Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 5 16 bækur á markað- inn frá Skuggsiá BÓKAtJTGAFAN Skuggsjá mun að þessu sinni gefa út 16 bækur, og að sögn Olivers Steins Jð- hannessonar hefur tekizt að halda útgáfunni f svipuðu horfi og á sfðasta ári þrátt fyrir þær gífur- legu hækkanir, sem orðið hafa á öllum tilkostnaði viðgerð bðka. Oliver sagði, að fyrsta bðkin hefði komið út f vor, og væri það sfðara bindið af hinni umdeildu, en vinsælu bðk um Ragnheiði Brynjðlfsdðttur. Þetta sfðara bindi hefur selzt mjög vel, eink- um ef haft er f huga, að bðkin kom út stuttu eftir prentaraverk- fallið, og gafst þvf ekki tækifæri til að auglýsa hana f blöðum. Dag- blöðin, hafa þvf orðið til að vekja athygli á þessari bðk, eftir að þau hðfu að koma út að verkfalli loknu. Islendinga sögur með nútfma stafsetningu hafa verið að koma út hjá okkur síðustu árin, og eru nú allar sögur og þættir, sem til þeirra teljast, komnar út í 8 bind- um, en 9. bindið og jafnframt lokabindi þessarar einu .heildar- útgáfu íslendinga sagna á nútíma máli kemur út í haust. I þvf bindi verða nafna- og atriðisorðaskrár og er síðar talda skráin alger ný- lunda í útgáfu Islendinga sagna. Lifandi vatnið . . . er ný skáld- saga eftir Jakobínu Sigurðar- dóttur skáldkonu í Garði í Mý- vatnssveit og höfund hinna vin- sælu bóka Dægurvfsu og Sjö vindur gráar. Lifandi vatnið . . . mun án efa verða ein allra athygl- isverðasta skáldsaga íslenzks höf- undar, sem út kemur á þessu haústi, og er hennar beðið með ■&6$irvæntingu af þeim, sem um bóliína hafa frétt og góðum skáld- verkúm unna. Akæran. Sðknarnefndin gegn séra Páli, heifir ný skáldsaga eftir Úlfar Þormóð'sson og fjallar hún um áhrif almenningsálitsins og rétt mannsins til að lifa lífinu eins og hann telur sjálfur sér bezt henta. Faðir minn, læknirinn. Fjórtán börn kunnra lækna af genginni kynslóð skrifa um feður sína og störf þeirra, sem svo mjög voru frábrugðin þvf, sem gerist um að- stöðu og störf lækna í dag. Her- steinn Pálsson hefur annazt rit- stjórn þessarar bókar. Ef liðsinnt ég gæti, samtalsbók skráð af Valgeir Sigurðssyni blaðamanni á Tímanum, er safn 15 viðtalsþátta, sem hann hefur átt við menn í ýmsum stöðum og við hin ólíkustu störf. Allir eiga þessir viðmælendur hans það sameiginlegt að vinna öðrum gagn með störfum sínum, reyndar hver með sínum sérstaka hætti. Tunglskin I trjánum heitir ferðabók eftir Sigvalda Hjálmars- son, og segir þar frá ferðum hans um Indland, en hann mun því fjarlæga landi kunnugri en aðrir núlifandi Islendingar, og þá engu síður lifnaðarháttum íbúanna og sögu þjóðarinnar. Þetta er fróðleg bók og skemmtileg. Skrudda III er lokabindi hins skemmtilega sagna- og vísnasafns Ragnars Asgeirssonar. I þessu bindi eru sögur frá Skaftafells- sýslum til Reykjavíkur og auk þess ýtarleg nafnaskrá. Sem bókarauki er minningargrein um Ragnar eftir Guðmund Jósafats- son frá Brandsstöðum, vfsur eftir Ragnar og bernskuminningar hans af Mýrum, auk sýnishorna af handritum hans. Sögn og saga III eftir Oscar Clausen er lokabindi þessa sagna- safns hans. Áður er útkomið í sama frágangi eftir Oscar Clausen Sögur og sagnir af Snæfellsnesi I—II og Aftur f alciir i—III. Þjððlegar sagnir og ævintýri eftir Ingólf Jónsson frá Prests- bakka hefur að geyma sögur og sagnir viðsvegar að af landinu, en helztu sögumenn hans eru Stein- unn Guðmundsdóttir húsmóðir á Stóru-Hvalsá i Hrútafirði, Ingi- björg Guðmundsdóttir húsmóðir á Efri-Brunná i Dalasýslu og Jón Guðlaugsson vegaverkstjóri á Vopnafirði. Úr farvegi aldanna II er skráð af Jóni Gíslasyni póstfulltrúa og er framhald af samnefndu sagna- safni, sem út kom á s.l. ári. Þetta bindi hefur að geyma, eins og hið fyrra, sagnir af Suðurlandi og er þar m.a. sagt frá byggingu Ölfusár- og Þjórsárbrúar, svo nokkuð sé nefnt af efni bókar- innar, sem er f jölþætt. Leit min að framlffi eftir Elin- borgu Lárusdóttur hefur að geyma fjölþættar frásagnir hennar af eigin dulrænni reynslu, sýnum og dulheyrn. Hún segir hér einnig frá óvenjulegri reynslu sinni á sérstæðum miðils- fundum, fágætri trúarvissu og staðfastri sannfæringu um fagurt framlíf að jarðvist lokinni. Æskuár mfn á Grænlandi eftir Peter Freuchen kemur í nýrri þýðingu Andrésar Kristjánssonar fyrrum ritstjóra. Fáir skildu Eski- móa betur en Peter Freuchen, sem sjálfur giftist konu af kyn- þætti þeirra og var tekinn i sam- félag þeirra sem innfæddur væri, lifði lífinu að þeirra hætti, ferð- aðist eins og þeir, mataðist eins og þeir og klæddist á sama hátt og þeir. Frásagnarsnilld Freuchens nýtur sín óvíða jafnvel og í þess- ari skemmtilegu ferðaminninga- bók hans. Hagnýt siðfræði heitir bók eftir Norah Mackenzie, sem á erindi við starfsfólk sjúkrahúsa og aðra þá, er viðkvæm samskipti eiga við samferðamenn. Líklegt er, að þessi bók verði fyrst og fremst notuð sem kennslubók. Loks eru tvær þýddar ástar- sögur. Ast og ættarbönd er eftir Theresu Charles og er það 17. bók forlagsins eftir þessa vinsælu ensku skáldkonu. Hin bókin heitir Týndir töfrar og er eftir Barböru Cartland, sem einnig er kunnur skemmtisagnahöfundur. Án efa eiga báðar þessar bækur eftir að skemmta mörgum, sem ánægju hafa af lestri spennandi afþreyingarbóka, sagði Oliver að lokum. Meirapróf — ökukennarapróf og próf á bifreið fyrir fleiri en 16 farþega fer fram í Reykjavík og á Akureyri og hefjast prófin í næsta mánuði. Þeir, sem hugsa sér að þreyta próf, hafi samband við Bifreiðaeftirlitið í Reykjavík og Akureyri fyrir 3. okt. 1974. í Reykjavík er tekið á móti umsóknum að Duggu- vogi 2, frá kl. 14—1 7. Á Akureyri á skrifstofu Bifreiðaeftirlitsins, við Þórunnarstræti kl. 9- 16. Að venju verða haldin námskeið til undir- búnings meiraprófs, þar sem næg þátttaka fæst og eru þeir, sem áhuga hafa beðnir að snúa sér til viðkomandi bifreiðaeftirlits. B ifreid a e ftirlit ríkis ins, bifreiðastjóranámskeiðin, Dugguvogi 2. f ry sti ki stu r 4 stærðir: 2101., 310 I., 4101. og 5101. & Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1At SÍMI 8 6112, REYKJAVÍK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.