda í tilrauna- reitum — margar af þeim upp á von og óvon. En segja má, að þær tegundir, sem til einhvers er ætlazt af, séu 7—8 og þeim því plantað í töluverðum mæli. Reynslan af skógrækt hér í Skorradal hefur verið góð og hún sýnir, að skilyrði í Borgarfirði standast fyllilega samanburð t.d. við skilyrði á Hallormsstað, þótt þar sé skógrækt lengra á veg kom- in, enda hófst hún þar nákvæm- Iega 50 árum fyrr. Síberíulerkið virðist þó una sér betur á Austur- landi en í þessum landshluta. Fræ til sáninga hefur verið fengið að mestu frá Alaska, en öflun þess var þó nokkuð erfið framan af. Upphafið að fræöflun stafafurunnar var það, að Einar G. E. Sæmundsen kom með svo sem 1 matskeið af stafafurufræi frá Skagway í Alaska árið 1950. Síðan hefur töluvert af fræi verið keypt þaðan, en það er oft dýrt, eins og sést á þvi, að 1 kg af fræi hefur kostað allt upp i 40 þúsund krónur. Fræið, sem við fáum frá Alaska, er tekið á stöðum, sem hafa svipað veðurfar og ísland. En senn kemur að því, að við getum ræktað fræ hér heima.“ —x— Eftir ánægjulega gönguferð um skógivaxnar hlíðarnar á Skorra- dalshálsi, þar sem tilkomumikil trén teygja sig stolt til himins, er numið staðar stundarkorn við stein, sem reistur var til minning- ar um hina veglegu gjöf þeirra hjóna, Soffíu og Hauks Thors: I steininn er höggvið gullfallegt ljóð eftir Hannes Hafstein og er bezt að láta það fylgja hér með: Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa sveitirnar fyllast, akrar hylja móa brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa menningin vex I lundi nýrra skóga. Við steininn tekur Hákon Bjarnason skógræktarstjóri sér stöðu og mælir nokkur fróðleiks- og hvatningarorð til viðstaddra við góðar undirtektir. Síðan er ferðinni haldið áfram yfir Hestháls og um Lundareykja- dal og Uxahryggi til Þingvalla, en þar er ætlunin að skoða furulund- inn gamla austan við Almanna- gjá, þar sem segja má að standi vagga skógræktar á Islandi. Það var árið 1899, sem fyrstu trjáplöntur voru settar niður á þessum stað og var það fyrir frumkvæði Carls Ryders, sem var skipstjóri á skipum Sameinaða gufuskipafélagsins og sigldi hing- að um árabil. Var til þessara framkvæmda notað samskotafé frá Danmörku og íslandi, en Al- þingi gaf samþýkki sitt til þess, að staðurinn væri valinn á Þingvöll- um. Árið 1900 fékk Ryder tvo danska skógfræðinga í lið með sér, þá C.V. Prytz og C. E. Flens- borg, og kom það i hlut C.E. Flensborgs að sjá um skógræktar- framkvæmdir hér á landi næstu 7 sumur. Alíka reitur var girtur við Grund í Eyjafirði aldamótaárið og sams konar plöntur settar þar niður til að fá samanburð á gróð- urskilyrðum og brátt tók Alþingi að styrkja þessar tilraunir að öllu leyti. Erfiðleikar voru þó miklir I byrjun. Menn þekktu ekki veður og gróðurskilyrði og nærri var ógerningur að afla fræs og plantna frá þeim stöðum, sem ætla mátti, að hefðu svipað veður- far og ísland. Því urðu mönnum á mikil mistök. Þó lifðu nokkrar harðgerar trjátegundir af og af vexti þeirra má draga margs konar ályktanir. 1 furulundinum á Þingvöllum eru það bergfura og fjallafura úr háfjöllum Mið-Evrópu, sem hafa náð mestum þroska og svo lindi- furan frá Síberíu. Þessar teg- undir uxu hægt framan af, en juku vöxtinn síðan ört. Lindi- furan óx að vísu lítið sem ekkert fyrr en hún fékk skjól af fjalla- furunni. Hæsta lindifuran á Þing- völlum er nú orðin röskir 8 metr- ar á hæð og bergfururnar margar 7—8 metrar. Þetta er því hægur vöxtur miðað t.d. við sitkagrenið, sem sums staðar hefur náð 8 metrum á 22 árum. Furulundurinn á Þingvöllum er 1 ha að stærð og í honum eru nú 7 trjátegundir. Varla dettur nokkr- um ttianni það í hug núna að fella þessi góðu gömlu tré, því segja má, að þessi lundur sé n<'l^urs konar safngripur I sögu skíg.vlkt- ar á Islandi. Höfum breytt verzluninni Hagakjör i matvörumarkað. Reynið viðskiptin. Verzlið ódýrt. MATVÖRUMARKAÐUR VESTURRÆJAR Hagamel 67. Hrœrivél- og meira til Kenwood Cheffette er meðalstór hrærivél, sem býður upp á marga möguleika. Það er hægt að losa hana frá skálinni og hræra í pottunum. Sé hún látin standa upp á endann, knýr hún þeytikvörn, sem blandar og mylur. Vél sem hentar venjulegu eldhúsi og kostar aðeins kl. 4.495,00 og skál og standur kr. 1600,00. J, /fenwood HEKLA hf. Laugavegi 170-172. Sími 21240 og 11687.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.