Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 Síldarsöltun á Hornafirði UNDANFARNA daga hefur verið nokkuð um sfldarsölt- un á Höfn f Hornafirði og mun nú vera búið að salta þar f um það bil 500 tunnur. Fimmtán bátarstunda nú sfldveiðar með reknetum og fer þeim fjölg- andi. Bátarnir komu flestir til Hafnar f gær, en afli var yfir- leitt frekar tregur. Matthildur SH var með 47 tunnur, Akurey SF var með 30 tunnur og Stein- unn SH með 40 tunnur. Hinir voru með minna eða frá 10—20 tunnur. Nú eru bátarnir að veiðum f Hornafjarðardýpi um það bil 12 sjómflur frá landi. Erfitt hefur verið að finna góðar rek- lóðningar sfðustu dagana, en menn vonast til, að sfldin fari að gefa sig af meiri krafti. Ef eitthvað fiskast þá mun söltun- arstöðin á Hornafirði aldrei getað annað þvf, að vinna það magn. Verða þá bátarnir að sækja á aðrar Austfjarðahafn- ir, en þangað er stytzt að sækja af miðunum. Myndina tók Jens Mikaelsson er verið var að salta sfld á Hornafirði f gær. Beinafundurinn: Upplýst hver mað- urinn var I GÆRMORGUN fór lögreglan á Selfossi ásamt rannsóknar- lögreglumönnum úr Reykjavfk að sækja beinagrindina, sem gangnamenn úr Þingvallasveit fundu á Tröllhálsi s.l. sunnudag. Við beinagrindina fundust veski og ökuskfrteini mannsins. Reynd- ust þessi gögn tilheyra Sverri Guðfinni Karlssyni, Frakkastfg 22, Reykjavfk, sem týndist á þess- um slóðum 30. nóvember 1970, þá 35 ára gamall. Hann var ein- hleypur. Ekki var farið að óttast um Sverri heitinn fyrr en tveimur ’vikum eftir að hann hvarf, því ættingjar héldu, að hann væri í vinnu úti á landi. Var þá lýst eftir Sverri og bílnum, sem hann var á, og kom þá í ljós, að bíllinn var mannlaus við svonefnt Sand- kluftavatn, sem er rétt norðan Armannsfells. Var hann umflot- inn vatni og snjókrapi. Beina- grind Sverris fannst um 7'/í km norðan við þann stað, sem bíllinn fannst mannlaus á sínum tíma. Af ummerkjum mátti sjá, að jarðneskar leifar Sverris hafa verið á kafi í sandi, og nýlega hefur skafið ofan af þeim. Hondúras söfnun hafin 1 GÆR barst Rauða krossi tslands hjálparbeiðni frá Alþjóða fauða krossinum vegna náttúruhamfar- anna f Hondúras. Þar er mikil neyð rfkjandi á stóru svæði. Er sérstaklega óskað eftir hjálpar- gögnum ýmiskonar svo og fatnaði. Rauði kross tslandstekur við framlögum á skrifstofunni, Öldugötu 4, svo og á gíróreikning 90.000 f bönkum, sparisjóðum og póststofum. Fjársöfnun I kvöld verður fram haldið fjár- söfnun f Nes- og Melahverfi á vegum byggingarnefndar Sjálf- stæðishúss. Það er von byggingar- nefndar, að fólk taki vel á móti fulltrúum nefndarinnar. Kvebæk með trompetinn sinn á Hótel Sögu f gær. Ljósm. Mbl.: Brynjólfur. selskap í Osló og á sumrin ferðast hann um og veitir tilsögn víða í Evrópu. Þá hefur hann komið upp vísi að unglingasinfóníu- hljómsveit f Noregi. Sl. sumar léku í henni yfir 90 unglingar, þar af tvær Islenzkar stulkur, þær Helga Þórarinsdóttir og Sesselja Halldórsdóttir. Sá maður, sem mest hefur unnið að þessu starfi 11% hækkun fiskverðs Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins hefur að teknu tilliti til bráðabirgðalaga nr. 87/1974 um ráðstafanir í sjávarútvegi og ráð- stöfun gengishagnaðar, ákveðið almennt fiskverð frá 1. september til 31. desember 1974, sem felur í sér 11% meðalhækkun frá því verði, sem gilti til þess tíma. Ríkisstjórnin gaf í gær út bráðabirgðalög um launa jöfnunarbætur, bætur almannatrygginga og verðlags- mál. Bráðabirgðalögin fara hér á eftir: FORSETI ÍSLANDS gjörir kurmugt: Forsætisráðherra hefur tjáð mér að brýna nauðsyn beri til að ákveða nú þegar þá skip- an kjara- og verðlagsmála, sem við skuli taka. þegar gildistimi laga um viðnám gegn verðbólgu rennur út um næstu mánaðamót. en nauðsyn- legt sé að rjúfa um sinn sjálfvirka víxlhækkun launa og verðlags. en milda þó jafnfram eftir þvi sem kost- ur er áhrif þegar órðinna og fyrirsjá- anlegra verðhækkana, m.a. í kjölfar nýafstaðinnar gengisbreytingar og skattbreytinga, á kjör þeirra, sem lægstar tekjur hafa. Fyrir því eru hér með sett bráða- birgðalög samkvæmt 28. gr. stjórn- arskrárinnar á þessa leið: 1 gr Á tímabilinu 1 október 1 974 til 31 mal 1 975 skulu launagreiðend- ur greiða launajöfnunarbætur I stað almennrar verðlagsuppbótar á laun umfram þá verðlagsuppbót. sem svarar til kaupgreiðsluvísitölu 1 06.1 8 stig, sem hér segir: 1. Á laun, sem eru lægri en 50.000 krónur á mánuði fyrir fulla dagvinnu, miðað við kaupgreiðslu- vlsitölu 106,18 stig, greiðist 3.500 króna bætur á mánuði til þeirra, sem skila fullum dagvinnutíma, en hlut- fallslega lægra til annarra Bætur á yfirvinnukaup greiðist hlutfallslega þannig að gildandi tengsl yfirvinnu- og dagvinnukauptaxta haldist 2. Á laun á bilinu 50.000 tii 53.500 krónur fyrir fulla dagvinnu, miðað við kaupgreiðsluvísitölu 106,18 stig, greiðist 3.500 króna bætur á mánuði að frádreginni þeirri fjárhæð, sem kauptaxtinn er hærri en 50.000 krónur á mánuði, til þeirra. sem skila fullum dagvinnu- tima, en hlutfallslega lægra til ann- arra. Bætur á hvern yfirvinnutfma greiðist á þessu taxtabili i sama hlutfalli við bætur á dagvinnulaun og greindi i 1. lið þessarar greinar. 3 Á hærri laun greiðast ekki launa- jöfnunarbætur. 2. gr. Setja skal reglugerð um ákvörðun launajöfnunarbóta skv. 1. gr. Við samningu reglugerðarinnar skal haft náið samráð við aðila vinnumarkað- arins. Þess skal gætt, þegar metin er hæð kauptaxta fyrir reglulega dag vinnu, sem ákveöinn er með álagi á annan lægri taxta, eða sem hlutfall af hærri taxta, að jafnan sé miðað við hinn endanlega taxta, en ekki þann grunn, sem hann er á reistur. Með taxta skal telja hvers konar álög og kaupauka, sem ekki svara með beinum og ótvlræðum hætti til út- lagðs kostnaðar launþega vegna öfl- unar launatekna Með taxta skal einnig telja vaktaálag að því leyti, sem það kann að vera hærra en svarar til eftirvinnu-. næturvinnu- og helgidagaálags. Þegar metin er hæð mánaðar- launa fyrir fulla dagvinnu skv. ákvæðisvinnutöxtum, til ákvörðunar launajöfnunarbóta, skal m.a taka tillit til þess vinnuálags, sem fylgja kann ákvæðisvinnu, og fyrirliggj- andi upplýsinga Kjararannsóknar- nefndar um tekjur ákvæðisvinnu- fólks. Launajöfnunarbætur til ákvæðisvinnufólks skulu gerðar upp mánaðarlega eftir á á grundvelli vinnutíma og tekna i liðnum mán- uði. 3. gr Laun bónda og verkafólks hans í verðlagsgrundvelli búvöru, sbr. lög nr. 101/1966, skulu hækka vegna launajöfnunarbóta um 5.5% og skal sú hækkun haldast til 31 maf 1975. 4. gr Hækkun sú á búvöruverði, til bænda, sem hlýst af hækkun skv. 3. gr., skal ekki greidd út ! hlutfalli við framleiðsluverðmæti, heldur jafnað þannig til bænda að hún gagnist eingöngu hinum tekjulægri I þeirra hópi með líkum hætti og launajöfn- unarbætur launþegum skv. lögum þessum. Setja skal reglugerð um innheimtu og úthlutun þessara bóta I samráði við Stéttarsamband bænda. 5. gr. Launajöfnunarbætur skv. 1. til 4. gr. skulu teknar til endurskoðunar, fari vísitala framfærslukostnaðar fram úr 358 stigum á gildistíma þessara laga 6 gr. Fjárveiting úr rikissjóði til greiðslu fjölskyldubóta sbr 26. gr laga nr. 67/1971, sbr lög nr. 62/1974, skal miðuð við það, að árlegar fjöl- skyldubætur með barni verði kr. 20 000, að óbreyttum reglum um greiðslu fjölskyldubóta, á tímabilinu 1. október 1974 til 31. maf 1975 eða að samsvarandi ívilnun verði með öðrum hætti veitt barnmörgum fjölskyldum. 7 gr Fullur árlegur ellillfeyrir einstakl- inga sbr. 1 1. gr. laga nr. 67/1 971, skal vera frá 1. október 1974 að telja kr 1 55 400, ef Iffeyrir er fyrst tekinn við 67 ára aldur. Aðrar bóta- fjárhæðir 11. gr þeirra laga skulu breytast hlutfallslega ðrorkúlífeyrir, barnalffeyrir, mæðralaun, ekkjubætur og ekkjulff- eyrir sbr. 1 2., 1 3., 1 4., 15., 1 7. og 18. gr. laga nr. 67/1971 skulu breytast hlutfallslega f samræmi við þessa breytingu ellilffeyris. 8 gr 1 málsgrein 19. gr. laga nr. 67/1971 með áorðnum breyting- um. sbr. lög nr. 96/1971 og lög nr. 62/ 1 974, orðist svo: Ef aðrar tekjur elli- og örorkulif- eyrisþega en lífeyrir almannatrygg- inga fara ekki fram úr kr. 41.300 á ári, skal frá 1. október 1 974 að telja greiða uppbót á lífeyri hans að upp- hæð kr. 93.900 á ári. Hafi bótaþeg- inn hins vegar tekjur umfram kr. 41.300 á ári, skal skerða uppbótina um helming þeirra tekna, sem um- Framhald á bls. 20 Upphæð náms- mannagjaldeyr- is endurskoðuð VIÐ SlÐUSTU gengisbreytingu var upphæð sú, sem ferðamenn og námsmenn fá yfirfærða f annan gjaldmiðil, hækkuð til samræmis við breytinguna, þannig að jafn- há upphæð erlends gjaldeyris fæst nú og var fyrir breytinguna. Þrátt fyrir hækkunina hefur gjaldeyrisdeild bankanna fengið mjög margar kvartanir frá ís- lenzkum námsmönnum erlendis, þar sem kvartað er yfir því, að yfirfærslurnar dugi þeim alls ekki. Á þetta við um lönd, þar sem dýrt er að lifa, t.d. Bandarík- in, Svíþjóð og Bretland. Að sögn Ingólfs Örnólfssonar, skrifstofu- stjóra hjá gjaldeyrisdeildinni, er í athugun að endurskoða yfirfærsl- ur til námsmanna, og verður þá væntanlega stuðzt við útreikninga Lánasjóðs íslenzkra námsmanna. Sem dæmi um yfirfærslur til námsmanna erlendis má nefna, að nemandi í Svíþjóð, utan Stokk- hólms, fær yfirfærðar 88 þúsund krónur fyrir þriggja mánaða tíma- bil, en upphæðin var 68 þúsund krónur fyrir gengisbreytinguna. Námsmaður í Englandi fær yfir- færðar 72 þúsund krónur, en fékk fyrir breytingu 60 þúsund krónur fyrir þriggja mánaða tímabil. Upphæðin er breytileg eftir lönd- um. Upphæð ferðamannagjald- eyris hefur verió um nokkurt skeið 110 sterlingspund. Kennir málmblásturs- hljóðfæraleikurum Leikur á trompet í Háteigskirkju UM ÞESSAR mundir er staddur hér á landi norski trompetleikar- inn Harry Kvebæk, en hann er einna kunnastur trompetleikara á Norðurlöndum og þó víðar væri leitað. Kvebæk er staddur hér á vegum Félags íslenzkra hljómlist- armanna og á vegum félagsins hefur hann haldið „seminar" fyr- ir islenzka málmblásturshljóm- listamenn. Er þetta „seminar" haldið til að blásarar á tslandi geti fengið góða tilsögn hjá góð- um kennara, en Kvebæk hefur sagt fjölda blástursleikara til á undanförnum árum. Aðalstarf Kvebæks er við Tón- listarháskólann í Noregi, en þar er hann lektor. Annars er hann m.a. sólóleikari hjá Filharmonisk með Kvebæk, er Karsten Ander- sen aðalstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar Islands. Kvebæk hefur mikinn hug á að fá eina 15 unga fslenzka hljóð- færaleikara til að leika með þessari hljómsveit næsta sumar. Fyrst á árlegri hátfð hljómsveit- arinnar í Elverum í Noregi, en að þeirri hátíð lokinni langar hann að koma til tslands með alla hljómsveitina, en enn sem komið er vantar fjárstyrk til þeirrar ferðar. Á föstudagskvöldið mun Kve- bæk leika á trompetinn sinn ásamt íslenzkum , blásturshljóð- færaleikurum og Martin Hunger orgelleikara í Háteigskirkju. Hefjast tónleikarnir kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Sverrir Garðarsson, formaður Félags ísl. hljóðfæraleikara, sagði á blm. fundi f gær, að-hugmyndin væri sú, að í framtíðinni yrðu fengnir fleiri góðir leiðbeinendur eins og Kvebæk til landsins, þvf með því væri hægt að veita ísl. hljóðfæraleikurum mjög góða kennslu fyrir tiltölulega lítið verð. Bráðabirgðalög um launajöfnunarbætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.