Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 Undarlegur skóladagur Eftir Heljar Mjöen og Berit Brænne Komið þið sæl. Ég er bara gamall skólakennari, eða var það fyrir mörgum árum. Nú á ég góða ellidaga í friði og ró. En mig langar svo mikið til að segja ykkur frá undarlegu fyrirbæri, held ég að mér sé óhætt að segja. Jæja, svo að við víkjum okkur nú að efninu. Það var fagran góðviðrisdag, að ég fór í gönguferð út í skóg. Ég fór mér hægt og hugsaði um allt og ekki neitt. Allt í einu veit ég ekki fyrr til en ég stend fyrir framan stóran helli í klettavegg. Forvitni mín vaknaði strax, því ég hafði ekki veittþessumhelli athygli áður. Ég fór inn því það er vani minn að rannsaka allt nákvæmlega, sem ég rekst á í skóg- inum. Þið getið ímyndað ykkur undrun mína, þegar ég sá marga skólabekki og kennaraborð inni í hell- inum. Þetta var ótrúlegt, en satt. Allra fremst var HOGNI HREKKVISI Er þér sama? svo lítið borð, að ég var næstum dottinn um það og aftast var eitt gríðarstórt. Kennaraborðið var líka stórt, — á bak við það var sléttur steinveggur og við hann hékk mosabrúskur í tágarspotta. Vafalaust átti það að vera tafla og svampur. í fyrstu varð ég satt að segja þrumu lostinn. Ég stóð á miðju gólfinu og horfði í kringum mig alveg ringlaður. Ég undraðist líka hvaðan þetta undarlega ljós kom, sem lýsti upp hellinn skærum ljóma, og þá sá ég mér til mikillar undrunar, að ljósið kom frá hundruðum lítilla ljósorma, sem héngu í loftinu. Um leið heyrðist þungt fótatak fyrir utan. Ég flytti mér inn í dimmasta skot hellisins og faldi mig bak viö klett, sem skagaði dálítið fram (hvíslar). Þaðvar stór- elgur, sem kom inn. Þið getið rétt ímyndað ykkur undrun mína, þegar dýrið fór að tala, og ég skildi, hvað það sagði. Elgurinn: (hnerrar) En það andstyggðar kvef, sem éger búinn að fá. Eða skyldiéghafa ofnæmi fyrir grasinu (hnerrar). Jæja, það hlýtur að batna. Halló, ANNA FRÁ STÓRUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU OLD eftir Jón Trausta Lögmaður færði sig nær honum og mælti lágt og ísmeygi- lega: „Segðu mér nú, hvar Hjalti er.“ Munkurinn varð undur blíður á svipinn. „Hjalti er í Paradís,“ mælti hann. „I Paradís —?“ át lögmaður eftir. „Hvemig veiztu það?“ „Hann er i Paradís. — Hann var sanntrúaður maður. — Ég syng Requiem aeternam fyrir sálu hans tvisvar í viku, og Anna mín borgar það vel.“ Lögmaður stóð og hugsaði sig um. Það var ekki í fyrsta skipti, sem hann heyrði það, að Hjalti væri dauður. Honum lá nú við að fara að trúa því. Gat það verið, að hann hefði ráðið sér bana af ótta við ofsóknir lögmanns? Ekki var það óhugsandi. En þegar hann leit á munkinn, sem velti fyrir sér silfur- dölunum og brosti af ánægju, las hann út úr honum lymsk- una. „Þú lýgur þessu, trúarvilluhundurinn þinn!“ mælti hann og rak munkinum rokna löðrung. „Hjalti er ekki dauður.“ „Hcrna er hin kinnin,“ mælti munkurinn ofurrólega og sneri sér við. En lögmaður sneri sér snúðugt frá honum, st.ökk fram í aðalhellinn og skundaði út. — bigvaldi hafði ekki litið af lögmanni og munkinum meðan þeir voru tveir einir í afhellinum. Nú réð hann sér varla fyrir ánægju. Hann þorði þó ekki að segja nokkurt orð við munkinn að þessu sinni, en sögu skyldi hann segja þeim önnu á Stóru- borg og Steini á Fit, er hann sæi þau næst. Og einhvern tíma kynni Hallur grámunkur að verða á vegi hans seinna. Hann fylgdist með mönnum lögmanns út úr hellinum. Þeg- ar þeir voru að fara á bak, heyrðu þeir latínusönginn í munk- inum inni í hellinum. — Þegar þeir höfðu riðið vestur fyrir fellið, steig lög- maður af baki og settist niður, mjög þungbúinn. Eftir nokkra stund mælti hann: „Haldið þið áfram og bíðið mín á Seljalandi, allir, nema tveir. Ég ætla að verða hér eftir. — Þökk fyrir fylgdina, Sigvaldi. Þegar ég fer vestur um, kem ég kannske við hjá þér og þigg fylgd þína yfir fljótið.“ 6. ERFIÐLEIKAR LÖGMANNSINS Lögmaður sat langa stund þegjandi og hugsandi, eftir að menn hans voru riðnir frá honum. Þessir tveir menn, sem hann hafði valið sér til fylgdar, sátu skammt frá honum og biðu, en létu hann ótruflaðan. Honurn fannst sem allt það, sem honum hafði mætt þessa síðustu daga, mundi gera sig vitskertan. Aldrei hefði hann trúað því, þótt einhver hefði sagt honum það fyrir, að svo lítið gæti orðið úr valdi og ríki nokkurs manns. Aldrei hefði hann trúað því, að jafnmikil fyrirlitning fyrir valdinu væri meÖTOOíQunkciífinu — Mér er alveg sama, þótt þú sért orðin rauð- sokka, þessar eilífu mót- mælagöngur ganga orðið of langt. — Það er ekkert að augunum í henni, þetta hártagl hennar er bara reyrt of fast. — Það fer ekki á milli mála, að þú hefur gleymt gleraugunum þínum heima. — „Vertu sæll,“ hvað áttu við með því. Held- urðu, að ég hafi farið að splæsa á þig ís til þess að þú segðir svo bara „vertu sæll“?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.