Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 13 Kennedy sætti aðkasti nýlega á fundi, sem reiðir foreldrar í Boston héldu nýlega til þess að mótmæla lögboðnum heimanakstri skólanemenda. Jackson talinn sennilegastur Washington, 24. september. Reuter. HENRY Jackson öldungadeildarmaður kemur nú helzt til greina sem frambjóð- andi demókrata f forsetakosningunum 1976 þar sem Edward Kennedy öldunga- deildarmaður hefur lýst því yfir, ~að hann gefi ekki kost á sér. Margir aðrir eru þó einnig lík- legir og baráttan um tilnefningu flokksins getur orðið hörð og tví- sýn. Hingað til hefur Kennedy Rumsfeld í stað Haigs Washington 24. september — Reuter FORD Bandarfkjaforseti skipaði I dag Donald Rumsfeld, sendi- herra Bandarfkjanna hjá Atlants- hafsbandalaginu, f hið nýja emb- ætti skipulagsstjóra f Hvfta hús- inu, en það embætti kemur f stað starfsmannastjóraembættisins, sem Alexander Haig hcfur gegnt. Haig verður nú yfirmaður herafla NATO og Bandarfkjanna í Evrópu. Eftirmaður Rumsfelds hjá NATO verður skipaður bráð- lega, en þangað til gegnir hann báðum embættum. Donald Rumsfeld er 42 ára að aldri, var þingmaður f 6 ár, og gegndi ýmsum ábyrgðarstöðum f stjórnartfð Nixons. Hann verður ráðgjafi Fords í Hvfta húsinu og yfirmaður skrifstofuhalds. TRÚARLEIÐ- TOGASTEFNT Houston, 24. október.AP. INDVERSKUM læriföður og trúarleiðtoga var stefnt í dag fyrir ógreidda leigu af útileik- vangi f Houston í Texas að upp- hæð 14.500 dollarar. Lærifaðirinn, Maharaja Ji, hélt mikla trúarhátíð á leikvanginum í nóvember í fyrra. Hátfðin átti að marka upphaf friðar á jörðu. Lærifaðirinn kallar sig „full- kominn meistara". Hann er 16 ára. þótt langlíklegastur, ekki sfzt vegna þess, að hann var talinn bezt til þess fallinn að sameina flokkinn. Jackson er kunnastur fyrir harða afstöðu gegn Rússum í utanríkismálum. Þeir, sem helzt koma til greina auk hans í svip- inn, eru Walter Mondale öldunga- deildarmaður, sem er frjálslynd- ur, og Lloud Bentsen, sem er hóf- samur fhaldsmaður. Flestum Bandarfkjamönnum er það mikill léttir að Kennedy ákvað að keppa ekki að forseta- framboðinu þar sem bræður hans voru ráðnir af dögum. Kennedy ætlar hins vegar að bjóða síg aftur fram til öldungadeildar- innar. Akvörðun hans verður meðal annars til þess að treysta stöðu George Wallace, ríkisstjóra í Ala- bama. Hann gæti haft áhrif á val New York, 24. september. AP. Reuter. ANDREI Gromyko, utanrfkisráð- herra Sovétrfkjanna, sagði á Alls- herjarþinginu f dag, að Rússar kynnu að taka aftur upp stjórn- málasamband við Israel ef veru- lega miðaði f átt til lausnar deilu- málanna f Miðausturlöndum. Hann hvatti hins vegar til viðurkenningar á réttindum Pale- stínumanna og benti á stuðning Rússa við árangursríka baráttu Araba fyrir því, að Palestfnumál- ið yrði tekið á dagskrá þingsins. Gromyko sagði að jafnvel Pale- stínumenn yrðu að taka þátt í Genfarráðstefnunni um deilumál ísraelsmanna og Araba og hvatti forsetaframbjóðandans 1976 vegna mikils stuðnings, sem hann nýtur meðal demókrata í Suður- rlkjunum og hvítra verkamanna. Bæði Jackson og Mondale sögðu þegar Kennedy hafði skýrt frá ákvörðun sinni, að ákvörðunin væri þeim hvatning tií þess að keppa að tilnefningunni. Hvor- ugur vildi opinberlega lýsa ýfir þvi, að þeir gæfu kost á sér. Báðir hafa þreifað fyrir sér um stuðning meðal foringja flokksins i nokkurn tima. Auk þess hefur Mondale farið nokkrum sinnum til Kaliforniu og Miðvestur- ríkjanna í nokkurs konar kosn- ingaferðalög. Dale Bumpers, ríkisstjórr í Arkansas, þykir einnig koma sterklega til greina. Hann sigraði William Fulbright glæsilega í for- kosningunum í vor og batt enda á langa setu hans í öldungadeild- inni. til þess, að þær viðræður yrðu fljótlega hafnar að nýju. Hann endurvakti einnig tillögu Rússa um Kýpurráðstefnu með þátttöku 15 aðildarríkja öryggis- ráðsins og ríkisstjórnum deilu- aðilja. Hann sagði, að bjarga yrði Kýpurmálinu úr ógöngum, sem það hefði komizt í vegna „leyni- makks“ NATO. Gromyko sagði.að fastafulltrúar öryggisráðsins gætu ábyrgzt sjálf- stæði Kýpur. Hann kvað margt benda til þess, að Israelsmenn teldu aðskilnað herjanna á Golanhæð- um ekki vera fyrsta skrefið í átt til allsherjarlausnar heldur klókindabragð, sem ætti að gera ástandið varanlegt. Aftur tengsl f srael - Sovét? Aðeins Italir með dýrara bensín en Islendingar MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt úrklippa úr þýzku blaði, þar sem getið er bensfnverðs I helztu Evrópulöndum. Sam- kvæmt upptalningu blaðsins á svokölluðu „normalbensfni" er bensfnverð aðeins dýrara á Ital fu en á lslandi. Svo sem kunn- ugt er kostar hver lftri bensfns hérlendis 48 krónur, en á Italfu 51,70. 1 Vestur-Þýzkalandi kostar hver Iftri 37 krónur, f Bretlandi kostar Iftrinn 31,50 krónur, f Hollandi 41,70, f Svfþjóð 34,80, f Frakklandi 41 krónu, f Belgfu 42,30 krónur, í Austurrfki 36,60 krónur og f Sviss 39 krónur. Meðaltalsverð á hverjum bensfnlftra f innkaupi f þessum löndum er 16 krónur. Afgang- urinn eru skattar. r RUMENAR SENDA RÚSSUM TÓNINN Búkarest, 24. september. AP. RUMENSKA stjórnin segir Rúss- um að hafa sig hæga og skipta sér ekki af rúmenskum innanlands- málum i nýbirtu skjali þar sem horft er 25 ár fram í tímann og gerð grein fyrir grundvallarsjón- armiðum og baráttuaðferðum rúmenska kommúnistaflokksins fram til aldamóta. Farið er hörðum orðum um er- lenda ásælni og stórveldahroka með svipuðu orðalagi og þegar Kínverjar gagnrýna Rússa. En skjalið er loðið.-og talsmaður kommúnistáflokksins neitar þvi harðlega, að vegið sé að Rússum þótt vestrænir fulltrúar telji, að þeir séu varlega áminntir um að láta Rúmena í friði. Skjalið er samið af miðstjórn- inni og um það verður fjallað á flokksþingi í nóvember. Aðeins einu sinni er minnzt á Varsjárbandalagið og þá til að krefjast þess, að það verði leyst upp ásamt Atlantshafsbandalag- inu. Sagt er, að aldrei verði þolað, að flokkum kommúnista verði stjórnað úr einni miðstöð og að utanaðkomandi afskipti geti ekki samrýmzt einingu í alþjóðahreyf- ingu kommúnista. Sem dæmi um utanaðkomandi afskipti er nefndur stuðningur við klíkuhópa. Þar getur verið átt við atburðina í Júgóslavíu þar sem um 30 ,,klofningsmenn“ hafa verið handteknir, gefið að sök að hafa reynt að stofna nýjan komm- únistaflokk. Blað rúmenska kommúnista- flokksins sagði nákvæmlega frá málinu eitt allra blaða f Austur- Evrópu, en án athugasemda. Sterkur grunur leikur á, að Rúss- ar hafi staðið á bak við hina ákærðu f Júgóslaviu. 'A 1 s-m & * Læriö _ & i , að f % " dansa A Eðlilegur þáttur í almermri menntun hvers einstaklings ætti að vera að i n & læra að dansa. Ath. Afsláttur ef 3 systkini eða fleiri eru í dansi. Auka afsláttur ef foretdrar eru líka. T Irmritun stendur QkX0 yJ,r Dansskóli & 3^ Heiðars TtTn* Astvaldssonar % ¥ Reykjavik: 20345, 25224 og 84829. Seltjarnarnes: 84829 \ Kópavogur: 38126 ^ ^ Hafnarfjörður: 28126 Keflavík: 1690 A > & Dansskóli Hermanns Ragnars T Reykjavík 72122 Dansskóli Sigvalda A & Reykjavík: 83260 Akranes: 1630 Borgarnes: 7287 t Hveragerði: 4231 & Jazzdansskóli NSI Iben Sonne & Reykjavík: 12384 Hafnarfjörður: 12384 V r§\ u Ballettskóli M Eddu Scheving Reykjavík: 43350 / y 1t DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.