Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 79 Til Golgata ípáskaleyfínu muldri og fótaþruski i áheyrenda- hópi hans og hann laut höfði og beið þar til hljóð var komið á. „Um áhættu er ekki að ræða,“ hélt hann áfram, „svo fremi, sem þið farið nákvæmlega eftir þvi, sem ykkur verður fyrir lagt. Ég get ekki lagt nógsamlega áherzlu á þetta atriði. Þið vitið, hvað gerðist og hvernig það vildi til. Við munum koma þann dag, sem Pilatus býður íbúum Jerúsalem- borgar að ákveða, hvorn hann eigi að leysa, því borgararnir hafa rétt til þess að veita einum refsifanga frelsi á páskaföstunni. Þegar lýðurinn byrjar að hrópa ’Barabbas’, eins og við vitum þeg- ar, þá verðið þið að hrópa með. Því svo verður að virðast sem þið séuð á einu máli með lýðnum. Þetta er lífsnauðsyn. Það verður að lita svo út sem þið séuð sama sinnis og hinir. Þið verðið að hæða Krist og steyta að honum hnefana, þegar hann dregur krossinn um göturnar. Þið verðið að hafa i huga, að samfélög á þessum tímum voru litil, og ef lítill hópur manna þegir þunnu hljóði fara hinir að undrast það og spyrja ykkur. Þið munduð örugglega koma upp um ykkur, ef á ykkur yrði gengið — ekki vegna þess, að þið séuð svo einföld, heldur vegna þess, að það eruð þið ekki. Menn voru einfaldir til forna. Þeir fylgdu foringjanum að málum og öllum, sem ekki gera það verður tekið með mestu tor- tryggni. Það er miklum mun erfiðara að hugsa og tala ein- feldnislega við erfiðar aðstæður, heldur en hitt. Þið skuluð því fara eftir því, sem ég segi; þá mun allt ganga að óskum. Það kann að verða ykkur þvert um geó og jafn- vel vekja hjá ykkur viðbjóð, en það er samt bráðnauðsynlegt. Þegar þeir festa upp skiltið, þar sem stendur „Jesús frá Nazaret, konungur Gyðinga” verðið þið að hlæja. Þeir sem standa eins og þrumu lostnir, meðan lýðurinn ólmast, hrópar og kallar, munu aðeins draga að sér athygli manna með þögn sinni. Ég endurtek, að öryggi ykkar er í húfi. Jæja, vill einhver spyrja einhvers?” Ræðunni var lokið. Tvenn barn- laus hjón báðu um fargjaldið aft- ur. „Hvernig gátu þeir gert þetta?“ spurði Júlía í fimmta sinn, rétt áður en þau lögðu af stað til Jerú- salem. „Hvernig gátu þeir kross- fest hann? Hans eigin þjóð. Sama fólkið og fagnaði og fleygði pálmagreinum fyrir fætur hans svona stuttu áður. Þetta er eins og að veita einhverjum heiðurs- merki og hengja hann á eftir.“ „Ég hugsa, að það sé líka til,“ svaraði Simon. Börnin, sem voru i fyrstu treg til ferðarinnar, höfðu nú vanizt tilhugsuninni og voru farin að lesa Biblíurnar sínar. „Mundu það, sem maðurinn sagði. Þetta var einfalt fólk.“ Símon var ánægður með Júlíu. Hún fór þetta með réttu hugar- fari; til þess að gaumgæfa fólkið, sem hafði krossfest Krist, og til þess að reyna að gera sér grein fyrir ástæðum þess. Júlía hélt áfram. „Ég trúi þvi ekki, að þeir hafi þurft þess. Ég veit, að Kristur varð aó deyja til að friðþægja fyrir syndir okkar, en...“ „Mannkynið átti sökina. Þú verður að líta á þetta í víðu sam- hengi. Það er ekki hægt að kenna einstökum þjóðum, eins og Róm- verjum eða Gyóingum um þaó.“ „Mér finnst þeir nú samt hafa farið hræðilega með hann.“ Já, Símon var harðánægður meó Júliu. En hann var ekki viss um James, enn sem komið var. Hann var dulari en Júlia.og meiri tíma þurfti til að sinna honum en nú var til umráða. Meðferðin var sársaukalaus, eins og heitið hafði verið og feró- in sjálf var næsta skemmtileg. Menn urðu svolitið skritnir yfir höfðinu; ef þeir létu aftur augun, fannst þeim sem þeir rynnu niður rennibraut, er engan enda hefði. Þetta var ekkert umtalsvert. Þeg- ar Simon lauk upp augum sá hann, að hann sat í hlýjum sandi rétt við mjóa geitagötu. Hinir voru í sömu stellingum og þeir höfðu verið i timaferjunni. Allir risu á fætur og lögðu af stað eftir geitagötunni til borgarinnar, sem virtist titra í hitanum í fjarlægó. Sólin brann á bökum þeirra og Simon tók utan um James, svo hann hrasaði ekki. Þau voru öll óvön þvi að ganga á svo ósléttu landi, þöktu eggjagrjóti. Simon fann til meðaumkunar með sum- um hinna eldri ferðafélaga. Sendiboðinn varð fyrstur inn í borgina. Það mátti þekkja hann á hárlubbanum, tötrunum og forn- legum stafnum, sem hann hafði i hendi, en enginn mátti yrða á hann, nema brýna nauðsyn bæri til. Þetta varð langur gangur og grófar treyjurnar voru óþægileg- ar. Nokkur barnanna voru þegar farin að kvarta um hitann og um eymsli, þar sem fötin nerust við húðina, en meðal hinna fullorðnu ríkti almenn ákefð og eftirvænt- ing. Treyjurnar og ilskórnir voru ósvikin; undirbúningsstjóri nokkur hafði keypt þau í ferð nokkru áður. Sumt ferðafólkið hafði kosið að fara berfætt að beiðni ferðaskrifstofunnar. Iljar þess höfðu hlotið sérstaka með- ferð og verið hertar. Símon hugs- aði samt með sér, að þær yrðu áreiðanlega eyddar upp í kviku, þegar þau sneru aftur. Liklega reiddi ferðaskrifstofan Tíminn sig á það, að þjáningar Krists fengju svo á fólkið, að það skammaðist sín fyrir þessi smá- vægilegu óþægindi. Hundur flæktist fyrir fótum þeirra gelt- andi, er þau siluðust eftir þröngri, rykugri götunni. Fyrstu kynni þeirra af innfæddum. Sím- on skotraði augum til Mandýar. Hin nýju brúnu augu hennar leiftruðu í átt til hans og hún var mjög falleg, hafði dálítinn svip af tatarastúlku. „Ertu ekki feginn, að þú skyldir fara?“ hvíslaði hún á hebrezku. „Ég veit það ekki enn,“ svaraði hann af einlægni. Loks komu þau að nokkrum leirkofum og gengu inn á torg í miðbænum. „Alveg timanlega,” sagði sendi- boðinn. „Dreifið ykkur!" Manngrúinn var þéttur, en Harry tryggði þeim stæði rétt fyr- ir innan mannhringinn. Hávaxinn maður og grannur, greindarlegur á svip, var að tala til fólksins ofan af þrepum steinhúss eins. Hann var þreytulegur og virtist jafnvel veikur. Hann mælti á latínu. „Hvað segir hann?“ hvislaði Símon að Harry, sem hafði numið fornmál í æsku. „Hann er að bjóða okkur að kjósa öðrum sakamanninum frelsi,“ svaraði Harry. „Þú veizt, þetta þú hefur lesið bókin^." „Nú,“ sagði Símon. Hreyfing var á mannfjöldanum, en þögn rikti. Fluga settist á sveitt nefið á Símoni óg hann bandaði henni óþolinmóðlega frá sér. Guð minn góður, en sá hiti, hugsaði hann. Rómverjinn endurtók orð sín. Allt i einu hrópaði James upp, eins og hann hefði fyrst skilið orðin i þvi vetfangi: „Barabbas," hrópaði hann hárri röddu. Hann hafði verið að dreyma eitthvað og spurningin hafði komið að honum óvörum, eins og margar spurning- ar áður í latinutimum. Orðin bergmáluðu um sólbakað torgið og James virtist hálfskelfdur af upphrópun sinni. Þá tók að heyr- ast muldur i mannþyrpingunni og brátt æptu allir i einum kór: „Barabbas! Barabbas!" Simoni létti þegar köllin hófust. Honum hafði brugðið við hróp sonar síns, og óttaðist, að það hefði dregið að þeim athygli manna. En enginn veitti þeim neina eftirtekt. „Hvers vegna gerðirðu þetta?“ hvæsti hann meðan hrópin glumdu. James var taugaóstyrkur og spenntur. „Fyrirgefðu. Ég hélt við ættum að gera þetta. Hann spurði okkur og maðurinn sagði... æ, ég veit það ekki.“ „Allt í lagi,“ sagði Harry. „Það hefði orðið hvort eð var. Þú varst bara fyrstur til. Það er allt og sumt. En gerðu þetta ekki aftur, því annars getum við lent í klípu." James var hinn aumasti, en Símon lét við svo búið standa. Engin ástæða var til þess að stofna til deilna og það varð ekki aftur tekið, sem þegar hafði gerzt. Þau stóðu þarna á torginu i um það bil klukkustund, enginn vissi vel, hvað verða mundi. Þá sagði Júlia, að sér væri ómótt. Símon og Mandy fóru með hana bak við einn leirkofann, og skildu James eftir hjá Harry, Söru og börnum þeirra. „Þetta hlýtur að vera hitanum að kenna," sagði Mandy að stundu liðinni. „Hann Ieggst líka hálfilla i mig. Gætum við ekki tyllt okkur einhvers staðar í skuggann?" Hún horfði niður eftir þröngu strætinu í leit að hvildarstað, en engan var að sjá. Þá datt henni allt í einu nokkuð í hug. Hún gekk að einu húsinu og leit inn í opinn ganginn. Gyðingafjölskylda sat á kollinum í miðju herbergi og höfðu þau spennt greipar. Öld- ungurinn í hópnum lyfti augum i spurn. Inni i ganginum var svalt, en augljóst var, að hér truflaði hún eitthvað, sem aðra varðaði ekki um. „Fyrirgefið," sagði Mandy og fór aftur út á götu. Hitann af jörðinni lagði aftur upp um sólana á skóm hennar og hún gekk að næsta húsi. Þar var einnig fólk, og líka í þarnæsta húsi, og næsta húsi við það. Hún fór aftur þang- að, sem Símon og Júlía biðu. „Hér er eitthvað undarlegt um að vera,“ hvíslaði hún að Símoni, þegar hún kom til hans. „Húsin eru öll full af fólki.“ „Nú?“ sagði Simon gremjulega. „Nú, maður skyldi halda, að það væri úti við á svona degi. Af hverju horfir það ekki á Krist draga krossinn um göturnar? All- ir hinir ibúarnir eru þar.“ „Kannski eru þeir... nú, það veit ég ekki. Hverju skiptir það?“ Svo varð hann hugsi. „Heyrðu, ég held þú hafir nokkuð til þíns máls. Við skulum athuga nokkur hús í viðbót." Þau. fóru hús úr húsi, um marg- ar götur, gægðust inn í anddyri og inn um gluggatjöld þar til þau vissu, að þau höfðu farið um mest- alla borgina. Vissu nóg til þess, að þeim var ljóst, að eitthvað meir en lítið var að. Það rann mjög fljótt upp fyrir þeim, hvað mundi vera að, og skipti engu hve mjög Simon reyndi að hafna því í huga sér, eða finna upp afsakanir fyrir það — hinni hræðilegu tilhugsun varð ekki burtu bægt. Júlía fylgd- ist með æstum foreldrunum; hún skyldi hvorki upp né niður og henni leið bersýnilega ekki vel. „Ég er þyrst,“ sagði hún loks i kvörtunarrómi. „Ja, það verður að hafa það,“ sagði Mandy stutt í spuna. „Vatn- ið er ekki drykkjarhæft. Það eru alls konar gerlar í því.“ „En þetta fólk veikist ekki,“ sagði Júlía og saug upp í nefið. En hún talaði fyrir daufum eyrum. Símon fann hitabylgju líða yfir andlit sitt. Hann verkjaði í augun, munnur hans var skrælnaður og rykið blandaðist svitanum á fót- um hans og myndaði slimugt gróm á milli tánna. Likamleg van- líðan hans var þó smávægileg samanborin við hið andlega álag. Hann var mjög óttasleginn. „Finnst þér ekki einkennilegt, að fólksfjöldinn skyldi vera svo mikill?“ spurði hann og þurrkaði ennið með erminni um leið. „Nú ferðaskrifstofan Timinn úr framtíðinni leggur nú sitt af mörkum og gleymdu því ekki að það eru fleiri ferðaskrifstofur." Simon skalf nú á beinunum, svo að greinilega sást. „Það er fjöld- — Grjótaþorp Framhald af bls.74 og skrifstofustjóri • í Stjórnarráð- inu, byggði um 1920. Það er f allegt hús og vel við haldið. XXX Leiðin liggur upp á Garða- stræti. Nálægt bæjarstæðinu í Grjóta stendur örlítið hús, svo lítið að iitur fremur út fyrir að vera geymsluskúr en íbúðarhús. Það er vel og vandlega merkt með bilnúmeri: R-23590. Þetta er eitt af merkishúsunum hér, þótt lítið láti það yfir sér. Það var kallað múrarahús, vegna þess að maður- inn sem byggði það var Stefán múrari, faðir þeirra þjóðkunnu manna Eggerts söngvara og Sig- valda Kaldalóns, sem raunar er fæddur þarna í húsinu. Ættingj- ar þeirra munu hafa haft áhuga á að fá húsið friðað og koma þar um minjasafni um Sigvalda. Norðar við Garðastræti er Unu- hús, rauðmálað, tvær hæðir en litið um sig og sker sig mjög frá steinhúsunum í næsta nágrenni. Talsverður ævintýraljómi hefur staðið af þessu húsi og má rekja hann til frásagna skálda og lista- manna, sem áttu griðastað þar og urðu þar heimagangar. í þeim flokki voru menn eins og Þór- bergur Þórðarson, Halldór Lax- ness, Stefán frá Hvitadal, Steinn Steinarr og Nína Tryggvadóttir. Una sú er húsið er kennt við, bjó þar lengi með Erlendi syni sínum eftir að Guðmundur maður hennar dó. Una var alla tið bláfátæk, en veitul og hjartahlý með afbrigðum. Hún vildi gefa öllum að borða, sem þangað komu og flestir þeir sem komu voru soltnir. í Unuhúsi var ekki aðeins matur látinn í té; margir fengu að sofa þar, ef þeir áttu ekki annars- staðar höfði að halla. Erlendur í Unuhúsi var sér- stæður maður, sjálfur vel hag- mæltur og kunni vel við sig í félagsskap skálda. Honum var líkt farið og móður hans, að hann hlynnti að mörgum og laun hans fóru oft I að hjálpa öðrum. Efri hæðin var leigð út og hefur nokkur styrkur verið að þvi, en þrátt fyrir baslið tókst Unu alltaf að halda húsinu. Siðar eignaðist Ragnar i Smára Unuhús og nú búa þar Erna Ragnarsdóttir inn- anhússhönnuður og Gestur Ölafs- son arkitekt. Þarmeð má segja að lokið sé hringferðinni um Grjótaþorpið. En vegna þess að ég minntist á svonefnt Borgarabæjarhverfi fyrr í greininni skal nánar innt að því nokkrum orðum, enda var það i næsta nágrenni við Grjóta- inn allur af ferðaskrifstófum," hrópaði hann. „Og allir borgar- búar eru heima hjá sér að biðjast fyrir. Við verðum að ná strax í Harry og þau hin.“ Símon þreif til Júliu og sveifl- aði henni upp á bak sér. Þau hlupu eftir götunum. Svitinn lak af augabrúnum þeirra og þau sveið i augun af salti og ryki. í fjarlægð heyrðu þau mannfjöld- ann syngja og láta illum látum; þau heyrðu hlátursrokur og hástemmd gól. Það voru ljót, skelfileg hljóð, eins og skrækir i öpum, þegar ljóni verðu reikað fyrir neðan tré þeirra. Hlátur hýena, sem hringsóla fyrir fram- an bæli ljónsins í öruggri fjar- lægð, en konungur dýranna liggur i heitri sólinni og kærir sig hvergi. Þá varð skyndilega dauða- þögn. Símon hægði á sér og greip and- ann á lofti. Hann kom auga á slóðina eftir enda krossins, þar sem hann hafði dregizt eftir göt- unni og hvarf í fjarska. „Guð minn góður,“ sagði hann snöktandi við konu sina, „við höfum drepið hann." Ilskór rann af fæti hans á hlaupunum, en hann gaf þvi eng- an gaum. Ilann gaf engan gaum að hvössum steinunum, sem skáru iljar hans og hæla. Þau höltruðu áfram og fylgdu leiðarmerkinu i rykinu, þar til þau komu að mannþrönginni. Allra ásjónur beindust i eina átt og lýstu í senn samúð og hryllingi. Simon áræddi ekki að lita í átt til þorpið. Norður undir Vesturgötu stóð eitt sinn hús, sem fékk nafnið Borgarabær. Það var þannig til komið, að eigandi þess, Guð- mundur Bjarnason, hafði keypt sér verzlunarleyfi, eða borgara- bréf, sem stundum var nefnt svo. Þarmeð komst hann i hóp þeirra útvöldu borgara, sem réttindi höfðu til þess að greiða atkvæði i bæjarstjórnarkosningum. Asamt kaupmönnum höfðu iðnaðarmenn þessir réttindi, svo og allir sigldir menn. Næsta nágrenni tók svo nafn af húsi Guðmundar og var nefnt Borgarabæjarhverfi. Það var heill krans af kotum þarna i holtinu, þar sem bílastæðin eru núna, en Borgarabæjarlóðin náði niður að lóð Glasgowverzlunar. Glasgow var orðin gjaldþrota löngu áður en húsin brunnu. Hjá Glasgow stóðu útikamrar og eftir brunann settist hinn kynlegi kvistur Sæfinnur á sextán skóm að i kömrunum. Þegar vist hans tók að ílengjast þar, þótti mönn- um berast slík ólykt út um nágrennið frá kömrunum, að eig- andinn Þórður úr Görðunum, heimtaði að fógetinn hreinsaði út draslið. Það var líka gert; menn biðu þess að Sæfinnur færi frá og siðan var gerð húshreinsun og öllu skraninu, sem Sæfinnur hafði sankað saman, var umsvifa- laust varpað beint i sjóinn. Eftir það mátti segja að Sæ- finnur guggnaði á lífsbaráttunni. Hann fluttist að Skildinganesi og dó þar. Lengi munu þeir minnast Sæfinns, sem hann litu augum og fáa mun hafa rennt grun í, að hann var á unga aldri gjörvilegur piltur. Svo er sagt að stúlka nokkur hafi svikið hann og við það bilaðist Sæfinnur og fluttist þá austan úr Ölfusi til Reykja- vikur. Þar stundaði hann um langt skeið vatnsburð og kamar- hreinsanir eins og kunnugt er. Það var árátta Sæfinns að safna að sér hverskyns dóti. Sú söfnun átti rót sína í því að hann átti ævinlega von á kærustunni og var að safna handa henni. Schierbeck landlækni þótti Sæfinnur merki- legt rannsóknarefni og eitt sinn er þeir hittust, vakti læknirinn máls á því, hvort hann gæti ekki fengið keyptan af honum haus- inn, þegar dagar hans væru taldir. Sæfinnur hafði ekkert á móti þvi; hann setti upp 2 krónur og skyldu þær greiðast strax. Ekki stóð á þvi; Schierbeck snar- aði út kaupverðinu og eignaðist hausinn á Sæfinni. En af rannsókninni varð ekki neitt; Schierbeck var fluttur úr landi, þegar Sæfinnur á sextán skóm gaf upp öndina suður i Skildinga- nesi. krossanna. Hann vissi, að ef hann gerði það, mundi hann líða yfir hann, og hann hafði séð skuggana af þeim útundan sér. Það nægði. þau fundu Harry og Söru og börn- in yzt i hópnum; þau voru þögul og árvökur eins og hinir. Sara var föl á vangann og munnur Harrys hálfopinn. „Harry,“ sagði Símon hálf- kæfðri röddu, þegar geðshræring hans leyfði. „Við verðum að taka hann niður, Harry.“ Harry var agndofa, og honum skildist ekki undir eins, að Simon var kominn til þeirra aftur. Hann hafði ekki augun af manninum á miðkrossinum. Hann vætti varir sinar og sagði umkomuleysislegum rómi: „Það er ekki hægt, Símon. Þú veizt, að þetta hlýtur að gerast. Þannig er það, en guð minn góður, það vildi ég, að við hefðum aldrei farið. Veiztu, að hann leit til mín? Ég gleymi aldrei augnaráði hans, aldrei meðan ég lifi.“ Simon var hamslaus. „Harry, Harry. Sjáðu fólkið! Líttu i kringum þig! Hér eru engir Gyðingar. Engir heimamenn. Hér eru engir nema við. Ferðamenn. Gerirðu þér ljóst, hvern glæp við höfum drýgt? Öll sekt mannkyns- ins hvílir á herðum okkar.“ Hann skalf nú með ekkasogum. „Við höfum krossfest son Guðs, og við gerum það einnig í næstu ferð, og næstu og þarnæstu .... “ „Og enn og aftur, til eilífðar, amen," botnaði Harry auðmjúk- lega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.