Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 Torfi Jónsson varðstjóri í um- ferðardeild rannsóknarlögregl- unnar í Reykjavík er mörgum kunnur, enda haft meiri og minní afskipti af árekstrum og slysum í umferð höfuðborgarinnar frá ár- inu 1961, með tilheyrandi skýrslu- gerðum og viðtölum við þá sem þar hafa átt hlut að máli. Þegar haft er í huga, að árekstrar og slys hafa verið frá 3000 upp í 4500 á hverju ári í Reykjavík frá því Torfi hóf að vinna að umferðar- málunum má sjá, að hann hefur umgengizt æði marga i öll þessi ár, því stór hluti þessara mála heíur lenl á hans könnu. En Torfi vélritar upp fleira en lýsingar á árekstrum. Hann hefur um margra ára skeið safnað og ritað upp vísur og spakmælí. í þetta söfnunarstarf fara flestar hans fristundir. Okkur lék forvitni á að fræðast um þetta áhugamál Torfa, og varð hann ljúfmannlega við þeirri bón okkar, að hann svaraði nokkrum spurningum þar um. Torfi er Dalamaður að upp- runa, fæddur að Kvennabrekku í Miðdölum fyrir röskum 55 árum. Ahugi hans á kveðskap er því skiljanlegur, og því ekki úr vegi að spyrja hvenær sá áhugi hafi vaknað fyrst: „Eg hef hafl áhuga á kveðskap frá því ég man fyrst eftir mér. Mig minnir að afi minn kenndi mér fyrstu vísuna sem ég lærði og er hún svona. Lömbin skoppa hátl með hopp hugur sloppin meinum. Bera snoppu að blómsturtopp blöðin kroppa af greinum. I bernsku minni í Dölum lærði ég margar vísur, enda var áhugi á kveðskap þar mikill, eins og þá var í sveitum áður en útvarp og sjónvarp kom til sögunnar. Mér er minnisstætt að Jóhannes heitinn úr Kötlum, sem var farkennari þar í þá daga, kenndi mér að lesa. Við lærðum að lesa saman tveir bræöurnir, ég var þá 6 ára en bróðir minn árinu eldri. Þótt ég væri yngri var ég heldur fljótari til við lesturinn og hafði það mest að segja að ég leilaöi oft aðsloðar eidri systur minnar við lesturínn, en það vildi bróðir minn ekki með nokkru móti gera. Fyrir frammi- stöðuna fékk ég verðlaun frá Jóhannesi, bókina um stígvélaða köttinn. LÆRÐI KVÆÐI UPPA 43 EKINDI Eftir að ég fór að geta lesið fékk ég ntikinn áhuga á Ijóðum, las og lærði mikið af þeim, enda hafði ég gott minni á ljóö. En ýmislegt af þvi sem ég lærði hefur nú týnzt. Lengsta kvæði sem ég man eftir að hafa lært var 43 erindi og hvert þeirra 9 Ijóðlínur. Þetta var kvæðið um „Þorgeir í Vík“ eftir Henrik Ibsen í þýðingu Matthfasar Joehumssonar. Eg heyrði þaö flult vorið 1931 á Reykjaskóla. Ég var þá að læra sund þar og sundkennarinn var Helgi Valtýsson, mikill ung- mennafélagsfrömuður. Það var einhver samkoma þarna um vorið, konur frá kvenfélögum urn allt land komu þangað til fundar- halds. Þegar fundarhaldinu var lokið flutti Helgi þetta kvæði yfir fundargestum. Ég varð svo heill- aður af kvæðinu, að þegar ég kom heim og fór að sinna lambfénu um vorið, hafði ég alltaf eitt og eitt erindi með mér og lærði þannig kvæðið á stuttum tíma. Þetta kvæði kunni ég lengi vel allt og enn held ég að ég kunni obbann af þvi. Þetta er magnað kvæði, sem segir frá því, er Eng- lendingar settu Noreg í herkví laust eftir aldamótin 1800, og hungur svarf að landsmönnum. Þorgeír í Vík fór þá á lítilli kænu yfir sundið til Danmerkur til að sækja vistir, en lenti í klóm Eng- lendinga á heimleiðinni. I kvæð- inu segir: Stór var ei þunginn sem Þorgeir fékk. Þrjár tunnur byggs var allt. En fjör hans og líf við farminn hékk og fagnandi knýr hann öldubekk til hennar sem heima svalt. Siðan segir í kvæðinu frá sögu borgeirs og örlögum á þann veg að ekki getur annað en hrifið þann sem les og lærir. Þetta var eigínlega upphafið að áhuga mínum á löngum ljóðum. Móðir min kunni töluvert af ljóðum úr Friðþjófssögu Tegnérs og söng þau oft. Ég var það næmur á ljóð, þótt næmi á annað væri ekki að sama skapi, að ég lærði þau á því að heyra fólk fara með þau. Móðir mín, Guðlaug Bjartmarsdóttir, kunni mikið af kvæðum og fór oft með þau og ýtti þannig undir áhuga minn á þeim. Afi minn, Bjartmar Krístjánsson, sem síðast var fiskimatsmaður hér i Reykja- vík en áður bóndi á Brunná í Dalasýslu, kunni mikið af vísum og kvæðum og kvað oft við raust. Visur, sem hann hafði safnað saman í kver, eignaðist ég, þegar hann féll frá. Faðir minn, sr. Jón Guðnason, safnaði einnig um hríð vísum og kveðskp, sem ég hef fengið að hnýsast í, og skráði þá ævinlega vandlega sögu hverrar stöku eða kvæðis. En aðaláhuga- mál hans er, eins og kunnugt er, ættfræðin. SAFNAR BÆÐI RlMUÐUM OG ÖRÍMUÐUM KVEÐSKAP — Svo við snúum okkur að vísnasöfnuninni, hvernig atvikað- ist það að þú hófst hana? „Eins og ég sagði áðan lærði ég vísur hér áður fyrr þegar ég heyrði þær og skrifaði þær svo niöur. Nú verð ég fyrst að skrifa þær niður og læra þær á eftir, mér hefur farið aftur hvað næmi snertir. Og það er sjaldgæft núorðið að ég læri heil Ijóð. En ég byrjaðí snemma að safna ljóða- bókum og á nú eitthvað á milli 200 og 300 eintök. Þessum bókum hef ég safnaó smátt og smátt. Nokkrar Ijóðabækur seldi ég ásamt öðrum bókum, þegar ég var að byggja yfir mig og var fjár vant, og nokkrar þeirra hef ég ekki getað náð í aftur og þykir það illt. Eg safna bæði rímuðum og órimuðum kveðskap, þó met ég rímuö ljóð yfirleitt meir. Ég kann lítið af órímuðum ljóðum, þó nokkur eftir Jón úr Vör, sem ég hel' mikið dálæti á. En svo mikils met ég gott ljóð, ég ég tel það þess virði að gefa út ljóðabók, þótt þar sé aðeins eitt gott ljóö að finna. Ekki minnkaði áhugi minn eftir að ég kom í lögregluna hér i Reykjavík og kynntisl Sigurði Jónssyni frá Haukagili, sem þar var fangavörður um tíma. Hann er óþrjótandi uppspretta af vísum og ljóðum og á líklega stærsta vísnasafn á landinu. Þetta safn er hann alltaf að stækka og bæta. Til hans hef ég sótt mikið af mínum fróðleik og einstaka vísum hef ég getað gaukað til hans i staðinn. Ég á marga kunningja sem hafa gaman af góðum visum og láta mig heyra vísur sem þeir kunna góðar. Ég fer í sundlaugarnar á hverjum morgni, syndi þar 200 metra fyrir föðurlandið og 50 metra fyrir sjálfan mig, eða alls kvartkílómetra. Hjá sundfélög- unum hef ég fengið margar góðar stökur og þeir aðrar hjá mér í staðinn. Nú svo eru ýmsir sem vita af þessu áhugamáli mínu og hafa samband við mig, þegar þeir hafa heyrt vísu sem þeir telja að mér sé fengur í. Það má segja að ég sé alltaf á varðbergi ef ég skyldi heyra góðar visur og sög- una um tilefni þeirra. Og þá skrifa ég þær á miða, flokka vís- urnar, vélrita þær á blöð sem ég síðan hefti saman og set i stinna kápu. Því verki hefur þó litið miðað, vegna tímaleysis, ég lýk því kannski í ellinni. Gæti ég trúað að ég hafi á þennan hátt safnað hátt á annað þúsund vís- um, en auk þess á ég bæði bindi Vísnasafns Sigurðar frá Hauka- gili, en í þeim eru á annað þúsund vísur.“ Er ennþá mikill áhugi á fer- skeytlunni? „Já, ferskeytlan er lífseig, ekki verð ég var við annað. Annars finnst mér mestur áhugi á henni hjá eldri mönnum." Ertu félagi í einhverju kvæða- mannafélagi? „Nei, en ég hef lengi haft hug á að ganga i kvæðamannafélag en aldrei komið því í verk. En láti ég verða af því mun ég frekast ganga í Iðunni, því þar lendi ég i félags- skap Sigurðar frá Haukagili.“ NOKKUR SVNISHORN — Kannski þú leyfir okkur að heyra örfáar vísur úr safni þínu? „Já, hér er t.d. ein eftir Guðmund Sigurðsson gaman- vísnahöfund: Látum fljóðin líða skort, lemjum góða vini, fyrr en bjóðum frelsi vort falt í gróðaskyni. og hér er önnur, höfundinn þekki ég ekki: Reynist flest í veröld valt, veltur margt úr skorðum, ég er sjálfur orðinn allt öðruvísi en forðum. Og svo er hér visa sem ég vildi gjarnan vita hver er höfundur að: Sá ég vorsins rauðu rós risa úr grænu fiosi. Meðan nóttin iokkaljós lézt í árdagsbrosi. Þætti mér vænt um það ef ein- hver kannast við höfundinn, að sá hinn sami léti mig vita." SÖFNUN SPAKMÆLA — Ef við snúum okkur að hinu tómstundastarfinu, söfnun spak- mæla. Hvernig atvikaðist það að þú byrjaðir á því? „Byrjunin var sú að fyrir 13 árum fékk ég þetta kort, sem hangir hér á veggnum, frá dóttur minni sem var þá að læra ensku úti í írlandi og vann þar samhliða á barnaspítala. Henni hefur vfst fundizt ég taka lífið um of alvar- lega og þess vegna sent mér þennan texta, sem á fslenzku útleggst: Taktu lífið ekki of alvarlega, þú kemst hvort sem er aldrei lifandi frá því. Nú, til að minna mig á þennan boðskap festi ég kortið á þetta götukort af höfuðborginni sem I VINNUNNI — Torfi Jónsson að ganga frá skýrslu um árekstur. hangir hér yfir skrifborðinu mínu. Þetta vakti áhuga hjá sumum af þeim fjölmörgu sem hingað áttu erindi vegna umferðaróhappa, sem þeir höfðu lent í, þeir fóru að gauka að mér spakmælum. Þá fór ég að bæta spakmælum á götukortið, skipta um og setja þar ný. Og fyrr en varði var ég farinn að safna þessu rétt eins og vísunum. Ég hnuplaði þeim hvar sem ég gat því viö komið, þar á meðal nokkrum úr Morgunbfaðinu. Allt eru þetta er- lend spakmæli og flest þeirra hef ég þýtt á íslenzku. Spakmælum eftir fslenzka höfunda hef ég ekki árætt að hnupla — enn sem komið er. Ég hefi leitað fanga víða, í erlendum bókum um þetta efni, í erlendum og innlendum tímaritum og meira að segja náð nokkrum úr þáttum og kvikmynd- um i sjónvarpinu. Fólk hlær að snjöllum orðatiltækjum, þegar það heyrir þau en gleymir þeim svo jafnharðan, en ég rýk til og skrifa þau hjá mér. Á þennan hátt hef ég safnað saman nokkur þús- und erlendum spakmælum. Um þýðingarnar má eflaust deila, þar sem þetta má heita fyrsta tilraun mín í þá veru, en ég hef reynt að vanda mig eins og ég hef frekast getað.“ — Hefur ekki verið mikil vinna fólgin í því að flokka þetta allt saman? „Jú, mikil ósköp. Ég flokkaði efnið og setti það saman í bók, sem ég síðan fór með til Guðjóns 0. Hann taldi ráðlegra að gefa þetta út í smáheftum, einn efnis- flokk í hverju hefti. Alls yrði þetta þá urn 15 hefti, eða jafnvel meira. Eitt þeirra hefur þegar séð dagsins ljós og fjallar það um hjónabandið og lítillega um ást- ina. Annar flokkur er eingöngu helgaður konum, einn um listina að lifa og enn einn um stjórnmál- in, lögin og stríðið, svo eitthvað sé nefnt. Þessi spakmæli, eða kannski réttara sagt, snjöllu orða- tiltæki, hef ég lesið aftur og aftur mér til ánægju og ég hef fundið að margir þeírra, sem koma inn á skrifstofuna til mín, hafa kunnað að meta þau, sumir jafnvel skrifað þau niður. Ég veit þó ekki um neinn annan en mig sem safnar slíku.“ MÖRG GÓÐ SPAKMÆLI — Kannski þú leyfir okkur að heyra smá sýnishorn af þessum spakmælum? „Já það er sjálfsagt. Þau eru eins og gefur að skilja misjöfn að gæðum, en mörg mjög góð. Hér er t,d. spakmæli úr bókinni um hjónabandið og ástina: Ég hefði aldrei þolað vió í hjónabandinu, væri það ekki vegna konunnar minnar. Og annaó skozkt úr sömu bók. Giftu þig ekki vegna peninga, það er ódýrara að fá þá lánaða. Og hér er eitt um listina að lifa: Ef til vill væri það góð hug- mynd, þótt fjarstæðukennd virð- ist, að þagga niður í öllum símum, stöðva sérhverja vél, og leggja niður störf i eina klukkustund einhvern góðan veðurdag til að gefa fólkinu tækifæri til að hug- leiða um hvað allt þetta snýst, hvers vegna það lifir og hvað það er sem það í raun og veru vill. Eitt kverið á að heita Foreldrar og börn. Þar er þetta að finna: Það er mjög algengur misskiln- ingur meðal kvenna, að halda að þegar þær hafi eignazt barn séu þær orðnar mæður. Slíkt er jafn- mikil fjarstæða og að trúa því að maður verði píanóleikari eignist maður pianó. og Margir foreldrar tala um fólks- fjölgunarvandamálið eins og þeim væri ókunnugt um hver hefði borið eld að kveikiþræð- inum. — Hefur ekki farið geysimikil vinna í þessi söfnunarstörf? „Jú, það hefur farið mikill tími í þetta en ég hef haft ánægjuna af því i staðinn og þetta hefur gert mér auðveldara að umgangast fólk. Annars hef ég ætlað mér að gera svo margt um dagana en ekki komið því í verk. Ég lærði t.d. bókband og ætlaði þá að binda inn allar bækurnar mínar. Nú er ég búinn að gefa flest tækin, þvi ég sé ekki fram á að mér gefist nokkurn tíma tími til þess, það er svo margt sem ég hef meiri áhuga á núna. Eg veró annaðhvort að eiga mínar bækur óbundnar eða láta binda þær annars staðar.“ KÆRIR SiG EKKI UM LÆKNINGU! — Ef við snúum okkur aftur að vísunum og ljóðunum Torfi, átt þú þér einhver uppáhalds skáld? „Já það á ég svo sannarlega. Vil ég þá fyrst nefna Guðmund Böðvarsson. Síðan ég las hans fyrstu bók hef ég næstum verið „haldinn af honum“, eins og Þór- bergur taldi sig hafa verið hald- inn af Einari Benediktssyni. Þór- bergur læknaðist, en ég hef ekki læknazt, enda ekki kært mig um lækningu á því sviði. Svo má nefna Jón Helgason, prófessor, Jón úr Vör, Stein Steinarr og Tómas Guðmundsson og reyndar marga fleiri. Eins hef ég lesið ljóð á ensku, dönsku og norsku mér til ánægju, og á nokkrar ljóðabækur á þeim málum.“ — Og að lokum Torfi, yrkirðu sjálfur? „Það fer nú litið fyrir þvi. Ég hef reynt eins og aðrir en árangurinn er ekki til að stæra sig af. Ætli ég svari ekki þessari spurningu bezt með einni visu eftir mig: Mig hefur löngum skilning skort. Skapanornir gáfu ei meir. Get því miður ekkert ort aðeins hnoðað saman leir.“ — SS. r** Svo mikils met ég gott ljóð, að ég tel það þess virði að gefa út ljóðabók þótt þar sé aðeins eitt gott ljóð að finna Rœtt við Torfa Jónsson rannsóknarlögreglumann, sem safnar vísum og spakmœlum í tómstundum sínum I HEITA POTTINUM — Torfi fer i sundlaugarnar í Laugardal á hverjum morgni og syndir þar 200 metra fyrir föðurlandið og 50 metra fyrir sjálfan sig. Þá bregður hann sér í heita pottinn og þar hefur hann fengið margar góðar vísur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.