Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 32
jWorgiml>Int>ib nuciV5incRR ^-•22480 GNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 Launajöfnunarbætur nema allt að 10% Bráðabirgðalögin eiga að tryggja sama kaupmátt launaog var 1973 Geir Hallgríms- son, forsætis- ráðherra, á fundi með fréttamönnum í gær. 0 Rfkisstjórnin gaf f gær út bráðabirgðalög um launajöfn- unarbætur, bætur almannatrygg- inga og verðlagsmál. Geir Hall- grfmsson, forsætisráðherra, gerði grein fyrir efni laganna á fundi með fréttamönnum sfðdegis f gær. Forsætisráðherra sagði, að með þessum aðgerðum væri að þvf stefnt, að kaupmáttur launa yrði óbreyttur frá sfðasta ári. 0 Lögin kveða á um launajöfn- unarbætur, er koma eiga f stað verðlagsuppbótar fram til 31. maf 1975. Bæturnar eru 10% fyrir lægstu launaflokkana, en heildar- launahækkunin nemur 6 til 6,5%. Launajöfnunarbæturnar eru 3500 krónur á laun allt að 50 þús. kr. en fara sfðan stig lækkandi allt að 54 þús. kr. launum. 0 Fjölskyldubætur hækka um 5000 kr. með hverju barni úr 15.000 kr. f 20.000 kr. Tekjur elli- og örorkulffeyrisþega hækka um 10% en almennar bætur almannatrygginga hækka um 6%. 0 Niðurgreiðslum vöruverðs verður haldið áfram eins og þær eru nú, en það er 12,5% lækkun frá þvf í maf. Sömu verðlags- ákvæði munu gilda áfram og voru f lögum um viðnám gegn verð- bólgu. (Bráðabirgðalögin eru birt f heild á bls. 2.) Meðalhækkun kauptaxta eftir þessar aðgerðir er áætluð 6 til 6,5%, sem þýðir 3.600 til 3.900 millj. kr. aukin útgjöld. Áætlað er, að laun iðnverkamanna, verkamanna og verkakvenna hækki um 10%; laun verslunar- manna um 7 — 8%, iðnaðar- manna, sem ekki vinna ákvæðis- vinnu, 3 — 4% og opinberra starfsmanna 2 — 3%. Bændur fá launajöfnunarbætur í samræmi við aðrar starfsgreinar. Hækkun fjölskyldubóta um 5000 kr. með hverju barni þýðir 280 millj. kr. í aukin útgjöld fyrir ríkissjóð á ársgrundvelli og lffeyrisgreiðsl- urnar kosta um 400 millj. kr. á ársgrundvelli. Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra, sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að ríkis- stjórnin hefði leitast við að taka tillit til þeirra sjónarmiða, sem fram hefðu komið í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins. Reynt hefði verið að mæta þeim eins og kostur var á. Forsætisráðherra sagði ennfremur, að á næstu mán- uðum yrði unnið að endurskoðun á fyrirkomulagi vísitöluuppbóta á laun og vinnuaðferðum við kjara- samninga. Þá yrðu athugaðir möguleikar á sameiningu tekju- skatts og bótagreiðslna almanna- trygginga í því skyni að tryggja Framhald á bls. 20 Áframhaldandi hrun á verði loðnumjöls á heimsmarkaði PERUMENN selja nú ansfósu- mjöl á 3,80 dollarahverjaprótein- einingu og sýnir það, hve gífur- legt verðfall er á fiskmjöli, þar eð verðlagning loðnunnar í vor var upphaflega miðuð við 9,50 dollara fyrir hverja próteineinungi. Sfð- ustu sölur Islendinga á loðnu- mjöli, þar sem um eitthvert magn var að ræða, voru 5,85 dollarar og allt upp f 6 dollarar fyrir prótein- einingu, en nú fyrir ^iokkrum dögum voru seld um 1.200 tonn á 4,30 dollara hver próteineining. Þessar upplýsingar fékk Mbl. í gær hjá Haraldi Haraldssyni hjá Andra h.f., sem nýlega seldi um 12 til 13 hundruð tonn af þrosk- mjöli á 4,90 dollara hverja pró- teineiningu til Júgóslavíu, en Haraldur kvað það í raun óeðli- legt verð miðað við markaðinn. Þegar verð á loðnu var ákveðið í vetur var fyrsta viðmiðunin 9,50 dollarar fyrir hverja próteinein- ingu, síðan lækkaði viðmiðunin í 8,25 dollara og nú eru til í landinu um 34 þúsund tonn af fiskmjöli, sem eru óseld, þar af um 19 til 20 þúsund tonn af loðnumjöli. Fitu- innihald mjölsins er 10 til 12% og sagði Haraldur, að hann teldi enga hættu á því, að loðnumjölið Lokaða hólfið á Strandagrunni: „Vandamál, sem er í athugun, 99 segir Baldur Möller MBL. HAFÐI f gær samband við Baldur Möller ráðuneytisstjóra f dómsmálaráðuneytinu og Þórð Asgeirsson skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneyt-inu vegna fréttar blaðsins f gær þess efnis, að brezkir togarar gætu óáreittir veitt á lokaða hólfinu f Stranda- grunni. „Þetta er visst vandamál, sem við erum með í athugun. Þetta hólf er innlend ákvörðun, sett eftir að samningurinn var gerður og er ekki að finna í honum. A þessu stigi get ég ekki frekar tjáð mig um þetta mál, nema hvað Landhelgisgæzlan mun sjá um að halda öllum veiðiskipum frá hólf- inu á næstunni", sagði Baldur Möller. Þórður Ásgeirsson sagði: „Friðun þessa svæðis var ákveðin að tillögu Hafrannsóknastofn- unarinnar vegna þess að þar var að finna mikið magn af smáfiski. Hafrannsóknastofnunin hefur síðan gert athuganir á svæðinu, nú síðast fyrir rúmum hálfum mánuði, og stofnunin hefur ekki séð ástæðu til að mæla með opnun svæðisins á nýjan leik.“ Lentimeðhönd í upptökuvél Borgareyrum 24. sept. HJÖNIN Guðrún Ingólfsdóttir og Jón H. Magnússon, ábúend- ur á Fornusöndum hér í sveit, voru að taka upp kartöflur um hádegisbilið f gær. Vildi þá það óhapp til, að Guðrún lenti með vinstri höndina í upp- tökuvélina og tók hana af fyrir ofan úlnlið. Ekki var annað fólk á bæn- um en þau hjónin. Jón náði símasambandi við næsta bæ, sem er Nýjabær. Konan þar, Kolbrún Valdimarsdóttir, kom og veitti alla þá hjálp, er hún mátti. Læknirinn á Stórólfs- hvoli, ísleifur Halldórsson, kom mjög fljótlega með sjúkrabfl, og flutti Guðrúnu á sjúkrahús í Reykjavík. Guðrún er mjög flínk sauma- kona, og hefur veitt forstöðu saumanámskeiðum, svo það hafá fleiri en hennar heimili notið hennar högu handa. — Markús. frá vertíðinni í vetur þyldi ekki geymslu út þetta ár. Tap fiskmjölseigenda er mikið, en til þess að fá það nákvæmlega út, verður að framkvæma flókna og mikla reikninga, þar sem verð- jöfnunarsjóður kemur þar inn í myndina. Auk þess er ekki unnt að fá niðurstöður úr þvf reikn- ingsdæmi, fyrr en allt mjölið er selt, því að taka verður meðaltal af öllum sölunum. Samtals voru framleidd um 65 þúsund tonn á síðastliðinni vertíð. Sé miðað við samningana, sem gerðir voru við Pólverja, þar sem seld voru 10 þúsund tonn af loðnumjöli og 6 þúsund tonn af þorskmjöli, er tap- ið um það bil 500 til 600 milljónir króna á loðnumjölinu einu miðað við markaðsverð í dag. Út frá þessum tölum kvaðst Haraldur geta ímyndað sér, að tapið á þeim 20 þúsund tonnum, sem óseld eru, sé einhvers staðar á bilinu 800 til 1000 milljónir og er þá verðjöfn- unarsjóðurinn ekki með í mynd- inni. Haraldur Haraldsson sagði, að ástandið væri langt frá því að vera gott. Hann er nýlega kominn heim frá Danmörku og Póllandi, þar sem hann ræddi við framleið- endur, kaupmenn og umboðs- menn og sagði hann, að öllum hefði borið saman um, að dýrtíð hefði aukizt mikið f Vestur- Evrópu vegna olíuhækkunar og vildu menn heldur sitja í hlýjum húsum og aka bilum sínum en boróa dýran og góðan mat. Því hefur neyzla kjúklinga minnkað, en þeir eru einmitt fóðraðir m.a. á fiskmjöli. Sagðist Haraldur halda, að það væri helzta ástæðan fyrir svo gífurlegu hruni markaðarins, fólk hefði hreinlega kippt að sér höndum hvað mataræði snerti og æti ódýrari fæðu. Spurningin er svo hvort þróun þessi heldur áfram, eða eitthvað rætist úr. 120 þúsundum stolið úr bíl SKÖMMU fyrir klukkan 18 f gær- dag var stolið rauðri skjalatösku úr jeppabifreið, sem stóð við Skólavörðustfg f Reykjavfk. 1 töskunni voru 120 þúsund krónur f reiðufé, ávfsanahefti frá Al- þýðubankanum og bankabók frá Verzlunarbankanum. Nánari atvik voru þau, að menn voru að bera vörur úr bifreið inn í verzlun, sem stendur við götuna. Taskan var í framsæti bifreiðar- innar, sem var ólæst vegna vöru- flutninganna. Þjófurinn hefur greinilega beðið færis og gripið töskuna á þeirri stuttu stund, sem mennirnir voru staddir inni i verzluninni. Var taskan horfin þegar þeír komu út. Rannsóknar- lögreglan biður alla þá, sem geta gefið upplýsingar um þetta mál, að hafa samband við hana strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.