Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 g | MlWRÍTIII! MORCUIIBLAfiSI m 1 Tveir Islendingar meðal þátttakenda í heimsmeist- arakeppninni í lyftingum TVEIR Islendingar eru meðal keppenda f heimsméistarakeppn- inni f lyftingum, sem stendur yfir þessa dagana á Manila á Filipps- eyjum. Það eru þeir Gústaf Agn- arsson, Á, og Guðmundur Sig- urðsson, A. Munu þeir báðir keppa um næstu helgi, en fyrir- komulag mótsins er þannig, að fyrst er keppt f léttustu flokkun- um. Nær allir beztu lyftingamenn heims taka þátt í mótinu í Manila og hingað til hefur árangur verið frábær í hverjum þyngdarflokkn- um af öðrum og nokkur ný heims- met hafa litið dagsins ljós. I fluguvigt sigraði Mohamad Nassiri frá íran, sem lyfti samtals 232,5 kg (snörun 100,0 kg. og jafnhöttun 132,5), en Nassiri varð einnig heimsmeistari i þessum þungaflokki á mótinu á Kúpu í fyrra og sigraði einnig á Asíuleik- unum, sem haldnir voru fyrir skömmu. Hann reyndi að setja Reykjavíkurmót Keppni Reykjavíkurmeistara- mótsins í frjálsum íþróttum lýkur á Melavellinum í dag og á morg- un, en þá verður keppt 1 tugþraut karla og fimmtarþraut kvenna. 1 dag verður einnig keppt í tveimur aukagreinum: 3000 metra hindrunarhlaupi og 4x1500 metra boðhlaupi og á morgun verður keppt í einni aukagrein: 10.000 metra hlaupi. nýtt heimsmet með því að lyfta 140 kg í jafnhöttun, og var ekki langt frá þvx að takast það. Annar 1 fluguvigtinni varð Gyorgy Koszegei frá Ungverja- landi, sem lyfti 230,0 kg, og þriðji varð Takeshi Horikoshi frá Jap- an, sem lyfti 227,5 kg. Setti hann jafnframt heimsmet í snörun — lyfti 106,5 kg. 1 bantamvigt sigraði Búlgarinn Atanas Kirov, sem lyfti samtals 255 kg. Annar varð Leszek Skorupa frá Póllandi, sem lyfti 250 kg. og þriðji varð Jiro Hosotani frá Japan, sem lyfti 245 kg. Hlaut Hosotani gullverðlaun í jafnhöttun í þessum þyngdar- flokki, lyfti 147,5 kg., en gullverð- launin í snörun hlaut Skorupa sem lyfti 112,5 kg. Sigurvegari í fjaðurvigt varc Búlgarinn Todorov, sem lyfti samtals 280 kg — 125 kg 1 snörun og 155 kg í jafnhöttun. Annar i þessum þyngdarflokki varð Sovét- maðurinn Kolesniko með 277,5 kg og þriðji varð Nurikyan frá Búlgaríu með 277,5 kg. Todorov hlaut einnig gullverðlaun i snör- un — lyfti þar 125 kg, en Kolesnikov hlaut gullið fyrir jafn- höttun, lyfti 157,5 kg. Sigurvegari í léttvigt varð svo Korol frá Sovétrfkjunum, sem lyfti 130 kg í snörun og 175 kg í jafnhöttun, eða samtals 305 kg. Annar varð Kaxzmarek frá Pól- landi með 302,5 kg. og þriðji varð Dehnavi frá Iran með 295 kg. Korol hlaut einnig gullverðlaunin bæði í snörun og í jafnhöttun. Hinir ungu leikmenn Austra frá Eskifirði, sem stóðu sig með miklum ágætum f sumar. Frá vinstri, fremri röð: Steinþór Pétursson, Jón T. Guðjónsson, Valtýr Valtýsson, Guðmundur Gylfason, Guðmund- ur Árnason, Kristján Kristjánsson, Sófus Hákonarson. Aftari röð: Björgvin Ingvarsson, Kristgeir Friðgeirsson, Jóhann Kristinsson, Ragnar Þ. Ólason, Grétar Ævarsson, Ingi Kristinsson og Jónatan Helgason, formaður knattspyrnudeildar Austra. A myndina vantar þá Þórarin Sverrisson og Eggert Brekkan. Efnilegir Austradrengir KNATTSPYRNUDRENGIR úr fimmta flokki UMF Austra á Eskifirði hafa mjög látið að sér kveða á knattspyrnusviðinu í sumar. 1 Islandsmótinu unnu þeir Austf jarðariðilinn með fullu húsi stiga og báru yfirleitt sigur úr býtum í leikjum sfnum með mikl- um yfirburðum. Urslit leikja f riðlinum urðu þessi: Dómarar meti hvort um leiktöf er að ræða Austri — Leiknir Austri — Huginn Austri — Valur Austri — Þróttur Austri — Höttur 7- 2 8- 0 4-1 1-0 12-0 Með þessum sigrum unnu drengirnir sér rétt til að taka þátt 1 úrslitakeppni íslandsmótsins, sem fram fór í Reykjavík. Þar léku þeir tvo leiki, fyrst við KA frá Akureyri og varð sá leikur jafntefli 2-2, en síðan tapaði Austri fyrir Breiðablik úr Kópa- vogi 0-5, og var þetta eini tapleik- ur drengjanna í sumar, en Breiða- bliksstrákarnir urðu Islands- meistarar i þessum aldursflokki. Nýlega er lokið Austurlands- móti í knattspyrnu og þar héldu Austradrengirnir áfram sigur- göngu sinni. Þeir unnu alla leiki sína í mótinu; Leikni 6-1, Val 5-0 og Þrótt 4-2. Þjálfari drengjanna i sumar var Magnús Jónatansson frá Eski- firði. F ramstú lkurnar kepptu í Danmörku — ÉG VAR mjög ánægður með að finna, að þrátt fyrir óhagstæð úr- slit í sfðustu heimsmeistara- keppni, cru Islendingar enn hátt skrifaðir sem handknattleiksþjóð og margar þjóðir fýsir að eiga við okkur samskipti, sagði Jón Er- lendsson, einn af stjórnarmönn- um HSf og formaður dómara- nefndar sambandsins f viðtali við Morgunblaðið 1 gær, en Jón er nýlega kominn heim frá ráð- stefnu, sem haldin var á vegum IHF, alþjóða handknattleikssam- bandsins, f Sviss. Með Jóni fór á ráðstefnu þessa Birgir Björnsson, landsliðsþjálfari. — Þarna var fjallað um ýmis þau mál, sem munu koma fyrir á næsta ársþingi IHF, sagði Jón, — og mótuð sameiginleg stefna þjálfara og dómara til þeirra mála eða málaflokka, sem snertir þá mest. Fyrir liggur, að fjöldi mála mun koma til umræðu á alþjóða- þinginu, og því mjög nauðsynlegt að halda slíka undirbúningsráð- stefnu. Jón sagði, að helztu málin, sem borið hefði á góma á ráðstefnu þessari, hefðu verið tillögur Sovétmanna og Júgóslava, sem fjölluðu um hámarkstíma, sem sókn mætti standa í handknatt- leiknum. Lögðu Sovétmenn til, að sá tími væri 45 sek. allan leikinn, en Júgóslavar lögðu til, að síðustu fimm mínútur leiksins mæfti sókn lengst standa í 30 sekúndur og sama regla ætti að gilda, ef annað liðið væri með mann útaf. — Báðum þessum tillögum var hafnað, ságði Jón, — en hins vegar kom fram almennur vilji á að koma þessum málum í fastara form en hingað til hefur verið. Talið var, að nú þegar v.æru í handknattleiksreglunum ákvæði, sem geta komið í veg fyrir, að liðin haldi knettinum óeðlilega lengi, og var það skoðun mikils meirihluta þeirra, sem fundinn sátu, að eðlilegast væri, að dómar- arnir mætu það hvenær væri um leiktöf að ræða. Þá sagði Jón, að komið hefði fram almennur áhugi á því að breyta reglum þeim, sem gilt hafa við undankeppni stórmóta, eins og t.d. Olympíuleika, á þá lund, að ef tvö lið yrðu jöfn að stigum í undankeppni, þá hefðu leikir við þriðja aðilann ekki jafnmikið að segja og til þessa. Ennfremur sagði Jón, að ákveðið hefði verið á ráðstefnu þessari að leggja það til við þing IHF,-að ekki yrðu gerðar neinar stórbreytingar á hand- knattleiksreglunum á árunum milli Olympíuleika. Jón sagði, að hann og Birgir hefðu rætt við fulltrúa margra þjóða á ráðstefnu þessari um hugsanlega landsleiki við tslend- inga. — Verður ekki annað sagt, sagði Jón, — en að undirtektirnar hafi verið mjög jákvæðar, og þarna kom margt fram, sem gæti orðið okkur mjög hagstætt. Ekki er þó á þessu stigi málsins hægt að fjalla nánar um það, þar sem málin verða ekki til lykta leidd fyrr en á þingi alþjóðasambands- ins, sagði Jón að lokum. — Stúlkunum ber saman um, að keppnisferðiw hafi verið mjög lærdómsrfk fyrir þær, og segja, að aðalmunurinn á kvennahand- knattleiknum f Danmörku og hér sé sá, að þar eru stúlkurnar flest- ar miklu eldri og leikreyndari. Þannig fórust Ölafi Jónssyni, for- manni handknattleiksdeildar Fram orð, er Mbl. leitaði frétta hjá honum af frammistöðu meistaraflokks Fram í keppnis- ferð liðsins til Danmerkur, en sem kunnugt er þá urðu Fram- stúlkurnar bæði Islandsmeistarar innanhúss og utanhúss. Ólafur sagði, að Framstúlkurn- ar hefðu fyrst farið til Helsingör og hefði það verið félagið IF Helsingör, sem tók á móti þeim. Léku Framstúlkurnar sinn fyrsta Golfkeppni Marx Factor golfkeppnin fer fram á Grafarholtsvelli n.k. laugardag, 28. september og hefst kl. 10.00. Þarna er um að ræða 18 holu flokkakeppni sem opin er til þátttöku. Keppt verður í meistaraflokki, 1. flokki, 2. flokki og 3. flokki karla, án forgjafar og í kvennaflokki, með forgjöf. ISAL-keppninni sem vera átti á laugardaginn er hins vegar aflýst. leik við lið félagsins, sem á sæti í 1. deildinni dönsku. Leikinn var fullur leiktími og töpuðu Fram- stúlkurnar leiknum 12—19. Þessu næst tóku þær svo þátt í hand- knattleiksmóti, sem efnt var til í tilefni 75 ára afmælis IF Helsingör. Leiktími í því móti var 2x15 mín. og var þátttökuliðunum skipt í riðla. Léku Framstúlkurn- ar í riðli með sænsku meisturun- um Sport frá Gautaborg og danska 1. deildar liðinu Ringsted. Sigruðu Framstúlkurnar fyrst Sport með 9 mörkum gegn 7" en síðan liðRingstedmeð 11 nlörkum gegn 7. Léku þær því úrslitaleik keppninnar og mættu þá liði Helsingör og töpuðu aftur fyrir því, nú 4—8. Frá Helsingör fóru stúlkurnar síðan til Arósa og léku þar við 1. deildar liðið AIA, tvo leiki. Tapaði Frarn þeim báðum, fyrri 6—16ogseinni 10—13. — Það var tekið alveg sérstak- lega vel á móti stúlkunum, sagði Ólafur, — bjuggu þær allan tx'm- ann á einkaheimilum. Sagði Ólaf- ur, að bæði Helsingör IF og AIA hefðu sýnt mikinn áhuga á þvi að koma í keppnisferð til Islands, og kvaðst hann vona. að unnt yrði að taka á móti liðum frá þessum félögum áður en mjög langt um liði. Jón Erlendsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.