Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 21 Lóa Björk Bóas- dóttir—Minning Fædd 17. júlf 1951. Dáin 16. september 1974. Mánudaginn 16. september barst okkur sú fregn, aö Lóa Björk væri látin. Við kynntumst henni fyrst fyrir þremur árum, er hun að loknu stúdentsprófi hóf nám í jarðfræði við Háskóla Is- lands. Kynni okkar voru því stutt, en góð. Okkur er Lóa hugstæðust fyrir bjartsýni og óbilandi kjark, þrátt fyrir þá vanheilsu, sem hún átti við að stríða. T.d. tók hún þátt í öllum okkar námsferðum, sem margar hverjar voru Iangar og erfiðar. I námi sínu sýndi Lóa ein- stæðan dugnað og samvizkusemi og hefði lokið B.S. prófi nú í haust, ef henni hefði enzt aldur til. Aðstandendum Lóu sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Skólafélagar. Við fráfall góðs vinar verður maður fátækari og lífið tómlegra, sérstaklega ef um er að ræða vin, sem er þroskaðri og sterkari en maður sjálfur. Lóa Björk var mjög andlega þroskuð og óvenju sterkur persónuleiki. Fyrir sjö árum, sama haustið og hún hóf nám í menntaskóla, fékk hún þann sjúkdóm, sem nú hefur dregið hana til dauða, en síðastlið- ið vor lauk hún B.S. prófi í jarð- fræði við Háskóla íslands. Ófáar e’ru þær vikur, sem hún missti úr skólanum vegna veikinda sinna, en því meiri var harkan og dugn- aðurinn þann tíma, sem hún hafði heilsu til að lesa og fara í skólann, því ekki var að hennar skapi, að „skríða“ gegnum skólann heldur vildi hún ætíð vera framarlega í sinum hóp. Um Lóu Björk mætti skrifa langt mál, þó það verði ekki gert hér, svo sérstök var hún og hennar einstæða baráttuþrek. Að lokum þakka ég Lóu sam- + Dóttir okkar LÓA BJÖRK, sem lézt í Landspítalanum 16. september. verður jarðsunqin frá Safnaðarheimili Langholtssóknar I dag kl. 1 3:30. Ólöf Björnsdóttir, Bóas Jónatansson. t Eiginmaður minn, faðir og sonur, ÓLAFUR EINAR ÓLAFSSON, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 26. september kl. ^ 3;30 Þórey Kolbeins Sigrún Ólafsdóttir Ásta Ólafsdóttir Haraldur Ólafsson Ólafur Einarsson t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar og tengdaföður SIGURÐAR GUÐNASONAR, EskihltS 10, Margrét Sigurðardóttir, Engilbert Sigurðsson, Kristrún Guðmundsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Ágúst Kjartansson, Helga Sigurðardóttir, Valgeir Einarsson, Sigurður E. Sigurðsson, Sigrlður Kristinsdóttir, Elfn Sigurðardóttir, Stefán K. Linnet, Ásta Thorarensen. t Útför móður og tengdamóður okkar, GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR, Hamarstlg 18, Akureyri, sern lézt þann 21. þ.m verður gerð frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 25. þ.m klukkan 1 3.30 Steinunn Ingimundardóttir, Auður Kristinsdóttir, Árni Ingimundarson, Kristjana Eggertsdóttir, Magnús Ingimundarson, Þórgunnur Ingimundardóttir, Friðrik Þorvaldsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og bróðir, PÁLL A. PÁLSSON, Sniðgötu 1, Akureyri, sem lézt af slysförum 1 8 sept. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 26. september kl 1 3.30. Þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Dalrós Baldvinsdóttir, Páll A. Pálsson, Anna Sjöfn Stefánsdóttir, Alfreð Pálsson, Þorgeir Pálsson. Þórarinn Sigurðs- son—Minning fylgdina. Henni á ég margt að þakka. Guð blessi hana. Sigurgeir Bóasson. Það var okkur mikið áfall, þegar við fréttum, að Lóa vinkona okkar væri dáin og að við ættum ekki eftir að hitta hana framar. Enda þótt við vissum mætavel, að hún hafði lengi átt við vanheilsu að strfða, vonuðum við alltaf, að hún fengi fullan bata, því að hvorki skorti hana lífsviljann né dugnaðinn. Lóa stóð sig ætíð með prýði, jafnt i námi sem öðru, og nú í haust var ætlun hennar að ljúka jarðfræðinámi sínu við Há- skóla Islands. Við vissum, að hún var oft þreytt, en hún kvartaði aldrei, var alltaf glöð og reyndi að gera sem minnst úr veikindum sfnum. Lóa var ákaflega góð vin- kona, trygglynd og hreinskilin, og við munum sakna hennar mikið. Við þökkum henni innilega fyrir allar ánægjustundirnar, sem við höfum átt saman á liðnum árum. Við munum ætíð minnast þeirra. Við vottum foreldrum hennar, systkinum, Magga, ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Guð blessi og varðveiti Lóu Björk. Edda og Gulla. t Eiginkona mín og móðir okkar LAUFEY JÖRGENSDÓTTIR, andaðist í Landakotspítala þriðju- daginn 24. þ.m. íslenzka þjóðin hefur átt því láni að fagna að eiga marga mann- kostamenn. Meðal þeirra var Þórarinn Sigurðsson á Þórarins- stöðum f Seyðisfirði. Hann var fæddur á Þórarins- stöðum 22. 2. 1893 og andaðist 3. sept. 1974, á Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavik, eftir stutta sjúk- dómslegu. Utför hans var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 12. sept, s.l. og jarðsunginn í gamla kirkjugarðinum yið Suðurgötu. Þórarinn var sonur sæmdarhjón- anna Sigurðar Jónssonar bónda og hreppstjóra Seyðisfjarðar- hrepps og'Þórunnar Sigurðardótt- ur. Hann ólst upp í foreldrahús- um ásamt systkinum sínum þeim Sveini Sigurðssyni ritstjóra Eim- reiðarinnar, Friðriki, sem ungur fór til Vesturheims, og Sigríði, ekkju Guðmundar Jenssonar bió- stjóra í Reykjavík. Nú eru á lífi af systkinum hans þau Friðrik og Sigrfður. Auk syst- kina sinna átti Þórarinn nokkur uppeldissystkini, sem öll voru sem ein fjölskylda. Sigurður á Þórarinsstöðum gerði út tvo og stundum þrjá véi- báta auk árabáts, sem oft fiskaðist vel á á þeim árum. Landbúið var allstórt og mannfrekt að þeirra tíma búskaparhætti. Þórarinn sonur hans var önnur hönd hans við útgerðina, bæði heima á Eyr- unum, og svo sá hann um vetrar- útgerðina, sem fyrst var stunduð frá Djúpavogi og síðar frá Horna- firði, um margra ára skeið. Þórarinn var mjög vel verki far- inn og smiður góður. Það var oft mannmargt á Þórarinsstöðum á sumrin, þegar útgerðin var í fullum gangi. Mun þá hafa verið um og yfir fjörtfu manns í heimili, bæði við land- búnaðinn og sjávarútveginn og þar af leiðandi mikil umsvif við hvorttveggja. Móður sína missti Þórarinn árið 1920. Elftir það bjó faðir hans meó ráðskonu, Guðfinnu Sigurðardóttur, mikilli ágætis konu, sem hugsaði um heimilið sem sitt eigið. Sigurður á Þórarinsstöðum and- aðist árið 1941. Þórarinn tók þá við búskap á jörðinni og útgerð- inni, og bjó þá með sömu ráðskon- unni og faðir hans hafði búið meó. Þetta var á stríðsárunum. Utgerð lagðist þá að mestu niður í Seyðisfirði. Enda ekki hægt um vik því að Seyðisfjörður var þá flotastöð líkt og Hvalf jörður. Þórarinn bjó svo all -mörg ár á Þórarinsstöðum. Hann varð brátt einyrki. Jörðin var all erfið til þess háttar búskapar. Hann varð hreppstjóri Seyðisfjarðarhrepps eftir daga föður síns, og þá um leið hreppsnefndarmaður. Gegndi hann þessum störfum þar til að hann lét af búskap og fluttist inn í Seyðisfjarðarkaupstað. Var þá Guðfinna ráðskona hans látin og sömuleiðis Jón föðurbróðir hans, sem dvalið hafði hjá honum sín seinustu æviár við beztu umönn- un. Þórarinn var ókvæntur og barn- laus. En hann var ákaflega barn- góður og revndist með ágætum þeim börnum og unglingum, sem hjá honum dvöldu háns búskapar- ár. Mun þeim öllum hafa þótt vænt um hann. Sjaldan fellur epl- ið langt frá eikinni, segir gamall málsháttur. Svo má segja um þá feðga Sigurð á Þórarinsstöðum og Þórarin. Enga menn hefi ég þekkt orðvarari en þá. Og aldrei heyrði ég falla ádeiluorð um nokkurn mann, frá þeirra vörum, og ekki máttu þeir vamm sitt vita f nokkr- um hlut. Þórarinn var skarpgreindur maður, mjög vel lesinn, ljóðelskur og hafði mikið yndi af tónlist og söng. Sjálfur lék hann ágætlega á orgel. Var þá oft tekið lagið heima á Þórarinsstöðum og stundum margraddað. Hann lék einnig á harmoniku á sínum yngri árum og þá oft fyrir dansi. Félagslynd- ur var Þórarinn og gíáðsinna. Hann var með okkur ungu mönn- unum í stofnun ungmennafélags ins „Skjaldbreið" í Seyðisfjarðar hreppi, og studdi okkur með ráð- um og dáð við húsbygginguna og félagsstarfið. Skólaganga Þórarins var aðeins skyldunám barnafræðslunnar. En hann var engu að síður vel menntaður, Framhald á bls. 20 + Móðir okkar, SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR frá Saurbæ, verður jarðsett frá Langholts- kirkju föstudaginn 2 7 septem- ber kl. 3 eh. Jóhanna Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson. + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR frá Skaftaholti. Ingunn Halldórsdóttir, Benjamin Halldórsson, Anna BöSvarsdóttir, Einar Hjaltested, Svanhildur Elentinusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. AuSunn L. Jóhannesson, Olfert Nábye, Jörgen Nábye, Oddur AuSunsson, Sigriður G. AuSunsdóttir. + Einlægar þakkir færum við öllum þeim, sem vottuðu okkur hluttekn- ingu við andlát og útför VILHJÁLMS BJÖRNSSONAR, Háaleitisbraut 26. Reykjavik og heiðruðu minningu hans á marga vegu Guð blessi ykkur öll. Margrét sigur8ardóttir og systkini hins látna. + Við þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður og mágs, GUÐJÓNS GUNNARSSONAR. Hofsstöðum. Foreldrar, systkini og mágar. + Útför föður okkar, SIGURÐAR NORDALS, prófessors, verður gerð frá dómkirkjunni föstudaginn 2 7. september kl 1 .30 Jóhannes Nordal, Jón Nordal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.