Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 19 „Hinu neita ég ekki, að gaman þykir mér að lesa markaskrár” Samtal við Gísla bónda á Saurum, elzta gangnamann Miðfirðinga ÞEGAR blaðamaður Mbl. var staddur I Miðfjarðarrétt fyrir skömmu, á aðalréttardaginn, veitti hann athygli lágvöxnum rosknum manni sem var manna duglegastur að reka féð úr safnréttinni f almenninginn. Sparaði hann hvorki röddina né hendurnar við reksturinn. Þá var hann ekki sfður dugleg- ur að draga f dilka, ekki sitt eigið fé heldur annarra, þvf sitt fé hafði hann að mestu heimt kvöldið áður. Þá voru reknar f rétt um 3 þúsund kindur sem gangnamenn af svokölluðum Kjálka á Aðalbólsheiði (heiðin skiptist f Tungu og Kjálka) höfðu smalað, en þeir töfðust ekki vegna þoku eins og aðrir Miðfirðingar. Á Kjálkanum átti umræddur maður nær allt sitt fé, en hann heitir Gfsli Magnússon og er bóndi á Saur- um f Miðfirði. Það var honum ekkert vandamál að draga ann- arra manna fé f dilka, þvf markagleggri menn finnast vart þar um slóðir, sögðu okkur kunnugir menn, þótt Gfsli gerði sjálfur lftið úr þeirri kunnáttu. Þeir hinir sömu tjáðu blaðamanni, að Gfsli væri elztur þeirra Miðfirðinga sem smöluðu heiðar á þessu hausti, og þvf var ekki úr vegi að rabba stuttlega við hann. Fór fyrst í göngur 1922 „Jú, það mun rétt vera, að ég sé sá elzti í göngunum að þessu sinni, en ég er 65 ára gamall núna. Þetta er 45. eða 46. haust- ið sem ég fer i göngur, og alltaf hef ég smalað sömu heiðina, Aðalbólsheiði. Mér er það enn í minni er ég fór í fyrsta skipti í göngur á heiðar upp haustið 1922.“ — Hvernig gengu leitir í þetta sinn? „Þær gengu vel hjá okkur sem vorum á Kjálkanum, þokan var dimmari hjá þeim sem gengu á vestari heiðarnar, svo þeir urðu að liggja yfir einn dag. Nú, svo má ekki gleyma því, að við höfðum röggsaman leitarstjóra, Jóhannes Kristófersson á Finnmörk, sem sá um að hlutirnir væru í réttu lagi.“ — Hvernig voru heimturnar hjá þér? „Þær voru góðar eins og hjá öðrum, því leitarveður var gott. Ég átti nær allt mitt fé á heið- inni sem ég smalaði. Ég átti um 200 fjár á fjalli, en á-fóðrum yfir veturinn hef ég um 120 fjár. Ég hef alla tíð búið að Saurum, og hef verið talinn fyr- ir búi frá því móðir mín dó 1952, en hún tók við búinu þeg- Gfsli bóndi á Saurum kannar markið á einni kollóttri f Miðfjarðar rétt. B ‘1 ar faðir minn dó. Nú búum við tvö á Saurum, ég og Þórdís syst- ir mín, og ekki getur það nú talizt stórbúskapur sem við stundum þar.“ Mæðiveikin breytti miklu — Er annar bragur á göngun- um nú en áður fyrr? „Mikil ósköp, þær hafa breytzt eins og annað. Nú geta menn talast við í kalltækjum, og á allra síðustu árum hafa þyrilvængjur verið notaðar við seinni leitir. Það er vissulega mikill munur að fá nýjustu tækni, en þyrilvængjurnar leysa samt ekki þarfasta þjón- inn af hólmi, því eins og hér fyrrum fara allir leitarmenn ríðandi á hestum inn til heiða. En mestar breytingarnar Urðu þegar mæðiveikin kom upp á árunum, hún fór illa með marga helvísk. Þegar hún kom upp þurfti að girða milli Mið- firðinga og Borgf irðinga f vestri og Miðfirðinga og Víðdælinga í austri. Taka varð féð og fella það, en það var ekki annað að gera, að mínu mati. Ekki er annað að sjá en hreinsunin hafi tekizt vel í okkar hólfi. Féð var fátt fyrst á eftir, en því hefur farið fjölgandi siðan og það sem mestu máli skiptir er, að ekki hefur orðið vart við mæðiveik- ina aftur. Áður en mæðiveikin kom og girðingarnar voru sett- ar upp blandaðist féð meira, og Framhald á bls. 20 Aðstaða fangavarða á Litla Hrauni slæm — segir Steindór Guðmundsson fyrrv. fangavörður Steindór Guðmundsson við vinnu sína I frystihúsinu á Stokkseyri. Ljósm. Mbl.: Þórleifur Ólafss. „Það er þreytandi starf að vera fangavörður, og Litla- Hraun er ekki hentugt til þess konar starfsemi," sagði Steindór Guðmundsson verk- stjóri í frystihúsinu á Stokks- eyri, þegar við hittum hann þar að máli fyrir stuttu. Stein- dór, sem ættaður er ú^ Hreppunum, en er nú búsett- ur á Stokkseyri, var fanga- vörður á Litla-Hrauni í 13 ár. Þá var hann orðinn það þreyttur á starfinu að hann hætti, „enda ólíkt skemmti- legra að meðhöndla fiskinn en að skipa mönnum fyrir," eins og hann sagði „Hvernig starf er fanga- gæzlan?" spurðum við Stein- dór fyrst. „Það er vægast sagt þreyt- andi og sérstaklega þó, þeg- ar húsnæðið er óhentugt og skiplagning öll í molum, eins og á sér stað á Litla-Hrauni. Reyndar var þetta húsnæði aldrei ætlað til þessarar starf- semi, en með fleiri bygging- um, sem þarna hafa risið hefur starfið versnað, því ékkert hefur verið hugsað um að hafa samræmi á hlut- unum. Það hefði aldrei átt að byggja viðbygginguna. Þvi miður er það svo, að fæstir vita hvernig aðstaða fanga- varðanna er. Og að tala við ráðamennina er eins og tala fyrirtómum eyrum." „Hefur þetta lélega skipu- lag og þessi lélega aðstaða bitnað á starfseminni?" „Það verður að játast, og margt af þvi sem gerzt hefur á Litla-Hrauni má rekja til þess." „Hvað eru starfsmenn á Hrauninu margir?" „Að öllu venjulegu eru þeir 16 talsins. Þar af ganga 12 vaktir —- en síðan koma verkstjóri, matsveinn, bíl- stjóri og forstöðumaður." „Hver finnst þér aðal- munurinn á að stunda vinnu við framleiðslustörf og fanga- gæzlu?" „Aðalmunurinn finnst mér liggja í því, að maður fær vissa ánægju út úr því að vinna að framleiðslustörfum, en út úr hinu fær maður ekkert." „Hvernig er að búa á Stokkseyri?" „Hér byggði ég hús 1 972, og það gerði ég þar sem ég tel að mikil framtíð sé í því að búa á Stokkseyri. Þetta hefur lika unga fólkið fundið, enda er hér mikil uppbygging í sambandi við sjávarútveg- inn. Atvinna i frystihúsinu er hér alltaf næg og í sumar þurfti að fá fólk til vinnu frá Selfossi og þannig var það reyndar einnig í vetur " „Hefur þá ekki orðið mikil breyting á atvinnulífi hér siðustu árin?" „Jú, og það kemur bezt fram i þvi, að fólk er hætt að sækja vinnu út fyrir hrepp- inn, en áður var það frekar stór hópur, sem það gerði Nú er hér mikið byggt og ein 7 íbúðarhús í smíðum fyrir utan Viðlagasjóðshúsin 12 sem reist voru fyrir Eyjafólk- ið. Það má hins vegar benda á það, að félagslífið mætti vera meira að mínu mati. Nú á timum virðist enginn hafa tima til að sinna því og einnig vantar samstöðuna. Þvi mið- ur þá er það svo margt, sem nú glepur unga fólkið að það gleymist að halda uppi félagslifi. Það má kannski segja, að þegar fólk er búið Framhald á bls. 20 f'o/k — íolk —íolk — íolk t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.