Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 7
. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 55 if Frúin og Cruiserinn, — sem orsakaði óbeínt fyrsta og eina „fyllirí" Ómars Ragnarssonar. sinn og hjóliö skellur á bekknum og snarbeygiast. Þannig lauk hjóladellunni minni.“ „Og þó,“ bætti Omar við. „Eftir að ég fékk mér flugvél keypti ég mér reyndar hjól aftur til að hafa með í vélinni. Þegar ég er svo lentur get ég haldið áfram ferð- inni á hjóli. Þetta er ósköp þægi- legt að geta hjólað beint. út úr vélinni og áfram um öll tún og engi. Hins vegar hefur þetta vald- ið bændum nokkrum heilabrot- um. En eftir hjóladelluna hleyp ég alveg yfir skellinöðrudelluna, sem margir lenda í, og fer beint yfir í biladelluna." FRUMSAMDIR BlLAR „Bíladelluskeiöið er í hámarki þegar ég er svona 13—19 ára,“ sagði Ómar. „Pabbi er vörubíl- stjóri og maður elst upp í kring- um vörubílinn. Eg fór fljótlega að lesa útlend bílablöð, en á þessum tíma átti maður engan pening. Maður fór því þannig að, að mað- ur labbaði gegnum bókabúðirnar. las allt á korteri og keypti svo kannski eitt blað.“ „En síðan fer þetta út í það að teikna bíla, og bílateikningar verða algjör della. I skólanum teiknaði maður kannski tvo bila I hverjum tíma, og sat eftir með hrúgueftirdaginn Á þessum tima vissi ég fjandakornið allt um allar bílategundir og þar rann talna- dellan saman við bíladelluna. Eg kunni t.d. öll mál, — hversu sætin. voru breið, hversu hátt var undir loft, hlutföllin milli gíranna, dekkjastærðina og svo framvegis. Það eru um 100 tölur af þessu tagi sem verksmiðjur gefa upp um bíla og ég held ég hafi kunnað þær allar.“ „Og samkvæmt þessari þckk- ingu fór ég semsé að teikna bíla, og ekki bara þannig að ég gat teiknað t.d. Volkswagen með öll- um tölum og hlutföllum réttum. Það voru frumsamdir bílar sem voru mínar ær og kýr. Eg teiknaði fólksbíla, rútur og allan andskot- ann. Ég teiknaði mína eigin út- gáfu af okkar mikilvæga sam- göngutæki jeppanum, og ég teikn- aði fyrsta bilinn minn með þversumvél árið 1953. Þá sögðu allir að það væri útilokað og alveg fáranlegt að hafa bil með vélinni þversum, en nú eru allir að koma með þetta. Og þessar teikningar voru ekkí bara útlitsteikningar, heldur var þetta anatómían eins og hún leggur sig, með öllum klæðskeratölum. Einn góðan veó- urdag fannst mér svo orðið of mikið af þessu, og ég brenndi mest öllum teikningunum." „Nei, ég hef ekki reynt að gera neitt af viti með þessum teikning- um, t.d. aldrei reynt að smíða bíl sjálfur,“ sagði Ómar. „Maður hef- ur ekki haft tækifæri til þess. En það hvarflaói stundum að mér að ég hefði kannski átt að fara í nám í þessu, því þetta virtist ekki eiga illa við mig. Ennþá hef ég samt gaman af þessu og reyni að halda einhverju af þessarí þekkingu við, t.d. með því að glugga í bíla- blöð. Þessar bílateikningar minar vita fáir um, og ég hef haldið' þessu að mestu prívat fyrir mig. Það er ákaflega róandi að dunda við þetta, — ef maður hefur tíma.“ FLUGVÉLAR OG FYLLIRl „Það er ekki fyrr en 1966 að flugdellan kemur til sögunnar. Ég var þá búinn að fljúga með hinum og þessum flugmönnum, og sýnd- ?? ?§ ?? ?? Margir munu gefa Biblíuna í fermingar- gjöf og þeim sem það gjöra vilj- um við benda á, að Biblíuffand- bókin er til þess ætluð að auð- velda fólki lestur Heilagrar ritn- ingar og öðlast dýpri skilning á inntaki hennar og boðskap. Góð bók er gott veganesti ungs f fóiks á iífs- brautinni Við höfum frá upphafi sérhæft okkur i útgáfu handbóka og heimildarrita, sem Tt! væru handhæg og nauðsynleg uppsláttarrit, þegar leitað er skyndi- svara um hin ólíklegustu efni en auk þess ánægjuleg samfelld lesning þeim, sem gefa sér tima með góðri bók að loknu dagsverki. ÞORSTEINN JOSEPSSON ÞINN ENCi. LIUOT: 1; Ný handbók skiptíf: lönd.þjóðir, - menn og máíetni IV4 <M. V t— IWSTtHH* rm«ih:simiv i>ryi>u <a Ut'.II.SIHlMISUlH rnm 110*1 mm>\ Bjöm ÞGuömundsso; LÖOrMEWHHNOSÓK FYRIR MJMMNMO 4APVT UKW SEM L»KA YS'gilpMtHUa utVBUKtw’M wn LANDIÐ ÞITT, 1 og 2. bindi eftir Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson, veitir ómet- anlegan fróðleik um söc|u og serkenni lands og þjoð- ar. HEIMURINN ÞINN er sambærilegt rit og Landið jitt, en það fjallar um allar jjóðir og lönd heims. ís- and og íslendingar eru jarekki undanskildir. LÖGBÓKIN ÞÍN eftir Björn Þ. Guðmundsson, borgardómara er lögfræði- handbók fyrir almenning. Hún snertir flestar hliðar mannlegra samskipta og segir þer hver er réttur þinn. MANNKYNSSAGANSOGÐ FRA NYJU SJÓNARHORNI í TVEIM BÓKAFLOKKUM iöndoglandkönnun Ffumherjar í landaleit FRUMHERJAR í LANDALEIT er fyrsta bókin af 20 um könnunarsögu einstakra heimshluta, fagurlega skreyttar litmyndum. Á þessu ári bætast fimm bindi I flokkinn, þar á með al bók um fund íslands. Þýðandi þessara bóka er Steindór Steindórsson. Mannkynssöguna má skoða frá mörgum sjónar- hornum. Eitt þeirra er könnunarsaga veraldarinn- ar, sem er í senn fróðleg og spennandi Við höfum sent frá okkur tvo nýja bóka- flokka, sem fjalla um könn- unarsögu jarðarinnar, ann- ar ber samheitið Frömuðir landafunda en hinn Lönd og landkönnun. Hér er í rauninni mannkynssagan sögð með nýjum hætti. Þróunarsaga mannkynsins er samofin sífelldri leit þess að löndum og leiðum og hver nýr áfangi að baki þeirra er gerðust frömuðir landafunda er merkur kafli í mannkynssögunni. í þess- um nýju bókaflokkum er saga mannsins rakin frá nýju og spennandi sjónar- horni. MAGELLAN og fyrsta hnattsiglingin erfyrsta bókin um frömuði landafunda. Næsta bók fjallar um Kaptein Scott og hörmuleg örlög hans á suðurskautinu og meðal væntanlegra bóka má nefna Leif heppna, Living- stone, Lewis og Clark o.fl. GÓÐ BÓK ER GULLI BETRI ORN OG ORLYGUR Vesturgötu 42, sími 25722 f? f? f?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.