Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 íslendingur í Poznan 1956 1 júnímánuði 1956 gerðu verka- menn í borginni Poznan i vestan- verðu Póllands uppreisn, sem sýndi jafnvel betur en önnur og öllu kunnari uppreisn í Austur- Þýzkalandi réttum þremur árum áður, að stefna valdhafanna í Austur-Evrópu hafði beðið skip- brot og að undir niðri kraumaði og sauð, vegna megnrar óánægju almennings með stjórnarfarið. í Poznan var þá staddur íslending- ur, Einar Asmundsson forstjóri Sindra, sem hefur frætt okkur um þennan atburð og lýst fyrir okkur reynslu sinni í borginni meðan á uppreisninni stóð. Fjórum mánuðum áður hafði Niktia Krúsjeff haldið hina frægu ræðu sína á 20. þingi sovézka kommúnistaflokksins, ráðizt á Stalín og ,,persónudýrkun“ og vakið vonir um frjálsari stjórnar- hætti i löndum Austur-Evrópu. Skömmu eftir þingið lézt einn fremsti fulltrúi pólskra stalinista, Boleslaw Bierut flokksritari og Edward Ochab var kjörinn eftir- maður hans eftir að leitað hafði verið samþykkis Rússa. Einn valdamesti maður leynilögregl- unnar, Jakub Berman, vék úr stjórnmálaráði kommúnista- flokksins og illa þokkaðir starfs- menn leynilögregiunnar voru sviptir störfum. Otti Pólverja við leynilög- regluna dvinaði við þetta, fólk fór að láta skoðanir sínar óhrætt i Ijós og blöðin tóku að segja frá mörgu, sem aflaga hafði farið. Gagnrýni kom fram á stjórnina á þinginu, sem var sakað um að vera verk- færi valdhafanna. I bréfum, sem blöðin birtu frá lesendum, var ráðizt á verkalýðsfélögin og þeim borið á brýn að standa ekki vörð um réttindi verkamanna. Flokkn- um leizt ekki á blikuna, en við- vörunum hans var ekki sinnt: gagnrýni á stalínisma færðist í aukana og stöðugt meir bar á and- úð í garð Rússa. Þeir höfðu fjöl- mennt herlið í Póllandi og skipuóu mikilvæg embætti í pólska hernum og yfirmaður hersins og landvarnaráðherra stjórnarinnar var sovézkur mar- skálkur, Rokossovsky. Meðal verkamanna var sú skoðun ríkj- andi að stjórn efnahagsmálanna miðaðist ekki við hag þeirra held- ur Rússa og fullyrt var að aðeins lítill hluti þjóðarinnar fylgdi flokknum að málum. Tilslakanir voru óhjákvæmilegar og andstæð- ingar stalinista fengu uppreisn æru, þeirra á meðal Wladyslaw Gomulka, sem hafði reynt að fylgja „pólskri leið til sósíalisma“ þegar hann var valdamesti maður Póllands á fyrstu árunum eftir heimsstyrjöldina. Hann varð nú hetja frjálslyndra afla og frjáls- lyndari armur valdaforystunnar reyndi að fá hann til liðs við sig með því að bjóða honum stöðu aðstoðarforsætisráðherra, en hann vildi hana ekki nema hann fengi að hreinsa sig af þeim sök- um sem á hann höfðu verið born- ar. Alls voru um þrjátfu þúsund pólitískir fangar látnir lausir í maí, en ástandið í Póllandi breytt- ist lítið við þessar tilslakanir. Þjóðin bjó við slæm lífskjör og mikla dýrtíð og stjórnin viður- kenndi það, en þótt hún lofaði endurbótum var óánægja fólksins svo mikil að vaxandi ólgu tók að gæta. Því var haidið fram að rekstrarfyrirkomulag iðnaðarins byggðist á því að framleiðslan yrði sifellt aukin án þess að laun- in hækkuðu og að krafan um auk- in afköst legði verkamönnum á herðar byrðar, sem væru þeim ofviðá. Pólverjar fengu minna af vörum frá Sovétríkjunum en þeir seldu þapgað, skortur var á neyzluvarningi og vöruskorturinn olli verðhækkunum, klæðnaður fólksins var fábrotinn og þar fram eftir götunum. Til þess að lifa var talið að hjón með tvö börn þyrftu 1800 til 2000 zloty á mánuði en tölur frá 1956 sýna að aóeins 6.4% launþega fengu 2.000 zloty í laun á mánuði. Smátt og smátt tók ólgan á sig alvarlegri mynd. í maí safnaðist hópur atvinnuleysingja saman fyrir framan vinnuráðningar- skrifstofu í Varsjá og krafðist at- vinnu. Verkföll voru gerð í prent- smiðju kommúnistaflokksins i höfuðborginni og á fleiri vinnu- stöðum. 1 lok mánaðarins lögðu tvö þúsund verkakonur í spuna- iðnaði niður vinnu í bænum Bilaystok í Norðaustur-Póllandi og mótmæltu efnahagsstefnu stjórnarinnar. 1 byrjun júní gerðu leigubilstjórar í Kraká, annarri stærstu borg Póllands, sólar- hringsverkfall. Engum gat dulizt aó djúp gjá hafði myndazt milli verkamanna og ríkisstjórnar, sem taldi sig fulltrúa þeirra, og óánægjan brauzt síðan fram í beinni uppreisn í Poznan, annarri stærstu borg landsins. Þar stóó yfir mikil vörusýning, sem margir erlendir kaupsýslu- menn sóttu, og í þeirra hópi var heimildamaður okkar, Einar As- mundsson. Vörusýningin setti mikinn svip á borgina og íbúarn- ir, sem voru 300.000, voru hreykn- ir af sögu hennar (Poznan var fyrsti biskupsstóll Póllands á mið- öldum, kjarni pólska miðaldar- ríkisins og aðsetur yfirmanns kaþólsku kirkjunnar frá 1821). Borgin er um miðja vegu milli Berlínar og Varsjár svo þar hafa þýzk áhrif verið mikil (Prússar réðu henni nær óslitið frá 1793 til 1919 og kölluðu hana Posen). Borgarbúar kvörtuðu yfir því að lífskjörin hefðu versnað undir stjórn kommúnista, en það gerðu og aðrir landsmenn. Einar sann- reyndí þetta. Hann var viðstaddur opnun vörusýningarinnar í Poznan 17. júní, en ók i bifreið nokkrum dögum síðar til einnar helztu borgar Slésíu, Katowice, sem þá hét Stalinograd. „Það leyndi sér ekki að megn óánægja rikti meðal verkamanna í Poznan,“ segir hann, „en urgur- ínn var engu minni víða annars staóar í landinu. Ég varð var við töluverða gremju í Slésíu, enda höfðu íbúarnir þar átt að venjast allgóðum lífskjörum áður en flokkurinn kom til valda.“ Einar kom aftur til Poznan 26. júní og daginn eftir dró til tiðinda í borg- inni. Þann dag var haldinn fund- ur i einu helzta iðjuveri Poznan (þar voru miklar járnbræðslu- stöðvar er byggðu starfssemi sína meðal annars á brúnkolum) — Zispo-verksmiðjunni, sem var einnig kölluð Stalínsmiðjan og framleiddi eimreiðar og vélar. Verkamenn úr þessari verk- smiðju höfðu sent nefnd á fund stjórnarinnar í Varsjá til að krefj- ast verðlækkana á nauðsynja- vöru, hærri launa og annarra kjarabóta, en stjórnin neitaði að verða við þessum kröfum og orð- rómur var um að nefndarmenn hefðu verið handteknír. Þá var ákveðið að gera verkfall í verk- smiðjunni í bítið fimmtudaginn 28. júní og verkfallið breiddist brátt út og náði til næstu héraða. Þegar verkamennirnir höfðu lagt niður vinnu um morguninn gengu þeir út á göturnar og bæði fyrir framan ráðhúsið við aðal- torg borgarinnar og á öðrum stöð- um í borginni safnaðist saman mikill mannfjöldi. Verkamenn- irnir gengu fylktu liði ti) ráðhúss- ins, í 15 til 20 manna breiðri fylk- ingu. Kröfugangan jókst jafnt og þétt eftir því sem nær dró mið- borginni og þegar þangað kom skiptu þátttakendur í göngunni tugþúsundum. Þeir báru pólska fána og kröfuspjöld með áletrun- um eins og „Burt með Rússana“, „Niður með einræðið” og „Við viljum frelsi og frjálsar kosning- ar“. Mannfjöldinn söng og hrópaði vígorð. Hæst kváðu við hröpin: „Við heimtum brauð!" Margir úr hópi útlendinga, sem voru á vörusýningunni, blaða- menn og kaupsýslumenn, fylgd- ust með göngunni, þeirra á meðal Einar Ásmundsson, og fólk hrópaði til þeirra: „Við viljum brauð og frelsi eftir ellefu ára strit. Við viljum losna við Rússa.“ „Eg dvaldist á hótelinu Bazard í hjarta borgarinnar, ekki langt frá aðaltorginu," segir Einar. „Að morgni þess tuttugusta og áttunda var ég nokkuð snemma á fótum og gekk út mér til hressing- ar. Þá kom til mín einn af kunn- ingjum mínum úr hópi hinna er- lendu kaupsýsiumanna á vörusýn- ingunni og sagði mér þær fréttir að allsherjarverkfall hefði brotizt út í borginni og allt atvinnulíf i Poznan hefói lamazt. Ég ferðaðist allan tímann í minni eigin Difreið og ég settist þegar inn i hana og ók af stað til þess að litast um í borginni." Einar heldur áfram. „Ég var stutt kominn þegar ég sá að ekki varð langt komizt akandi. Öll um- ferð hafói stöðvazt, strætisvagnar stóðu mannlausir á götunum, leigubilar sáust hvergi, allflestum búðum hafði verið lokað, en göt- urnar iðuðu af fólki. Ég fór rakleitt til aðaltorgsins, en þar höfðu safnazt saman tugir þúsunda manna. Mikið bar þar á ungu fólki og höpar stúdenta fylktu sér við hlið verkamannanna. Nokkra þeirra sá ég bera vopn.“ Enn fór allt friðsamlega fram. Herinn og lögreglan höfðu látið gönguna til aðaltorgsins afskipta- lausa. Utlendingum duldist ekki að margir lögreglumenn og her- menn voru hlynntir eða vinveittir verkfallsmönnum og sumir urðu vitni að því að hermenn afhentu verkamönnum vopn. Mikill fögnuður greip um sig meðal borgarbúa, sem höfðu ekki getað látió sér til hugar koma að hægt væri að láta opinberlega I ljós andúð á stjórnarfarinu. Þeir voru undrandi á því að þetta gæti gerzt, og niðurbæld gremja þeirra fékk skyndilega útrás. Einhugur og fögnuður fólksins vöktu ejcki sízt athygli Einars: „Allt virtist fólkið mjög rólegt og brosmilt og ávarpaði gjarnan útlendinga vinsamlega og vildi gera þeim ljóst hvað hér væri í raun og veru um að vera. Ég stanzaði þarna góða stund og varð var við nokkur ræóuhöld og einn- ig var mikið sungið. Þaó voru gamlir pólskir ættjarðarsöngvar, en áhrifaríkast þótti mér er tug- þúsundirnar hófu allt í einu raust sfna og sungu í sameiningu hinn yndisfagra pólska þjóðsöng „Guð þú sem vorri ættjörð skýldir áð- ur", sem Steingrímur Thorsteins- son íslenzkaði. Þarna bar mjög lítið á lögreglu og hermönnum og mér virtist allt fara fram með ró og spekt. Ég hvarf þá af torginu og fór til minna starfa á vörusýningunni en þar var fremur fámennt þennan dag.“ Friðsamlegt verkfall hafði snú- izt upp í stórfelldar pólitískar mótmælaaðgerðir, sem beindust gegn stjórninni og Rússum. Skömmu fyrir hádegi hitnaði í kolunum. Verkamenn fóru að aðalstöðvum öryggislögreglunn- ar, reyndu að ná þeim á sitt vald og kveiktu í þeim. Þeir réóust einnig inn í dómshúsið, báru skjöl út á götu og kveiktu í. Næst réð- ust þeir inn í eitt aðalfangelsi borgarinnar og hleyptu út póli- tískum föngum, sem þar voru í haldi. Ráðizt var á margar opinberar byggingar og sumum þeirra náðu verkfallsmenn á sitt vald. Árásir voru meðal annars gerðar á út- varpstruflunarstöð og tæki henn- ar eyðilögð og ráðizt var á aðal- bankann og pósthúsið. Þegar síð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.