Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 41. og 43. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1 974 á Löngubrekku 15 — hluta —, þinglýstri eign Önnu Sigurjónsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 30. september 1 974 kl. 11.30. Bæjarfógetinn i Kópavogi. SPÓNAPLÖTUR: Bison (danskar) (10og 12mm) Ath. Söluskattur hækkar 1. október n.k. TIMBURVERZLUNIN VðlUNDUR hf Klapparstíg 1 Skeifan 1 9 Símar: 18430 — 85244 Vestmannaeyingar Athygli er vakin á þvi að þeir sem enn eru á meginlandinu og greiða eiga gjöld til bæjar- sjóðs Vestmannaeyja, geta snúið sér til skrif- stofu kaupstaðarins Hafnarbúðum, Reykjavík 3. hæð og verður tekið á móti greiðslum þar. Síminn er 25788. Útsvarpsinnheimtan. Veiðimannakastmót Á vegum Landss. ísl. stangaveiðimanna verður haldið á grasvellinum Innri Njarðvíkum, laugardaginn 28. september kl. 2 e.h. Allir stanga- veiðimenn eru velkomnir. Keppt verður i flugulengdarköstum og lóðarköstum 12 gr. og 18. gr. með 1 og 2ja handa stöng. Frekari upplýsingar veita: Hafnarfirði: Ólafur Ingimundarson s. 51112 Keflavík: Sigmar Ingason s. 1 786 Reykjavík: Kolbeinn Grímsson s. 14075 Reykjavik: Þorst. Þorsteinsson s. 73462. Sænska í stað dönsku til prófs Nemendur mæti til viðtals í Hlíðaskóla, stofu 1 7. 1. okt. kl. 1 7, 1 1 og 1 2 ára nemendur, 2. okt. kl. 18.30, 1. og 2. bekkur gagnfræða- stigs 3. okt. kl. 18.30, 3. og 4. bekkur gagnfræða- sitigs og landspróf. Sigrún Hallbeck. Framhaldsstofnfundir íþróttafélags Fatlaðra í Reykjavík, verður haldinn fimmtudaginn 26. sept. n.k. að Hátúni 12 2. hæð og hefst kl. 20,30. Á fundinum flytur Magnús Ólafsson, íþrótta- kennari erindi um íþróttir fyrir fatlaða og sýnir kvikmyndir. Þess er vænst að allir áhugamenn um íþróttir fyrir fatlaða komi á fundinn og gerist stofnfélagar. Stjórnin. Útboð — jarðvegsskipti Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í jarð- vegsskipti á 340 m löngum kafla í Strandgötu, magnca. 25000 rúmmetrar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strand- götu 6, Hafnarfirði, gegn 3000 kr. skilatrygg- ingu. Frestur til að skila tilboðum rennur út fimmtudaginn 3. okt. n.k. Bæjarverkfræðingur. Góð aðsókn að Macbeth SVNINGUM Stjörnubíós á Mac- beth fer nú senn að ljúka, en fram til þessa hefur verið góð aðsókn að myndinni, að sögn forráða- manna kvikmyndahússins. Sér- staklega hefur ungt fólk sótt þessa mynd vel. Macbeth er les- inn í Menntaskólanum og munu kennarar hafa ráðlagt mennta- skólanemum að sjá myndina af þeim sökum. Macbeth er sem kunnugt er gerð af pólska kvikmyndagerðar- manninum Roman Polanski en myndin var fjármögnuð af Hugh Hefner, sem fram til þessa hefur verið kunnari fyrir útgáfu á tíma- ritinu Playbpy og næturklúbba- rekstur en fyrir framlög til lista. Þrátt fyrir að myndin fengi all- góða dóma erlendra gagnrýnenda, hefur hún ekki reynzt Hefner nein gullnáma. Polanski og hinn kunni brezki leikgagnrýnandi, Kenneth Tynan, söffidu handritið að myndinni I sameiningu, og fylgja þeir texta Shakespear allsstaðar út í æsar, og hinn fslenzki texti myndarinn- ar er sóttur í þýðingu Matthíasar Jochumssonar á leikritinu — með örfáum undantekningum, þegar „þegn“, er notaður f undarlegri merkingu. Hins vegar víkja þeir félagar Polanski og Tynan víða út af hefðbundinni sviðsetningu leikritsins, stundum með frum- legum hætti, en stundum orka breytingar þeirra tvímælis. Þann- ig svipta þeir Lafði Macbeth og örlaganornirnar klæðum, en lík- lega er sú tiltekt meira í anda Hugh Hefner en William Shake- spears. Þó þykist Tynan geta fært að þvf söguleg rök, að svona eigi það að vera, alltént hvað Lafði Macbeth áhrærir, er hún f geð- veilu sinni gengur kviknakin um svefnskála sinn. Þess má að endingu geta, að ýmsir nafntoguðustu leikstjórar kvikmyndasögunnar hafa spreytt sig á þessu ógnþrungna meistara- verki Shakespeares — David W. Griffith strax árið 1915, Orson Welles árið 1948 og Akira Kuro- sawa í stflfærðri japanskri útgáfu árið 1957, og nefndist sú Blóð- krúnan. Ráðstefna um hafréttar- og ^ sjávarútvegsmál á vegumÆSÍ I GÆR hófst að Hótel Loftleiðum ráðstefna um hafréttar-og sjávar- útvegsmál á vegum Æskulýðs- sambands Islands. Til ráðstefn- unnar hefur ÆSÍ boðið 15 Norð- mönnum, en auk þeirra munu um 20 tslendingar sækja ráðstefn- una. Ráðstefnan mun standa til fimmtudags. I fyrra tókst samvinna um þessi mál milli æskulýðssambanda Is- lands og Noregs, og fóru í júni í fyrra 9 íslendingar á ráðstefnu í Lofoten í Noregi. Þótti hún takast það vel, að ákveðið var að hafa framhald á þessu samstarfi. Ráð- stefnuna sækja fulltrúar æsku- lýðsfélaga og ýmissa aðila i sjávarútvegi. Cecil Haraldsson hefur séð að mestu um undirbúning ráðstefn- unnar. Hann skýrði frá tifhögun hennar á fundi með fréttamönn- um í gær. Gunnlaugur Stefáns- son, formaður ÆSl setti ráðstefn- una. I dag ræðir Aðalsteinn Sigurðs- son fiskifræðingur um nýtingu auðlinda hafsins. Flytur hann er- Tveir seldu í Þýzkalandi TVEIR fslenzkir bátar, Sigur- bergur GK og Kópur VE seldu ufsa f Þýzkalandi f gærmorgun. Sigurbergur seidi 44,7 lestir fyrir 64 þús. mörk eða 2,7 millj. kr., og Kópur seldi 31,2 lestir fyrir 50.400 mörk eða 2,3 milij. kr. Siglufirði 23. september. FYRSTU göngur voru hér í fyrra- dag, og gengu þær frekar erfið- lega að þessu sinni. Gangnamenn lentu í erfiðleikum, sérstaklega í Héðinsfirði, og urðu þeir víða að vaða snjó upp undir mitti. Af þessum sökum gekk frekar illa að smala og koma fénu til byggða, en allt hafðist þetta að lokum. Byrjað var að vinna í sláturhúsinu í dag, og talið er að slátrað verði um 1800 fjár. Afli togaranna hefur verið sæmilegur, og Stálvík landaði hér 23 lestum eftir tveggja daga úti- vist. Þá landaði Dagný 40 lestum indi sitt fyrir hádegi. Eftir há- degið verður rætt um félagslega stöðu sjómanna og útgerðar- manna, rekstrarform og útgerð hér á landi. Verða þá flutt þrjú erindi. A fimmtudaginn verða al- mennar umræður fyrir hádegi, m.a. um áframhaldandi samstarf sambandanna, og væntanlega verða ályktanir mótaðar. Seinni hluti fimmtudagsins verður not- aður til ferðalaga í Reykjavík og DANSKI skuttogarinn Elfas Kleits kom f fyrradag til Reykja- vfkur með danska eftirlitsskipið Maagen f togi, en Maagen hafði orðið fyrir áfalli 240 mflur SV af Reykjanesi aðfaranótt laugar- dags. Hannes Hafstein framkvæmda- stjóri S.V.F.I. sagði í samtali við Mbl., að Maagen hefði verið á leið frá Grænlandi til Danmerkur úr eftirlitsferð, þegar óhappið átti sér stað. Um kl. 17.40 á föstudag hafði skipið samband við danska eftirlitsskipið Fyllu og bað það að snúa við, þar sem stýrisútbúnað- urinn væri laskaður og f jarskipta- útbúnaður bilaður, en Fylla var þá dagleið á undan Maagen. Þegar þetta átti sér stað, var Maagen statt á 65° N-breiddar og af ísfiski eftir 6 daga veiðiferð, en skipið var enn fremur með 30 lestir af heilfrystum fiski. Þá lönduðu bátarnir Tjaldur og Dagur, sá fyrrnefndi var með 4 lestir, en sá síðarnefndi 6,3 lestir. Mikil hálka var í fyrradag á götum Siglufjarðar. Ekki hafa þó nein alvarleg óhöpp orðið, nema eitt, sem var við Strákagöngin. Vetur er því genginn í garð hér, Og er það óvanalega snemma. Fjórir færeyskir bátar lágu hér um helgina, en þeir hafa verið að fá ágætis afla úti af Vestfjörðum. Þeir munu hyggja á heimferð á næstunni. Matthfas. nágrenni, og munu þátttakendur m.a. skoða fiskvinnslustöðvar. Þess skal að lokum getið, að dagana 17.—23. október verður haldin ráðstefna um hafréttar- og fiskveiðimál í Stord í Noregi. Hana sækja fulltrúar allra æsku- lýðssambanda Norðurlanda, svo og fulltrúar æskulýðssambanda Bretlands og Vestur-Þýzkalands. Af hálfu ÆSÍ munu sex fulltrúar sitja ráðstefnuna. 25° V-lengdar eða um 240 sjómíl- ur SV af Reykjanesi. Síðan heyrðist ekkert f skipinu lengi vel og þar sem stórsjór var á þessum slóðum, bað björgunar- miðstöð danska flotans f Þórshöfn Slysavarnarfélag Island^ að gera sitt til að hafa upp á skipinu. Var þá haft samband við Loftskeyta- stöðina í Reykjavík, sem bað skip á þessum slóðum að svipast eftir Maagen. Um kl. 5.22 á föstudags- morgun kom skuttogarinn Elias Kleits að Maagen og enn fremur þýzka eftirlitsskipið Norden- hamn. Elías Kleits sigldi samsíða Maagen þangað til birti og sjó lægði. Þegar bjart var orðið, var komið dráttartaug á milli skip- anna, og dró Elías Kleits Maagen, sem er nýlegur skuttogari, til Reykjavíkur, en þangað komu skipin um kl. 9 á mánudagsmorg- un. Brotizt inn í einbýlishús í HINN 18. sept. sl. var brotizt inn f einbýlishúsið að Sunnuflöt 14 f Garðahreppi. 1 kjallara hússins var stolið 12.000 kr. f peningum, en á hæðinni var reynt að brjóta upp skrifborð. Full ástæða er til að ætla, að hér hafi börn eða unglingar verið að verki, þvf að skriðið var innum mjóa glugga. Eru það vinsamleg tilmæli, að foreldrar athugi, hvort börn þeirra hafi undanfarna daga haft óeðlileg fjárráð og hafi samband við rannsóknarlögregluna f Hafnarfirði, ef svo er. Þurftu að kafa snjó upp í mitti í göngunum Maagen dregin til Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.