Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 HU GLEIÐING AR Á HAUSTDEGI Nú þegar daginn tekur að stytta og gulnaður gróður boðar komu haustsins, fara hesta- menn að draga undan hrossum sinum og koma þeim í haust- beit. Það gerir hófunum ekki nema gott eitt að hrossin gangi ójárnuð. Aukinn þrýstingur á hófbotninum eykur blóð- streymi til hófsins og stuðlar þannig að heilbrigði hans. Ágætt er að gefa hrossum ormalyf fyrir haustið, ekki sízt trippum, til að þau fóðrist vel undir veturinn. Það eykur kraft þeirra og dug þegar meira reynir á um veturinn. A það skal og bent að hrossum sem verða illa haldin af ormum á unga aldri, hættir frekar til að fá hrossasótt sfðar meir. Al- gengt er að hross fái svokallaða „horhnjúska" þegar vetur gengur í garð með rigningum og kalsaveðri. Myndast þeir aðallega á lend og við herða- kamb vegna þess að hárin hrinda ekki vatninu nógu vel frá sér. Þvf er ágætt að strjúka Iftillega parafffu-olfu yfir bak hestsins og vel niður sfður og lend. Þegar hrossin eru komin í hús er gott að klippa 2—4 cm breiða rönd í vetrarhárin undir faxinu báðum megin, kringum eyrun og undir ennistopp. Þetta gerir faxið ræktarlegra og auðveldara er að halda lús f skef jum. Hross eru að jafnaði dauf- gerðari og þyngri á sér á haustin og snemma vetrar. Mörgum finnst sá tfmi þvf hentugri til tamningar á erfið- um hrossum en þegar lengra er liðið á veturinn og sæld komin f þau. Það eru mikil viðbrigði fyrir hross að koma úr vetrarbeit með sölnuðum gróðri í hús á fulla gjöf af kraftmiklu heyi. Rétt er þvf að stilla gjöf f hóf fyrstu dagana, eftir að hross eru tekin inn. Það er almennt álitið að það stæli kjarkinn og sé hollast fyrir ungviðið að liggja við opið, sem kallað er, þ.e. að koma aðeins f hús til þess að éta og Ieita sér skjóls f verstu veðr- um. Hrossum sem ganga úti, en er þó gefið, verður miklu sfður misdægurt, en þeim sem inni standa. Hross þola kulda betur en flestar aðrar skepnur, en aftur illa raka, lélega loftræst- ingu og súg, sem vill stundum fylgja hesthúsum. Trippi sem eru vel alin fyrstu 2—3 árin búa að því um allan aldur. Vöðvaþræðir verða fleiri og dugurinn eftir þvf meiri. Lé- leg fóðrun þessi ár verður ekki að fullu bætt með betra fóðri síðar. Gott hey er alltaf úrvals- fóður og á að duga vel. Vara- samt getur verið að gefa tripp- um mat (fóðurblöndu o.s.frv.), en hygla má eftirlætisgrip með undanrennu. Hér hefur mannshöndin hvergi komið nærri. Myndin er tekin f Þverárrétt, þegar haldin var þar stóðrétt f sfðasta sinn. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Hér sjáum við Þyt Erlu Sveinsdóttur sem keppti fyrir Flugfélag Islands. Fjær sjáum við Glað Grétu Jonsdóttur sem keppti fyrir Söluturninn Þverholti 5. Hér eru tveir alnafnar á ferð Guðmundar Magnússynir en frem hesturinn er Geisli sem keppti fyrir Sólningu h.f., en sá aftari Stjar sem keppti fyrir verzlunina Alfhól. Ljósm. Bjarni Helgason. Firmakeppni Gusts Firmakeppni hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi var haldin 4. maí 1974. Keppt var í þrem flokk- um þ.e. unglingaflokki, kvennaflokki og karla- flokki. Efsti hestur í unglinga- flokki var Skírnir, eigandi Ingólfur Jörgensson og keppti hann fyrir Véla- verkstæði Sigurðar Svein- björnssonar. í kvennaflokki sigraði Hjörtur eigandi Kolbrún Kristjánsdóttir og keppti fyrir Verzlunina Aðalkjör. í karlaflokki sigraði Svarti-Blesi eigandi Hilmar Ásgeirsson og keppti hann fyrir leigubíla- stöðina Hreyfil. Keppnin fór fram í mjög góðu vorveðri og var þátt- taka góð. Alls tóku 106 hestar þátt í keppninni. SÍÐUSTU ár hefur áhugi fyrir hestamennsku farið ört vaxandi hér á landi. Frístundum manna f jölgar og hugurinn leitar þá nýrra viðfangsefna. Hestamennskan býður uppá holla útivist, þægi- lega áreynslu og menn kynnast landinu frá nýjum sjónarhól. Samskiptin við hestinn skapa notalega spennu, og áhyggjur og erill hins daglega lífs hverfur eins og dögg fyrir sólu. Eitt af meginsérkennum hestsins er ótrúlegt næmi fyrir bendingum og taumhaldi reiðmannsins, ásamt áberandi vilja til að hlýða og þóknast knap- anum. Það verður því íþrótt, sem útheimtir mikla íhugun að ná því sálræna sambandi við hestinn, að hann sýni það bezta, sem í honum býr. Hesturinn verður vinur, sem auðvelt er að láta sér þykja vænt um. Hann býr yfir fegurð, mýkt og afli, sem skapar óttablandna virðingu. Það verður enginn ósnortinn af því að kynnast hinum fjölhæfa íslenzka góðhesti. Fimi hans og ganghæfni á sér enga hliðstæðu. íslenzki hesturinn er ein af dýrustu perlum þessa lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.