Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 23
MQRGUNKLAÐIÐ,‘MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 23 Mrnning: Guðlaug G. Þormar F. 15/4 1905. D. 15/9 1974. AÐ kvöldi sunnudags 15. sept. sl. andaðist á Borgarspítalanum frú Guðlaug Þormar. Mig langar til að minnast hennar nokkrum orðum, þó að ég viti, að sjálf hefði hún kosið að fá að hverfa héðan án sérstakra eftirmæla. Guðlaug var fædd í Vík í Mýr- dal 15. apríl 1905. Foreldrar hennar voru Gunnar Ölafsson, einn hinna landskunnu systkina frá Sumarliðabæ, og Jóhanna Eyþórsdóttir Felixsonar kaup- manns í Reykjavík. Árið 1909 fluttist hún með for- eldrum sínum til Vestmannaeyja, þar sem faðir hennar varð dug- mikill athafnamaður til hárrar elli. Þar ólst hún upp á stóru fyrirmyndarheimili. Náinn kunningsskapur var milli foreldra hennar og foreldra minna, sem settust að í Eyjum nokkrum árum síðar. Byggði faðir minn þá hús sitt í heimakálgarði Gunnars og mátti því segja, að fjölskyldurnar hafi verið í kall- færi hvor við aðra upp frá því. Tuttugu og fimm ára að aldri giftist Guðlaug eftirlifandi manni sínum, Andrési Þormar, aðal- gjaldkera Landssímans, sem reyndist henni einstaklega góður lífsförunautur. Fluttist hún þá til Reykjavikur, þar sem hún hefur búið síðan, lengst af á Sóleyjar- götu 33. Þau hjónin eignuðust tvo syni, Gunnar, sem er tannlæknir hér í Reykjavík, og Birgi, lögfræðing, fulltrúa yfirsakadómara. Guðlaug sáluga átti fjögur syst- kini, þrjá bræður og eina systur, sem búsett er í Reykjavik. Bræður sína þrjá, Ölaf og Sigurð Ásgeir, sem voru meðeigendur i fyrirtækjum föður þeirra, og Eyþór lækni, missti hún alla á bezta aldri. Voru þeir allir miklir mannkostamenn eins og þeir áttu kyn til I báðar ættir. Guðlaug átti við mikil veikindi að stríða á unglingsárum sínum, því hún veiktist af berklum stuttu eftir fermingu, en í Eyjum herjaði þá berkiaveikin, sem reýndar var þar landlæg fram- undir miðbik þessarar aldar og krafðist mikilla fórna ungra og aldinna. Eftir að hafa dvalið lang- dvölum á hælum hér og erlendis, oft nær dauða en lifi, vann hún loks fullan sigur á þessum vá- gesti. Á heimili Guðlaugar og Andrésar, sem var fallegt og aðlaðandi, rfkti ætíð blær hlýju og ástúðar. Guðlaug var fremur fáskiptin, en þó glaðlynd. Hún var einlæg og hjartahrein og oft barnsleg í Iund. Naut hún gleðinnar bezt á heimili sínu með góðum vinum. Ég veit, að margir munu minnast Guðlaugar, sem þegið hafa gjafir hennar en hún hafði mikið yndi af að gefa og það án þess að hafa hátt um. Sérstaklega var henni kært, þegar hún gat veitt hjálp þeim, sem erfitt áttu. Konan mín og ég sendum manni hennar, sonunum og barnabörnunum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur við fráfall ástríkrar eiginkonu, móður og ömmu. Kristinn Ó. Guðmundsson. Fáein kveðjuorð frá Vík f Mýr- dal. í dag verður gerð frá Dómkirkj- unni f Reykjavík útför Guðlaugar G. Þormar, en hún lést í Borgar- sjúkrahúsinu að kvöldi sunnu- dagsins 15. þ.m. Hafði hún þá legið þar fársjúk um margra vikna skeið, háð æðrulaust sitt dauðastríð. Hafði gert sér fylli- lega ljóst, að ekki myndi nema um einn enda að ræða. Kvaddi þenn- an heim eins og sönn hetja, sátt við guð og menn. Guðlaug G. Þormar var fædd hér í Vík í Mýrdal 15. apríl 1905. Dóttir þeirra hjóna Jóhönnu Ey- þórsdóttur og Gunnars Ölafsson- ar. Var Gunnar þá verslunarstjóri Brydesverslunar í Vík. Lét þó ekki verslunarstörfin ein nægja sinni meðfæddu starfsorku og at- hafnaþrá. Beitti sér jafnframt fyrir fjölþættum félags- og fram- faramálum byggðarlagsins og sýslunnar. Var meðal annars kos- in á þing 1908 og sat á alþingi sem þingmaður Vestur-Skaftfellinga til 1911. Tók síðar aftur sæti á alþingi sem landskjörinn þing- maður á síðarihluta 3. áratugar- ins. Hann hefur trúlega ekki rekist vel f flokki að nútíma hætti, hefði sjálfsagt ekki sætt sig við að rétta upp hönd eða taka afstöðu til mála eftir tilskipun eða fyrirmælum. Hér verður hins- vegar ekki farið nánar út f hans eðlisþætti, en velvild Gunnars Ólafssonar til Víkurkauptúns, sem og Vestur-Skaftfellinga, hef- ur allt til þessa verið við brugðið af öllum, er gerst til þekktu. Því er ekki óeðlilegt, þegar Guðlaug dóttir hans er nú lögð til hinstu hvíldar, að henni berist kveðjur frá Vík. Hér í Vfk leit Guðlaug fyrst ljós þessa heims og hér f Vík gekk hún fyrstu sporin út í hið óráðna líf og sleit fyrstu barnsskónum. Þótt hún væri ekki nema 4 ára, er hún fluttist héðan með foreldr- um sínum, mundi hún vel eftir sér hér og bar í brjósti einlæga velvild og vinarhug til Vfkur- kauptúns alla tíð. Hefur þar að sjálfsögðu einnig verið um áhrif frá foreldrum og uppeldi að ræða. 1 blóma lífs síns 27. sept. árið 1930, giftist Guðlaug eftirlifandi manni sínum Andrési G. Þormar frá Geitagerði í Fljótsdal. Þeim hjónum varð tveggja sona auðið, Gunnars tannlæknis og Birgis lög- fræðings. Með Guðlaugu G. Þormar er horfin héðan úr samfélagi lifenda ein mætasta kona, er ég hefi kynnst. Það hygg ég muni vera samdóma álit þeirra, er henni voru kunnugir. Mér er það ávallt í minni, er ég kom fyrst á hennar heimili að Sóleyjargötu 33 á sólríkum sumardegi fyrir nær 30 árum. Það hefur löngum verið sagt, að glöggt sé gests augað, en hvað um það, þá er mér það þó minnisstætt hversu mér kom þetta heimili vinalega fyrir sjónir strax við fyrstu sýn. Og mér var það vissu- lega ljóst, er ég kvaddi eftir langa dvöl, að hér hafði verið stofnað heimili sannra heiðurshjóna og verðandi vina. Síðan hefi ég komið oft á heimili þeirra. Þó ekki nærri nógu oft, og allt hefur farið eftir fyrstu kynnum. Að visu vorum við ekki alltaf sammála, og hún sagði mér stundum til syndanna, verðskuldað, en af svo einstöku hispursleysi, drenglund og hrein- skilni, að það gat ekki annað en yljað manni innan og glatt, en aldrei kælt né sært. Með þessum fátæku kveðjuorð- um vil ég leyfa mér að þakka Guðlaugu alla þá vináttú og tryggð mér og mínum auðsýnda frá fyrstu tíð. Og bið henni að leiðarlokum eilífrar blessunar. Eftirlifandi eiginmanni, sonum, sonarbörnum, eins og öllu vensla- fólki votta ég einlæga samúð. Guðmundur Jóhannesson Vfk f Mýrdal. Sunnudaginn 15. september andaðist á Borgarspítalanum Guð- laug Þormar, eiginkona Andrésar G. Þormar og móðir góðvinar mins og kollega, Gunnars Þormar tannlæknis og Birgis Þormar lög- fræðings. Ég átti því láni að fagna að kynnast þessari ágætiskonu all náið, og þess vegna langar mig til að senda henni mínar innilegustu hjartans hinstu kveðjur, þegar hún nú verður til moldar borin. Vinskapur okkar Gunnars hef- ur ávallt verið mjög náinn síðan hann var aðstoðartannlæknir hjá mér, og frá þeim tíma verið sam- band og vinátta okkar allra á milli. Það var mér alltaf sérstök ánægja að koma að hið fallega heimili þeirra Guðlaugar og And- résar og njóta þeirrar einstöku hlýju og velvildar, sem frá þeim streymdi til mín. Það er fyrir þetta, sem mig langar nú til að þakka henni og biðja henni guðs blessunar. Jón K. Hafstein. Gæt mildingur min mest þurfum þín helzt hverja stund á hölda grund. Set, meyjar mögur, máls efni fögur, — öll er hjálp af þér í hjarta mér. (Kolbeinn Tumason). Guðlaug Þormar er nú komin á það svið, sem ekki krefst nafn- númers. Góð kona er gengin, sem þeir feðgar sakna. Hún var trygg- lyndur höfðingi, svo sem við vinir hennar vitum. Lífið er bæði langt og stutt. Öllu lánuðu þarf að skila fyrr eða síðar, þótt stundum sé erfitt að berja nestið. Ég óska henni góðrar heimkomu. Fari hún í friði. Einar Þorláksson. Á kveðjustund er margs að minnast, og þakklæti til tryggra og góðra vina er efst í huga. Við hjónin þökkum áralanga vináttu og ótal margar ógleyman- legar ánægjustundir á heimili Guðlaugar Þormar og eiginmanns hennar. Nú þegar hún er horfin og við kveðjum hana hinstu kveðju, vild- um við gera eftirfarandi ljóðlínur að hennar orðum: Guð mér gefðu ró f hjarta gef mér kærleiks friðinn þinn. Himneskt láttu ljósið bjarta lýsa inn í huga minn. Svo ég geti sofið rótt f svefni fengið hvíld í nótt. Send minn hug til sólarlanda sýndu mér þinn undraheim: Fögur blóm sem ilmi anda engla fljúga á vængum tveim. Svo ég geti sofið rótt, í svefni fengið hvíld í nótt. Með alúðarfyllstu samúðar- kveðjum. Ágúst Sæmundsson. Afgreiðslu- Hjartans þakkir fyrir heimsóknir góðar gjafir, blóm. stúlka heillaskeyti og annan góðhug mér auðsýndan í tilefni 85 ára afmælis míns, sem varþann 16. sept. óskast. Góður Guð blessi ykkur öll. Verzlunin Aldan, Sigríður Helgadóttir, Öldugötu 29, Heiðargerði 55, sími 12342. Reykjavík. Óskum að ráða afgreiðslustúlku í verzlun vora. Upplýsingar í síma 233 1 7, í dag og á morgun. BIOMLAYLXriR HAFNARSTRÆTI 3 • REYKJAVÍK • SÍMAR: 12717-23317 imjram WMMVMINkM Lyfjaframleiðsla Viljum ráða menn til starfa í framleiðslu- deild okkar nú þegar. Framtíðaratvinna fyrir rétta menn. Upplýsingar veittar á skrifstofutíma. Pharmaco h. f. Opinber stofnun óskar eftir að ráða skrifstofustúlku hálfan daginn. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Uppl. um menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 1 . október merkt 3311. Atvinna Reglusaman, duglegan mann vantar okk- ur nú þegar til lagerstarfa og fleira. Uppl. á skrifstofunni, Skúlagötu 51 , ekki í síma. Sjóklæðagerðin h. f. Yfirmaður á lager Stjórnsamur maður með ábyrgðartilfinn- ingu óskast í yfirmannsstöðu á lager. Þeir sem vilja kynna sér þetta starf, gjörið svo vel að hafa tal af oss á venjulegum skrifstofutíma að Laugavegi 26. Húsgagnahöllin Símastúlka óskast Coca Cola verksmiðjan óskar að ráða stúlku til símavörslu og afgreiðslustarfa í verksmiðjunni að Draghálsi 1 Árbæjar- hverfi. Upplýsingar gefur Guðmundur Óskars- son í verksmiðjunni. Verksmiðjan Vífilfell hf. Ungt par hjúkrunarkona og stúdent óska eftir vinnu Kennsla eða eitthvað annað starf (meirapróf) úti á landi kemur vel til greina. Húsnæði og barnagæzla fyrir 3ja ára dreng þarf að vera til staðar. Tilboð sendist Mbl. fyrir 5. okt. merkt: ,,7482".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.