Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 53 Vestur-þýzka blaðið Simpliciss- imus birti þessa teikni- mynd eftir Poznan- uppreisninga og kallaði hana „Sigur- vegarann“. an átti að ráðast á ráðhúsið tóku yfirvöldin i taumana. Sovézkir skriðdrekar æddu inn i borgina og hreinsuðu göturnar. Fótgöngu- liðar vopnaðir vélbyssum komu með vörubifreiðum, og tóku sér stöðu á aðaltorginu. Pólskum her- mönnum var beitt gegn mann- fjöldanum, en einnig rússnesk- um, og nærvera rússneskra her- manna æsti mannf jöldann um all- an helming. I fyrstu skutu hermennirnir yfir höfuð verkamannanna, en þegar það dugði ekki til að brjóta mótspyrnuna á bak aftur var vél- byssum beitt gegn múgnum. Öll- um götum, sem lágu að torginu var lokað og byssum komið fyrir á ýmsum stöðum. Konur og börn flýðu, en verk- fallsmenn létu ekki bugast. Þeir kræktu saman örmum og gengu fylktu liði gegn hermönnunum. Þá hófst skothríðin. Verkamaður einn tók pólskan fána vætti hann í blóði félaga síns, sem hafði fallið í skotárás- inni, hóf bióðdrifinn fánann á loft. Hik kom á pólsku hermenn- inga og sumir þeirra gengu í lið með verkfallsmönnum. Utlendingur, sem þarna var, sá liðsforingja skipa óbreyttum her- manni að skjóta á mannfjöldann, en hann neitaði. „Liðsforinginn dró þá upp skammbyssu sína og skaut hermanninn," Aðrir sáu að „múgurinn reif greinar trjánum, æddi meó þær einar að vopni gegr; hermönnun- um og hrópaði kröfur sínar um frelsi.“ Verkamennirnir urðu að hörfa fyrir skothríðinni og eftir nokkrar klukkustundir lauk þessari ójöfnu viðureign. Opin- berlega var sagt að 53 hefðu fallið og 270 særzt, en útlendingarnir á vörusýningunni töldu þær tölur ótrúlega lágar. Sagt var að 154 hefðu verið handteknir. Bardagar héldu áfram um kvöldið og næstu nótt og herflug- vélar flugu yfir borginni, en snemma um morguninn féll síðasta virki uppreisnarmanna. Það var útvarpstruflunarstöðin. Verkfallið hélt áfram þennan dag, en nokkrar verzlanir voru opnaðar síðdegis og siðan færðist ástandið aftur i eðlilegt horf. „Ég varð var við það, að mikils ótta gætti hjá mörgum útlending- anna og vildu margir reyna að forða sér hið skjótasta úr landi,“ segir Einar „En fólkið sem tók þátt í uppreisninni var rólegt og óhrætt. Mér var sagt að ein deild hersins hefði neitað að bera vopn gegn múgnum." „Nokkru eftir hádegi,“ segir Einar „eða á að gizka hálf þrjú, kom til min danskur vinur minn, kaupsýslumaður sem var þarna i sömu erindum og ég, og sagði mér að tveir félagar sinir þyrftu að komast úr landi sem bráðast. Hann sagði að flugvél færi frá flugvellinum fyrir utan borgina kl. 4, en þeir gætu hvergi fengið leigubíl. Hann bað mig aó vera sér hjálplegur og aka mönnunum út á flugvöllinn. Ég ók þessum mönnum þegar á leið til flugvallarins. Leiðin lá fram hjá aðalfangelsinu — og reyndar vissi ég það ekki áður — en þegar ég kom að enda göt- unnar var ég stöðvaður af hermönnum, sem bönnuðu mér að aka þesa leið. Á svæðinu fyrir framan fangelsió sá ég margt fólk liggja í blóði sinu. Auðséð að þarna höfðu átt sér stað mikil átök. Fjöldi hermanna var þarna með alvæpni og nokkrir skriðdrekar voru einn- ig á götunni. Urmull fólks var á götunni og alls staðar i kring. Það kom mér á óvart aö fólkið virtist ekki felmtri slegið, heldur var þaó svipdjarft og virtist hvergi smeykt. Á leiðinni út á flugvöllinn mættum við miklum fjölda skriódreka og bíla skipuðum hermönnum og einnig mættum við fylkingum gangandi hermanna. Á flugstöðinni var ys og þys. Allt bar þar merki óeirðanna og útlendingar fjölmenntu þangað i von um að komast sem fyrst í burtu." Næstu daga á eftir takmörkuðu verkamennirnir í Poznan afköst sín og mikill viðbúnaður var I borginni. Poznan var umkringd hermönnum, uppreisnarmanna var leitað dyrum og dyngjum og vandlega var leitað á öllum, sem lögðu leið sina til Poznan eða frá borginni. Forsætisráðherrann, Josef Cyrankiewicz, fór sjálfur til Poznan til að reyna að róa verka- mennina. Tveir ráðherrar, sem nefndin frá Poznan ræddi við í Varsjá fyrir uppreisnina, voru skiptir störfum. „I Poznan var sama við hverja ég talaði,“ segir Einar, „menn i *háum eða lágum opinberum em- bættum, meðlimiúr flokknum eða fólkið sem engan áhuga hafði á stjórnmálum — allir höfðu mikla andúó á skipulaginu, eins og það var í reynd og voru óánægðir með hin bágu lífskjör. Andúðin beindist einkum gegn því ófrelsi að mega ekki tjá sig.“ Einari var boðið í hús kunningja síns, sem var forstjóri verksmiðju, og þar var um tiu manns gestkomandi, fólk víðs vegar að úr Póllandi, og auk þess nokkrir útlendingar. „Ekki fór hjá því aó talið bærist að stjórnmálaástandinu þótt þetta fólk væri ekki stjórnmálalega sinnað, og hefði lítinn áhuga á stjórnmálum. Ég varpaði fram þeirri tilgátu að flokkurinn fengi innan við tíu af hundraði at- kvæða, ef kosið væri í frjálsum kosningum. En flestir Pólverjarn- ir, sem þarna voru, fullyrtu að flokkurinn fengi ekki yfir einn af hundraði atkvæða." í fyrstu reyndi stjórnin að kenna „erindrekum heimsvalda- sinna“ og „afturhaldssinnuðum undirróðusmönnum" um að hafa „notfært sér efnahagslega örðug- leika“ í því skyni á „veikja vald alþýðunnar" og hrundið upp- reisninni af stað. En á mikilvæg- um miðstjórnarfundi, sem hófst 18. júlí, viðurkenndi Ochab flokksritari að uppreisn hefði ekki verið runnin undan rifjum „heimsvaldasinna" og að nýbirtar tölur, sem áttu að sýna að lífskjör hefðu batnað, væru „hugar- burðar". Ochab viðurkenndi jafn- vel að hann sjálfur og aðrir. valdhafar hefðu átt „nokkra sök“ á atburðunum. Sióan var yfirleitt tekin sú opinbera afstaóa að að- gerðir verkamanna í Poznan hefðu „aó mörgu leyti" verið „réttlætanlegar." I fyrstu var sagt að þeir sem ábyrgð bæru á upp- reisninni fengju „stranga refs- ingu“ en dómar, sem þeir fengu að loknum réttarhöldum dagana 27. september til 22 október, voru tiltölulega vægir. Á þessum mánuðum gerbreytt- ist líka stjórnmálaástandið i Pól- landi. Meirihluti í forystu komm- únistaflokksins ákvað að reyna að snúa baki við stalinisma og draga úr áhrifum Rússa. Á miðstjórnar- fundinum var samþykkt frjáls- lyndari stefna og táknrænt var að Gomulka var boðið að sitja fund- inn. Rætt var um það i hreinskilni fyrir opnum tjöldum á þessum mánuðum hvernig flokkurinn gæti komið til leiðar „jákvæðara sambandi" við bændur, mennta- menn, kirkjuna og aðra þjóðfélagshópa, Rússum til hrell- ingar. Jafnframt jókst andúðin i þeirra garð og þeir urðu alvarlega uggandi. Einar Ásmundsson varð var við breytingarnar þegar hann kom aftur til Póllands nokkrum mánuðum eftir uppreisnina í Poznan: „Ég ók aftur til Stalinograd, en þá var búió að skíra borgina aftur sina fyrra nafni, Katowice. Gler- skilti, sem áttu að vísa veginn, höfðu öll verið mölbrotin, en mér gekk greiðlega að rata rétta leió, því að þegar ég sá brotin skilti vissi ég, að þar átti að standa Stalinograd. Á sama hátt hafði nafn borgar- innar alls staðar verið afmáð. Mörg skemmdarverk höfðu verið unnin gegn rússneska hernum og mikið var um það að rafmagns- og simalínur höfðu verið skornar í sundur." Með því að friðmælast við Gomulka björguðu foringjar stjórnarinnar og flokksins fyrir sig ástandinu. Eftir mikið þóf samþykktu rússneskir leiðtogar þá frjálslyndari stefnu, sem var ákveóin. En þegar Krúsjeff heyrði að til stæði að kjósa Gomulka aðalritara flokksins i október, varó honum svo mikið um það að hann skundaði til Var- sjár, ásamt öðrum helztu ráða- mönnum Rússa, ruddist inn á fund miðstjórnarinnar og krafðist þess að fá að vita hvort fréttin væri rétt. i nokkrar klukkustund- ir römbuóu Pólverjar og Rússar á barmi styrjaldar: rússnesku her- liði var skipað að sækja til Var- sjár og Rússar voru við þvi búnir að láta til skarar skríða og vopnaðir pólskir hermenn sváfu í verksmiðjum og voru þess albún- ir að berjast ef nauðsynlegt reyndist. Krúsjeff og samstarfsmenr hans létu þó i minni pokann oj samþykktu valdatöku Gomulka sem varð aðalritari flokksins o{ hetja frjálslyndra Pólverja, per sónugervingur baráttunnar gegt sovézkum yfirráðum og forgöngu maður „hinnar pólsku leiðar ti sósialisma". Krúsjeff og félagai hans treystu þvi að Gomulk; gengi ekki of langt í „endurskoð unarstefnu" og tæki ekki upt hlutleysisstefnu í utanrikismál um vegna legu landsins og djúp stæðs ótta Pólverja við Þjóð- verja. Gomulka reyndist trausts ins verður: endurskoðunarstefnr hans gekk ekki „of langt" og seinna var henni snúið við og þegar sovézki herinn réðst inn i Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968 naut hann stuónings pólska hers- ins. Það ár geisuðu miklai stúdentaóeirðir i Pöllandi og 25.000 Gyðingar sættu ofsóknum. Að lokum hrökklaðist Gomulka frá völdum í kjölfar óeirða i Gdansk, i desember 1970 verka- mannaóeirða, sem um margt líkt- ust uppreisninni í Poznan, og þannig lauk valdaferli hans likt oghannhófst. GH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.